Hús úr torfi

IMG_1636

Ein af gersemum íslenskra húsa er er torbærinn að Þverá í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Hann er sérstakur fyrir það að lækur rennur í gegnum bæinn, þurfti fólkið því  ekki að fara úr húsi til að sækja sér vatn í bæjarlækinn. Einhver þekktasta veiðiá landsins, Laxá í Aðaldal, fellur úr Mývatni um dalinn og til sjávar í Skjálfanda. Dalurinn er fagur og frjósamur. Þar er mikið fuglalíf og fjölskrúðug flóra. Einnig má sjá þar mikið af fjárgirðingum úr grjóti, virðast þær standast tímans tönn einstaklega vel í Laxárdal.

Ég var svo heppinn að eiga erindi í Laxárdal í upphafi viku, vegna þess að fyrirtækið sem ég vinn hjá er að byggja nýja gistiálmu við veiðihúsið Rauðhóla. Þverá er rétt innan við Rauðhóla og langaði mig til að sjá bæinn að vetrarlagi en þangað hafði ég komið í lok sumars fyrir tveimur árum. Það var snjóþungt og kalt í morgunnsárið Laxárdalnum og lét ég því mér nægja að sjá heima að bænum, en set hér með myndir frá fyrri heimsókn.

IMG_1632

Þverárbærinn var byggður á seinni hluta nítjándu aldar af Jóni Jóakimssyni snikkara og bónda á Þverá, sem var rómaður fyrir vandvirkni við smíðar og búskap. Þverá mun vera í einkaeign og Áskell bóndi Jónasson sér um bæinn. Þjóðminjasafn Íslands hefur haft tilsjón með húsunum. Þarna voru útihús af fornri gerð varðveitt auk bæjarhúsanna. Þjóðminjasafnið hefur látið endurbyggja þrjú útihús; fjárhús, hlöðu og hesthús.

Þverárbærinn er kannski þekktastur fyrir að vera vagga Samvinnuhreyfingarinnar sálugu,en fyrsta kaupfélag landsins, Kaupfélag Þingeyinga var stofnað að þar árið 1882. Þeir sem eiga leið um Þingeyjarsýslur heimsækja margir torfbæinn að Grenjaðarstað, en þar er rekið byggðasafn. Þaðan eru aðeins þrettán kílómetrar að bænum Þverá í Laxárdal, sem færri vita af, en þar varðveitir Þjóðminjasafnið þetta sögufræga djásn.

IMG_5354

IMG_5373

IMG_5390

IMG_5378

IMG_5372

IMG_5375

 


Bloggfærslur 5. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband