Vanhugsaðar aðgerðir pappírspésa

Þeir kosta þjóðfélagið orðið stórfé vanhugsuðu sérfræðingarnir að sunnan, og þá sem fyrir þeim verða oft á tíðum lífsviðurværið um leið og æruna. Auk þess eru aðgerðir sérfræðinganna oft brútal villimennska.

Ef síðuhafa misminnir ekki þá var rollunum í meðfylgjandi frétt slátrað lambfullum, og nú er verið að dæma bændum miskabætur. Samkvæmt fréttum á sínum tíma amaði ekkert að rollunum en fjárhúsin stóðust ekki ýtrustu  reglugerðir, enda í snjóléttri sveit þar sem sauðfé hefur verið haft við opin hús í gegnum aldirnar.

Stutt er síðan frétt var af því að MATS var dæmt fyrir að taka Gæðakokka í í Borgarnesi, því sem næst af lífi, vegna kjötlausra kjötvara sem MATS sagðist hafa rannsakað 2013. Þetta gerðist í kjölfar þess að hrossakjöti hafði verið blandað í matvörur í stað nautakjöts úti í Evrópu og gátu sérfræðingarnir að sunnan ekki verið minni menn en kolleikarnir á Evrópska efnahagsvæðinu. Nú hafa Gæðakokkum verið greiddar 112 milljónir í bætur úr ríkissjóði vegna atvinnurógs.

Sumarið 2017 lét MATS skjóta hesta á færi í Hörgárdal vegna meintra vanhalda. Hestarnir lágu svo eins og hráviði dögum saman og blésu út í sumarhitanum. Það kom væntanlega stofnuninni verulega á óvart að eigandi hrossanna skyldi ekki hafa fyrir því að urða hræin eftir að MATS hafði svipt  hann forræðinu og séð um að losa hann við hestana. Þetta var með ljótari fréttum af dýraniði það árið.

Veturinn 2018 sendi MATS sveit vaskra manna til að skjóta sauðfé í Loðmundarfirði. Þessar kindur sem þar voru skotnar á útigangi voru svo látna liggja og úldna uppblásnar í vorsólinni. Stofnunin sá enga annmarka á því að skjóta rollurnar á einkalandi í leyfisleysi tófunni til dýrðar og það við eitt af stærstu æðarvörpum landsins, þar sem dúnn er nytjaður. Er nema von að fólk spyrji í forundran eru sérfræðingarnir að sunnan fábjánar.


mbl.is Dæmd til að greiða sauðfjárbændum bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband