Sama árferðið - sitt hvor aðferðafræðin

Árið 1966 ákvað ríkisstjórn Íslands að sporna gegn verðbólgu með því að lækka vöruverð, þetta var m.a. gert með með lækkun mjólkur og annarra innlendra nauðsynjavara. Um þetta mátti lesa í pólitískum fjölmiðlum þess tíma og þótti þetta arfavitlaust af mörgum, -en virkaði.

Í aðdraganda aðgerðanna mátti í Degi lesa þetta: -Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða niður verðlækkun þá, sem um samdist fyrir skömmu við verðlagningu búvara. — Stjórnarblöðin raupa af þessu og segja, að ríkisstjórnin hafi nú stigið fyrsta skrefið til að stöðva verðbólguna. Á öðrum stað segir, að nú geti stjórnar andstæðingar verið ánægðir, því að þetta hafi þeir heimtað.

Í dagbók afa míns, var þetta skráð þann 23.10.1966  -Messað í Vallaneskirkju prestur var séra Ágúst Sigurðsson, 36 manns voru við messuna. Víkingur í Skógargerði kom og sótti 6 ær sem hann átti hér. Í dag lækkaði mjólkin um 1,35 kr, mjólk í lausu máli er 5,95 kr, var áður 7,30 kr. Egg eru seld á 90,00 kg, kartöflur á 18,00 kr hvert kg, rófur á 16,00 hvert kg.

Ég sæi þetta gerast nú á dögum þegar allt gengur út á hækkanir verðbólgu púkum hagvaxtarins til yndisauka.


mbl.is Mjólkin hækkar líka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband