Múslímar norðursins.

Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá erum við komnir í svipaða stöðu og þegnar ríkja sem Ísland hefur hingað til ekki viljað bera sig saman við.  Hér býr fólk við verri efnahag en nágranna þjóðirnar, spillt stjórnkerfi og kúgun peningaaflanna.  Það leiðir aðeins til eins, fólk leitar betri lífskjara.


mbl.is Mestu búferlaflutningar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þokkalega góð samlíking.

Múslimar sem koma til Evrópu eru flestir að leita eftir betri efnahag, en eru ekki "flóttamenn", eins og vinstra liðið er alltaf að reyna að halda fram.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 11:05

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Æ.æ.æ... ætli hinir flóttamennirnir hafi haft eins mörg tilboð á bollum á Bolludaginn? Það efa ég. Hver segir að Íslendingar búi við verri efnahag. Við höfum bara verri ríkisstjórn og siðspilltari stjórnendur en í nágrannaríkjunum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.2.2010 kl. 11:30

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Flestir flytja frá Íslandi vegna efnahagsástandsin, hvort sem grasið er svo grænna í nágrannalöndunum er önnur saga.

Ég notaði múslímana sem samlíkingu vegna þess að við búum við gjörspillt stjórnkerfi og höfum litið niður á þá stjórnunarhætti sem viðgangast í þeim löndum sem fól flýr.  Stjórnarhættirnir kunna að vega jafn þungt í ákvörðum margra þeirra sem yfirgefa landið. 

Hvort á að flokka Íslendinga sem pólitíska- eða hafnhagslega flóttamenn?

Magnús Sigurðsson, 16.2.2010 kl. 12:06

4 identicon

Vá. Þú gerir þér grein fyrir að í löndum þar sem Islam trúin er sterk býr einnig fólk sem stundar önnur trúarbrögð? Einnig má nefna að það eru til lönd þar sem múslimar eru í meirihluta sem búa bara við fín kjör. Eða trúirðu alltaf öllu sem ratar í fréttirnar? Þangað fara allar harmsögurnar og efni sem fangar athyglina. Svo er það líka staðreynd að þú þarft ekki að vera múslimi til að vera flóttamaður, samanber gyðingarnir í seinni heimstyrjöldini.

Ef þú gerir þér grein fyrir því og heldur áfram að nota "aumingja múslimana" sem einhvern þjóðflokk sem við eigum að vorkenna (þar sem við viljum alls ekki láta bera okkur saman við þá) þá mun þetta vera einn mesti rasistabloggpóstur sem ég hef séð tengt við mbl.is.

Kristinn Esmar Kristmundsson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 14:46

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú ert heill hafsjór af fróðleik Kristinn.  En hvernig í ósköpunum þú fórst að því að tengja þetta við rasisma er mér óskiljanlegt.  Þó svo að kaupmáttur íslendinga á evrópskan mælikvarða sé nú svipaður og í þeim löndum sem múslímar byggja að meirihluta sé svipaður. 

Það er nokkur atriði sem fá fólk til að yfirgefa ættlönd sín í stórum stíl s.s. stríð, náttúruhamfarir, bágur efnahagur, spillt stjórnkerfi osfv.. 

Magnús Sigurðsson, 16.2.2010 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband