Helvítis fábjánar.

Það eru uppi undarlegir tímar.  Samtök atvinnurekenda og launþega eru uppi með sitthvora kröfugerðina á ríkisstjórnina.  Hækkun bóta og trygging kvóta.  Hvorug krafan kemur launafólki né þorra atvinnurekenda nokkuð við.  Þangað til ríkisstjórnin hefur gengið að kröfunum verður ekki samið. 

Þegar gengið verður að kröfunum ætla þau að semja um tilbrigði við "þjóðarsátt".  Sennilega í anda þeirrar sem heil þjóð þrammaði á eftir fram af bjargbrúninni.  Höfundar hrunsins sitja nú allt í kringum borðið án þess að skilja baun í því fyrir hverja þeir sitja.

Atvinnurekendur sitja uppi með samtök sem hafa ekkert að gera með hagsmuna þeirra, vinnandi fólk með samtök sem berst fyrir rétti þeirra sem ekki vinna og þjóðin situr uppi með ríkisstjórn sem er ákveðin að hafa allt af henni og skattleggja til helvítis.


mbl.is Bíða eftir svari ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

svo mikið rétt hjá þér Magnús - fæ kanski lánaða hjá þér síðustu málsgreinina - toppar margt og er svo rétt

Jón Snæbjörnsson, 24.1.2011 kl. 13:27

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Alveg sjálfsagt Jón,  Mér fannst fyrirsögnin full ókurteisleg en mér datt bara ekkert annað í hug.

Magnús Sigurðsson, 24.1.2011 kl. 13:38

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

held þú sért með kurteisari mönnum Magnús

Jón Snæbjörnsson, 24.1.2011 kl. 14:22

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er svona að lesa bloggvinina í stafrófsröð; ég lagði inn komment hjá Jóni - sem skv. ofanrituðu fékk lánaða síðustu málsgrein þína Magnús :)

Svo ég endurtaki inntakið; núna lifum við í villtasta öfugmælaþjóðfélagi allra tíma.

Kolbrún Hilmars, 24.1.2011 kl. 19:37

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Skorinort og vel mælt að vanda, Magnús. 

Benedikt V. Warén, 24.1.2011 kl. 22:42

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Vel orðað og eitthundraprósent rétt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.1.2011 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband