Er offita ímyndunarveiki?

Væri ekki munur að geta hugsað sig frá aukakílóunum?  Þá ætla ég að segja frá því að það er hægt.  Ég átti við það að stríða að vera of feitur árum saman.  Aðferðin til árangurs við að léttast var allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér.  Hún fólst í að ég át meira en nokkru sinn áður, stundaði enga líkamsrækt, léttist samt um tugi kílóa á fáum mánuðum.  Ég breytti mataræðinu, en fyrst og fremst hugsunarhættinum.  Flest mín megrunarátök höfðu mistekist eftir ákveðinn tíma, en með því að hafa engin tímamörk, heldur breyta mataræðinu þá skipti ég um stöðu og fann út hvaða mataræði þyrfti til að ná kjörþyngd. 

Því hefur verið haldið fram að genunum verði ekki breytt og þau stýri því hvort fólk verður feitlagið.  Munurinn á því hvernig vísindin og skammtafræðin sjá heiminn kollvarpa þessum hugmyndum.  Skammtafræðin gefur þau skilaboð að hlutirnir séu ekki eins fastskorðaðir og vísindin gefa til kynna.  Þetta er því á valdi hvers og eins.  Skammtafræðin tekur mið af andanum og því sem hann fær umbreytt, hvort sem við viljum kalla það trú eða eitthvað annað.

Út frá sjónarhorni vísindanna er fátt sem hægt er að gera til að lækna sjálfan sig með því einungis að nota hugann.  En allir hafa heyrt af því að sjúkir hafa læknast við að taka óvirkar hveitipillur og þannig læknast, af ímyndunarveiki.  þetta sýnir best hversu öflugur hugurinn er ef þú hefur jákvæða væntingu til lyfsins þá mun árangur nást jafnvel þó notuð sé hveitipilla.  Hvað þá ef afstöðunni er breytt til alls sem er yfir í jákvæða, ekki einungis til hveitipillu.

Hérna er video þar sem vísindamaðurinn Bruce Lipton skýrir það hvernig þetta getur virkað.  Eins eru hugleiðingar um þessa aðferð á bloggsíðunni minni Mason.

 


mbl.is Tíundi hver fullorðinn of feitur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sæll Magnús, ég segi að við erum það sem við segjum okkur....

Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að hver og einn sé meðvitaður um það hvernig hann, hún hugsi til sjálf sín...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.2.2011 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband