Skyldu fíflin fatta það.

Þeim mun meira sem ASÍ of aðrir hönnuðir hrunsins sem enn sitja allt í kringum borðið beita fortölum sínum og hræðsluáróðri fyrir því að almenningur gangist í ábyrgð fyrir skuldum gjaldþrota einkabanka, þeim mun minna mark verður á málflutningnum tekið.  Þjóðin hefur ekki gleymt því hverjir þrömmuðu með hana fram af hengifluginu í nafni stöðugleika og stóðu að því að gera flest heimili landsins eignalaus. 

Þegar við þurfum orðið að borga fyrir það með ævi okkar að búa í landinu sem við fæðumst í er kominn tími til að hugsa sinn gang. Jafnvel eftir hrun þar sem helstu stofnanir samfélagsins standa strípaðar, líkt og keisarinn forðum, er ætlast það til að afrakstur vinnu okkar renni í formi gjalda og skatta til afla sem brutu öll siðferðisviðmið náungakærleikans, og ekki nóg með það, nú er okkur jafnvel ætlað að greiða skatta til annarra ríkja vegna tjóns sem þessir sömu öfl urðu völd af.

Sagt er að grundvallar tilgangur ríkisstjórna nútímans sé að vera verkfæri fjármagnseigenda að vösum almennings. Með samþykkt icesave á að nota skatta Íslendinga til að greiða skuldir sem ríkið tekur á sig til að greiða skuldir glæpamanna sem urðu til þegar þeir þeir tæmdu sparfjár eign í erlendum útibúum innanfrá og með þá syndaaflausn ætla sömu aðilar að koma "hjólum atvinnulífsins" áfram. Er furða að okkur finnist við vera rugluð og ráðvillt? Með valdi hefur verið unnið hörðum höndum að því að telja okkur trú um að við höfum ekkert val, við eigum að sýna ábyrgð. En þetta er allt sjónhverfing, ef við aðeins náum að átta okkur á hvað er réttlæti og hvað er ábyrgð munum við aldrei vinna gegn okkur sjálfum með því að segja já við icesave.

Okkur hefur verið margsagt að icesave samningarnir séu flóknir og aðeins á færi sérfræðinga að skilja þá. Stjórnmálamenn sem jafnvel töluðu gegn samningnum eru orðnir skíthræddir við sérfræðingana með exel þekkinguna, sem hafa samt sem áður enga sýn nema aftur fyrir sig og það í gegnum rör sem er hálfstíflað af kúlulánum. Þessir sérfræðingar, afætur og kúlulánþegar, treysta hvorki ímyndunarafli sínu né innsæi, hvað þá tilfinningunni fyrir réttlætinu. Þeir halda að til að vera fullkomlega faglegir þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar og vilja að þjóðin taki skellinn því aðeins þannig komist þeir af.

En hvað er rétt að kjósa? Það getur hver manneskja fundið í hjarta sínu, til þess að skíra út icesave þarf ekki sérfræðinga ASÍ eða stjórnmálamenn, hvað þá löglærða frímúrara, ekki einu sinni þó þeir væru  flokksbundnir framsóknarmenn. Öll höfum við leiðsögukerfi hjartans sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Ef við efumst er gott að grípa til gullnu reglunnar "Allt sem þú vilt, að aðrir menn geri þér, það skalt þú þeim gera". Því eins og meistarinn sagði á þeirri reglu hvílir lögmálið

Þú varst fæddur frjáls og munt deyja frjáls. En muntu lifa frjáls? Valið er þitt. Þú ert hinn óendanlegi möguleiki.

 


mbl.is Gerir athugasemdir við málflutning ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Magnús ég fæddist frjáls og ég ætla mér að deyja líka frjáls!

Sigurður Haraldsson, 2.4.2011 kl. 16:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir mjög góðan pistil Magnús.

Við lifum líka frjáls, ekki sem þrælar.

Frjálst fólk segir Nei.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2011 kl. 16:53

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég er líka svo sammála þér Magnús, það er annað sem ég er farin að velta fyrir mér og það er hvað verður ef þjóðin segir nei, þá er ég ekki að tala um þann prógress sem færi í gang varðandi málaferli og það heldur um  þessa já sinna sem virðast vera að missa sig því nær sem dregur kosningu...

Það ætti að verða einróma krafa hjá nei sinnum um að Ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði strax til nýrra Alþingiskosninga vegna þess að það er ekki  hægt að þau sitji áfram og reyndar ekki hægt að nokkur úr þessu já-liði komi að annarsskonar uppbyggingu sem væntalega yrði að taka við....

Hefur eitthvað verið spáð í þetta...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.4.2011 kl. 17:56

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Takk fyrir góðan pistil Magnús.......          Ingibjörg mín! Hvað tekur við eftir síðustu hindrunina? Opin leið inn í frelsið,við sem stóðum saman í þessu stríði höldum áfram,með sömu elsku til Íslands og afkomenda okkar. Þannig held ég að næsta stjórn verði þenkjandi.

Helga Kristjánsdóttir, 2.4.2011 kl. 18:43

5 Smámynd: Magnús Ágústsson

godur pistill Nafni

Magnús Ágústsson, 3.4.2011 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband