Þúsundir fábjána við störf.

Það er svo mikið af fólki á Íslandi sem hefur orðið vinnu af því að gera hinum erfitt fyrir að margir sjá þann einn kost að hverfa úr landi.  Einu störfin sem hafa orðið til frá hruni eru  störf hámenntaðra sérfræðinga háskólasamfélagsins við að gera fólki sem vill skapa sér vinnu upp á gamala mátann það ókleift með reglugerða fargani og ósjálfbærum arfavitlausum atvinnuúrræðum.  Eitt af mörgum svakalegum dæmum sem hægt er að nefna er atvinnusköpun þessara sérfræðinga í kringu kræklingarækt.

Úrræði stjórnvalda hafa svo hingað til einkennst af því að narra fólk í nám til að búa til enn fleiri sérfræðinga, af algjöru skilningsleysis á því hvað er arðbær atvinna.  Fimm gráðu sérfræðingar háskólasamfélagsins er smá saman að takast það að gera Ísland að Kúbu norðursins.  Hér segir einn sögu sína af því hvernig hann var narraður á vonarvöl samkvæmt námsúrræðum stjórnvalda

Síðuhöfundur er einn af þeim sem sá sér þann kost vænstan að hverfa úr landi í atvinnuleysi í kjölfar áratuga reksturs eigin fyrirtækja.  Eftir að hafa fengið atvinnutilboð í Noregi hefði mátt ætla að auðvelt væri að fara og skoða aðstæður, en viti menn til þess að fara úr landi og halda rétti til atvinnuleysisbóta þarf að sækja um leifi hjá Vinnumálastofnu.  Mér var tjáð að hún tæki sér 3 vikur í að svara erindinu.  Það var því ekki um annað að ræða en að fara og vona það besta.

Það er ekki ofsögum sagt að margir hverjir sem véla með atvinnu annarra hafa ekki snefil af því um hvað málið snýst.  Þetta er oft á tíðum fólk sem situr á skrifstofum stjórnsýslubattería s.s. sveitarfélaga sem hafa blásið óendanlega út síðustu áratugina.  Þetta fólk skilur svo ekkert í því að ekki skuli vera hægt að fá fólk t.d. í 10 -30% umönnunarstörf í öllu atvinnuleysinu, sem það ætlar að stjórnast með án þessa að detta það svo mikið í hug að bjóða sig til þess sjálft, sem það þyggur þó launin fyrir. 

Núna á að koma atvinnurekendum til að ráða fólk sem þeir fá greiddar með fullar atvinnuleysisbætur, svo það sé hægt að halda áfram uppi háu tryggingagjaldi í atvinnutryggingasjóð til atvinnuleysisbóta, sem er fyrir löngu orðið það hátt að fyrirtæki treysta sér ekki til að ráða fólk vegna hins svimandi óbeina kostnaðar sem þeir greiða orðið starfsmönnum sem eru á launum hjá Vinnumálastofnun.   Síðan er tryggingagjaldinu útdeilt til valinna fyrirtækja af sérfrðingunum jafnframt því sem það er notað til að halda uppi þeim stjórnsýslu stofnunum sem eru að möndlka keisið.


mbl.is 1300 störf í boði - 600 ráðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Magnús; jafnan !

Innilega sammála; þér.

Heima á Stokkseyri; (um; og eftir 1970) réðust menn í girðingavinnu 5 - 100 metra / meira eða minna svo fremi, að ekki plagaði næstu nágranna, án þess að einhver skriffinur og nefnd/eða ráð, kæmu þar nokkru nærri.

Eins; gilti um plægingar fyrir Kálgarða, eða lítilsháttar framræzla, með skurðgreftri - í dag; getur ferlið tekið vikur og mánuði - komið fram á Haust eða Vetur, það; sem fyrirhugað hafði verið, Vorinu áður.

Gamla Sovétkerfið - sem og STASI farganið Austur- Þýzka, hafa verið leikur einn, við að eiga, miðað við íslenzka farganið í dag, Magnús minn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 13:51

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Því má samt aldrei gleyma að allt er þetta ágætis fólk sem vinnur hjá "STASI Ísland" við að möndla Kúbu norðursins, sem myndi aldrei detta í hug að haga sér svona heima hjá sér, heldur bara í vinnunni.

Magnús Sigurðsson, 11.5.2012 kl. 13:57

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þetta er því miður sannleikurinn í dag, en hvernig eigum við að losna við þetta opinbera skrímsli. Ekki er hægt að kjósa það burt, það er búið að sannreyna það í 2gang. Hend þeim út úr ráðuneitum með valdi er háværara í dag en fyrir bara 6 mánuðum. Mér líkar vel við þá aðferð.

Eyjólfur Jónsson, 11.5.2012 kl. 14:49

4 identicon

Já Grikkirnir sögðu sannleikurinn mun frelsa þig, en ekki þekkinging. 

Jonsi (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 15:03

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er nokkuð ljóst að hrunið kemur sýst niður á hönnuðum þess, allt var þetta vel menntað fólk á góðum launum við að setja Ísland á hausinn, jafnvel fimm gráðu sérfræðingar. 

Samt er það sem er að gerast núna í framhaldinu enn ískyggilegra, það er verið að drepa niður alla sjálfsbjargarviðleitni og frumkvæði með hámenntuðum fábjánahætti.

Magnús Sigurðsson, 11.5.2012 kl. 15:45

6 identicon

Hvernig er hægt að vera fjögur ár án atvinnu ??

Ég kláraði skólann 20 júní s.l og fékk starf á frystitogara sama dag.

Reyndar gagnast verkfræðikunnátta mín mér ekki á hafi úti en launin eru góð, þrisvar sinnum betri en nýútskrifuðum verkfræðingum býðst.

Það geta allir fengið vinnu, allir, ef atvinnuleysi einstaklings fer yfir ár þá er eitthvað að umsækjandanum..það fullyrði ég !

runar (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 18:02

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

runar, ég er ekki alveg að skilja kommentið út frá fjórum árunum. 

En ég tek undir með þér það geta allir fengið vinnu sem tilbúnir eru í hvað sem er, ég fór t.d. til Noregs fyrir akkúrat ári síðan eftir að hafa verið skráður atvinnulaus í hálft ár, og hef verið þar við störf í fjarvistum frá fjölskyldu í svona 100 til 150 daga í einu. 

það gekk ekki að fá starf veturinn 2010 -2011þó svo að ég hafi getað fengið tímabundin verkefni, var jafnvel farin að gruna að ég væri einn af þessum sem þú fullyrðir að sé eitthvað að þó mánuðurnir væru ekki nema sex en ekki árin fjögur.

Heldurðu t.d. að þeir myndu ráða hálf-sextugan múrara á frystitogarann sem þú ert á?  Ef svo er þá myndirðu kannski láta mig vita.

Það sem ég er að reyna að benda á er það að aðgerðir á vinnumarkaði og hegðun reglugerðasamfélagsins virðist ganga út á að viðhalda vandamálinu jafnvel stækka það og búa þannig til störf utan um atvinnuleysið sjálft.

Magnús Sigurðsson, 11.5.2012 kl. 18:22

8 identicon

Sæll aftur Magnús.

Ég var alls ekki að tala niður til þín, alls ekki !

Fjögur árin voru tekin úr fréttinni sem þú tengir þessa færslu við.

Mér finnst það flott hjá þér að sækja björg í bú yfir hafið og 100-150 dagar frá fjölskyldu er...ja hvað skal segja..það er virðingarvert.

Ég nam í danmörk og bý þar enn.

Úthald mitt frá minni fjölskyldu er ca 70-80 dagar hvert sinn og finnst mér það hrikalega erfitt. Ég er aðeins búinn með 15 daga af þessu úthaldi.

Í dag eru erfiðir tímar fyrir venjulegt fólk og maður verður því miður að sníða stakk eftir vexti.

Ég er ekki sáttur við mitt hlutskipti, en samt sem áður er það margfalt betra en að lifa við fjárhagsáhyggjur, bölvanlegar áhyggjur sem maður fann vel fyrir seinasta árið í náminu.

Við komumst í gegnum þetta, Magnús, það er ekki spurning, við þurfum bara að vera þolimóðir og jafnframt spýta í lófana af og til... eftir 10 ár þá hlægjum við af óförum okkar í dag..ekki satt ?

Því miður er slegist um hvert pláss á frystitogurunum og því tel ég möguleika þina um pláss litla nema þú hafir alvarlega reynslu í trollum(flot og botn), mikil var mín gæfa að komast í gott pláss þegar neyð mín var orðin full þung að bera..

Ekki máttu gleyma því Magnús, að múrarar eru ein harðgerðasta atvinnustétt sem fyrir finnst, þú spjarar þig og kemst yfir þetta, það er ekki spurning ! Þetta heyrði ég úti á sjó.

Bestu kveðjur..

runar (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 22:08

9 identicon

ja Magnus Island er ordid algert nasista land mer bloskrar svo ad eg get bara ekki hugsad mer ad koma heim . tad sem mer finst vert er ad tad er eins og folki finist tetta brjalaedislega eftirlit sjalfsagdur hlutur tad er kanski ut af tvi ad tad eru svo margir sem hafa atvinnu af tessu , eda kanski eru allir meira og minna heilatvegnir alvar .tetta brjalaedi er ordid svo slaemt ad tad er ordid mesta mal ad senda afmaelisgjafir eda jolagjafir til Islands . tetta lid tarf ad hafa nefid ovani ollu og ad sjalfsogdu ad fa borgad firir

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 23:21

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

runar; þakka þér fyrir hlý orð í garð mín sem múrara, það gleður mig að þú hafir heyrt það úti á sjó að múrarar séu harðgerðasta atvinnustétt sem fyrirfinnst.  Sjálfur var ég hálft ár á togara eftir að ég lauk samning og iðnskóla til þess að prufa hvernig íslenskar hetjur hefðu það, ég reikna samt ekki með að það teldist mér nægilega til tekna að hafa verið á góðum togara í hálft ár fyrir 30 árum síðan til að fá pláss í dag.

En ég hjó eftir þessu með fjögur árin vegna þess að ég fann það á hálfs árs atvinnuleysi mínu að róðurinn þyngdist með hverjum deginum.  Þó svo að maður hafi verið þokkalega bjartsýnn við að fara út á meðal fólks til að spjalla og halda sér í umræðunni sem álitlegum starfskrafti fannst manni fljótlega að maður væri að trufla vinnandi fólk með kjaftæði sem maður ætti að hafa upp á þar til gerðum stöðum, t.d. á námskeiðum hjá Vinnumálastofnun.  í dag get ég skilið að það er hægt að komast í þær aðstæður að vera atvinnulaus í mörg ár.

Hjá mér var það því ágæta fólki sem´þyggur laun fyrir að hafa ofan af fyrir atvinnulausum algerlega óviðkomandi að ég komst til starfa aftur, eins og ég sagði fannst mér kerfið sem það fólk vinnur eftir frekar vera til þess gert að leggja stein í götu mína með því að gefa sér 3 vikur í að svara þeirr einföldu spurningu hvort ég héldi rétti til atvinnuleysisbóta ef ég yfirgæfi landið til að fara yfir hafið og kanna starf sem mér bauðst fyrir hunda heppni.  En það er alveg klárt að ef þú hefur efni á því að þvælast til annarra landa þá þarftu ekki á bótum að halda, því tekur nefndin sem svarar svoleiðis fyrirspurn sér góðan tíma í að fara ofan í saumana á keisinu. 

Eftir að ég hafði sett puttann upp í loftið og samþykkt alla skilmála sem atvinnutilboðinu tilheyrðu, sem var meðal annars að gersat norskur starfsmaður en ekki íslenskur farandverkamaður, fór ég til Noregs og fyrirgerði öllum mínum rétti í íslensku velferðakerfi.  Tíminn sem ég hafði til að gefa svar hvort ég þæði starfið var mun minni en 3 vikur.  Ég komst fljótlega að því eftir að ég hóf störf að ef ég hefði beðið eftir 3 vikna svarinu hefði ég aldrei fengið þetta starf.  Það var vegna aðstæðna augnabliksins sem það kom til að múrari á sextugsaldri frá Íslandi var ráðinn til Noregs.  Eða réttara sagt, fyrir hunda heppni.

Gangi þér vel á sjónum Rúnar og ábyggilega áttu eftir að hugsa með stolti til þess tíma sem þú settir puttann upp í loftið og fylgdir hjartanu þó það kosti erfiðar fjarverur frá fjölskyldu.  Það er ég reyndar alveg viss um, vegna þess að ég upplifað það sjálfur.  En það munaði samt ekki miklu að ég hugsaði sem svo fyrir ári síðan; nei andskotinn þetta læt ég mig ekki hafa einn ganginn enn.

Magnús Sigurðsson, 12.5.2012 kl. 04:13

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helgi, það er ömurlegt til þess að hugsa hvernig menntun kerfisins fer með fólk. Það er engu líkara en á Íslandi hafi verið menntaðir hundrað þúsund hálfvitar.

Það má samt aldrei missa sjónir á því að flest er þetta önvegis fólk sem aldrei myndi haga sér svona heima hjá sér, heldur bara í vinnunni.

Það sem betur mætti fara eru einföld sannindi; "allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra".

Samkvæmt þessari gullnu reglu haga flestir heima hjá sér, því skyldu þeir ekki gera það í vinnunni sem þeir fá greitt fyrir frá samborgurum sínum

Magnús Sigurðsson, 12.5.2012 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband