Blessaður kallinn séra Davíð Þór rembist við að sameina söfnuðinn rétt fyrir dómsdag. Það hefur engum andans manni tekist að sameina söfnuð með ýtarlega rökstuddum dylgjum og það mun pokaprestinum sennilega ekki takast heldur jafnvel þó hann höfði til heimsku heimsins.
Séra Davíð Þór sér um guðþjónustur í minni gömlu sókn. Það sem hefur undrað mig við það, er hvernig þjóðkirkjunni gat dottið það í hug að bjóða söfnuði upp á að kjaftfór guðfræðingur að sunnan fljúgi vikulega austur á land til að flytja fagnaðarerindið.
En það er bara svo margt sem snýr á haus þessa misserin fyrir okkur heimskingjunum.
Athugasemdir
Þessi ummæli hans undirstrika hversu mikil mannleysa hann er. Það fer nú ekki á milli mála að hann er bráðgáfaður en hann hefur ekki verið framarlega í röðinni þegar Guð úthlutaði skynseminni..............
Jóhann Elíasson, 30.6.2012 kl. 11:37
Sammála þér Jóhann það getur verið óravegur á milli gáfna og skynsemi.
Annars er það hvorki gáfulegt né skynsamlegt að setja svona pistil í loftið í ílla ígrundaðri geðillsku og það sennilegast til stuðnings framboði sem gefur sig út fyrir að vera besti kosturinn í að sameina söfnuðinn.
Kannski felast gáfurnar í því einu að hann veit að þessi skrif hans eru ekki til neins, en þá erum við líka komnir að skynseminni.
Magnús Sigurðsson, 30.6.2012 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.