Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sennilega hef ég verið búinn að birta þessa bláu Stöðvarfjaðarmyndir áður.  En ég tók eftir því fyrir stuttu að youtube hafði lokað á þetta video vegna höfundarréttar reglna svo ég varða að setja aðra tónlist við það.  En þetta video er frá einum af fallegu fjörðunum fyrir austan og þar er sælureiturinn Sólhóll.

Annars er það að frétta af okkur Matthildi að við komum hingað til Harstad á fimmtudagskvöldið og síðan hefur verið andvökubjart eins og búast má við á 69°N á þessum árstíma.  Við höfum þvælst um í Harstad á Festspil sem er einskonar menningarhátíð.  Eins höfum við þvælst um fjörur Harstad við Vågsfjorden í þvílíkri sumarblíðu. 

  Eins og sjá má á bláu myndunum í myndalbúminu hér fyrir neða höfum við aðallega verið upptekin hvort af öðru.

http://magnuss.blog.is/album/flakingur_2012/

Magnús Sigurðsson, 1.7.2012 kl. 20:27

2 identicon

Det er et dejligt festespil :)

Og þá datt mér þetta í hug

http://www.youtube.com/watch?v=E6JiP3U0T9s

Sólrún (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 22:00

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þessa sendingu Sólrún :) 

Núna erum við hjónakornin komin norður í kofa Tómasar frænda í Finnsnes, sitjum þar í norðan gjólu og rigningu, ekki amalegt að hafa bjálka kofa til að skýla sér í þá.  Hérna verðum við þessa vikuna og kannski aftur í þerirri næstu.  Annars er búið að boða til allsherjar sumarfís hjá fyrirtækinu frá 13. júlí vegna verkefnaskorts þeim félögum mínum til mikilla armæðu.  Þeir höfðu hugsað sér að taka sumarfíið sitt í ágúst sem þeir geta eftir sem áður en það eru launin sem ekki skila sér í svona allsherjarfríi.

Það eru dularfullir tímar, eða kannski er það bara 2012. Ég hef haft það á tilfinningunni núna um nokkurn tíma að breytinga sé að vænta og á ég þá ekki bara við vinnu og frí.  Mér finnst eitthvað liggja í loftinu og fuglarnir staðfesta það.  Um helgina fór ég í uppáhalds fjörurnar mínar til að sýna Matthildi dásemdirnar. 

Það sem hefur valdið mér heilabrotum í vor er að kríurnar sem ég eyddi ófáum kvöldum og helgum í að virða fyrir mér síðasta sumar eru alls ekki í hólmanum í sumar hvar þær verpa þetta árið er mér hulin ráðgáta.  Ég komst út í hólmann á fjöru í júní þá var kría á stangli á ferð og skiltin á sínum stað um að þarna væri friðað kríuvarp.  Svo núna um helgina þá var bara engin kría í hólmanum ekki ein.  En svona var þetta akkúrat fyrir ári síðan það á ég orðið dokimenterað á youtube.

http://www.youtube.com/watch?v=EtXaZoFuam8   

Annað sem er meira en lítið dularfullt það eru fuglarnir sem verptu fyrir ofan útidyrnar hjá mér í fyrra og það ekki einu sinni heldur var það tvisvar sem ungar komu úr því hreiðrinu.  Núna í júní var allt með felldu mikið um að vera í hreiðrinu svo var það einn daginn að eggin lágu brotin á útidyratröppunum og fuglarnir farnir.  Til þeirra hefur ekkert sést síðan og allt með kyrrum kjörum í hreiðrinu.  Eins hafa máfarnir sem verptu upp á gámnum í fyrra alveg látið það eiga sig þetta árið þó svo að þeri hafi komið tveimur ungum á legg með sóma í fyrra.  Þeir híma bara upp á mæni við risgluggann minn og bera því ekki við að verpa.

Það dularfyllsta af öllu er það að mýsnar létu sig hverfa þegar ég fór til Íslands í lok maí.  Í fyrra fóru þær ekki í sumarfrí fyrr en seint í júlí, þá hélt ég að það hefðu verið berin sem hefðu freistað þeirra.

Einhvern veginn finnst mér margt vera meira en lítið skrítið Þessa dagana og ekki eru fréttirnar á mbl það síður þó svo ég hafa ekki nennt að blogga um það.  T.d. var frétt um það fyrir örfáum vikum síðan að Japanir væru að slökkva á síðasta kjaraofninum, þeir ætluðu að hætta að framleiða rafmagn með kjarnorku vegna biturrar reynslu.  Svo var frétt í gær að þeir væru að ræsa kjarnaofnanna aftur og önnur um að sjávarfang frá Fujsiama verinu hefði selst upp í fiskbúðunum.  Það væri orðið allt í lagi að éta það samkvæmt mælingum.  Samt eru bara nokkrar vikur síðan að ekki var óhætt að koma nær Fujsiama verinu en 30 km og það þrátt fyrir að geislavirkni staðlar hefðu verið margfaldaðir niður á við til að gera lítið úr málinu.  Kom þetta fram í þætti hjá 60 mínútum sem ég rakst á á netinu.

Já það er margt sem undrar mig þessa dagana.  Það væri gaman að heyra ef svo á við um fleiri.

Magnús Sigurðsson, 2.7.2012 kl. 20:03

4 identicon

ja Magnus tetta daemi sanarlega faer mann til ad hugsa . manstu tegar vid toludum um ad tad vaeri eins gott ad flitja ekki til Noregs ut af tvi ad sama daemid aetti eftir ad koma up tar . verst tetta med fuglana tad er eitkvad sem teir vita tad er engin spurning

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 22:08

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eftir því man ég vel Helgi.  Því ætti Illuminati ekki að ásælast Noref inn í sitt union rétt eins og Ísland?

Já þetta með fuglana er verra þar er eitthvað annað á ferðinni.  En ég hef ekki við mikið að miða, bara búin að vera í rúmt ár.  En mér hefur skilist á kunnugum að í Kanebogen, staðnum sem kríuvarpið er, hafi verið náttúruparadís frá mannaminnum.  En nú sérst þar varla fugl.  Ég hef séð eina kollu með unga.

Magnús Sigurðsson, 3.7.2012 kl. 04:21

6 identicon

Manni gæti dottið í hug að árangur þotuferðanna sé að birtast +i því að fuglarnir skurli hverfa eða ekki verpa.

Það er ólíklegt að það sé kostað svo miklum fjármunum til svona flugferða nema að þær eigi að skilja eitthvað eftir sig.

Maður verður víst að reyna að horfast í augu við það hversu galið sem það er að réðandi öfl og þá ekki endilega ríkisstjórnir gera allt upphugsanlegt til að eitra dýralíf gróður og mannlíf á plánetunni.

Samanber að ræktendur bómullar á Indlandi eru farnir að eyðileggja framleiðslu sína með erfðabreytingu þannig að fólk sem vinnur við að tína bómullina veikist alvarlega í öndunarfærum og fær líka sár.

Áþessu hafa verið fundnar skýringar sem margir þekkja en mundu varla vera taldar prenthæfar á MBL blogginu

Sólrún (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 08:51

7 identicon

Þa er ekki talið standast sem haldið var fram að erfðabreytt standi betur í hörðum áru,Það er víst þvert á móti .

Að það skuli samt vera keyrt áfram eð mútum og ofbeldi er alveg með ólíkindum galið og ekki nokkur leið að skilja það.

Hlýtur að vera forsendubrestur sem gerir það óskiljanlegt.

Við gefum okkur þær að því er gæti sýnst eðlilegu forsendur að það sé allra hagur að halda jörðinni gróðri hennar og l´fríki hreinu og heilbrigðu og vont að skilja því einhverjir sjái sér hag í öðru.

Og gerir erfiðara að sjá staðreyndir eins og þær blasa við okkur.

Bleikur fíll í stofnni

Sólrún (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 09:36

8 identicon

alt er tetta ret hja ter Solrun

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 10:07

9 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=U7NdIKoNbFA&feature=g-hist

Sólrún (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 12:57

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er víst allt gert fyrir neytandann sem á að halda uppi hagvextinum.  Því ofan á þetta sem upp hefur verið talið bætist t.d. það við að markvisst er eitrað fyrir fólki af matvísindamönnum sem hafa verið hvítskrúbbaðir á milli eyrnanna. 

Ef farið er inn í matvöruverslun er allt vandlega pakkað inn í mjúkt plast sem er álíka eitrað og það sem notað er í snuðin fyrir ungabörnin.  Þetta er náttúrulega brilljant fyrirkomulag því þegar fólk er búið að fá óþol fyrir eiturefnunum sem það lætur ofan í sig þá er farið til læknis sem ávísar á lyf og þá hefst nú hagvöxturinn fyrir alvöru.

En í alvöru sagt það er eitthvað yfirvofandi, skóluðu álfarnir eru komnir á yfirsnúning í ruglinu og skrifa jafnvel lærðar greinar um vatstöðuna í fyrrum Jöklu út frá rennslistölum í sírennslismælum.   Þeir þurfa ekki einu sinni að standa upp frá sjónvarpinu til að vita allt um hvernig er umhverfis þar.

Magnús Sigurðsson, 3.7.2012 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband