Skerpla

IMG 4542

Skerpla er annar mánuđur sumars, samkvćmt gamla tímatalinu, sem tekur viđ af Hörpu og hefst á laugardegi í 5. viku sumars á milli 19. og 25. maí. Nafniđ er ekki mjög gamalt, kemur fyrst fram á 17. öld ,en í eldri rímtölum og Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er mánuđurinn nefndur eggtíđ og stekktíđ. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu ţar sem greint er frá heitum stundanna og segir um skiptingu ársins.

„Frá jafndćgri er haust, til ţess er sól sezt í eykđarstađ. Ţá er vetr til jafndćgris. Ţá er vár til fardaga. Ţá er sumar til jafndćgris. Haustmánuđr heitir inn nćsti fyrir vetr, fyrstr í vetri heitir gormánuđr, ţá er frermánuđr, ţá er hrútmánuđr, ţá er ţorri, ţá gói, ţá einmánuđr, ţá gaukmánuđr ok sáđtíđ, ţá eggtíđ ok stekktíđ, ţá er sólmánuđr ok selmánuđr, ţá eru heyannir, ţá er kornskurđarmánuđr.“

„Gjarnan er vísađ í ţá séra Odd Oddsson á Reynivöllum og séra Ţórđ Sveinsson um ađ hafa nefnt annan mánuđ í sumri Skerplu, en ţeir voru báđir uppi á 17. öld. Í ritmálssafni Orđabókarinnar er heimild tekin upp úr riti Páls lögmanns Vídalín, Skýringar yfir fornyrđi lögbókar. Ţar nefnir hann einmitt séra Odd sem heimild. Í greininni Misseristaliđ og skipting ţess eftir Ţorkel Ţorkelsson (Skírnir 1928:141) eru ţessir prestar báđir nefndir sem heimildir um nafniđ (dćmin eru tekin úr ritmálssafni Orđabókar Háskólans):

Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:841) telur ađ Skerpla sé vísast skylt lýsingarorđinu skarpur 'beittur, hvass, harđur, skorpinn ...' og nafnorđinu skerpa sem skylt er nýnorska orđinu skjerpe „hrjóstur, jarđţurrkur“, fćreyska orđinu skerpa „vindţurrkađ kjöt“ og orđinu skärpa „ţurrt, ófrjótt land“ í sćnskum mállýskum. Skerpla vísar ţá líklegast til lítils gróđurs ađ vori".

Skerpla er sáđtími ţegar seint vorar um miđjan mánuđ eru fardagar. Um ţađ leyti má grafa villirćtur til matar. Ţví síđar ţegar gras fer ađ vaxa úr ţeim eru ţćr lakari. Skerpla er tími til ađ byggja hús, vinna garđa, hreinsa tún og engjar, hylja međ mold flög og skriđur eđa fćra ţćr burt, vinna í skógi, safna berki og litunargrösum. Ţegar hnaus veltur nú á klaka er hann bestur í veggi ţví ţá er jörđin enn laus og ófrjó. 

Manstu litlu lömbin út viđ stekkinn,

litla rjóđriđ fagra upp viđ hól;

fuglinn litla er sćtast söng á kvöldin,

silungshylinn fram viđ kvíaból.

                                          Jenni Jóns

Heimildir:

www.vísindavefurinn.is

www.nattura.is


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband