Nú liggur lífið við

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að orkufyrirtækjunum liggur á að tengjast alþjóðalegu dreifikerfi enda búin að selja upprunaábyrgðir hreinnar orku það grimmt að íslendingar teljast einungis nota tæp 40% hreinnar orku. Það sem upp á vantar telst vera um 37% kol og olía, og 24% kjarnorka.

Þegar upprunaábyrgðir er seldar kemur að skuldadögum, þeir sem nota mengandi orkugjafa verða látnir borga fyrir mengunina, í þessu tilfelli íslendingar. Það er samt ekki hægt nema að sannanlegt sé að hér sé notuð orka á við kjarnorku sem orkugjafi sem verður hægt þegar jarðstrengur er kominn því hann mun flytja orku báðar leiðir.

Allir ættu að kynna sér hvað hefur verið að gerast í "feikaðri" orkusölu á Íslandi síðan 2011 og þá er hægt að átta sig á æðibunugangi forstjóra Landsvirkjunar við að koma jarðstreng til Bretlands. Þessi mál má kynna sér á heimasíðu Orkustofnunnar, en þar má lesa;

"Því ber að halda til haga að hér á landi eru aðstæður með þeim hætti að raforka er hvorki flutt til eða frá landinu og því er sú raforka sem seld er hér á landi af endurnýjanlegum uppruna og verður það áfram þrátt fyrir framangreint. En til að hægt sé að halda því fram þarf að fylgja henni upprunaábyrgð. Samkvæmt lögunum er Landsneti falið að gefa út upprunaábyrgðir hér á landi en hlutverk Orkustofnunar er eftirlit og birting tölfræðiupplýsinga sem tengjast útgáfu upprunaábyrgða."

Sjá hér orkusölu á Íslandi samkvæmt Orkustofnun..


mbl.is Ekki tekin áhætta vegna sæstrengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sleggjuhvellur

Ísland noatar 99% af endurnýjanlegri orku.

sleggjuhvellur, 30.5.2015 kl. 17:17

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ef þú hefðir haft fyrir því að kynna þér síðu Orkustofnunnar sem linkað er á þá framleiðir Ísland 99% endurnýjanlega orku.

Sú orka sem samkvæmt kolefnisbókhaldinu er seld á Íslandi 2013 og notuð af íslendingum þá eru 39% enndurnýtanleg orka, 37% olía og kol, og 24% kjarnorka. 

Magnús Sigurðsson, 30.5.2015 kl. 19:54

3 Smámynd: sleggjuhvellur

Þú ert að blogga við frétt um sæstreng

Í því samhengi skiptir engu máli hvað fólk dælir miklu bensíni á bílana sína.

sleggjuhvellur, 30.5.2015 kl. 23:44

4 identicon

það þarf ekki að vera mikið skolaður til að skilja um hvað Magnus er að tala gott hjá þér Magnus að vekja athygli a lyga svindlinu

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 05:33

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sleggjuhvellur, hefur þú verið að dæla kjarnorku  bílinn hjá þér? Kynntu þér málið.

Magnús Sigurðsson, 31.5.2015 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband