Hvķ skyldi grališ vera į Kili

Um žaš bil 20 įrum eftir aš Evrópskir krossfarar höfšu frelsaš hina helgu borg Jerśsalem undan yfirrįšum mśslima įriš 1118, er stofnuš regla musterisriddara sem sögš er hafa haft ašsetur žar sem musteri Salomons stóš. Regla žessi aušgašist grķšarlega af įheitum og landareignum vķša į vesturlöndum. Ķ Frakklandi einu er hśn talin hafi įtt um 10.000 herragarša. Leynd hvķldi yfir reglunni og žeim fornu fręšum sem hśn į aš hafa haft ašgang aš śr musteri Salomons, sem sum hver voru talin komin śr Egipsku pķramķdunum. Öfund gerši vart viš sig ķ garš reglunnar vegna rķkidęmis hennar og žegar mśslķmar nįšu Jerśsalem aftur į sitt vald įriš 1291 fór aš halla verulega undan fęti fyrir musterisriddurum. 

Pįfinn ķ Róm og Filippus Frakkakonungur blésu til ofsókna gegn Musterisriddurunum. Voru reglubręšur žį um 20.000 talsins, įkęršir fyrir jafnt sannar sem upplognar sakir. Įriš 1307 voru reglubręšur ķ Frakklandi handteknir ķ stórum hópum. Eftir sżndarréttarhöld og pyntingar voru žeir brenndir į bįli ķ žśsunda tali um alla Evrópu fyrir galdur og önnur forn fręši. Įriš 1312 bannaši pįfinn reglu musteriddara og leiš hśn undir lok aš tališ var, žvķ er žó haldiš fram aš aš hópur musterisriddara hafi sloppiš undan ofsóknunum į meginlandi Evrópu yfir til Skotlands. Hin nżja regla Musterisriddara varš sķšan forveri seinni tķma frķmśrarareglna og var sett į laggirnar ķ Skotlandi undir verndarvęng Robert Bruce konungs Skotlands įriš 1314. Įriš 1319 veitir nżr pįfi, Jóhannes XXII , reglunni aftur tilverurétt žį undir nafninu Riddarar Jesś Krists.

Ķtalski verkfręšingurinn og dulmįlssérfręšingurinn Giancarlo Gianazza telur sig hafa fundiš sterkar vķsbendingar um aš stór hópur musterisriddara hafi komiš til Ķslands įriš 1217 meš leyndar helgar frį Jerśsalem. Telur Gianazza sig hafa lesiš žetta śt śr dulmįlskóda sem megi finna ķ hinum Gušdómlega glešileik eftir Dante. Žórarinn Žórarinsson arkitekt hefur unniš meš Giancarlo Gianazza viš aš fylla uppķ myndina meš vķsbendingum sem felast ķ Sturlungu. Žórarinn telur komna fram raunverulega skżringu į pólitķskum įtökum ķ kringum Snorra Sturluson į žrettįndu öld. Hverjir voru hinir „įttatķu austmenn, alskjaldašir" sem voru ķ fylgd meš Snorra į Žingvöllum? Žórarinn og Giancarlo telja aš žetta kunni aš hafa veriš musterisriddarar sem töldu tryggast aš koma dżrgripum frį landinu helga ķ örugga geymslu vegna trśarlegra og pólitķskra įtaka ķ Evrópu. 

Ķ grein um fręši Gianazza sem birtist ķ Leyndarmįlum sögunnar (Historic Mysteries) 10. febrśar 2011 er greint frį aš Gianazza hafi ransakaš žetta undarlega mįl frį žvķ 2004. Žar segir m.a.;

"It seems incredible that Iceland would be a part of what some call the greatest literary work of all time. Gianazza avers that it is not so far-fetched.

Apparently a group of the Knights Templar, a monastic military order of the Middle Ages long associated with discovering holy relics, visited Iceland. "In the official historic records of Iceland it is stated that in 1217, during the meeting of the Althing - the Parliament established in 930 - the leader and poet Snorri Sturlusson appears next to what the text defines as ‘80 knights from the south, all dressed and armed in the same fashion’ and is elected as commander for that year.” Gianazza is convinced that the Knights "travelled to Iceland and backed the election of Sturlusson in exchange for his support in the building of a secret chamber to be filled over the years with sacred books and objects from the Temple of Jerusalem.

"After the eradication of the Knights Templar in 1307, Gianazza believes a secret elite of the Knights remained and that Dante belonged to this elite. Dante, therefore, would have been privy to the knowledge of the Knights and the whereabouts of the secret chamber. Consequently, he would have coded this knowledge into the Comedy."

Žó žaš sé langsótt aš halda žvķ fram aš Snorri Sturluson hafi veriš forveri frķmśrara į Ķslandi og žó svo tilgįtur ķtalans Gianazza ęttu ekki viš nein rök aš stišjast, žį er eftir sem įšur um athygliverša tilgįtu aš ręša. Žetta veršur sérlega įhugavert žegar ęvi Snorra er skošuš ķ žessu ljósi og höfš til hlišsjónar kenning Jochums M Eggertssonar ķ Brisingameni Freyju frį 1948 žar sem hann leggur m.a. śt frį oršum Gķsla Oddaonar biskubs ķ Skįlholti (1634-1638) ķ bókinni Ķslensk annįlsbrot og undur Ķslands, um; -„aš ófreskju skuggar og įžreyfanleg Egipsk myrkur hafi eihvern tķma, rįšist inn ķ žetta föšurland vort og varpaš skugga į žaš. –Ég hef ekki fundiš tilgreint, hve lengi žeir hafi haldist viš ķ hvert sinn, né įrtölin.“ –skrifar biskup.

Snorra Sturlusonar er einkum minnst fyrir ķslendingasögurnar og hiš mikla ritverk Heimskringlu, sem hefur aš geyma sögu Noregskonunga auk žeirra heimilda um norręna gošafręši sem ķ verkum hans felast. Vegna žessarar arfleišar mętti ętla aš Snorri hafi veriš mikill fręšimašur og grśskari. En sannleikurinn er sį aš hann var umfarm allt annaš ķslenskur höfšingi į umbrotatķmum sem hępiš er aš ķmynda sér aš hafi haft tķma til aš sinna grśski og ritstörfum. Į ęvi Snorra logar Ķsland ķ borgarastyrjöld sem endar meš žvķ aš landiš kemst undir Noregskonung. Helstu persónur og leikendur ķ žeirri styrjöld voru Noregs konungur įsamt biskupnum ķ Nišarósi sem ķslenska kirjan heirši undir, auk ķslenskra höfšingjaętta į viš „Sturlunga“, ętt Snorra. Enda gengur tķmabiliš undir heitinu Sturlungaöld ķ Ķslandssöguni. 

Aušsöfnun og valdagręšgi var įberandi į mešal ķslenskra höfšingja 12. og 13. aldar og nįši sennilega hįmarki meš Snorra Sturlusyni. Tilgįta Giancarlo Gianazza er sérstaklega įhugaveš ķ žessu ljósi. Eins kenning Jocums M Eggertssonar um aš Snorri hafi ekki skrifaš žęr bókmenntir sem viš hann eru kenndar heldur hafi žęr veriš skrifašar mun fyrr, en Snorri hafi komist yfir žau handrit og lįtiš endurrita žau žannig aš žau varšveitast. Sturlungaöldin hófst įriš 1220 žegar Noergskonungur fer žess į leit viš Snorra Sturluson aš hann komi Ķslandi undir norsku krśnuna og hann gerist lénsmašur konungs. Žarna hefur konungur žvķ tališ sig vera aš gera samning viš einn valdamesta mann landsins, en Snorri gerši lķtiš til žess aš koma landinu undir Noreg og var drepinn įriš 1241 af Gissuri Žorvaldsin aš undirlagi konungs.

Žaš er ęvintżralegt aš setja frama Snorra Sturlusonar ķ stjórnmįlum Ķslands ķ samhengi viš Musterisriddara en žvķ veršur samt ekki į móti męlt aš eftir žessa heimsókn 80 austmanna sem męta meš alvępni į Žingvöllum meš Snorra 1217 hefst frami Snorra sem var sonur Hvamm Sturlu Sighvatssonar sem talin er hafa veriš nżlega tilkominn höfšingi af bęnda ętt en ekki goša. Eins veršur ęvi Snorra sem rithöfundar allt önnur ķ žessu ljósi žvķ aušséš er į žeim bókmenntaverkum sem kennd eru viš hann aš žar var um vķštękar heimildir aš ręša sem nį įrhundruš ef ekki žśsund aftur ķ tķmann frį hans ęviįrum.

Žaš er žvķ spurning hvort Musterisriddarar hafi vališ Snorra til aš geima žęr launhelgar sem fluttar voru śr musteri Salomons vegna žeirra miklu bókmenntaverka sem hann varšveitti žį žegar og viš hann eru kennd. Samkvęmt kenningu Jochums sem finna mį ķ Brisingarmeni Freyju eiga verk Snorra uppruna sinn ķ Krżsuvķk, mörghundruš įrum fyrir fęšingu Snorra. Fręšasetriš ķ Krżsuvķk į svo aš hafa įtt rętur sķnar aš relkja til eyjarinnar Iona į Sušureyjum Skotlands, nįnar tiltekiš klausturs St. Columbe, og veriš flutt til Ķslands löngu fyrir landnįm eša um įriš 700.

Allavega viršist Snorri hafa haft tengingar til Skotlands ef marka mį Sturlungu. Žann 29. september 2013 mį finna ķ Akureyrarblašinu įhugaverša grein um kenningar Giancarlo Gianazza , žar segir m.a.;

„Ķ Sturlungu segir frį Skotanum Herburt sem var hér į landi sumariš 1216 en hann var fylgdarmašur Snorra Sturlusonar. Segir frį deilum hans og annars śtlendings sem kallašur var Hjaltinn en sį var ašstošarmašur Magnśsar goša. Mį draga žį įlyktun aš Herburt hafi haft frumkvęši aš žessum įgreiningi žeirra į milli og jafnvel gert meira śr honum en efni stóšu til. Ķ kjölfariš upphófust deilur milli Snorra og Magnśsar og lišsmanna žeirra. Fleiri deilumįl komu upp milli žessara tveggja ašila sem endušu meš žvķ aš įriš eftir (1217) męttust žeir tveir į Alžingi sem žį var į Žingvöllum. Žar komum viš aš žvķ sem Gianazza telur vera eina vķsbendingu af mörgum sem styšji kenningu hans um veru gralsins hér. Ķ kjölfar frįsagnar af deilum žeirra Snorra og Magnśsar sem įšur var minnst į segir eftirfarandi: „Eftir žetta fjölmenntu mjög hvorirtveggja til alžingis. Snorri lét gera bśš žį upp frį Lögbergi er hann kallaši Grżlu. Snorri reiš upp meš sex hundruš manna og voru įtta tigir Austmanna ķ flokki hans alskjaldašir. Bręšur hans voru žar bįšir meš miklu liši.“ (Sturlunga saga, 1988:253-254). Samkvęmt žessu var Snorri Sturluson meš stóran hóp fylgdarmanna į Alžingi og žar af voru 80 Austmenn.“


mbl.is Leita aš hinu heilaga grali į Kili
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Įhugaverš lesning, takk fyrir.

Skjót spurning: Hvernig stendur į žvķ aš Gianazza kallar hina 80 austmenn "80 knights from the south", ž.e.a.s. aš žeir séu frį sunnan af Ķslandi, en ekki austan aš śr Evrópu?

Nonni (IP-tala skrįš) 10.6.2015 kl. 23:09

2 identicon

Smį višbót. Ég į viš, aš mķnu mati, aš žaš sé stór munur į žvķ hvort žetta liš hafi komiš frį austur Evrópu vs sušur Evrópu.

Nonni (IP-tala skrįš) 10.6.2015 kl. 23:13

3 Smįmynd: Magnśs Siguršsson

Žaš er ekki gott aš segja nema aš spyrja hann Gianazza sjįlfan. En sjįlfum datt mér helst ķ hug aš žaš hęfši žręšinum betur ķ kenningu hans. 

Annars hef ég rekist į fleiri en eina kenningu um hverjir voru kallašir "austmenn". Oftast žį aš um menn frį Noregi hafi veriš aš ręša eins aš žeir sem fóru ķ austurvķking hafi veriš kallašir austmenn sem voru žį vķkingar sem byggšu Svķžjóš, en er svo sś aš menn sem komu yfir hafiš til landsins hafi veriš kallašir austmenn, lķkt og žeir eru kallašir śtlendingar ķ nśtķmamįli. 

Magnśs Siguršsson, 10.6.2015 kl. 23:20

4 identicon

Akkśrat, ég svosem hugsaši hiš sama en įkvaš aš velta fram spurningunni ef ske kynni aš Gianazza hefši śtskżrt žetta annars stašar. 

Aš sjįlfsögšu er nś öll Evrópa austan megin viš Ķsland, aš Gręnlandi undanskyldu. En žaš veršur aš taka oršnotkunina "aust(menn)" ķ samhengi viš notkunina eins og hśn viršist vera žį, ž.e.a.s austmenn eru oftast nęr Noršmenn.

Nonni (IP-tala skrįš) 10.6.2015 kl. 23:52

5 identicon

Varla getur žaš talist żkja gįfulegt aš eyša 13 įrum og fullt af pening, ķ aš leita aš einhverju sem var fyrst getiš ķ ljóši seint į 12 öld eftir krist. Ef žessi kaleikur hefši vęri til ķ alvörunni, vęru ekki til eldri heimildir um hann? Hingaš til hefur hann helst birst ķ hetjusögum lķkt og Arthśr konung og Riddara hringboršisns.
En įhugavert blogg engu aš sķšur :)

Egill (IP-tala skrįš) 11.6.2015 kl. 00:00

6 Smįmynd: Sindri Karl Siguršsson

Žetta hljómar allt eins og ęvintżri en er hiš forvitnilegasta. Žaš er margt sem rįšamenn lķšandi stunda afbaka sér ķ hag og er kirkjan meš pįfann žar fremst ķ flokki žegar kemur aš įkvešnum tķmabilum ķ sögunni.

Žaš er margt sem žarf aš vinda ofan af ķ okkar sögu, lķkt og žorpin sem sumir stašhęfa aš hafi verš viš sušurströndina löngu fyrir landnįm og örnefni svęšisins bera og styrkja žęr sagnir mjög. Kśšafljót, oršiš kśši finnst ekki ķ norręnni tungu en žżšir aftur į móti hśškeipur eša skip śr skinni į fornri tungu Bretlandseyinga, ef ég man žetta nś rétt. Vilhjįlmur į Hnausum heldur žvķ mešal annars fram aš žar hafi įin grafiš slķkan keip fram śr bakkanum einhverntķma į sķšustu öld. Hvort eitthvaš hafi veriš hirt um žaš hef ég ekki hugmynd um.

Sindri Karl Siguršsson, 11.6.2015 kl. 00:16

7 Smįmynd: Gušmundur Įsgeirsson

Takk fyrir góšan pistil.

Žetta er spennandi saga hvort sem hśn er sönn eša ekki.

Gušmundur Įsgeirsson, 11.6.2015 kl. 01:46

8 identicon

Skeindu žig!

Stulli Jónuson (IP-tala skrįš) 11.6.2015 kl. 03:47

9 Smįmynd: Magnśs Siguršsson

Oršanotkunnin erlendir menn eša ślendingar viršist ekki hafa veriš til į söguöld. Žvķ hafi veriš talaš um austmenn og žį sem komu vestur um haf og žaš įtt viš sem komu frį Bretlandseyjum. 

Mörg örnefni į Ķslandi eiga sérstakan uppruna svo sem papa nöfnin, Papey śt af Djśpavogi, Papaós og Papafjöršur ķ Lóni. Eins kemur Landnįma inn į žaš aš fyrir hafi veriš fólk į Ķslandi af öšrum uppruna en frį Noregi.

Tengsl akrįšra landnįmsmanna viš Bretlandseyjar er einstaklega įhugaverš og fęr mann til aš hugleiša hvort aš žašan hafi žeir fengiš vitneskjuna um Ķsland.

Žaš er til rit sem heitir Brisingamen Freyju eftir Skugga (Johcum M Eggertsson) sem hann gaf śt 1948. Ķ 5. kafla žess rits koma fram athygliveršar kenningar um ritverk Snorra Sturlusonar. 

Žó rannsóknir Jochums į bókmenntaarfinum séu ęvintżralegar og žvķ sem nęst lyginni lķkastar mišaš viš tślkun višurkenndra fręšimanna, žį fį hugmyndir hans hugann til aš fljśga, auk žess sem žęr eru skemmtilega skrifašar.

Hérna er linkur į Brisingameniš.

http://shop.not.is/bitar/BrisingamenFreyju.pdf

Magnśs Siguršsson, 11.6.2015 kl. 06:34

10 Smįmynd: halkatla

Žetta var skemmtilegt aš lesa. Ég ętlaši aš leita nśna aš žessu Brķsingameni einhversstašar į netinu en svo er linkurinn hérna nešst, takk fyrir :)

halkatla, 11.6.2015 kl. 14:36

11 identicon

flott skrif Magnśs žś ert nś meiri grśskarinn.kannski er Stulli Jónuson frķmśrari

Helgi Armannsson (IP-tala skrįš) 11.6.2015 kl. 21:14

12 Smįmynd: Ómar Bjarki Kristjįnsson

 Gianazza fer frjįlslega meš žegar hann segir įttatķu mennina sem voru meš Snorra į Žingi vera aš sunnan.  Segir ķ fornum ritum austmenn.

Hinsvegar var žessi Herburt sem nefndur er og var lķka hjį Snorra, sagšur aš sunnan.  Og žį lķklega ķ merkingunni frį Žżskalandi.

Austmennirnir 80 meš Snorra eru lķklegast kaupmenn, bardagamenn og ęvintżramenn frį Noršurlöndum, ašallega Noregi.

Sżnir hve Snorri hefur veriš vel tengdur viš Evrópu og jafnframt veltir žaš upp umhugsun um aušęfi hans aš hann skildi geta veriš meš 80 austmenn į sķnum snęrum, alvopnaša.

Svo er eins og frįsögnin sé žannig eša merkingin žannig, aš vegna žess aš Snorri hafši svo öflug sveit, m.a. 80 austmenn undir vopnum, - žį hafi hann bara rįšiš öllu į žinginu.

Žó ber aš hafa ķ huga a hótun um vopnavald žarf ekkert endilega aš hafa veriš mišpunktur eša megin tilgangur.  Žaš viršist ķ fyrsta lagi hafa veriš įlitiš mjög viršingarvert aš menn gętu haft slķka sveit.  En viršingin, sęmdin, skipti svo miklu mįli.   

Ž.e.a.s. aš meš žvķ aš tefla fram 80 austmönnum, žį yfirtrompaši Snorri einfaldlega alla ašra varšandi frumlegheit og sżndi höfšingsskap og sterk tengsl viš umheiminn.

Ómar Bjarki Kristjįnsson, 12.6.2015 kl. 01:09

13 Smįmynd: Magnśs Siguršsson

Žś metur metur austmennina śt frį tķšaranda dagsins ķ dag Ómar, žar sem žikir sjįlfgefiš aš ganga śr einu "unioninu" ķ annaš. Į žessum tķma foršušust frjįlsbornir menn "rķkiš" hvaš žį aš žeir hafi haft įhuga į aš verša įnušugir stęrri heild.

En eitt er tališ nokkuš öruggt aš austmenn voru žeir sem viš köllum śtlendinga ķ dag og heimildir žess bókmenntaarfs sem kenndur er viš Snorra nęr langt śt fyrir landsteina Ķslands, allavega sušur ķ Svartahaf.

Magnśs Siguršsson, 12.6.2015 kl. 07:06

14 Smįmynd: Ómar Bjarki Kristjįnsson

Meei, ekki sammįla.  Austmenn merktu ekki śtlendinga.  Žar aš auki voru rķki ķ nśtķmaskilningi varla til žarna.   Žaš lķka er almennt višurkennt sagnfręšilega ķ dag, aš žeir sem bjuggu į Ķslandi litu į sig sem noršmenn, mį segja, eša norręna menn.  Ķslensku höfšingjarnir voru afar uppteknir af Noregi enda var uppgangur Noregs mikill į žessum tķmum.  

Žaš sem ašallega er merkilegt viš įttatķu austmennina og ef mašur gengur śtfrį žvķ aš sagan sé sirka rétt, - aš žį sżnir žaš svo vel hvķlķkt rķkidęmi sumir ķslenskra höfšingjar höfšu yfir aš rįša og jafnframt hve tengdir žeir voru Evrópu.

Ómar Bjarki Kristjįnsson, 12.6.2015 kl. 10:06

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband