27.10.2015 | 21:56
Lögbundinn þjófnaður
Fram á þennan dag hafa greiðslur til lífeyrissjóða oft á tíðum verið hreinn þjófnaður af launum fólks. Það eru ekki lengra síðan en 2008 að verðtryggingarhyskið hefði tapað bróðurpartinum af lífeyri landsmanna ef ekki hefði komið til þess að hægt var að stórhækka skuldir fólks og láta það fjármagna tapið eftir elítan í sjóðstjórnunum hafði skitið upp á bak.
Nú færir sama hyski sig upp á skaftið og boðar að 15,5% af launum landsmanna skuli nú renna í brasksjóðina þeirra án þess að spyrja þá sem aurana eiga og ekki þarf að efast um að mannvitsbrekkurnar á alþingi munu leggja blessun sína yfir verknaðinn.
Til áminninagar um fyrri gjörðir þessa hyskis þá læt ég gamlar minningar fylgja um lögbundinn þjófnað. Sjá hér.
Lífeyrisiðgjald fer í 15,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í stað þess að skrúfa niður í sjóðasöfnun og koma á gegnumstreymiskerfi í lífeyrissjóðsgreiðslum að hluta, þá er blásin upp stærri bóla.
Sigurjón Þórðarson, 27.10.2015 kl. 22:55
Almáttugur hjálpi blessuðu verkafólkinu á Íslandi. Lengi getur vont versnað hjá þessum rænandi sjóðafíklum.
Var ekki meiningin að fólk fengi einhverja raunverulega launahækkun/kaupmáttaraukningu, svo það gæti lifað sæmilega heilbrigt á sál og líkama og búið í mannabústöðum í okurbanka/sjóða-landinu? Á að drepa fólk úr þrældómi og húsnæðisokri á öllum sviðum?
Svo koma bara fréttir um að ólöglegu fjárfestingasjóðirnir ætli að hækka sinn ránshlut svikasjóðina, eins og ekkert sé við það að athuga?
Það verður semsagt hækkun á fjárfestingaspilavítis-rányrkjunni úr 12% í 15%, og það kallað kjarabót launþega? Lengi getur vont versnað.
Það er kominn tími til að athuga á hverju þetta samsuðusjóðandi samningafólk er. Það er greinilega eitthvað sterkara og dýrara en bólgueyðandi og verkjarstillandi fátækraþrælanna íbúfen!
Svei og skömm er að þessu brjálaða og gjörsiðspillta sjóðaliði!
Það verður líklega að kæra þessa sjóði út fyrir landsteinana, því hér á landi eru líklega allir meir og minna undir fjárkúgunarhælnum á þessum sjálfkjörnu ræningjafíklum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.10.2015 kl. 23:03
Það má kannski bæta því við að fjárfestingastefna sumir þessara brasksjóða hefur verið orðuð við einkarekstur í heilbrigðisgeiranum, sjúkraskýlið Hótel Ísland, þar sem sagt var að sjúklingarnir hafi verið hífðir út með krönum um leið og erlendir gestir birtust sem gátu borgað meira. Ekki verður annað séð en þetta hyski hafi tekið stöðu gegn fólkinu í landinu.
Magnús Sigurðsson, 28.10.2015 kl. 06:32
þessi verkamannagrey og reyndar fleiri stéttir eru að halda uppi einhverja
yfirstétt á lúxuskaupi þarna í verkalýðshreyfingunni sem sötrar kaffi og setur upp þessi fínu leikrit með vöfflujárni. Ekki virðast þau þurfa að axla ábyrgð eins og annað fólk, það er erfitt að gleyma 500 milljarða tapi úr lífeyrissjóðunum, sem í eðli sínu á ekki að vera áhættufé. Er ekki kominn tími á að skoða betur hvort það sé ekki eitthvað bogið við þetta batterí.
jón (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 07:33
Jón, þeir sem eiga að skoða eru á kafi í þessu líka!
Eyjólfur Jónsson, 29.10.2015 kl. 21:11
Mig minnir að Magnús hafi sagt að eina ástæðan firrir því að lífeyrir er ekki skattlagður er að þá væri minna sem hægt að stela .þetta var sagt firrir um 10 árum minnir mig ég get ekki betur seð en þetta sé rétt og a eftir að koma betur i ljós a næstu 2 árum
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 23:34
Ég held að það sé alveg rétt munað Helgi að greiðslur í lífeyrissjóði eru ekki skattlagðar fyrr en þær er útgreiddar til lífeyrisþega, sem gerir það að það er meira til að stela. Þess vegna koma það ekki á óvart að þeir sem settu sig hvað mest á móti því að séreign í lífeyrissjóðum yrði greidd út á sínum tíma til þeirra sem hana áttu voru einmitt sjóðstjórnirnar sjálfar sem höfðu ekki ennþá "tapað" öllu.
Rétt er það Eyjólfur, þeir "skoðuðu" sig svo sjálfir.
Magnús Sigurðsson, 30.10.2015 kl. 05:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.