Rýnt í rúnir og forna siði

IMG_6204

Hrekkjavaka eða Halloween, vakan fyrir Allraheilagramessu, er kvöldið 31. október og var tileinkuð píslarvottum kirkjunnar. Allraheilagramessa sem fram til ársins 834 var haldin 1.maí var þá flutt til 1. nóvember, fyrst og fremst vegna þess að henni var ætlað að koma í staðinn fyrir ýmsar mikilvægar heiðnar hátíðir sem haldnar voru á sama tíma.

Veturnætur var forn tímamótahátíð sem haldin var hátíðleg á Norðurlöndunum áður en þau tóku Kristni. Heimaboða, sem kölluðust dísarblót, er getið í fornsögum og eiga að hafa átt sér stað fyrir kristnitöku. Blót þessi munu hafa verið haldin í námunda við vetrarnætur eða á þeim og gætu þessar tvær hátíðir því hafa verið hinar sömu eða svipaðar hvað varðar siði og athafnir.

Talið er að kvenvættir líkar Grýlu og nornum úr evrópskri þjóðtrú séu leifar af þessum fornu dísum. Veturnætur virðast hafa verið tengdar dauða sláturdýra og þeirrar gnægta sem þau gáfu, einnig myrkri og kulda komandi vetrar. Eftir að norðurlönd tóku kristni yfirtók allraheilagramessa, sem var frá 8. öld og haldin 1. nóvember, ímynd þessara hausthátíða. Ýmsir hrekkjavökusiðir kunna því að eiga rætur í siðum sem tengjast veturnóttum og dísablótum eða öðrum heiðnum hausthátíðum.

Eins og þeir hafa kannski tekið eftir sem heimsótt afa þessa síðu undafarið þá hefur hún verið undirlögð af upplýsingum um fornar sögur. Undanfarin ár hefur fánýtur fróðleikur eða það sem kallast "useless information" heillað hug minn. Ein af þessum fornu fræðum eru rúnir sem eiga sín tengsl aftur í fornan heim. Rúnir komu til Íslands með víkingum og eru taldar hafa verið hvað lengst í almennri notkun af öllum löndum veraldar á Íslandi.

Upplýsingar um rúnir og merkingu þeirra má víða finna á veraldarnetinu, auk gúggúl hef ég gramsað í Galdraskræðu Skugga og íslensku þjóðsögunum sem hafa miklar upplýsingar að geyma um rúnir og galdrastafi. Það má segja að þjóðtrúin sem fram kemur í íslensku þjóðsögunum komi frá sama uppruna og rúnirnar sem spönnuðu allt sviðið ekki síður myrkrið en ljósið. En í þeim fræðum er myrkrið talið hluti ljóssins. Í þessa rúnarýni hafa farið ófáar stundir og afrakstur þeirra má finna hér.

 

 
 

Heimildir:

www.visindavefur.is 

Myndin að ofan er af húsvegg á Seyðisfirði, sjá meira um hann hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband