Gámavæðing íbúðamarkaðarins

Það verður að teljast undarlegt þegar forstjóri mannvirkjastofnunnar ríkisins talar hvað eftir annað eindregið fyrir innfluttu íbúðarhúsnæði. Fyrir rúmu einu og hálfu ári talaða að hann fyrir því að ungu fólki yrði útvegað leiguhúsnæði í vörugámum innréttuðum í Kína. Nú akíterar hann fyrir innflutnings fyrirtækið IKEA um ágæti innfluttra gáma úr timbri sem stafla mætti saman copy-paste eins og hann orðar það. Athyglisvert er að ráðherra gefur svo IKEA fundinum vægi með nærveru sinni. 

Það ætti öllum hugsandi fólki að vera það orðið ljóst að markaðsöflin hafa tröllriðið byggingageiranum og íbúðarhúsnæði fyrir lifandi löngu orðið allt of dýrt Íslandi. Ef ráðherra og forstjóra Mannvirkjastofnunnar ríkisins er ekki nú þegar ljóst hvers vegna ættu þau að kynna sér málið á heimavelli því þar er um að kenna fjármagnkostnaði, reglugerðafargani og græðgi sem þrífst í skjóli ríkisins.

Það er löngu orðið ljóst að húsnæði úr íslenskum hráefnum byggt af íslendingum fyrir íslenskar aðstæður er ódýrara og endingarbetra. Aðeins með því að pakka reglugerðarfarganinu ofaní skúffu verður húsnæði úr innfluttum byggingarefnum álíka dýrt og úr innlendum.

Dæmi undanfarinna ára sína að þegar hús eru flutt inn í heilulagi er eins og ekki þurfi að fara eftir byggingareglugerð á sama hátt og þegar er um hefðbundnar húsbyggingar sé að ræða. Þetta hefur síðan oft á tíðum leitt til stórtjóns fyrir íbúðaeigendur. Eins og dæmin sann þar sem heilu hverfin af innfluttum einingahúsum hafa verið talin óíbúðarhæf vegna raka.


mbl.is Ódýr timburhús alvöru kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ath að þetta eru einvörðungu eininga-hús.

Fjöldaframleiðsla og einfaldaðir staðlar ná niður verði per framleidda einingu.

Í stað þess að þurfa teikningu, byggingarstjóra (fyrir hvert hús), endalausar úttektir osfrv er auðveldlega hægt að spara milljónir per íbúð.

Það að velja timbur fremur en steypu, stál eða múrstein kemur þunga flutninganna við.

"Gáma-hýsi" er máski rétt að nota yfir einnota vinnubúðir en hágæða iðnaðarvöru sem stenst allar byggingareglugerðir ISO kröfur osfrv er niðrandi að ræða undir þeim hatti enda eru slík eininga-hús í enn staðlaðra formi þ.a.e.s. að nýta eitt fastsettasta staðalform heimsins, flutninga-gám. 

Með því að komast niður í að flytja einingar í gáma-staðli má ná flutningskostnaði á 54fm íbúð frá Kína til Íslands gríðarlega langt niður.

Ath að þar eru hús framleidd til að standast vond verður og stærstu jarðskjálfta og eru nágrannaþjóðir þegar farnar að nýta sér slíkar smá-íbúðir

Óskar Guðmundsson, 4.11.2015 kl. 13:49

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Óskar; akkúrat eins og þú segir "Í stað þess að þurfa teikningu, byggingarstjóra (fyrir hvert hús), endalausar úttektir osfrv er auðveldlega hægt að spara milljónir per íbúð." Þetta er einnig hægt þegar byggt er á staðnum.

Og akkúrat eins og þú segir þá eru ISO staðlar og CE merkingar látnar nægja þó svo byggingarnar henti ekki íslenskum aðstæðum.

En það vill þannig til að það er kominn áratuga reynsla af því að flytja inn erlend einingahús og íbúðargáma. Þetta hefur í fæstum tilfellum reynst eins vel og innlend framleiðsla sem hefur ævinlega verið ódýrara þegar upp er staðið þó svo að hún sé látin hlíta mun óhagkvæmara regluverki.

Ef það er ódýrara að flytja timburgáma frá Eystrasaltslöndunum eða vörugáma úr stáli innréttaða í Kína heldur en að byggja úr því byggingarefni sem Ísland er úr, sem er t.d. möl og vikur sem aðeins þarf að binda með sementi, þá er eitthvað meira en lítið bogið við regluverkið.

En það er skiljanlegt að þeir sem ekki kunna að byggja hús en telja sig kunna viðskipti vilji hafa regluverkið þannig úr garði að það sé hægt að flytja inn staðlaða íbúðargáma. Hins vegar er illskiljanlegt að sjá forstjóra Mannvirkjastofnunnar ríkisins og ráðherra húsnæðismála troða upp á fundi með þesslags viðskiptamógúlum, þegar þau ættu í raun að vera á fullu við að leita allra leiða við að gera íslenska framleiðlsu á ódýrari.

Magnús Sigurðsson, 4.11.2015 kl. 16:10

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað á að heimila notkun gáma til húsbgginga. Betra og sterkara bggingaefni fæst ekki, auk þess sem kostnaðurinn er margfallt minni.

Það hefur farið framhjá mér ef forstjóri mannvirkjastofnunnar hefur talað fyrir innflutningi á slíku húsnæði fyrir ári síðan, enda ekki heimilt að nota gáma til bgginga varanlegs húsnæðis samkvæmt bggingareglugerð, einungis bráðabrgðahúsnæði og þá helst sem atvinnuhúsnæði. En kannski er það í lagi af hálfu stofnunarinnar ef kínverskir iðnaðarmenn fara um þá höndum!

Hitt er auðvitað skynsamlegast, að nýta gámana til vöruflutninga til landsins og í stað þess að senda þá tóma úr landi verði þeir nýttir til bgginga. Að íslenskir iðnaðarmenn fái þá vinnu en ekki kínverskir.

Gunnar Heiðarsson, 4.11.2015 kl. 16:16

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gunnar; ef smellt er á efri undirstrikuðu línuna í bloggfærslunni þá birtist það sem ég vitna til varðanda forstjóra mannvirkjastofnunnar. 

Annars varðandi húsnæði, þá hefur fólk um víða veröld fyrir löngu fundið það út hvernig það getur á sem hagkvæmastan hátt byggt þak yfir höfuðið úr efnum í sínu nærumhverfi sem hentar best aðstæðum og það er yfirleitt ekki hægt að keppa við þær aðferðir nema fólki sé gert óbærilega erfitt fyrir með reglugerðafargani.

Það má segja að torfbærinn hafa dugað Íslendingum óþarflega lengi en steinsteypan er íslensk og hefur reynst vel.

Magnús Sigurðsson, 4.11.2015 kl. 17:21

5 identicon

Hva, horfa menn ekki á frumkvöðlana á Rúv. Trefjaplast er það sem koma skal...cool

Trefill (IP-tala skráð) 4.11.2015 kl. 19:31

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta virðist vera aðferð Framsóknarflokksins til að takast á við háan fjármagnskostnað: Gera íbúðirnar minni og ódýrari svo það sé meira afgangs til að borga í fjármagnskostnað (okurvexti). Skilji ég stærðfræði framsóknar rétt þá ætti það svo að þýða að ef ég minnka við mig um helming (t.d. flyt úr 120 fermetrum í 60 fermetra) og svo aftur um helming (t.d. í 30 fermetra), þar sem ég verð þá búinn að losa mig við báða helmingana og 50% + 50% = 100%, verður húsnæðislánið búið að gufa upp.

Er það ekki þannig sem framsóknarstærðfræði virkar?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2015 kl. 21:23

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðmundur, heldurðu að það geti verið að almennt boðaða skuldaleiðréttingin hafi verið hugsuð til að greiða sértæka okurvexti og ef fólk hafi ekki getað gert sér það að góðu þá geti það barasta búið í gám?

Magnús Sigurðsson, 4.11.2015 kl. 22:29

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú segir nokkuð Magnús. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2015 kl. 22:37

9 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þetta er allt rétt hjá þér Magnús Sigurðsson.

Þið ættuð að halda því á lofti hvernig fjármálakerfið náði eignum húseigenda með kreppufléttunni.

Kreppufléttan, endurtekið

Síðan er mjög einfalt að lána til húsbyggjenda frá "Sjóði O"

SJÓÐUR "0"

Þið getið kynnt ykkur hvernig fjármálakerfið færir eignirnar til sín. og nú er verðinu stýrt í hæstu hæðir.

Kynnum  okkur "Kreppufléttuna og "Sjóð 0"

Þá látum við ekki plata okkur meira.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1305045/

Egilsstaðir, 05.11.2015  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 5.11.2015 kl. 00:48

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég hvet alla til að kinna sér kreppufléttuna sem Jónas er að benda á og sjóð núll. En það virðist vera sem ráðandi öfl á ætli að afnema gjaldeyrishöftin á þann hátt sem gæti kostað almenning nýja holskeflu verðbólgu og okurvaxta og þar með þörf fyrir gáma í boði Mannvirkjastofnunar ríkisins.

Magnús Sigurðsson, 5.11.2015 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband