15.2.2019 | 13:27
Hvað varð um íslensku Grænlendingana?
Það virðast vera mjög fátæklegar heimildir til varðandi það hvað gerðist síðustu búsetu ár norrænna manna á Grænlandi og ekkert sem getur skýrt skyndilegt hvarf fólksins. Fræðimenn hafa viljað meina að kólnandi loftslag, hungur og sjúkdómar hafi með það að gera hvað af fólkinu varð. En það breytir ekki því, að eins og í sumum óleystum morðgátum, þá vantar líkin.
Kenningar hafa verið uppi um að það sama hafi gerst og með Tyrkjaránunum á Íslandi, fólkinu hafi verið rænt og selt á þrælamarkað, eða farið til Azoreyja, Madeira, eða Grænhöfðaeyja, þegar Portúgalar námu þessar eyjar, jafnvel Kanaríeyja. Flest er þetta talið líklegra af fræðimönnum heldur en að fólkið hafi farið stystu leið til Ameríku, enda að halda slíku fram nánast samsæriskenning um opinberu útgáfu mankynssögunnar.
Til eru skráðar heimildir fyrir því að Hákon biskup í Noregi hafi sent Ívar Bárðarson prest til Grænlands árið 1341, en þá hafði ekkert frétts í meira en ár frá Grænlensku byggðunum. Frumheimildirnar eru glataðar en til eru dönsk afrit frá því um 1500 um það hvað blasti við séra Ívari Bárðarsyni og samferðamönnum þegar þeir koma til vesturbyggðar.
Þegar Ívar og fylgdarlið kom í byggðina finnur hann ekkert fólk aðeins búsmala í haga, nautgripi og sauðfé. Þeir slátruðu eins miklu af búsmalanum og skipin gátu borið,fluttu það svo með til austurbyggðar Grænlands en þar virtist allt með eðlilegum hætti. Hvað varð af fólkinu í vesturbyggð eru engar heimildir til um, en þess má geta að sjóleiðin milli austur og vesturbyggðar er um 375 mílur eða um ¾ leiðarinnar á milli Grænlands og Nýfundnalands.
Þegar séra Ívar Bárðarson var aftur kominn til Bergen árið 1344, úr Grænlandsleiðangri sínum, fer hann af einhverjum ástæðum fram á það við Clemens VI páfa, í gegnum biskupstofu í Bergen að biskupsembættið á Grænlandi verði flutt til Noregs en Grænland hafði eigin biskup til ársins 1349. Líklegt verður að teljast að í leiðinni hafi Ívar upplýst um stöðu mála á Grænlandi á æðstu stöðum.
Árið 1355 sendir Magnús IV (Smek) Svía konungur, en hann var jafnframt konungur yfir Noregi, Íslandi og Grænlandi um tíma, leiðangur til Grænlands til að kanna stöðu mála. Af þeim heimildum sem til eru um ástæður þessa leiðangurs má ráða að ógn hafi steðjað að kristna samfélaginu á Grænlandi. Þess er skemmst að geta að leiðangur Magnúsar IV Smek snéri ekki aftur og eru á huldu hvað um hann varð, þó eru til óstaðfestar sagnir um að 3 eða 4 menn hafi komið fram í Noregi árið 1364.
Frá þessum árum eru til heimildir af köldum árum þar sem ís fyllti hafnir á norðanverðu Íslandi. Eins er til frásögn af því úr glataðri bók frá þessum tíma að einhvertíma á árunum fyrir 1350 hafi ...næstum 4000 manns haldið út á frosið haf og aldrei snúið aftur. Leiddar eru að því líkur að þetta frosna haf hafi verið vestan við Grænland og eru annálaskrif Íslenskra biskupa nefnd þeim til stuðnings, þar á meðal þeir annálar sem Gísli Oddson á að hafa haft aðgang að og lagt út frá árið 1638 þegar hann skrifar bókina Íslensk annálsbrot og undur Íslands.
Hvort þetta kuldakast hafi verið skýringin á hvarfi Grænlendinga úr vesturbyggð, og ástæða leiðangurs Magnúsar IV Svíakonungs er ekki gott að segja, en einhverjar heimildir nefna þó að séra Ívar Bárðarson hafi komið við sögu í aðdraganda leiðangursins. Enda þarf það ekki að koma á óvart að forvitni hafi leikið á því á æðstu stöðum að vita hvað varða um allt samfélagið eins og það lagði sig í vesturbyggð Grænlands, sem hvarf án þess að svo mikið sem að nokkuð væri um það vitað í austurbyggð.
Við þennan leiðangur hafa síðan grúskarar og utangarðs fræðimenn jafnframt viljað tengja Kensington rúnasteininum sem fannst í Minnesota árið 1898. En á hann er ristar rúnir um ferðir 8 Gota (Svía) og 22 Norðmanna um Minnesota árið 1362. Þá hefur verið bent á að þessi leiðangur hafi verið talin það mikilvægur, að sá sem fyrir honum fór fékk að velja í hann einvala lið úr lífverði konungs, þá menn sem handgengnastir voru Magnúsi IV og höfðu svarið honum eið.
Það sama gerðist svo í austurbyggð 100-150 árum seinna, fólkið hvarf sporlaust. Síðustu skráðu heimildir úr austurbyggð eru frá árinu 1408 af brúðkaupi íslendinganna Sigríðar Björnsdóttur og Þorsteins Ólafssonar í Hvaleyjar kirkju. Eins mun einhverstaðar vera til lýsing Þorsteins á því þegar maður að nafni Kolgrímur var brenndur á báli fyrir galdur þann tíma sem þau dvelja á Grænlandi.
Íslensk annálaskrif frá síðustu árhundruðum búsetu norrænna manna á Grænlandi bera það með sér að ef fréttnæmt þótti að íslendingar heimsóttu þessa fyrrum landa sína í vestri, hafi það verið vegna hafvillu eða sjóhrakninga. Sumarið 1406 fer skip með íslendinga til Grænlands sem sagt er að hafi hrakist þangað á leiðinni milli Noregs og Íslands. Um borð er nokkur fjöldi fólks bæði konur og karlar. Þetta fólk dvaldi á Grænlandi í fimm ár og eru skráðar heimildir þessu viðvíkjandi þær síðustu um byggð norrænna manna á Grænlandi.
Sumt af þessu fólki kom ekki aftur til Íslands fyrr en árið 1413, því frá Grænlandi sigldi það ekki til Íslands heldur Noregs. Enda var strangt viðskiptabann í gildi, að tilskipan Noregskonungs á milli Íslands og Grænlands. Þar sem þetta fólk hafði verið svo lengi í burtu þá var það talið af á Íslandi og komu því upp ýmis mál þegar það birtist aftur s.s. varðandi hjúskaparstöðu ofl. sem greiða þurfti úr lagalega.
Það virðist vera að Grænlandsferðir Íslendinga hafi einungis ratað í heimildir þegar þær vörðuðu við lög. Þó er ferðasaga þeirra Björns Jórsalafara og Sólveigar konu hans undantekning. Hún var rituð löngu eftir Grænlandsferð þeirra og er glötuð. En engu að síður virðist vera til talsvert um það ferðalag, sem helgast m.a. af gríðarlegum hagnaði þeirra hjóna af "hrakningunum", sem einna helst á sér samsvörun í ferð annarra íslenskra hjóna vestur um haf rúmum 200 árum fyrr.
Grænlandsför þeirra Björn Einarssonar Jórsalafara og Sólveigar Þorsteinsdóttur er um margt sláandi lík Grænlandsför þeirra Þorfinns Karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur. Bæði þessi hjón hagnast gríðarlega á ferðinni, sá er þó munur á að Björn Jórsalafari og Sólveig er sögð hafa hrakist til Grænlands. En Grænlendingasaga segir af ásetningi Karlsefnis og Guðríðar að komast alla leið til Vínlands og af því hvað þau efnuðust á þeirri ferð.
Þess verður að geta að verslun við Grænlendinga var ólögleg án leyfis konungs á tímum Björns og Sólveigar. Árið 1385 sigldu þau frá Noregi samskipa fleirum en hröktust til Grænlands og voru teppt þar í tvö ár en komu þá til Íslands. Þau efnast gríðarlega í ferðinni því þegar heim kemur kaupir Björn Vatnsfjörð fyrir 150 kýrverð, sem var fimmfalt nafnverð.
Það sem undarlegra er að hann arfleiðir seljanda Vatnsfjarðar að jörðinni komi hann og Sólveig ekki heim úr Noregsferð og suðurgöngu til Rómar. Þau sigla síðan til Noregs 1388 til að standa fyrir máli sínu varðandi "ólöglegu Grænlandsdvölina" og höfðu meðferðis vitnisburði um tildrög þeirra hrakninga og viðskipti sín við heimamenn.
Björn var dæmdur sýkn saka í Björgvin 20. maí 1389. Síðan fór hann í suðurgöngu til Rómar rétt eins og Guðríður Þorbjarnardóttir rúmum 200 árum fyrr. Björn og Sólveig komu til Íslands aftur 1391 og eru á sinni tíð einhver valdamestu og víðförulustu hjón landsins. Jórsalanafnbótina fékk Björn síðar vegna heimsóknar sinnar til Jerúsalem.
Hvað varð af byggð norænna manna á Grænlandi er ekki vitað. Byggðin er talin hafa verið við gott gengi um 1410 samkvæmt rituðum heimildum um brúðkaup íslendinganna Sigríðar og Þorsteins, sem þar fór fram 1408. Vitað er að þau og samferðafólkið yfirgefa Grænland 1410, ekkert hefur spurst til fólksins á Grænlandi síðan.
Á huga.is var farið yfir hugsanleg örlög norrænar byggðar á Grænlandi í samnefndri ritgerð. Þar eru helstu getgátum fræðimanna í gegnum tíðina um örlög Grænlendinga af norrænum uppruna gerð skil. Það sem merkilegast er við þær getgátur er að nánast engin þeirra gerir ráð fyrir að fólkið, sem þaðan hvarf sporlaust, hafi farið til Vínlands þrátt fyrir að landkostir fyrirheitna landsins hafi verið eitt helst umræðuefnið á Grænlandi samkvæmt Grænlendingasögu.
Vilhjálmur Stefánsson mannfræðingur og landkönnuður kemst næst því að geta sér þess til að fólkið hafi farið til Vínlands, en hans kenning er á þann veg að Grænlenska fólkið hafi blandast eskimóum í langt norður í Kanada. Þær kenningar eru nú taldar hafa verið afsannaðar með genarannsóknum nútímans. Lokaniðurstaða ritgerðar höfundarins á huga.is gerir ráð fyrir að norræna samfélagið á Grænlandi hafi flutts suður um höf jafnvel fyrst til eyjarinnar Madeira út af Portúgal en hafi að lokum dagað uppi á Kanaríeyjum.
Meginflokkur: Vesturfararnir | Aukaflokkur: Menntun og skóli | Breytt 16.2.2019 kl. 09:57 | Facebook
Athugasemdir
Magnús flott innileg í sögu okkar. Það má bæta við að Ívar Bárðarson sá líka að allt nema naglfast hafi verið tekið úr bæjunum. Þetta kemur fram í bók Jóns Dúason. Það þýðir að fólkið hafi farið búförlum að ásettu ráði. Kort sem JD hafði líklega eða einhver á þeim tíma sem hann skrifar þá eru sýndar sögulegar leiðir og er ein frá vetri byggð yfir á suður odda Baffin eyja. og svo gönguleið yfir skagann en þeim megin var byggð lík íslendingabyggðum. Guðbrandur Jónsson þyrluflugmaður í 20/30 ár í Grænlandi er með kenningu að Hóp hafi verið innarlega í Hudson Bay austanmegin áður en kemur að James bay.
Leiðangur Magnúsar hét Knútson/sen leiðangur og plaggið er enn til 1352 minnir mig hefir örugglega komið við leynilega á íslandi en hann varð að hafa menn sem töluðu Íslensku.
Það er svo margt sem hrópar og í Minnesota finnast vörður og merkjasteinar með meitluðum holum í tugatali.
Hestarnir sem Björn Breiðvíkingakappi og félagar voru á en eru það ekki hestarnir sem Indíánarnir voru á. Aðrir hestar myndu varla hafa þolað vetrarkuldanna á þessum slóðum. Ég er ekki b´´uinn að lesa Snorra greinina hjá þér sem ég mun gera og þessa aftur.
Valdimar Samúelsson, 15.2.2019 kl. 14:53
Þetta er framúrskarandi gott hjá ykkur báðum.
Þessar leiðir á að kortleggja, og leita að öllum upplýsingum bæði í Evrópu og Ameríku.
Fá aðgang að skjalasafni Páfa og Biskupa, og biðja þá um að rannsaka skjöl um Norðurlönd, Færeyjar, Ísland, Grænland, Orkneyjar, Skotland Irland, England, Frakkland Gönghrólf og margt getur leynst um alla Evrópu og þess vegna í Asíu og Afríku..
Þetta verði áframhaldandi söfnum af starfsmönnum safnana,og þeim verði veitt eftirtekt og veittur stuðningur og ef eitthvað finnst, þá sérstakur stuðningur.
Halda stöðugu sambandi yfir árin, áratugina.
Þetta sé ekki hugsað í 5 til 10 ár heldur til 100 + ára.
Gangi ykkur allt í haginn.
Egilsstaðir, 15.02.2019 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 15.2.2019 kl. 15:21
Þakka hólið Jónas og Hallgrímur og þið báðir hér er slóð að heimssíðu Guðbrandar Jónssonar en þetta er aragrúi að heimildum sem ég hyllist að og passar vel við tenginguna við Minnesota og Dakota.
http://www.oldgreenland.com/
Valdimar Samúelsson, 15.2.2019 kl. 16:20
Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar félagar. Það má segja að athugasemdir séu oftast kveikjan að svona pistlum. T.d. var það athugasemd frá þér Valdimar sem varð til þess að ég setti þessa pistlarunu af stað. En ég átti punkta sem ég hafði tekið niður hjá mér um nokkur ár. Þegar ég fékk athugasemdina frá þér um Magnús nafna minn á Rhode Island þá ákvað ég að koma þessu á tímalínu. Ég hef aðeins verið að kíkja á grúskið hjá Guðbrandi Jónssyni www.oldgreenland.com
Sama get ég sagt um þig Jónas, þín orð hafa oft orðið kveikja grúski sem leitt hafa á framandi slóðir. Má í því sambandi nefna fyrsta pistilinn í þessari röð "Uppruni Íslendinga - úlfar og arfleið", sem byggir m.a. á athugunum Adams Rutherford, sem koma fram í bókinni "Hin mikla arfleið Íslands". Þegar þú bentir mér á þessa Benjamíníta kenningu um uppruna Íslendinga komu fljótlega í ljós Svartahafstengsl Goðafræðinnar, ritgerðir Barða Guðmundssonar þjóðskjalavarðar og Herúlakenningin auk margs fleira.
Eins og ég hef oftar sagt; þá eru þessir pistlar blandaðir íslendingasögum, annálum og utangarðsfræða grúski. Margt í anda skáldsögunnar, enda hefst annar pistill "Kölski og hin launhelga landnáma" á orðunum "Hvað ef öll mankynssagan væri meira og minna lygi skrifuð að undirlagi þeirra sem valdamestir voru á hverjum tíma, og skáldsagna ritarar á við Dan Brown færu nær sannleikanum?"
Magnús Sigurðsson, 15.2.2019 kl. 16:25
Sælir,
Lesið kaflannn um Dr. Patriciu Sutherland á Wikipediu:
https://en.wikipedia.org/wiki/Patricia_Sutherland
Hún var búin að finna merki um veru norrænna manna á Baffins eyju og víðar í nyrstu héruðum Canada, og furðulegt nokk: Sumar þær minjar sem hún fann og aldursákvarðaði með kolefnaaðferð virtust vera ELDRI en frá tíma Eiríks okkar Rauða og afkomenda hans.
Hún starfaði á kanadíska menningarsafninu (Museum of Civilisation) en einn daginn, árið 2012, var henni sagt svo harkalega upp að lögreglan mætti á staðinn, bar hana út með valdi og gerði öll hennar upptæk og innsiglaði og hefur hún ekki fengið þau afhent eða verið heimilaður aðgangur að þeim síðan.
Paticia var viðstödd í Lanse aux Meadows á Nýfundnalandi þegar merku uppgötvanirnar voru gerðar þar, þá bara ung og óreynd aðstoðarkona, en síðan þá hefur áhuginn á veru og drefingu norrænna manna um landsvæði Norður-Ameríku brunnið á henni eins og heitur eldur.
Því það eru viss (engilsaxnesk) öfl sem kæra sig ekkert um slíkar uppgötvanir.
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 15.2.2019 kl. 16:57
Björn já hef fylgst með Patriku Sutherland og sorglegt hvernig var farið með hana. Ég vissi ekki að þau hefðu greint eldri búsetu norræna þarna og það getur skýrt margt annað sunnar en Hudson bay. Þeir finna nefnilega vörður undir vatnsmáli ásamt haugum.
Valdimar Samúelsson, 15.2.2019 kl. 18:21
Takk fyrir þessa ábendingu Björn, áhugaverð lesning.
Þarna gæti legið að bakir hvorki meira nár minna en mankynssaga vestrænnar menningar. Og í því ljósi kannski ekki skrítið þó hart hafi verið tekið á Patriku.
Svo vaknar spurningin hvað varð um innfædda eftir Kólumbus. Sést hefur á "rúnum" utangarðsfræðimann að í N-Ameríku hafi verið 80-120 milljónir innfæddra um 1500, sem eihvenvegin enduðu að lokum 800 þús inn á verndarvæðum.
Þeirri sögu hefur aðallega verið gerð skil í Cowboy-myndum.
Magnús Sigurðsson, 15.2.2019 kl. 18:38
Takk fyrir enn einn pistilinn um þetta skemmtilega efni, Magnús og ekki eru umræðurnar hér síður fróðlegar.
Nú er það svo að ég er frekar lítið inn í þessari sögu, þó vissulega ég hafi mikinn áhuga á henni. Þekkingin í raun takmörkuð við skólann og síðan það sem maður kemmst yfir að lesa, oftast gegnum slíkar greinar sem hér.
Eitt er það sem nokkuð hefur vafist fyrir mér, áttu íbúar fornu Grænlandsbyggðar ekki skip á þeim tíma er byggðin gufaði upp? Og ef þeir áttu skip, hvað varð um þau?
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 16.2.2019 kl. 09:28
Sæll Gunnar og takk fyrir góð orð og áhugaverða athugasemd. Það er svipað með mig og þig að ég er meira gefin fyrir þau skrif þar sem hugarflug ævintýrsins fá að njóta sín þó svo að bókstafur heimildarinnar liggi einungis á milli línanna.
Annálar segja að íslendingar hafi verið að verulegu leiti upp á Norðmenn komnir varðandi siglingar til og frá landinu þegar hér er komið sögu. En vissulega voru til höfðingjar á við Björn Jórsalafara sem fóru sínar leiðir, en mig minnir að hann hafi átt sitt skip í félagi við Skálholtsstól enda hann og biskupinn Vilchin Hinriksson biskup perluvinir.
Sennilega hefur sama sístemið átt að eiga við Grænland og Ísland þegar kom að Noregskonungi. Enda verður ekki annað séð af annálum en að konungur hafi sett á, það sem á nútímamáli myndi kallast viðskiptabann, milli Íslands og Grænlands og annarra landa sem íbúar þessara landa vildu eiga viðskipti við.
En svo er náttúrulega stóra ósvaraða spurningin áttu Grænlendingar viðskipti vestur, sem verður að teljast líklegt miðað við að þeir þekktu vel til Hellulands, Marklands, og Vínlands, jafnvel Hvítramannalands samkvæmt sögunum. Sumir segja að það hafi vantað fleira en lík íbúana og skipin þeirra eftir að Grænlendingarnir hurfu, það hafi hreinlega vantað allt sem ekki var "naglfast" í hýbýlum þeirra.
Hún er athyglisverð síðan hans Guðbrandas Jónssonar því þar er maður sem hefur kynnt sér staðhætti og þekktar heimildir um langa tíma á einstakan hátt. www.oldgreenland.com
Magnús Sigurðsson, 16.2.2019 kl. 12:41
Forsætisráðherra á að athuga með þessa konu og ef hægt er að hún vinni að þessu áhugamáli fyrir okkur og fái til þess styrk. Athuga hvort á að heiðra þennann skörung, Dr. Patriciu Sutherland.
Lesið kaflannn um Dr. Patriciu Sutherland á Wikipediu:
https://en.wikipedia.org/wiki/Patricia_Sutherland
Ég hef ekki tíma til að lesa þetta núna, og veit ekki hvort hún er lífs eða liðin.
Egilsstaðir, 16.02.2019 Jónas Gunnlaugsson
000
Hudson félagið hefur trúlega allar upplýsingar um þessi málefni.
Það þarf að finna einhverja gamlingja strax, á meðam þeir eru á lífi.
Framkoma við þá sem byggðu landið var ekki til fyrirmyndar.
Það getur skýrt framkomuna við Dr. Patriciu Sutherland.
Egilsstaðir, 15.02.2019 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 16.2.2019 kl. 13:36
Þetta er góð hugmynd Jónas. Patricia var heiðruð í Skotlandi og fékk prófessorsembætti í einhverjum háskáola þar.
Magnús Björn átti ..Cog..skip með Skálholti en með því að eiga skip með Kirkjunni þá mátti hann selja Enskum en það var bann á einhverjum tíma.
Hvort það hafi verið raunin en á þessum tíma var Skálholt fjárvana og Björn hjálpaði mikið ef ég man rétt. Hann átti að hafa kostað jarðaförina þegar hann Wilking dó held í Noregi.
Valdimar Samúelsson, 16.2.2019 kl. 18:59
Þetta er athygli verð hugmynd varðandi Ptriciu, en kæmi reyndar ekki á óvart að forsætisráðherra yrði "ósammála" henni til að styggja engan, í mesta lagi setja hana í nefnd.
Já Björn Jórsalafari var mikill höfðingi enda út af Grundar-Helgu kominn. Það virðist vera að á þessum tíma hafi verið enn að finna kraftmikla íslendinga sem sigldu víða. Jú og það var víst Björn sem kostaði útför Vilchins biskups út í Bergen.
Magnús Sigurðsson, 16.2.2019 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.