7.5.2019 | 15:54
Að öllum rangfærslum slepptum
Hvernig væri að þjóðkjörnir fulltrúar skýrðu út fyrir almenningi hvaða beinan hag land og þjóð hefur af því að gangist undir 3. orkupakkann, í stað endalausra ásakana á þá sem hafa eitthvað við málið að athuga.
Hingað til hafa flestir þeir þingmenn og ráðherrar, sem tjáð hafa sig um málið, fyrst og fremst lýst því hvernig hægt sé að réttlæta sniðgöngu við stjórnarskránna með fyrirvara um samþykki alþingis vegna sæstrengs ef og þegar þar að kemur.
Engin hefur haft fyrir því að benda á hverjir "hagsmunir heildarinnar" eru, eins og gáfnaljósið upplýsir svo pent að ráðherrar og margir þingmenn einnig hafi að leiðarljósi. Allur málatilbúnaður ríkisvaldsins og þjóðkjörinna fulltrúa hefur hingað til snúist um lagaþvætting og útúrsnúninga.
Hverjir eru hagsmunir almennings?
Mikið fjárhagslegt bakland andstæðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega Magnús, hvaða hagsmuni höfum við af þessum pakka???? hefur nokkur stjórnmálamaður hvað þá ráðherra komið með skíringu á því?????
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.5.2019 kl. 16:14
Blessaðir félagar.
Þórdís Kolbrún sagði í viðtali á Harmageddon að þetta snérist um;
"Spyrill: Hver er ávinningur okkar að innleiða orkupakka 3, burtséð frá því að okkur beri að innleiða hann samkvæmt EES samningnum.
Þórdís: .. það eru til dæmis ríkari kröfur til raforkusala um valfrelsi neytenda, að þeir geti skipt um raforkusala, það eru ríkari kröfur að birta upplýsingar fyrir neytendur, það er öflugra eftirlit hjá Orkustofnun með þessum fyrirtækjum ".
Og í lok viðtalsins þegar spurningin var ítrekuð; " .. að þriðji orkupakkinn er góður fyrir neytendur og ég er bara alveg hlynnt því..".
Svo þar hafið þið það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2019 kl. 17:15
Sæli verið þið Tómas og Ómar.
Ég ætla svo sem ekkert að fullyrða um almenning, en það sem ég vil fá að vita varðandi 3. orkupakkann er hvernig kemur rafmagnreikningurinn til með að líta út fyrir peningabudduna.
Hvort það verði meira valfrelsi, ríkari kröfur um upplýsingar skiptir minna máli, enda ekki annað en hvert annað útúrsnúnings kjaftæði.
Það hefur stundum verið talað um okursamfélagið Ísland, sem kristallast í hæðstu íbúðarlánum á byggðu bólu, hæðstu vöxtum, sköttum í hæðstu hæðum, hæsta matvælaverð, dýrustu stjórnmálmönnum osfv, osfv.
En eitt hefur skorið sig úr í hina áttina lengst af, en það er lægsta orkuverð til almennings miðað við nágrannalönd, vegna þess að almennt hefur verið viðurkennt að orkan sé sameign þjóðarinnar. Enda orkuverin byggð á hennar ábyrgð.
Mig grunar að "hagsmunir heildarinnar" séu skýrðir út fyrir almenningi með útúrsnúningum og lagaþvættingi af hálfu ráðamanna vegna þess að afleiðingar 3. orkupakkans fyrir íslensk heimili þola djöfullega dagsljósið. Allavega sé erfitt að rökstyðja að orkuverð fyrir almenning á Íslandi muni lækka.
Hvort svo sem dúkkulísunum finnst orkupakkinn góður, eða hvað svo sem þær eru hlynntar honum persónulega, þá er það staðreynd að á Íslandi er nú þegar greitt lægst orkuverð miðað við nágrannalönd og við búum í köldu landi.
https://www.samorka.is/rafmagnid-odyrast-a-islandi/?fbclid=IwAR0mCdzJqgyPVTuE6kI08agZjP0NMOqBW3ihA5Rc4yFJycVA5iEehDS9SVA
Magnús Sigurðsson, 7.5.2019 kl. 19:37
Samtökin Orka okkar reiða sig alfarið á frjáls framlög frá stuðningsfólki til þess að koma málstaðnum sem best á framfæri. Samtökin nota framlögin til að kosta vefsíðu, opna fundi, gerð kynningarefnis og birtingu auglýsinga. Þeir sem vilja styrkja baráttuna með fjárframlagi geta lagt inn á bankareikning samtakanna:
Júlíus Valsson, 7.5.2019 kl. 19:50
Þakka þér fyrir þetta innlegg Júlíus.
Það er varla nema von að blessuðum englinum hafi ekki hugkvæmst annað fjárhagslega sterkt bakland.
Þegar ekki einu sinn frjáls framlög úr ríkissjóði duga til að koma vitinu fyrir fólk.
Magnús Sigurðsson, 7.5.2019 kl. 20:36
"góður fyrir neytendur" ...
Rökvillan felst í því að eitthvað sem kunni að vera gott fyrir neytendur í Evrópusambandinu, hljóti þar með að vera gott fyrir neytendur á Íslandi. Sama rökvilla og hefur fengið að vaða uppi óáreitt í umræðunni um innflutning á hráu kjöti með sýklalyfjaónæmum bakteríum.
Sama má segja um kraftlausar ryksugur, þvottavélar sem taka hálfan daginn að þvo einn umgang og rándýrar ljósaperur sem innihalda eiturefni. Allt er þetta réttlætanlegt fyrir neytendur í löndum Evrópusambandsins þar sem er skortur á hreinu vatni og raforka er framleidd með brennslu jarðefna. Fyrir íslenska neytendur er þetta aftur á móti til óþæginda, kostnaðarauka og beinlínis verra fyrir umhverfið en hinir kostirnir.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.5.2019 kl. 20:45
Þakka þér fyrir þessa upprifjun Guðmundur.
Það var sem mig grunaði. Þessu hyski finnist þetta gott á neytendur.
En er alls ekki fyrir neytendur, frekar en rándýru og eitruðu ljósaperurnar sem voru lögleiddar með ESB tilskipun um árið og tekur hálfan dag að plokka úr öllum plastumbúðunum.
Magnús Sigurðsson, 7.5.2019 kl. 20:59
Við höfum engan beinan hagnað af því að innleiða 3.OP.
Spurningin er hvað gerist ef að við innleiðum hann ekki?
Mun þá ESB reka okkur úr EES-samstarfinu og að þá tapist góður samningur;
og við myndum tapa miklum fjármunum þegar að á heildarmyndina er litið?
Þeirri spurningu er óvarað.
Jón Þórhallsson, 9.5.2019 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.