18.10.2021 | 19:23
Er stríðið búið?
Fyrir tæpum 20 mánuðum var lýst yfir heimsstyrjöld gegn drepsóttar veiru. Nú virðist sjá fyrir endann á þeim hernaði. Við vinnufélagarnir fórum t.d. grímulaust í byggingavöruverslun um daginn, eins var komið fyrir öðrum viðskiptavinum.
Þar sem við stóðum í biðröð við kassann komu gangandi inn maður og kona bæði grímuklædd. Einhvern veginn fór félagi minn að því að bera kennsl á fólkið og stökk til hliðar, heilsaði með handabandi og sagði; komdu sæll og blessaður frændi langt síðan við höfum hittist.
Eftir stutt spjall um daginn og veginn, á meðan þeir héldust í hendur, spurði félagi minn; hvað ertu ennþá að bjálfast um með grímu. Frændinn leit í kringum sig og sá engan með grímu nema konuna, hann tók grímuna í gætilega niður og stakk henni í vasann.
Á leiðinni út sagði félagi minn við mig með forundran; frændi minnir mann bara á söguna af Japönsku hermönnunum sem fundust skógum Asíu áratugum eftir stríð og höfðu ekki hugmynd um að seinni heimstyrjöldinni var löngu lokið.
Athugasemdir
Í útvarpinu áðan var róið á gamalkunnug mið ÓTTANS mikla. Stríðsæsingurinn heldur áfram. Frú Ingileif Jónsdóttir starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar lét þar ljós sitt skína. Þar var verið að boða fagnaðarerindið, forvarnir gegn sóttinni. Ekki var þó verið að mæla með lýsi, hreyfingu og hollu mataræði heldur sprautum gegn covid alveg niður í 6 mánaða. Jsfnvel þó enginn veikist er vissara að sprauta svona alla í forvarnarskyni.
Auður (IP-tala skráð) 19.10.2021 kl. 09:04
Markaðsdeildin í Vatnsmýrinni vafalaust eftir að bjóða upp á bólusetningu við bílslysum í staðin fyrir nagladekk og bremsur. Þá verður nú væntanlega kátt í Höllinni.
Magnús Sigurðsson, 19.10.2021 kl. 12:52
Ég hef það fyrir satt að fólk slasist og drepist í umferðinni þrátt fyrir bremsur, öryggisbelti, nagladekk og ýmiskonar takmarkanir á hegðun. Það ætti því að vera í lagi að sleppa þessu öllu samkvæmt þínum nýjustu covid röksemdarfærslum. Vonandi lifir svo frændinn það að halda jól.
Vagn (IP-tala skráð) 19.10.2021 kl. 13:35
Rök eru stórlega ofmetin þegar pestin er annars vegar Vagn minn.
Bata kveðjur niður til þín héðan úr efra.
Magnús Sigurðsson, 19.10.2021 kl. 14:50
Ef þú hefur séð samtölin við vesalings grímuklæddu vegfarendurna í fréttum RÚV áðan er greinilegt að sé þetta að endurspegla samfélagið er meginhluti fólks enn algerlega lamað af ótta við þessa pest. Ámátleg voru orð konugarmsins t.d. sem talaði um hina "hræðilegu fjórðu bylgju" - hvar enginn dó held ég nema þeir sem fórust af lyfjunum.
Ingileif er glæpakvendi og á að vera bak við lás og slá. Hún er hættuleg.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2021 kl. 22:19
Nei ég sé aldrei sjónvarp Þorsteinn, en þetta líður vonandi smá saman hjá.
Ef næsta bylgja verður hættulegri en hinar þá verður engu hægt að kenna um öðru en bólusetningabrjálæðinu.
Já markaðsmenningin í Vatnsmýrinni er stórvarasöm.
Magnús Sigurðsson, 20.10.2021 kl. 05:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.