Harmsaga í Gleðivík

IMG_0104

Ákveðið hefur verið að flytja Eggin í Gleðivík, útilistaverk Sigurðar Guðmundssonar eins fremsta núlifandi listamanns þjóðarinnar. Listaverkið hefur verið aðdráttarafl ferðamanna í á annan áratug og er eitt af því sem allir sem heimsækja Djúpavog verða að sjá, en þar varð á dögunum hörmulegt banaslys þegar ferðamaður varð undir lyftara við að skoða listaverkið.

Þessi ákvörðun kemur því ekki á óvart. Listaverkinu var valin staður í Innri-Gleðivík árið 2009 við allt aðrar aðstæður en eru í dag. Innri-Gleðivík er nú á aðal athafnasvæði Djúpavogshafnar. Hafnirnar eru tvær, gamla höfnin við Djúpavog og nýja höfnin í Innri-Gleðivík. Í reynd eru; Djúpivogur, Ytri og Innri Gleðivík sama bugtin í Búlandinu, sem nær frá Æðarsteini að Svartaskeri.

Harmasaga við Innri-Gleðivík er ekki ný af nálinni, en þarna var reyst bræðsla rétt fyrir síldarhrunið á sjöunda áratug síðustu aldar, sem kom Kaupfélagi Berufjarðar, Búlandstindi hf og samfélaginu á Djúpavogi á þann vonarvöl að út voru gefnir svokallaðir Djúpavogs peningar sem varð gjaldmiðill á Djúpavogi í heilt ár.

Bræðslan var síðan endurbyggð þegar uppsjávarævintýri stóð sem hæðst fyrir aldamótin síðustu. Búlandstindur hf hvarf við það af sjónarsviðinu og bræðslan lenti að endingu í eigu fyrirtækis sem fékk nafnið Gautavík hf, sem var dótturfélag Festi hf, sem gerði út uppsjávarskipin Guðrúnu Gísladóttir KE, Örn KE og Þórshamar GK.

Guðrún Gísladóttir KE kom nýsmíðuð til landsins, sem eitt glæsilegasta uppsjávarskip Íslendinga haustið 2001, en sökk við Noreg í júní 2002 eftir að hafa strandað. Íslenska fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir KE-15 mun um aldur og ævi liggja í votri gröf undan Lófót í Noregi.

Harmasögu bræðslunnar við Innri-Gleðivík lauk með gjaldþroti Gautavíkur hf. Rétt áður hafði verið gerð uppsjávarfiski höfn í víkinni. Eggjum Sigurðar Guðmundsonar listamanns var því komið fyrir við gjörólíkar aðstæður en ríkja þarna í dag, -á steyptum stöplum sem lagnir voru aldrei settar á, en áttu að bera röralagnir til að dæla hráefninu úr uppsjávarskipunum í bræðsluna.

Þegar svo var komið sögu var ný yfirstaðið "hið svokallað hrun" og ekkert við að vera í Gleðivík annað en að fólkið á Djúpavogi gat komið að hráefnistönkum bræðslunnar og öskrað þar inni til að heyra bergmálið og reynt að vekja athygli ferðamanna á staðnum. það var þá sem Sigurður Guðmundsson setti niður Eggin í Gleðivík.

Eftir að norskt laxeldi fór að færa út kvíarnar við Berufjörð færðist sífellt meira líf í Innri-Gleðivík og því fór sem fór þegar að banaslys varð við eitt vinsælasta útilistaverk landsins. Óvænt dauðsföll við þessa vík eru eru samt ekkert einsdæmi. Árið 2012 varð þar hörmulegt banaslys.

Eitt hinna allra sviplegustu slysa hér á landi varð á Djúpavogi haustið 1872. Bátur, hlaðinn glöðu fólki, lét úr vör í góðu veðri að kvöldlagi og átti aðeins að fara stuttan spöl með landi fram. Hann kom ekki fram, og í heila viku fannst ekki annað, hvernig sem leitað var, en nokkrar húfur, vasabók eins mannsins og hundur, sem verið hafði með fólkinu. Þarna fórust fimm systkin, auk fleira fólks af sama heimili, og fjögur börn innan fermingar voru í hópnum. Lesa má meira hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband