Fari það í rauðglóandi helvíti

Það hrynja öll þjóðleg gildi þegar auðræði og hórdómur ríða röftum, ekkert fær þann Darraðardans staðist ekki Alþingi frekar en Sódóma gamla testamentisins. Sú upplýsingaóreiða sem kemur frá fjölmiðlum þessi misserin er ætlað að ganga endanlega frá þjóðríkinu.

Óhamingja þjóðarinnar er og hefur verið innanlend græðgi og undirlægjuháttur við erlend áhrif. Í ríkasta landi heims virðumst við vera að komast á svipaðar slóðir með fullveldi lýðveldisins og þjóðveldið fyrir 750 árum síðan.

Fullveldið er haft af sofandi þjóð með landráðum. Flotið er að feigðarósi í allsnægtum. Augunum lokað fyrir þeirri staðreynd að gullaldir okkar voru á tímum þjóðveldis og lýðveldis í fullveldi. Þar á milli volæði.

Lítil von virðist til að landsmenn vakni til vitundar í allri hjarðhegðuninni, með gulrótina fyrir augunum og kolefnissporið strókandi aftan úr rassgatinu. Helst að landinn hafi áhyggjur af sóðaskapnum þegar hann fréttir af fyrirhuguðum þungaflutningum fósturjarðarinnar til skips fram hjá stofuglugganum.

Einn ganginn enn er búið að upphefja erlenda fjárfestingu til skýjanna, þó að engin von sé til þess að glópagullið gagnist landsmönnum frekar en fyrri daginn. Ráðamenn skríða fyrir glóbalnum og framselja vald sem þeir hafa ekki, sem eru hrein og bein landráð.

Á tímum Carbfix og Mílu á að auka óskapnaðinn með hamfarórækt í formi skóræktar á erlendum styrkjum, með vindmyllu ökrunum yfirgnæfandi til lands og sjávar. Á meðan innfluttur Blóðþorrinn svamlar helsjúkur fyrir framan nefið á okkur í fjörðunum.

Í upphafi Úlfljótslaga er sagt frá landvættunum “sigl eigi að landi með gapandi höfðum né gínandi trjónu svo að landvættir fælist við” -erlent vald hefur aldrei náð fótfestu á Íslandi nema með landráðum og þau hafa hingað til hefnt sín grimmilega.

Landvættir hafa varið fullveldi þjóðarinnar þegar hún hefur farið fram á það. Er þar skemmst að minnast Eyjafjallajökuls sem spúði eimyrju yfir fjendur okkar sem beittu hryðjuverkalögum og viðskiptaþvingunum.

Flissandi fábjánar í Davos dúkkulísudrögtum láta nú viðgangast að fósturjörðin sé seld í bókstaflegri merkingu til erlendra auðróna, og verði flutt úr landi í skiptum fyrir niðurdælanlegan sóðaskap á carbfix nýsköpunarstyrkjum úr ranni ESB.

Engan þarf að undra að leitað sé nú fornra gilda, á náðir vætta landsins, um að koma náhirðinni svoleiðis norður og niður í rauðglóandi helvíti. Fátt er orðið um annað að ræða en ákalla landvætti og biðja Guð um að blessa Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þór Karlsson

Ja hjanna Magnús!

Hvílíkar vítamín innspýtingar sem pistlarnir þínir eru, hvort sem eru um steypu og torf, holt og móa eður landsins gagn og nauðsynjar. Ég hefi lúmskan grun um að hinir svokölluðu ráðamenn og konur á Fróni lesi ekki skrif þín og annara sem hafa lagt eitthvað marktækt til málanna (moggablogg og annað) enda þætti mér líklegt að þeir sömu landráðavættir myndu ganga með veggjum af skömm einni saman og það einungis í svarta myrkri. Því miður í hjarðhegðun landans svona upp til hópa á ég nú frekar von á því að menn og konur haldi áfram að kjósa þetta yfir sig.

Í minni sjálfskipuðu útlegð hérna suður í álfu fylgist ég nokkuð vel með skrifum ykkar, nokkurra útvalinna bloggara og finnst mikið til koma.

Þakka þér fyrir að deila hugðarefnum þínum og að vanda bíð ég spenntur eftir næsta pistli frá þér.

Hörður Þór Karlsson, 5.9.2022 kl. 07:55

2 identicon

Tek undir hvert orð í eldmessu þinni, enda berstrípaður sannleikur sem þú mælir.

Þá er aðeins eitt eftir að segja:  Amen.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.9.2022 kl. 08:22

3 identicon

Einu vil ég bæta við ... og það er að mig undrar hversu margir hér á moggablogginu skrifa eingöngu til að vera með aulafyndni og hjárænuhátt.

Þú ert einn af einungis tveimur eða þremur sem svo er ekki farið.

Enn og aftur, hafðu miklar þakkir og góðar fyrir þína afbragðsgóðu pistla, meistari Magnús.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.9.2022 kl. 10:14

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka ykkur fyrir innlitin og athugasemdirnar Hörður Þór og Pétur Örn. Það á s.s. það ssms við um mig og Davos liðið ég eyða ekki oft tíma í að lesa þvæluna í því, þó svo að ég þurfi ekki að fyrirverða mig fyrir hana.

Já er nema von að manni komi landvættir í hug. Í lok síðustu viku birtist grein á mbl þar sem Davos dropbox dúkkulísan hóf erlenda fjárfestingu upp til skýjanna, svo vitnað sé beint í upphafsorð greinarinnar; 

Í byrj­un síðustu ald­ar var er­lent fjár­magn drif­kraft­ur­inn að baki tækni­bylt­ingu í sjáv­ar­út­vegi og öðrum at­vinnu­grein­um. Útlend­ing­ar kenndu okk­ur að leggja vegi, byggja brýr og hafn­ir, teikna og smíða hús, svo ekki sé minnst á aðrar iðngrein­ar og hand­verk á borð við brauð- og öl­gerð. Marg­ir sett­ust hér að og urðu hluti af þjóðinni.

Ekki að ég hafi lesið greinin í þaula, enda dettur mér ekki í hug að borga eina krónu fyrir kjaftæði, en þá sá ég hvergi minnst á að í upphafi síðustu aldar urðu Íslendingar fullvalda þjóð með eigin gjaldmiðil eftir margra alda erlenda áþján þar sem ekki var komist út úr moldarkofunum þrátt fyrir hinn stöðuga Skandinavíska ríkisdal og dönsku krónuna. Jón og Gunna hvað?

Framkvæmdastjóri samtaka iðnaðarins bætti svo um betur á öðrum fjölmiðli um helgina með því að boða tvöföldun erlends vinnuafls innan nokkurra áratuga svo dropbox dúkkulísurnar geti áfram vafrað í H&M um leið og þær tína nærbrókunum sínum. 

Það sorglegasta við þetta er að svo virðist sem Jóni og Gunnu komi ekki annað til hugar en þetta allt saman sé gert fyrir þau svo þau geti haldið áfram að spássera um heiminn með kolefnissporið strókandi aftan úr rassgatinu og líka fengið dropbox ávísanir til að nálgast þrælakistu varninginn úr H&M í kaupbæti.

Ég vil taka það fram að sem steypukall þá hef ég unnið með allra þjóða víkingum á launum sem dropbox liðið þekkir ekki á eigin skinni. Það er ekki af væntumþykju fyrir erlendu starfsfólki sem Davos dúkkulísan og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins blása samhljóma í básúnur þessi misserin, ekki einu sinni af væntumþykju fyrir Jóni og Gunnu, -heldur hreinn gamladags græðgi.

Magnús Sigurðsson, 5.9.2022 kl. 13:54

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Váá Magnús. Það er engvu við þetta að bæta.

Sorglegur sannleikur um þessar humars/grill

davos dúkkulísur, sem n.b eru allar í boði

allsherjar græðgis púkans og hans ættar, BB.

Svo til að toppa allt hjá honum og endanlega stúta

sjálfstæðisflokknum, þá ætlar hann að bjóða sig fram

aftur. Fruss á þetta lið allt saman.  

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.9.2022 kl. 15:47

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Allt liðið á Alþingi og ráðherrastóðið hefði gott af að lesa þetta, því þarna kemur SANNLEIKURINN í ljósenda ekki nokkur ástæða til að skafa nokkurn skapaðan hlut af, en því miður þá virðist þetta lið ekki skilja nokkurn skapaðan hlut......

Jóhann Elíasson, 5.9.2022 kl. 16:00

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar, -Sigurður og Jóhann, -þið hafið ekki síður verið ötulir við að benda á fatalausa keisarann hérna á moggablogginu, en hann er keisari allra flokka nú um mundir og því ekki auðvelt fyrir Jón og Gunnu að dást ekki af dressinu.

Í athugasemdinni minni hér að ofan átti að standa í fyrstu málsgrein, "það á það sama við um mig" en einhvernvegin urðu úr þessu allt of mörg s.

Eins sé ég að það er rangt með farið hjá mér að framkvæmdastjóri SI hafi talað um að tvöfalda erlent vinnuafl. Hann talaði um að tvöfalda vinnuafl á Íslandi með því að flytja inn erlenda ríkisborgara. Svo geta menn spurt sig, -fyrir hvern?

Magnús Sigurðsson, 5.9.2022 kl. 17:56

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna hittir þú naglann á höfuði: 

"upplýsingaóreiða sem kemur frá fjölmiðlum þessi misserin

er ætlað að ganga endanlega frá þjóðríkinu".

Jón Þórhallsson, 5.9.2022 kl. 18:33

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Þórhallur, þessi upplýsingaóreiða fjölmiðla er glóbal fyrirbæri, sem á sér birtingarmyndir pestarfári og stríðsrekstri Davos auðróna, markmiðið er að koma á alheimsstjórn.

Það er ekki víst að þeim verði kápan úr því klæðinu, en þetta brambolt allt saman mun breyta þeim heimi sem við þekkjum í dag. 

Magnús Sigurðsson, 5.9.2022 kl. 20:41

10 Smámynd: Jón Þórhallsson

Myndir þú t.d. segja að útvarpsstjórinn á rúv sé tengdur einhverskonar illum, öflum eins og ILLUMANTI / New world order 

sem að vinna að því að knéseetja  þjóðir INNANFRÁ

í gegnum óvandaðar sjónvarps-dagskrár? 

Jón Þórhallsson, 5.9.2022 kl. 21:15

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég horfi ekki á sjónvarp Jón.

Magnús Sigurðsson, 6.9.2022 kl. 06:24

12 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hjá hverjum liggur sökin / óreiðan /ringulreiðin

í þessu sambandi? 

Manntamálaráðherra sem að er efst í píramída rúv?

Hjá Stefáni útvarpsstjóra?

Dagskrárstjóra rúv? 

Eða hjá einhverjum öðrum? 

Jón Þórhallsson, 6.9.2022 kl. 08:27

13 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Mæltu manna heilastur.

En, Þjóðveldið missti ekki fullveldi sitt fyrr en 1662, en af sömu ástæðum og svikum og þú lýsir svo vel. Þjóðveldið var löglega endurreist í júní 2013 og það er ekkert á leiðinni að missa sig aftur.

Guðjón E. Hreinberg, 7.9.2022 kl. 01:26

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir innlitið og upplýsingarnar Guðjón, sem eru að sjálfsögðu sögulega réttar. 

Mér hefur hins vegar þótt, þegar sagan er skoðuð, að Íslendingar hafi í raun misst fullveldið upp úr 1000, þegar Rómarvaldið fór að hafa áhrif hér á landi í gegnum erlenda biskupa.

Eins má spyrja hversu mikið fullveldi Íslendinga hefur skerts eftir EES samninginn.

Magnús Sigurðsson, 7.9.2022 kl. 06:17

15 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir, sömuleiðis. Það má spyrja sig hversu margir biskupar gætu hafa varið fullveldið. Við vitum t.d. að Jón Arason og synir hans vörðu Íslenskt laga-sjálfstæði af krafti og voru myrtir af Quislíngum sem mynstu munaði að yrðu sjálfir færðir út í járnum. Síðustu misserin hefur kommúnistinn í Seðlabankanum reynt að eigna sér arfleifð Jóns, frekar klaufalega.

Ég held að varnar barátta okkar gegn föðurlandssvikurum verði ekki útkljáð á þessari öld, frekar en á Sturlunga öld.

Guðjón E. Hreinberg, 13.9.2022 kl. 21:53

16 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mér fannst það ógnvekjandi þegar Agnar frændi fór í hjartaþræðingu rétt fyrir síðasta hrun árið 2008. En það gekk allt vel og hann varð miklu hressari á eftir. Læknarnir sögðu að ef þeir hefðu sett afa í hjartaþræðingu 20 árum fyrr hefði hann örugglega náð vel yfir 100 ára aldurinn, því hann var svo hress að öðru leyti. Þeir þorðu ekki að senda hann í hjartaþræðingu þegar hann fékk hjartáfallið þarna 96 ára og þessvegna náði hann "bara" 98 ára aldri, raunar vantaði aðeins um tvo mánuði uppá að hann yrði 99 ára. Þó hefði hann sennilega þolað hana.

Það eru fáir sem minna eins vel á fullveldið og þú Magnús. Alltaf finnst mér það hressandi og gott. Davos dúkkulísurnar og dansinn í kringum gullkálfinn, bara að fleiri læsu þínar pistla og aðra slíka og lærðu af þeim.

Það sést nú líka á mörgum athugasemdum að fólki líkar þetta og þetta hreyfir við fólki. 

Ingólfur Sigurðsson, 16.9.2022 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband