Hvert stefnir - orðin mín

Það lítur út fyrir að samfélagið eins og við þekkjum það sé nú í frjálsu falli. Hannað fyrir hrun heimsmyndar, -sem skipulagt var fyrir löngu síðan. Áætlunin um heimsyfirráð, sem kallaðist Agenda 21, nú knúið af WEF og UN. Sett í framkvæmd með því augnamiði að hagnast á svikamyllu. Endalok þess þekkta á leið að rafrænum Babelsturni alræðisins; tilraun sem stelur bæði heilsu og auðlindum milljarða manna.

Eyðilegging hagkerfa er vísvitandi athöfn til að ryðja brautina að peningalausu samfélagi. Fyrir nýja heimsskipan þar sem gefin eru út rafræn auðkenni og stafræn peningaveski ásamt andlitsskimunum við fjölda ógeðfelldra sjálfsafgreiðslu kassa. Fylgst verður með hverjum eyri, sem við þénum, á ljóshraða 5G. Hið stafræna lánshæfismat(sosial cretit system), sem nú er keyrt í Kína, verður brátt tekið í notkun um allan heim.

Þessi áætlun hefur verið fullkomnuð með fávisku væðingu mannkyns, drifinni áfram af græðgi og þörfinni fyrir að sýnast gildandi, af fólki tilbúnu til að fylgja í blindni leiðtogum hvaða trúboðs sem er, svo lengi sem það gefur aur. Og í lauslæti niðurfelldra boðorða þar sem tryggðin við sína nánustu fær að fjúka. Siðblindir stjórnmálamenn, keyptir vísindamenn, áhrifavaldar ausa óþverra úr snjallsímanum sínum eins og skítadreifarar yfir víðan völl óræktar og eyðileggingar.

Eða er þessi hugmynd að þjóðfélagi kannski ekki þín? - hugnast þér hún kannski ekki? -hvernig varð þá frjálst hugsandi fólk ánetjað þesskonar hugmyndafræði?

Þjóðfélagsverkfræði gengur út á það hvernig má nýta arfgengar upplýsingar, sem stýra skynjun okkar á heiminum, móta sjónarhorn okkar og skilning á hvað er rétt og hvað er rangt. Margar hugmyndir okkar eru uppgjör á sannleika einhverra allt annarra, m.a. fengnar úr foreldra garði og skóla, -arfleið sem lifir kynslóð eftir kynslóð.

Við höfum ekki einungis þessar innrættu hugmyndir skóla og foreldra við að glíma. Það er til önnur og miklu óheillvænlegri innræting, sem fáir veita eftirtekt, sem læðir sér inn bakdyramegin bæði að hugsun og vitund. Í undirvitundina er sáð táknmyndum sýndarveruleika sem fólki er jafnvel ætlað af samfélagslegri ábyrgð að halda og breiða út til annarra.

Aðeins með því að gera sér grein fyrir toppi ísjakans og hvað undir býr, er hægt að átta sig á dýpt og breidd þeirrar mannlegu vitundar sem um er að tefla, þ.e. meðvitundar og undirvitundar. Meðvitundin, sem við skilgreinum, sem mína hugsun mitt sjálf (egó), er ísinn ofan yfirborðs, -ekki meira en rétt 20%, -ef þá það.

Það sem undir býr, -undirvitundin, er gríðarstór, -grígantískt forðabúr hulinnar vitundar sem er ábyrg fyrir allt að 80% andlegrar virkni, án þess að við höfum um það hugmynd. Leifðu þeirri hugmynd að drjúpa í djúpið og djúpkafa undir yfirborðinu í smá stund.

Undirvitundin er geymsla alls sem hefur gerst í meðvituðu lífi. Gríðarstórt bókasafn fortíðar okkar þar sem allar hugsanir, gjörðir og tilfinningar eru vandlega skráðar. Sjálfvirkni þess líkamlega, tilfinningaviðbrögð, minningar, skoðanir, venjur og jafnvel hugsanir annars fólks. Allt er þetta snyrtilega vistað í grunni gagnavers, -sem er þér dags daglega sem lokuð bók.

Undirvitundin er ekki rökréttur greinandi eins og meðvitundin. Hún gerir ekki greinarmun á fantasíu og veruleika, -staðreyndum eða skáldskap. Djöflaríkið veit að undirvitundin er ekki skinsamleg og getur ekki í fljótu bragði dæmt hvaða upplýsingar eru sannar og hverjar er rangar.

Vegna skorts á gagnrýni geta valdhafar auðveldlega sáð í undirvitund okkar, bæði séð og óséð. Bakdyrnar að undirvitundinni er í gegnum síendurteknar táknmyndir, sem felast í að tákngera hugmyndir án þess að orða þær og svo þegar kemur að því að rökræða hugmyndina með orðum er táknmyndin þegar orðin fastmótuð í undirvitund fjöldans.

Tákn eru tungumál undirvitundarinnar og eru notuð af elítunni, stjórnmálamönnum og stórfyrirtækjum til að gróðursetja hugmyndir, tilfinningar og vísindi í undirvitund okkar. Yfirtaka undirvitundar mannkyns er náð með táknfræðilegu tungumáli; myndrænna fréttaskýringa, afþreyingar, súlurita og spálíkana. Þegar hugsanir um þessar táknmyndir koma inn í meðvitaðan huga, eru þær skinjaðar sem upprunnar frá okkur sjálfum, þegar í raun hefur lengi verið til þeirra sáð.

Við erum umkringd táknum, þau eru svo órjúfanlega ofin inn í allt samfélagið að við tökum ekki einu sinni eftir þeim, en engu að síður stýra þau skynjun okkar og hegðun án þess að við séum þess meðvituð. Þetta eru flýtileiðir sem fara framhjá meðvitaðri íhugun; læðast inn um bakdyrnar og kalla fram djúp innbyggð viðbrögð.

Falin skilaboð; myndir eða tákn, eru sem orð sett fram án vitundar meðvitundar, álíka andlegu áreiti auglýsinga, flytja falin tákn og skilaboð, sem t.d. sjónvarpsáhorfendur eru ekki meðvitaðir um, þannig innræting og leynileg hugarstjórnun veldur alvarlegum siðferðilegum vandamálum. Dulinn áróður getur stjórnað hegðun fólks án vitundar þess og kallað fram bæði tilfinningaleg og líkamleg viðbrögð.

Nýlega mjög algengt tákn, sem flest okkar sjá nú daglega, er regnboginn. Við sjáum regnboga í barnaefni, niður á götunni og upp í fánastöngum, -þeir eru alls staðar. Af hverju er regnboginn táknaður allt í einu alls staðar? Getur verið að regnbogatáknið sé notað til að undirbúa undirmeðvitund fjöldans fyrir einhvern atburð?

Flestir líta á regnbogatáknið sem fallegt og jákvætt umburðalindi fyrir fjölbreytileikanum, -en hvað ef það væri óheillavænleg ástæða fyrir því að koma þessu tákni á framfæri út um allt?

Davos dúkkulísur sem hampa regnbogatákninu hafa sennilega flestar ekki hugmynd um upprunalega merkingu. Mósebók 9-13 “Boga minn set ég í skýin, að hann sé merki sáttmálans milli mín og jarðarinnar.” Regnboginn er tákn sáttmála Nóa við Guð vegna eyðileggingar náttúruaflanna, -flóðsins. Hvað ef guðir þessa heims, sem telja sig ráða veðri og vindum, telja sig orðna meiri en sjálf sólin, -ætla sér annað með regnbogann?

Röndóttur glóballinn trónir nú hæðst í flaggstöngum þjóðríkisins. Jafnvel sá blái, með tákngervingu elds og ísa, auk krossins sem heilagur hefur verið talinn um aldir, er nú látin víkja fyrir regnboganum. Hvað ef hin ný merking væri “Ég mun gera tákn mitt í regnbogann sýnileg við birtu gullsins um heim allan”. Þá væri regnboginn að búa undirmeðvitund fyrir nýja heimsskipan, þess guðs sem hillir aðeins auðinn og hagvöxtinn.

Þar mun mankyninu verða eins og suðfé, -sofandi smalað í dilka nýrra myrkra tíma. Allt vegna súlurita, spálíkana og hólógrafískrar handavinnu í rafræna Babelsturninum. En auðvitað eru þetta bara orðin mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ord thin vega nu bara ansi thungt, Magnus. Gott ad sja ad madur er ekki sa eini sem hugsar um thessa hluti i thessu samhengi. Thakka pistilinn.

 Med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.10.2022 kl. 15:16

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina Halldór, -gott að vita að maður situr ekki einn uppi með svona hugrenningar. Kveðja suður.

Magnús Sigurðsson, 25.10.2022 kl. 20:55

3 identicon

Þetta er afar umhugsunarverður pistill.

Held að æ fleiri geti tekið undir orð þín.

Hafðu þakkir fyrir.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.10.2022 kl. 22:44

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi orð þín hafa meiri sannleik en flesta grunar, Magnús. Það er ekki langt í að við verðum öll nafnlaus, fáum bara úthlutað númeri við fæðingu.

Kveðja

55493271625256984

Gunnar Heiðarsson, 25.10.2022 kl. 23:41

5 Smámynd: Hörður Þór Karlsson

Tjah.... mig setur nú barasta hljóðan Magnús.

Að öllu jöfnu hefi ég nú aldrei tekið mikið mark á þeim ræðum sem að "kallinn á kassanum" prédikar um torg og gatnamót, en hugrenningar þínar í þessum geislandi pistli eru til þess fallnar að vert er að staldra við og taka áttirnar.

Það er ekki frítt við að ég hafi samviskubit fyrir það eitt að vinna fyrir S.Þ. stofnun, en ég ætla sosum ekki að flýja til fjalla fyrir vikið.

Ég sammælist þér í þeim hugrenningum sem hér koma frá þér en hefði aldrei geta fært til bókar á sama vegu og þú gerir hér og ekki síður öðrum skrifum sem frá þér koma. Bestu þökk fyrir að deila hugrenningum þínum með okkur hinum.

Kveðja sunnan úr álfum.

Hörður Þór Karlsson, 26.10.2022 kl. 03:00

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég þakka, -og eins og ég sagði við Halldór, þá er gott að vita til þess að maður situr ekki einn uppi með svona hugrenningar.

Mér sýnist reyndar á blogginu að margir séu að vakna upp við vondan draum, en það er spurning hvort þar um að ræða síðustu Mohikanana.

Magnús Sigurðsson, 26.10.2022 kl. 13:09

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tek undir hvert einasta orð í þessum pistli hjá þér Magnús.  Því miður er það mín reynsla að flestir virðast gefa "skít" í allar viðvaranir og jafnvel "rakka" þann aðila, sem kemur með viðvaranirnar niður og sá hinn sami á sér ekki nokkurrar viðreisnar von eftir þær "trakteringar" sem hann fær persónulega.  Og alltaf er World Economic Forum að herða tök sín á heimsbyggðinni nú síðast með því að tryggja sér forsætisráðherraembættið í Englandi.  Er kannski orðið of seint að berjast gegn "gobabalistunum"???????

Jóhann Elíasson, 26.10.2022 kl. 13:55

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessi grein jafnast á við það besta sem ég hef lesið undanfarið á erlendum miðlum. Undirvitundarvinkillinn er mjög mikilvægur þarna.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2022 kl. 16:00

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er spurning Jóhann. Hvað íslendinga varðar virðist það vonlaust. Stjórnmálamenn hafa fórnað fullveldinu án þess að spurja þjóðina beint.

EES samningurinn Schenngen osfv, nú síðari ár má bæta við orkupakka ESB, innflutning sýklalyfjaðs kjöts osfv.

Stolti landans yfir því að vera friðsæl þjóð, sem ekki tæki þátt í stríðsátökum, hefur verið kastað fyrir róða, -Írak, Lýbía, Ukraina svo eitthvað sé nefnt.

Tungumálið er fótum troðið, Isavia já I-S-A-V-I-A Flugmálastjórn Íslands hefur ekki einu sinn íslenskuna sem fyrsta mál hvorki í heiti né á flugvelli,,, og stjórnsýslan farin að hæla sér af því að gera íslenskuna ekki að skilyrði við mannaráðningar.

Um ekkert af þessu hefur nokkur tíma verið kosið beint, nú sennilega of seint, -enda rýkur moðreykurinn um alla stjórnsýsluna sem hyglir þeim Davos dúkkulýsum sem blása í glæðurnar,,,og inn í landið flæðir fólk á flækingi til að njóta þess sem íslenskt er á meðan auðrónarnir tromma undir.

Magnús Sigurðsson, 26.10.2022 kl. 16:21

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þorsteinn, mér kemur ekki á óvart að þú skulir nefna þetta með undirvitundina.

Eins og ég hef oft bent á hér á síðunni, þá er það mikill vandi að horfa á sjónvarp og umgangast snjallsíma að ég hef ekki talið mig hafa heilaburði til þess.

Magnús Sigurðsson, 26.10.2022 kl. 16:25

11 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Elítan hefur slegið eign sinni á Bifröst og Heimdalli; og um leið lofað gulli hinnar húmanísku frelsunar, en enginn tók eftir að Bill Gates er dulhjúpaður öllum táknum hins endurkomna frelsara.

Guðjón E. Hreinberg, 29.10.2022 kl. 08:30

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Skríllinn mun krossfesta Gates í tíma, engin hætta á öðru.

Magnús Sigurðsson, 30.10.2022 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband