Staðið við gluggann

IMG_0247

Í einsemd utan við gluggann

 

img_7497 17.07.2016

býr óhamingja sveitarinnar.

 

IMG_5430

Í minningu liðins tíma

 

IMG_7806

balakta tannlaus bros

 

IMG_7822

í eldhúsgardínunni.

 

IMG_5517

Já, ég hef staðið við gluggann

 

IMG_2439

séð hann bíða og vona,

 

IMGP2373

en sér hann þig

 

IMG_9257

eftir að þú ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú svíkur engan Magnús. Þarna er komið spánnýtt listform.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.12.2022 kl. 23:35

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilld..smile

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.12.2022 kl. 02:45

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar Þorsteinn og Sigurður. Þetta er steypa sem til hugar kemur þegar maður stendur við gluggann á blíðviðrisdögum í sveitinni þessi árin. Niðurlagið er klúður.

Magnús Sigurðsson, 6.12.2022 kl. 06:08

4 identicon

Hin tæra ljóðræna er iðulega sprottin af depurð, eða öllu heldur angurværð yfir missi hins liðna sem maður unni.

Þessi pistill þinn, Magnús, er af gerð hinnar tæru ljóðrænu og kallar fram þau hughrif hjá þeim sem henni unna.

Hafðu bestu þakkir fyrir.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.12.2022 kl. 12:59

5 identicon

Guðað á glugga.

Ljóð eftir Guðmundur Sigurðsson.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2022 kl. 13:46

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk Pétur Örn, ég met athugasemd þína mikils, því ég veit varla nokkurn sem getur náð betur fram hughrifum í ljóði. Það er mikil andagift að geta búið til stóra mynd með fáum orðum.

Hér nota ég myndir, sem mér finnst segja mikið, og undirstrika mín hughrif með orðum og losna þannig við að skrifa langloku um sveitina eins og mér einum er lagið. Hvort án annars væri óskiljanlegt.

Þér að segja þá er ég farin að hlakka til jólanna því undanfarin ár hef ég komið mér í þá andakt frá steypunni að lesið góð ljóð, uppáhaldið er af kynjum og víddum og loftbólum andans. Þakka þér enn og aftur.

Magnús Sigurðsson, 6.12.2022 kl. 13:49

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Guðmundur, þessa ljóðabók á ég ekki, gætirðu gefið mér sýnishorn úr henni með s.s. einni vísu?

Magnús Sigurðsson, 6.12.2022 kl. 14:43

8 identicon

Sæll Magnús.

Ég hef ekki bókina í höndum, en hér er fjallað um trúboðsferð séra Péturs Magnússonar frá Vallarnesi til Reykjavíkur árið 1952.

Að næturlagi í Reykjavík var Séra Pétur vakinn upp af rannsóknarlögreglumanni og hann handtekinn. Honum var gefið að sök að vera sá sem unnasta lögreglumannsins taldi sig hafa tvívegis, að kvöldlagi, orðið vör við að bjástraði við herbergisglugga hennar.

Sér Pétur kærði handtökuna og varð ríkissjóður að greiða honum bætur upp á 20.000 krónur.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2022 kl. 18:40

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þetta svar Guðmundur. Ég er svo frægur að hafa séð séra Pétur, þó ekki á glugga. Hann var prestur í Vallanesi og amma mín var þar organisti og afi minn meðhjálpari. 

Það er spurning hvort höfundur Guðað á gluggann er sami Guðmundur og samdi  þessa vísu.

Vér höfum alltaf á alvörutímum lifað,

einkum að dómi þeirra, sem mest hafa skrifað.

En þó að tilveran silist með svipuðum hætti,

hún semur í líf vort fjölmarga gamanþætti,

og máske finnast margir er ljá þeim eyra,

en miklu fleiri hvorki sjá þá né heyra,

og þeim væri hollt í alvöru að yfirvega,

hve alvaran stundum gerir oss spaugilega,

og Goethe kallinn, sem grúskaði þó í flestu,

á gamalsaldri taldi oss það fyrir bestu;

að taka lífinu létt á hverju sem gengi,

maður lifir svo skammt og er dauður svo óralengi.

Magnús Sigurðsson, 6.12.2022 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband