Öfugmæli - eða hvað?

Það á skilyrðislaust að setja þak á verðtryggingu lána þegar verðbólgan fer langt yfir verðbólgumarkmið stjórnvalda.

Ef verðtrygging á einhvertíma rétt á sér, þá er það til að verðtryggja launatekjur almennings á meðan verðbólguskot gengur yfir, ef það væri gert hyrfi verðbólgan á stuttum tíma.

Bankar og auðrónar yrðu að minka hagnað og arðgreiðslur þar til verðbólgan gengi niður og það opinbera halda aftur af sjálfvirkri sjálftöku.

Ekkert af þessu hefur verið upp á borðum. Kjarasamningar launfólks setja engar skorður við sjálfvirkar hækkanir, sem taka mið af óðaverðbólgu keyrðri áfram m.a. af vísistölu ofurvaxtaðs húsnæðisliðs.

Auðrónar, bankar, ríki og sveitafélög hafa engan hvata til að koma móts við það fólk í landinu sem dregur vagninn, -eins og staðan er í dag. Stunda því sjálftöku og græða eftir sem áður þrátt fyrir verðbólguna - og kalla það þá hagvöxt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að þú hefur lært hagfræði af strætóbílstjóranum Erdogan. Hann hefur sett lágvaxtateoríuna ykkar í framkvæmd með kunnum árangri. - Svo er það réttlætiskenndin; ég (lsj. minn) lánar þér fyrir 80% húsi og fær svo 40% verðmætis hússins endurgreitt - á góðum degi.

Markmið í flestum löndum er að lánveitandi fái fé sitt endurgreitt með vöxtum. Víðast með breytilegum vöxtum. En þú veist (eins og Erdogan) þetta víst allt betur af eðlisávísun einni saman.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 7.6.2023 kl. 15:37

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Einar þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina.

Nei það er nú ekki svo gott að ég hafi lært hagfræði hvorki af RUV né Erdogan ekki einu sinni af Albert Einstein sem sagði að  sú aðferðafræði að gera það sama aftur og aftur og búast við mismunandi árangri, vera bilun.

Minn lærdómur í hagfræði, ef einhver er, er af sama kalíberi og nafna þíns á Hvalnesi. Þú getur kynnt þér hans hagfræði hér á youtube tenglinum að neðan og ef þú hefur ekki geð til hlusta á lífskúnstnerinn sem rætt er við á undan þá byrjar Einar á mín 5:40. Verði þér að góðu.

https://www.youtube.com/watch?v=skCI2ZeCjyw

Magnús Sigurðsson, 7.6.2023 kl. 16:01

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Magnús, góður.

Og sannur, bæði út frá Hagfræði Lífsins, sem og Hagfræði Keynes.

Og ef þú efast, þá er sönnun í inngripi málaliðans sem seldi sannfæringu sína um sjálfstæði þjóðar okkar, fyrir meintan einhvern frama.

Evrópusambandið hefur í yfir 20 ár verið í klónum á Friedmanistum og Nýfrjálshyggju þeirra, að lúta Evrópusambandinu er það sama og lúta hjágoðinu, Mammon.

Hvort sem menn trúa á Mammon, blóta hann og vitna í spámennina, Hayek og Friedman, eða þeir hafa selt honum sál sína, skiptir engu, sönn orð þín er eins og guðlast í þeirra augu þegar þeir lesa.

Enda Lífið og lífið sjálft, Hagfræði þess, Gróska þess, Mennskan og Mannúðin, sjálf tilvera okkar beintengd Almættinu, helsta ógn Mammons og þeirra sem dýrka hann.

Að mergsjúga, að dreifa auðn og dauða, út í hagkerfið, út í samfélagið, aðeins Lífið sjálft, og trúin á það, ógnar heljartökum Mammons og Mammonsdýrkenda á samfélagi okkar.

Þú þarft ekki að vitna í aðra Magnús, þér dugar að vitna í sjálfan þig.

Kveðja úr síðsólarglætunni í neðra.

Ómar Geirsson, 7.6.2023 kl. 18:02

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir álitið Ómar,-hagfræði lífsins segirðu.

Ég hef enga skólun í hagfræði aðra, en þá að manni er ætlað að yfirgefa þennan heim á pari við það þegar maður kom, -svona efahagslega. Þar á milli komast af við Guð og menn sem gengur brösuglega með köflum. Mér sýnist Mammon eitthvað vera að brengla mönnum sýn hvað þetta varðar.

Ég þekki hvorki til hagfræðikenninga Keynes né Friednabs, hvað þá Erdogans þess vegna vitnaði ég í Einar heitinn á Hvalnesi við nafna hans hér í athugasemd að ofan, ég skil Einar á Hvalnesi, hann var bæði einfaldur og sannur.

Stefán Jónsson fréttamaður sagði að blágrýtishamrarnir við Berufjörðinn hefðu bergmálað þegar tröllið úr Eystra-Horni hefði hlegið á hlaðinu í Rjóðri, því þá hefðu hin tröllin líka farið að hlæja. 

Það væri betur að hagfræðiþáttur Einars frá Hvalnesi yrði í það minnsta kenndur í hagfræði 101, svona ef menn líta til dagsins í dag um það hvernig unga fólkinu og nýbúunum er ætlað að kljúfa heimilisbókhaldið varðandi þakið yfir höfuðið.

Bestu kveðjur að ofan.

Magnús Sigurðsson, 7.6.2023 kl. 18:52

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það á skilyrðislaust, strax í dag, að hætta öllum afborgunum af öllum lánum á landinu. Furðulegt að enginn rökstyður þetta með einföldum útreikningum.

Hver sá sem skuldar meir en 45 prósent af verðmati eignar, mun borga fimmfalt verð skuldaða hlutans áður en yfir lýkur.

Hætti hann greiðslum og finni aðra leið til að sofa á nóttunni og eiga þurr föt, getur hann staðgreitt eign og farið tíu árum fyrr á eftirlaun; innan tíu ára.

Guðjón E. Hreinberg, 7.6.2023 kl. 21:11

6 identicon

Sæll Magnús.

Ofurmenni hagfræðinnar á 20. öld, John Maynard Keynes, varð er yfir lauk
þekktastur fyrir áhugamál sitt eða ástríðu sem hann stundaði jafnhliða
hátimbruðum hagfræðikenningum, - og áhöld um hvort verður ríkara
í hugum manna þá ryk hagfræðinnar sest og ljós af lampa eða sólargeislum greinir ekkert arið.

Húsari. (IP-tala skráð) 7.6.2023 kl. 23:02

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir athugasemdina Guðjón, -það er mikið til í þessu.

Það hefur lengi verið ljóst að ef skuldahlutfall fer yfir 40-50% þá er því sem næst útilokað í íslenska leiguliða kerfinu að greiða lánið niður, eftirstöðvarnar vara fram á grafarbakkann.

Þetta kerfi hefur verið við lýði um aldir. Um síðustu jól kom út bók sem heitir Aldrei nema kona eftir Sveinbjörgu Sveinbjörnsdóttir þar sem hún gerir grein fyrir lífi ættmæðra sinna í Skagafirði á 18. og 19. öld sem hröktust með fjölskyldur sínar sem leiguliðar á milli bújarða þar til að fjölskyldan var leyst upp og sett á hreppinn.

Rétt eins og þá eru til í dag auðrónar sem gera út á leiguliða kerfið hvort sem það er í gegnum leigu á peningum í gegnum lán eða beint á húsnæði fyrir heimilið. Þetta kerfi gengur út á að mergsjúga sem mest af heimilinu og er ýktara á Íslandi og þar með að mörgu leit auðsýnilegra en í nágrannalöndunum.

Það má segja að þetta leiguliða kerfi krystallist á okkar tímum í því að auðrónarnir og snjalla fólkið sanki að sér -nokkurskonar ávöxtunar sparibaukum með mun fleiri íbúðum en það kemst nokkurn tíma yfir að búa í yfir alla sína ævi, -til að leigja út á okurverði.

Magnús Sigurðsson, 8.6.2023 kl. 05:48

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Húsari, -og takk fyrir athugasemdina.

Eins og ég sagði Ómari hér að ofan þá hef ég ekki hundsvit á þeim Keynes og Friedman, hvað þá strætóbílstjóranum Erdogan.

Í youtube tenglinum sem ég gaf Einari S Hálfdánarsyni hér að ofan er aftur á móti ágætt ljóð um birtuna, sem Jón í Möðrudal flytur að stakri innlifun, rétt áður en Einar á Hvalnesi fer með sína hagfræði.

Ljóðið er eftir Matthías Jochumsson, en Jón samdi lagið sjálfur og flutti í kirkjunni sinni í Möðrudal fyrir Stefán Jónsson fréttamann.

Jón í Möðrudal á Fjöllum var ekki með vandræðagang, hvorki með íbúðarhús né kirkju, hann byggði hvoru tveggja einfaldlega sjálfur.

En hendingin úr ljóðinu er svona;

Hér er skáld með Drottins dýrðarljóð,

djúp, svo djúp sem líf í heilli þjóð;

blíð – svo blíð, að heljarhúmið svart,

hvar sem stendur, verður engilbjart.

Magnús Sigurðsson, 8.6.2023 kl. 06:06

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan sólardag Magnús, gott var kaffið í Húsasmiðjunni síðasta föstudag.

Hagfræði Einars frá Hvalsnesi er Hagfræði Lífsins, Hagfræði steypunnar er Hagfræði Lífsins, allt sem fær Lífið til að gróa og blómstra, vaxa og dafna í sátt við það sjálft, náttúruna og umhverfið, er Hagfræði Lífsins.

Þér dugar að vita það.

Kveðja úr sólinni í neðra.

Ómar Geirsson, 8.6.2023 kl. 08:30

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Magnús.

Að sjálfsögðu ætti að vera eitthvað þak á því hversu mikið lán geta hækkað vegna verðtryggingar til að verja heimilin fyrir áföllum.

En nú fara vextir á óverðtryggðum lánum líka snarhækkandi vegna hækkana á vöxtum seðlabankans sem eru sagðar vera vegna verðbólgunnar.

Ætti þá ekki líka að vera eitthvað þak á þeim vaxtahækkunum?

Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2023 kl. 12:44

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, -mér fannst þér einmitt bregða fyrir á götu í efra síðasta föstudag, gott að þeir tóku vel á móti þér í Húsasmiðjunni.

Í morgunn fór ég í neðra í fjarðasólina, það er búið að koma mér fyrir með ungum mönnum í leiðinda steypu í smeltiverkinu, gerir mann gráhærðari en maður er á svona dögum.

Bestu kveðjur úr háskýjaðri blíðunni í efra.

Magnús Sigurðsson, 8.6.2023 kl. 13:20

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Guðmundur, -ef þú hefðir lesið pistilinn af athygli þá hefðirðu hnotið um þessa setningu. 

Ef verðtrygging á einhvertíma rétt á sér, þá er það til að verðtryggja launatekjur almennings á meðan verðbólguskot gengur yfir, ef það væri gert hyrfi verðbólgan á stuttum tíma.

Spurning hvor verðtrygging og vextir verði þá óþarfir hver  uppskæri eins og hann sáir.

Án þess að við förum of djúpt í hagfræði litlu gulu hænunnar, en það eru margar afætur á henni eins og þú sjálfsagt veist.

Magnús Sigurðsson, 8.6.2023 kl. 13:24

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála hverju orði hjá þér Magnús............

Jóhann Elíasson, 8.6.2023 kl. 13:36

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir Jóhann, -enda þekkir þú hagfræði lífsins eins og Ómar orðar það réttilega.

Magnús Sigurðsson, 8.6.2023 kl. 16:12

15 Smámynd: Hörður Þórðarson

Verðtrygging er verðtrygging og ef sett er þak á hana er hún ekki lengur verðtrygging. Ef þú vilt að þessir "auðrónar" gefi fólki fasteignirnar skaltu bara vera heiðarlegur og segja það.

Mikið voðalega virðist fólki það vera erfitt að skilja að ef það kaupir eitthvað, þá þarf að borga fyrir það. 

Verðtrygging á laun er brjáluð hugmynd og er eins og að hella bensíni á verðbólgu bál. Það hækkar allt stöðugt, bara sjálfvirkt og verðgildi krónunnar hverfur. Fyrir ekki svo löngu síðan þurfti að taka tvö núll af krónunni vegna verðbólgu. Það mætti alveg fara að gera það aftur.

Best væri ef fólkið í landinu tæki sér laun í samræmi við það sem það framleiðir. Óraunhæfar launakröfur umfram það valda því miður verðbólgu vegna þess að allt þarf að hækka og gengi krónunnar verður að lækka ef ekki eru til raunveruleg verðmæti til að standa undir laununum.

Hörður Þórðarson, 8.6.2023 kl. 20:12

16 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Hörður, -þetta er skarplega athugað hjá þér. Svo er spurning hvers vegna framtíðar aurar auðróna sem þeir ætla sér til gróða eiga að vera betur tryggðir en heimili fólks.

Þar sem ég veit að það er sofið á öðrum tímum down under, og þú verið lítið inn í verðtryggðum íslenskum veruleika áratugum saman, þá ætla ég að benda þér á hagfræðikúrs í 101 sem talinn var eiga vel við á 9. Áratug síðustu aldar.

https://www.youtube.com/watch?v=h8pxWak-r8Q&t=7s

Magnús Sigurðsson, 9.6.2023 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband