Nýja þjóðin, unga fólkið og græðgin

Þegar við, sem fengum þetta land í arf, virðumst ætla að láta glóbalska auðróna hafa það af okkur átölulaust, og höldum að það sé sjálfsagt – gæskunnar vegna að þegja.

Er rétt að minnast á það hvað íslenskir auðrónar ganga langt í að skipta um þjóð í landinu við að afla sér ódýrara vinnuafls bæði til að hirða mismun, -og síðar ef vinnuaflið sest að, -snuða það í gegnum þakið yfir höfuðið.

þar sem skipulega er verið að gera út á Ísland sem eitt dýrasta land í heimi með því að flytja inn fólk og hirða mismun af okri og lágum tilkostnaði í launum.

Rétt eins og unga fólkið okkar þá hafa nýbúar ekki hugmyndaflug til að átta sig á hverskonar græðgi býr að baki t.d. í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Hvað þá að viðbættri fádæma  illskunni þegar kemur að þakinu yfir höfuðið, -sú er slík að vandfundin er í hinum siðmenntaða heimi.

Við þetta bætist svo flóttamannaiðnaður góða fólksins og stjórnvalda, sem hefur orðið til þess að ný met eru slegin hvert af öðru í aðflutningi erlends umkomulauss fólks til landsins, ár eftir ár, -auk allra túristanna. 

Snjalla fólkið hefur síðan sankað að sér -nokkurskonar ávöxtunar sparibaukum í verðbólgunni- mun fleiri íbúðum en það kemst nokkurn tíma yfir að búa í yfir alla ævina, -til að leigja út á okurverði.

Í vetur bárust svo fádæma fréttir af því þegar ríkisstofnun yfirbauð leigu fyrir hönd ríkisins þar sem landar okkar með lítið á milli handanna hafa undanfarin ár fengið húsaskjól á viðráðanlegu verði.

Hvað langt munu íslensk stjórnvöld vera tilbúin til að ganga með auðrónum, stríðsherrum og glóbalistum í svokallaðri góðmennsku sinni? -og hvað ætlum við að láta þetta lið teyma okkur langt? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Einsog ég rakti í nýlegum pistli eru auðrónar eins og Bill Gates búnir að koma sér svo vel fyrir að þeir hafa tæknilega séð þrælkað okkur hin. Sú frétt kom skömmu eftir nýárið 2023 að Bill Gates og félagar ættu nú meira en 99% af öllum peningum á jörðinni. Ef þeir myndu tíma að sjá af einu prósenti og eiga eftir 98% væri hægt að hætta stríðum, útrýma hungri og leyfa fólki að búa í eigin íbúðum, gefa fólki milljónir og milljarða ókeypis sem á lítið, og auðrónarnir myndu ekkert skaðast af því. En nei, að sjálfsögðu ekki. Auðrónarnir vita að án þrælkunarinnar rís fólk frekar upp gegn þeim. Fréttin sem ég vitnaði í án þess að nefna hana sagði einnig að þessi gríðarlega auðsöfnun hafði orðið sérstaklega Í KÓFINU og EFTIR ÞAÐ gegnum lyfjarisana!!! Samsæriskenningar Guðjóns Hreinberg sannaðar, félaga okkar.

Hvaða framtíð á Vinstri grænir eftir þetta? 

Samfylkingin stækkar einsog púkinn á fjósbitanum, enda flokkur sem ekki tekur þátt í ríkisstjórnarsamstarfi Kötu, og Kristrún hefur gagnrýnt hana harkalega. Vinstrimenn koma sér saman um Samfylkinguna núna.

Og Miðflokkurinn stækkar, enn að minnsta kosti, þannig að hægrimenn flýja þangað, ekki er Miðflokkurinn hluti af ríkisstjórninni. 

Þú hefur alveg lög að mæla með gagnrýni á íslenzk stjórnvöld. Seðlabankastjórinn er umdeildur og ríkisstjórnin heldur áfram að missa fylgi. En verst er ef fólk lætur skaðann ske, það er heldur seint að gera uppreisn eftir að það það hefur gerzt sem þú lýsir hér réttilega í pistlinum.

Ingólfur Sigurðsson, 6.6.2023 kl. 07:41

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábær pistill, sem hlýtur að hreyfa við fólki og vekja upp einhverja af "Þyrnirósarsvefninum".........

Jóhann Elíasson, 6.6.2023 kl. 10:10

3 identicon

Hafðu góðar þakkir fyrir pistla þína, Magnús.

Mig langar að nefna eftirfarandi í tengslum við pistil þinn, efni og anda skylt:

1. desember 1918 varð Ísland fullvalda ríki.

2018 var 100 ára afmælis fullveldisins minnst.

Svo vel vildi íslenska ríkið minnast aldarafmælisins að það lét klambra saman timburpalli á Þingvöllum undir þingið.

Öllum almenningi var boðið að mæta á Þingvelli árið 2000 til að minnast 1000 ára afmælis Kristnitöku.  Mikill fjöldi landsmanna streymdi af því tilefni til Þingvalla.

Á aldarafmæli fullveldisins var þjóðinni hins vegar ekki boðið til Þingvalla.  

Það var sýndi hina skýru forakt ríkisvaldsins á þjóðinni.  Almannagjá milli þings og þjóðar var þá orðin algjör, 10 árum eftir hrunið 2008.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.6.2023 kl. 10:19

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ingólfur; þetta fólk s.s. seðlabankastjóri, forsætisráðherra, fjármálaráðherra ofl eiga sér fortíð og fóru með hlutverk í hruninu og eftirköstum þess sem kostuðu margt fólk meira en aleiguna. Hvernig spilað var úr var 110% glæpur gagnvart skuldugum heimilum.

Núna er þetta lið aftur komið á kreik og við skulum halda því til haga að núverandi formaður Samfylkingarinnar, sem var hálft helferðarhyskið sem núverandi forsætisráðherra tilheyrði, var ein af þeim sem lokaði gamma íbúðaránsfléttunni í kviku fyrir feita arðgreiðslu. Samfylkingin er partur af bixi gjörspilltrar auðróna pólitíkur.

Miðflokkurinn skeit á sig með almennu skuldaleiðréttingunni sem þurfti að sækja um sérstaklega og þeir sem höfðu yfirgefið landið til að bjarga sér og sínum voru settir til hliðar, sama var með þá sem lentu í hinni sértæku 110% leið, -svo almenn var skuldaleiðrétting á vertryggingarrráninu að hún endaði hjá útvöldum, -létu upprennandi auðróna reikna það út hverjir skildu fá og hverjir ekki.

Jóhann; það væri óskandi en ég efast satt að segja um annað en að þögnin muni vara þar til það verður um of seinan. En hver á eiginlega að verja fólk sem hefur ekki rænu á að verja sig sjálft með kjafti og klóm þegar verið er að hafa af því aleiguna?

Unga fólkinu og því erlenda er viss vorkunn, það áttar sig ekki á illskunni. En þögn okkar sem eldri erum og vitum betur er æpandi.

Pétur Örn; það rann mér til rifja að sjá myndir af ríkisstjórn Íslands raflýsta úti í móum á Þingvöllum í miðri viku um bjartasta tíma ársins upplýsta með rándýru ljósasjói, afgirta upp á palli og örfáa túrista mæna með forundran á herlegheitin.

Þessi atburður lýsti vel lítilsvirðingu þessa liðs á 100 ára fullveldinu, enda fyrir löngu búin að fórna því á altari eigin hégóma. Það sem verra er að þessi aðferðafræði virðist hafa virkað vel á almenning sem virðist ekki hafa háruga lengur á fullveldi landsins sem neinu nemi, allavega steinþegir almenningur þá svo verið sé að naga það niður á alþingi hvern einasta dag.

Magnús Sigurðsson, 6.6.2023 kl. 15:26

5 Smámynd: Loncexter

Þegar lýðurinn snýr sér af Guðs vegum, kemur óvinur Guðs og þrælkar fólkið áður en það veit af.

Ísraelsmenn færðu söguna í letur (G.T) til að fólk lærði af forfeðrum og gerðu ekki sömu misstökin og þeir.

Fólkið sem er komið undir djöflavaldið bannar Kristnifræði, og fyllir landið af villutrúarfólki svo auðveldara verði fyrir það að feta í fótspor Faraós.

Það fer að styttast í að Guð sendi plágur hingað til að kenna ráðamönnum eitthvað. En líklega munu ráðamenn tengja þær bara við hlýnun jarðar, og aukningu á nasisma.

Loncexter, 6.6.2023 kl. 16:53

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Talsvert til í þessu Lonexter, -við eigum okkar gamala fullveldis testamenti, okkar skráðu lexíu, -Sturlungu og íslendingasögurnar sem þá lentu á kálfskinn.

Gullaldir okkar sem þjóðar í þessu landi hafa verið tvær báðar við fullveldi, á milli 7-800 ára ömurð. Fyrir þessu lokar fólk augunum í dag.

Glóballinn með sinni hlýnun á sviðið jafnvel þó svo að síbyljan kvarti yfir drunga og kulda upp á dag og þjóðin streymi til Tene.

Magnús Sigurðsson, 6.6.2023 kl. 17:37

7 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Í kvikmyndinni Matrix, sem er frá árinu 1999, kemur fram heimur, eða heimar, þar sem kynslóðir manna fæðast og deyja í algjörri fáfræði.

Mennirnir eru fangar líkamlega og andlega talað.

Lífinu, ef líf skyldi kalla, lifa þeir í algerri lygi í tölvuheimi, eða hugarheimi, sem ekki er raunverulegur.

Þeir virðast enga möguleika hafa á að skynja hvað er ekta.

Sérhver snerting, bragð, lykt, hljóð og sýn sem þeir upplifa er þvinguð inn í huga þeirra. Og ef einhver lætur í ljós efa um þennan óraunverulega heim sem hann býr í, gæti eitthvað fólk í fallegum gráum jakkafötum komið og tekið hann af lífi fyrir hugsanaglæp eða hatursglæp.

Samt kemur mjög skírt fram í kvikmyndinni að sérhver einstaklingur þurfi að upplýsast og taka síðan afstöðu og velja á milli hins efnislega skapaða heims og tölvugerviheimsins.

Matrix lýsir nánast ástandi heimsins eins og hann er í raun. Þetta ástand verður skírara með hverjum degi.

Hversu langt látum við teyma okkur? Spyr Magnús.

Þegar Syndafallið átti sér stað, hrökklaðist mannkynið út úr Ríki Guðs, Paradís, og inn í heim sem Djöfullinn stjórnar.

Eftir það lifa menn ekki lengur í samfélagi við Guð heldur í samfélagi við Höfðingja þessa heims.

En þessi heimur er heimur lyga og blekkinga.

Aðeins þeir sem eru upplýstir í Orði Guðs og hafa tekið við Jesú Kristi og frelsast úr heiminum, inn í Ríki Guðs elskaða sonar, eru komnir andlega, og seinna líkamlega einnig, inn í hinn raunverulega heim, inn í Paradís á ný.

Það stendur öllum til boða.

Hverjir munu velja það?

Guðmundur Örn Ragnarsson, 6.6.2023 kl. 20:08

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þessa athugasemd Guðmundur Örn.

Ég er reyndar svo frægur að hafa aldrei séð myndina Matrix, - en samtímanum verður varla betur lýst en þessi orð þín um djöfulinn, trixið, frelsarann og orð Guðs.

Magnús Sigurðsson, 7.6.2023 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband