8.4.2009 | 21:44
Auðnuleysingi gerist athafnamaður.
Fram til þessa hef ég titlað mig, á þessari bloggsíðu, sem atvinnurekanda og draumóramann um frelsi hugans. En nú eru tímamót hjá mér svo um óákveðinn tíma ætla ég að titla mig sem athafnamann. Ein ágæt bloggvinkona mín birti nýja http://kreppan.blog.is/blog/kreppan/entry/842752/#comments orðabók á síðunni sinni fyrir skömmu og vildi meina að orðið athafnamaður þýddi á nútímamáli, þjófur. Þó þessi bloggvinkona hafi upplýst þessa nýju merkingu ætla ég samt að halda mig við þetta starfsheiti. Því í mínum huga á athafnamaður við einstakling sem veit ekki alveg í hverju starf hans er fólgið og getur átt ágætlega við t.d. auðnuleysingja, draumóramann og tækifærissinna sem er án fastrar atvinnu.
Þá er ég kominn að kjarna málsins undanfarna mánuði hef ég verið án fastrar vinnu. Bæði stafar það af minna framboði á verkefnum og því að ég hef verið að safna kröftum eftir líkamstjón sem var lagað með skurðaðgerð í febrúar. Því hefur tíminn verið nægur til að kynna sér góðar hugmyndir sem á fjörurnar hefur rekið og sumum hef ég eins og sannur athafnamaður (þjófur) stolið af úrræðagóðu fólki, jafnvel hefur hugmyndin kviknað hérna á blogginu t.d. hefur http://maggatrausta.blog.is/blog/maggatrausta/ sýnt hvað má gera jákvæða hluti með því að opna Norðurport á Akureyri.
Síðan í nóvember hef ég auðnuleysinginn, haft góðan tíma til að velta fyrir mér framtíðinni. Frá áramótum hef ég unnið markvisst að því að koma komast út úr þeim atvinnurekstri sem fyrirtækið mitt byggði að mestu á, það er verktakastarfsemi í múrverki. En rek ennþá flísa og gólfefnaverslun með einum starfsmanni. Þetta eru miklar breytingar frá því að reka verktak og verslun með 8-12 starfsmönnum, þessi vetur hefur nánast verið eins og langt frí. Bílaflotinn hefur verið seldur eða keyrt á haugana, tæki, verkfæri og lager hafur verið selt á því sem fyrir ári síðan hefði verið talið hálfvirði, viðskiptavildinni tel ég vera vonlaust að koma í verð í byggingariðnaði í dag, enda telur umrædd bloggvinkona hana vera verðmætamat þjófs á sjálfum sér.
Samhliða þessum skipulagsbreytingum hef ég leift draumóramanninum að leika lausum hala á nýjum vettvangi. Eins og sönnum tækifærissinna sæmir þá er sá vettvangur á sviði gjaldeyristöflunnar, alvöru peninga. Ég ætla sem sagt að fara út í túrista bissniss. Flísabúðin mun breytast í ferðamannaverslun í sumar með lopapeysum, handverki og túristaskrani. Hvað er betra en að versla með íslenskt þegar Ísland er orðið eitt ódýrasta land í heimi. Fyrir lopapeysu sem hægt var að fá 90 (kr.9.500) í fyrra ætti að vera hægt að fá 90 (kr.15.000) núna rúmlega 50% hækkun. Býður einhver betur. Flísabúðin er við hliðina á vínbúðinni og hef ég alltaf litið öfundar augum til hennar. Ef það er eitthvað sem býður upp á betri afkomumöguleika en túristar í dag er það helst sala á víni eða kannabis en vegna veikleika hugarfarsins treysti ég mér ekki út í þann bissniss.
Athugasemdir
Má ég þá koma með mína lopapeysu í sölu hjá þér??? eða ætlar þú að prjóna allt sjálfur?? Mér líst rosa vel á þetta hjá þér
(IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 22:21
Það væri flott að fá þína peysu Sigurlaug, ég kann nefnileg ekki að prjóna. En það reddast.
Magnús Sigurðsson, 8.4.2009 kl. 22:37
það er ég viss um að það gerir, en svo er nú alltaf hægt að kenna þér handbrögðin
(IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 00:43
http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA
nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi, það kemur að því karlinn
Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com
Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 01:02
Sigurlaug: Ég er ekki viss um það, ekki einhver stærðfræði í þessu, þarf ekki að kunna að telja?
Pálmar Sjóveikur Magnússon:Þakka þér fyrir innlitið, en þetta skaltu algerlega eiga við hann Geira frænda þinn.
Magnús Sigurðsson, 9.4.2009 kl. 07:45
Góðan dag Magnús, ég veit fyrir víst að þú deyrð ekki ráðalaus í kreppunni. Það er svona með okkur sem höfum verið í rekstri að þótt leiðin sé niður í dag þá held ég að við kröflum okkur upp á öðrum stað. Ég bíð, fékk vinnu í fiski þegar ég sá að ég var orðin launalaus hjá mínu fyrirtæki. En heilsan er fyrir öllu og ég óska þér góðs bata og þú náir fullu starfsþreki sem fyrst.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 9.4.2009 kl. 10:17
Þakka þér fyrir innlitið og góðar óskir mér til handa, Snjólaug. Það er rétt hjá þér leiðin liggur alltaf upp á endanum. Ég, athafnamaðurinn, hugsa mér gott til glóðarinnar í sumar að komast í fiskinn ég er nefnilega búinn að ámálga það við kunningja minn sem á trillu að taka mig með í róður og hann segist geta farið á mið þar sem ég fái fisk til ársins. Það er að verða tilmargs að hlakka í kreppunni.
Magnús Sigurðsson, 9.4.2009 kl. 11:34
Nú á ég líka bát en mér er meinílla við að fara á sjó, svo þér er velkomið að taka mitt sæti um borð þegar Siggi minn fer að veiða
(IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 12:02
PS ég skal prjóna á meðan
(IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 12:03
Takk fyrir þetta frábæra boð Sigurlaug. Þetta gæti komið sér vel. Ef þig vantar að koma prjónaskapnum þínum í sölu, þá er mér sönn ánægja að aðstoða þig við það.
Magnús Sigurðsson, 9.4.2009 kl. 13:07
Snjall
Haraldur Bjarnason, 10.4.2009 kl. 22:02
Gott hjá þér. Hér fyrir norðan er líka fullt af prjónakonum, þekki orðið nokkuð margar !
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.4.2009 kl. 07:54
Þakka hólið Halli og Magga. Þó svo konan mín sé afkastamikil prjónakona þá auglýsi ég hér með eftir fleiri prjónakonum og handverksfólki sem hefur áhuga á að koma verkum sínum í umboðssölu.
Magnús Sigurðsson, 11.4.2009 kl. 09:11
Það er leitt að þú sért atvinnulaus Magnús. Við höfum líklegast misst vinnuna á svipuðum tíma. Ég dáist að jákvæðni þinni, framtaki og skemmtilegum skrifum sem munu virka hvetjandi á þá sem atvinnulausir eru.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.4.2009 kl. 23:35
Þakka þér fyrir innlitið Hilmar og upplífgandi orð í minn garð. En nú er ég ekki lengur atvinnulaus því ég hef ákveðið að gerast athafnamaður.
Ég hvet alla sem eiga við atvinnumissi að stríða að nota tímann til að gera það sem þeim hefur alltaf virkilega langað til, en hafa kannski ekki haft sig í vegna þess tíma sem vinnan hefur krafist.
Það er aldrei að vita nema athafnasemi sem er byggð á hjartans áhugamálum geti skapað fólki betra tejur en atvinnan.
Magnús Sigurðsson, 12.4.2009 kl. 13:33
Hm....væri gaman að skreppa austur með myndlist í sumar ! Ég orðaði það við eina konu á dögunum sem prjónar listilega og selur að markaður fyrir slíka hluti væri að stækka þar sem bloggvinur minn væri að opna handverkshús á Egilsstöðum. Auðvitað eigum við að hjálpast að og benda hvort á annað þetta fólk sem er að bjarga sér útúr kreppunni Gangi þér vel.
Hulda Margrét Traustadóttir, 13.4.2009 kl. 10:17
Satt er það auðvitað eigum við að hjálpast að og endilega benda fólki á hvar það getur komið sínu á framfæri.
Við erum einnig með verkefni af svipuðum toga í gangi á Stöðvarfirði í samvinnu við heimamenn. Það lofar mjög góðu og ætla ég að gera stöðunni á því skil á síðunni innan skamms.
Það var semsagt ekki til ónýtis að fylgjast með blogginu þínu Magga, þar má finna hugmyndir sem hrint hefur verið í framkvæmd af bjartsýni og eftir því hefur verið tekið um allt land.
Magnús Sigurðsson, 13.4.2009 kl. 10:35
Ég er með frábæra minjagripi fyrir túrista.
Hvar er búðin ég er með glæsilegar gull og silfur krónur sem ég er að láta framleiða í suður afríku. Þú mundir auðvitað taka að þér að selja Gull og Silfur minjagripi. En ég er ekki aðgrínast. Aftan á gullkrónuni er skjaldamerkið og yfir því stendur Democratic republic of Iceland. Og undir skjaldamerki stendur Free and independent.á framhliðinni verður mynd af sjö gulldeplum. Peningurinn verður 7.77 grömm og er 1/4 únsa af gulli í peningnum. Hann mun kosta eitthvað á bilinu 30-40 þúsund. En sifurpeningurinn er eins nema á bakinu er annaðhvort silfur refur eða sjö síldar hann mun kosta 1500-3000 verðið er óljóst ennþá og leyfið er ekki komið frá seðlabanka.
En flott ábending með hænurnar og ég hef spáð í það ,, en eru þær ekki hávaðasamar. ? Ég er í íbúðahverfi.
Þess má geta að eftir að ég keypti hæðina sem ég er í komst ég að því að Lóðin Hét áður Sólstaðir og hafði verið ábúenda lóð allt til 1968 með hænsnum geitum og svínum. Ég hef því kallað mig í laumi Vilhjálm frá Sólstöðum.
Og varðandi heimilin þá held ég að við verðum af fara að hittast niðri á torgi reglulega aftur.
Vilhjálmur Árnason, 13.4.2009 kl. 13:54
Búðin er á Egilsstöðum, og ég er meira en til í að taka að mér að selja þetta fyrir þig, gull og silfur á þessum tímum, ekki spurning. Í alvöru vertu í sambandi þegar þú ert kominn með þetta.
Allt í lagi með umhverfishljóðin í hænunum ef þú sleppir því að vera með hana. Svo er það spurning hvort hefðarrétturinn fyrir búskap er ekki enn í fullu gildi á Sólstöðum.
Ekki veitir af því að koma stjórnmálamönnum í skilning um að við borgum ekki þessar skuldir og rétt hjá þér að berja búsáhöld við Austurvöll virðist vera eina leiðin til þess.
Magnús Sigurðsson, 13.4.2009 kl. 14:15
Takk Magnús. Bjartsýnin ber mann allavega hálfa leið. Svo er það Stöðvarfjörðurinn fagri......fullt að gerast - er ekki lífið yndislegt ? Verum dugleg að benda hvort á annað í þessum bransa !
Hulda Margrét Traustadóttir, 13.4.2009 kl. 14:37
.......aðeins meira....og svo verður komið að handverksfólkið okkar getur tekið hringvegin og upplifað eitthvað nýtt á hverjum stað - stoppað hér og þar .. ......gerist ekki betra !
Hulda Margrét Traustadóttir, 13.4.2009 kl. 14:43
Bjartsýni allan hringinn í sumar.
Magnús Sigurðsson, 13.4.2009 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.