Hvað á að kjósa?

 

Kosningar

Nú væru góð ráð vel þeginn fyrir ráðvilltan kjósanda.

Sjálfstæðisflokkurinner með vændi og víni í matvöruverslanir, en á móti lýðræði. Tvö já og eitt nei og vill velta bankahruninu yfir á heimilin í samstarfi við IMF.  Semsagt frekar jákvæðir.

 

Samfylkingin er á móti vændi,  með lýðræði og inngöngu í ESB.  Tvö já, eitt nei og vill velta bankahruninu yfir á heimilin í samstarfi við IMF.  Semsagt frekar jákvæðir og félagslega þenkjandi að vanda.

 

Vinstri grænireru á móti vændi, víni í matvöruverslanir og ESB, en með lýðræði.  Þrjú nei, eitt já og vilja velta bankahruninu yfir á heimilin í samstarfi við IMF.  Semsagt neikvæðir eins og venjulega.

 

Framsókner á móti vændi, með lýðræði og eru tilbúnir að skoða inngöngu ESB í Íslandi.  Tvö já og eitt nei og vilja velta 80% af bankahruninu yfir á heimilin í samstarfi við IMF.  Semsagt opnir í alla enda eins og venjulega.

 

Frjálslindireru á móti kvótakerfinu, 75% af verðtryggingunni og múslimum á Akranesi.  5% já 97% nei í samstarfi við IMF.  Semsagt óskiljanlegir eins og vanalega.

 

Borgarhreifingin er á móti IMF en með lýðræði og vill ekki velta nema 80% af bankahruninu yfir á heimilin.  Ætlar að leggja sjálfa sig niður um leið og lýðræðisumbótum verður náð sem sennilega verður fljótlega eftir kosningar komist hún til einhverra áhrifa.

 

Lýðræðishreyfingin er á móti öllu og vill jólasvein í hvern hraðbanka.  Ætlar mér botnlausa vinnu við að setja mig inn í það að vera með eða á móti vændi, ESB, víni í matvöruverslanir eða hvort velta eigi bankahruninu yfir á heimilin í samstarfi við IMF.

 

Eftir einu hef ég tekið að flokkarnir eru farnir að tala um álver í Helguvík og hefur það sennilega ekki skeð í síðustu fjórum Alþingis- og sveitarstjórnarkosningum að Stálpípuverksmiðja í Helguvík væri ekki aðalmálið á Suðurnesjum.  Eru nýir tímar í Íslenskri pólitík?

Það skyldu þó ekki verða VG og X-D sem mynda næstu ríkisstjórn? 


mbl.is O-listi fengi fjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Kanski kosningakompásinn geti hjálpað fólki að átta sig.

http://mbl.is/mm/frettir/kosningar/compass.html

XO

Sigurður Ingi Kjartansson, 21.4.2009 kl. 09:30

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Þetta er nú ekki alveg rétt. Borgarahreyfingin er ekkert á því að borga skuldir annarra.

Borgarahreyfingin er á því að fjármálaglæpamennirnir borgi sínar skuldir sjálfir.

En almenningur verði ekki hnepptur í þrældóm til að borga þær meðan þjófarnir fljúga um heiminn í einkaþotunum sínum, sem við borgum undir rassgatið á þeim.

Baldvin Björgvinsson, 21.4.2009 kl. 10:54

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sigurður  takk fyrir ábendinguna. 

Það var einmitt þetta það sem mér datt í hug að þeir sem ég skil ekki fá bestu útkomuna, þeir sem ætla að leggja sig niður fá næst bestu og þeir sem eru opnir í alla enda fá þriðja sætið hjá mér.

Flokkur Samsvörun
 Frjálslyndi flokkurinn (F)78%
 Borgarahreyfingin (O)75%
 Framsóknarflokkur (B)71%
 Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V)71%
 Samfylkingin (S)68%
 Lýðræðishreyfingin (P)66%
 Sjálfstæðisflokkur (D)56%

Baldvinmér lýst bara nokkuð vel á Borgarahreyfinguna, svona ca 75%.

Magnús Sigurðsson, 21.4.2009 kl. 11:06

4 identicon

Takk fyrir kompásinn. Svona kom þetta út hjá mér. Það sem kom helst á óvart er þetta dulda þýlyndi mitt við SJálftökuFLokkinn (37% og ótrúlega hátt hlutfall Framsóknar). 78%in passa hins vegar við ákvörðun mína.

Flokkur Samsvörun
Borgarahreyfingin (O)78%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V)75%
Samfylkingin (S)66%
Frjálslyndi flokkurinn (F)65%
Lýðræðishreyfingin (P)62%
Framsóknarflokkur (B)55%
Sjálfstæðisflokkur (D)37%

Kolla (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 16:14

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

 veit ekkert hvað ég á að gera.......

Hulda Margrét Traustadóttir, 21.4.2009 kl. 18:03

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kolla: það er ekki langt frá því að Borgarhreyfingin sé með fjóra menn hér inni á síðunni samkvæmt þessu.

Magga: Ég hef ekki heldur hugmynd um það hvað ég á að kjósa. 

Ég hitti gamlan félaga í dag. Hann hefur í gegnum tíðina hefur talað máli X-D, en þá hef ég ævinlega passað mig á því að halda uppi samræðum með því að vera ósammála honum. Hann hefur ekki haft hugmynd um að ég er pólitískt viðrini og hefur oftast endað þessar samræður á því að segja "ég held að þú sért Vinstri grænn helvítið þitt".

Í dag bað ég hann um að segja mér hvað ég ætti að kjósa.  Hann sagði "vertu heima það ætla ég að gera, þessir andskotar þola það verst ef fólk mætir ekki á kjörstað".   Það er kannski besti kosturinn, að sína sama pólitíska þroska og stór hluti Bandaríkjamanna með því að vera ekki að eyða tíma sínum í fásinnu eins og kosningar. 

Magnús Sigurðsson, 21.4.2009 kl. 21:02

7 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ég held nú einhvernvegin að einmitt Sjálfstæðismenn verði heima þennan kosningadaginn !

Hulda Margrét Traustadóttir, 22.4.2009 kl. 07:58

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sennilega sitja margir sjálfstæðismenn heima og kannski dreifast þeir á gömlu flokkana.  Mér finnst fylgi "fjórflokksins" undarlega mikið miðað við hvað lítil endurnýjunin er hjá honum nema þá Framsókn. 

Það sem ég get ekki litið fram hjá er að fjórflokkurinn allur hefur komið að ríkisstjórn eftir hrunið og hefur ekki náð að rétta hlut heimila og fyrirtæka svo neinu nemi.  Þvert á móti hefur verið haldið uppi okurvöxtum í samstarfi við IMF.  Fjölskyldum og "alvöru" fyrirtækjum hefur ekki verið gefin eftir króna af uppskrúfuðum skuldum en afskrifað hefur verið í gríð og erg af bönkunum og eignarhaldsfélögum sem ollu hruninu.

Eins verð ég að segja að mér finnst fylgi Samfylkingarinna ver með ólíkindum, það er eins og hún hafi ekki verið við stjórnvölin í hruninu og aðdraganda þess.  Það dugði að setja nýjan formann með sömu fortíð við stýrið og Samfylkingin varð stikkfrí.  Mig grunar að hluti skýringarinnar sé að finna í því að kjósendur vonist eftir betri tíð í ESB.  En ég held að innganga í þessari stöðu staðfesti fátækt íslendinga um ókomna tíð, betra hefði verið að Samfylkingin hefði látið ESB aðild vera á oddinum áður en við fórum á hnén.   Innganga núna verði svipuð meðul og okurvaxta hagfræði IMF.

Magnús Sigurðsson, 22.4.2009 kl. 08:37

9 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Skemmtilegur pistill hjá þér Magnús en full neikvæður þó í garð sumra flokka

Sjálfur mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn eins og ég hef alltaf gert áður. Það komu þó tímar sem ég hugleiddi annað en ég tel flokkinn hafa staðið sig best í kosningabaráttunni og stefnan hjá þeim til að vinna úr vanda þjóðarinnar er verulega góð.

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 19:19

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir innlitið og hólið Hilmar.  Full neikvæður á suma flokka segirðu.  Satt best að segja finnst mér ekki einu sinni ástæða til að mæta á kjörstað til að skila auðu en hefði kannski gert það ef auð atkvæði hefði þýtt auð sæti á Alþingi, þó að það hefði ekki annan tilgang en sparnað fyrir þjóðina.

Samt er mér fullljóst að í öllum flokkum er fólk að bjóða sig fram til góðra verka.  Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn komi til með að standa undir þínum væntingum.  Þú átt ekki annað skilið fyrir hollustuna.

Magnús Sigurðsson, 23.4.2009 kl. 22:33

11 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég vona nú að þú mætir á kjörstað Magnús og ég þakka þér góð orð í garð mín og Sjálfstæðisflokksins.

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 22:43

12 identicon

Hugsa ég setji X við O frekar en að skila auðu eins og ég ætlaði, bara get ekki kosið neitt af gamla liðinu.

(IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:23

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hilmar og Sigurlaug, ég er verð fráhverfri því að fara á kjörstað eftir því sem styttist í kosningarnar. 

Atkvæðið mitt lenti í þvílíkum ógöngum við síðustu kosningar, ekki voru liðnir nema tveir dagar frá þeim þegar ég áttaði mig á að ég hafði gert mig að algjöru fífli.  Ég hef haft samviskubit síðan.

Magnús Sigurðsson, 24.4.2009 kl. 22:48

14 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Æ. það þýðir ekki að gráta það. En farðu nú endilega á kjörstað !

Hulda Margrét Traustadóttir, 25.4.2009 kl. 08:21

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég vil þakka athugasemdirnar og fyrir ráðin en það er erfitt að þóknast þverhaus eins og mér.  Af sjö framboðum til Alþingis sá ég yfir 50% gott í þeim öllum en hafði mig ekki í að kjósa neitt þeirra.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef ekki nýtt mér kosningaréttinn til Alþingis.

Síðustu 18 árin hefur atkvæði mitt 56% tímans tilheyrt stuðningsliði ríkisstjórnar. Það er 10 ár af 18 Þess tímabils sem kennt hefur verið um fall Íslands.

Þar af eru 20% þessa 10 ára tímabils sem é hef alls ekki verið að kjósa þá ríkisstjórnir sem setið hafa með mitt atkvæði á bak við sig.

Ég sat því heima í þessum kosningum með eftirfarandi að leiðarljósi:

1. Axla mína 56% ábyrgð á efnahagshruninu.

2. Stóð við heit mitt frá síðustu kosningum um að láta "flokkinn" ekki plata mig á kjörstað.

3.  Ég gat ekki hugsað mér að kjósa flokka sem höfðu áframhaldandi samstarf við IMF eða inngöngu í ESB að leiðarljósi.  Samstarf við IMF og aðild að ESB hefðu verið góð meðul 2007, en 2009 festa þau íslenski þjóðina einungis á skuldaklafanum.

4.Það kom ekki til greina að skila auðu, því með því taldi ég mig lýsa vanþóknun á góðu fólki sem bauð sig fram til starfa fyrir þjóðina í þessum kosningum.  Eins hefði ég með því talið mig vita betur en allir þeir kjósendur sem kusu, Þannig gat ég ekki hugsað mér fara með lýðræðislegan rétt minn til að hafa áhrif.

Niðurstaðan er því varla önnur en, algjör þverhaus.

 Kicking Dirt 





Magnús Sigurðsson, 26.4.2009 kl. 16:59

16 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ég virði þessa ákvörðun þína !

Hulda Margrét Traustadóttir, 27.4.2009 kl. 17:28

17 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

...og myndi ekki segja þverhaus heldur " hugsandi maður" ....

Hulda Margrét Traustadóttir, 27.4.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband