Sumarsólstöðudraugar og bankasýslumenn ríkisins.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um Bankasýslu ríkisins.<br><em>Árni Sæberg</em>

Við sem aldur höfum til og þjáumst ekki af gullfiskaminni, munum eftir Steingrími sem ráðherra Alþýðubandalagsins.  Satt best að segja hélt ég að Steingrímur yrði aldrei aftur ráðherra Íslendinga, eiginhagsmunagæsla hans sem ráðherra í síðustu ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar myndi seint gleymast. 

En þó svo mikið vatn hafi runnið til sjávar og Alþýðubandalagið sáluga liðið undir lok síðan þetta var, þá hafa þeir Svavar Gestsson nú risið upp sem draugar um sumarsólstöður, íslenskri þjóð til stórtjóns.  

Skattahækkanir bera allar að sama brunni, magna upp verðbólguna til að bæta eiginfjárstöðu gjaldþrota bankakerfis á kostnað heimilanna í landinu.  Niðurskurði almannatryggingakerfisins er ráðstafað daginn eftir til að setja á stofn Bankasýslu ríkisins.


mbl.is Stofna Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?

Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?

(Jóhannes úr Kötlum: Samt mun ég vaka, 1935) 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 12:05

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðbjörn; hverjum hefði órað fyrir því að þetta kvæði Jóhannesar úr Kötlum væri að rætast núna 75 árum seinna, um sumarsólstöður og það eftir að Sovét og Alþýðubandalagið eru löngu liðin undir lok.

Magnús Sigurðsson, 20.6.2009 kl. 12:13

3 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Poppuðu þeir ekki upp Svavari Gestssyni OMG svo hefur þessi kommi fjölgað sér og dýrðin situr á þingi núna. Úfffff Guð blessi Ísland sem aldrei fyrr

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 20.6.2009 kl. 15:16

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Snjólaug;  þakka þér fyrir innlitið, já og gleðilegt sumar.  Tek undir með þér "Guð blessi Ísland sem aldrei fyrr".

Magnús Sigurðsson, 20.6.2009 kl. 15:23

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Magnús:

Engum hefði órað fyrir þessu og á meðan Kúba er að reyna að koma á markaðshagkerfi og Norður-Kórea er í andaslitrunum, virðum við vera að koma á hér Alþýðulýðveldi!

Snjólaug:

Guð blessi Ísland sem aldrei fyrr!

Undanfarin 5-6 ár vorum við í höndunum á glæpamönnum og erum nú komnir í hendurnar á vitleysingum! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 20:53

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðbjörn; þeir komast aldrei með tærnar þar sem Cuba var með hælana.  Castro og félagar stóðu með sinni þjóð og tóku slaginn.  Hér eru hugleysingjar í öllum flokkum sem hugsa um það eitt að komast innundir hjá fjármagnseigendum alþjóðasamfélagsins. 

Eða heldurðu að afdankaður pólitíkus í utanríkisþjónustunni, sem semur um icesave, hafi eitthvað annað í huga en að eiga áfram notalega kvöldverði í kokteilboðum sendiráðanna?

Magnús Sigurðsson, 20.6.2009 kl. 22:08

7 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Besta leiðin fyrir stjórnmálamenn til að koma á meiri miðstýringu er að skapa nægilegt öngþveiti á fjármálamörkuðum svo að ríkið getur ekki annað en gripið inn í, tekið yfir fyrirtæki og sett fjárglæframennina í fangelsi.

Ríkið sem bjó til öngþveitið grípur inn í sem bjargvætturinn.

Ég held að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem sköpuðu öngþveitið séu svekktastir yfir því að geta ekki skipt góssinu á milli sín.

Þetta eru varhugaverðir tímar en lítið hefur breyst, flestir hugsa um sig eins og áður.

... eitt er víst... ég borgaði &#39;góðærið&#39; og borga líka kreppuna. Ég var fúll yfir því að þurfa að borga brúsann í miðju &#39;góðæri&#39; en nú er ég viljugur að borga og vil helst borga meira enda var ég að borga miklu meira í góðærisskatt en ég mun nokkurn tíman borga eftir síðustu skattahækkanir.

Lúðvík Júlíusson, 23.6.2009 kl. 03:25

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Lúðvík, það er mikið til í þessu hjá þér með hugmyndir stjórnmálamanna með að halda völdum,  höfum í huga að þeir eru lítið annað en strengjabrúður peningakerfis alheimsvæðingarinnar.  Því verður ekki á móti mælt að fyrri ríkisstjórnir lögðu grunnin að því öngþveiti sem nú ríkir á Íslandi.  Þess vegna er það sárgrætilegt að síðustu þremur ríkisstjórnum skuli ekki hafa borið gæfa til að skapa samstöðu með þjóðinni. 

Stjórnmálamenn gera sér yfirleitt ekki grein fyrir því að það er ekki hægt að leysa vandamál með sömu samvisku og  orsakaði þau.  Þeir leysa því engan vanda,  því það voru þeir sem bjuggu hann til.  Þeir glíma því stöðugt við afleiðingar misstaka sinna en vilja ekki viðurkenna orsakir þeirra.

Það er víst örugglega rétt hjá þér að almenningur borgaði góðærið og hann fær að borga kreppuna líka.  En við sem einstaklingar höfum val um það hversu meðvirk erum því kerfi sem stjórnmálamennirnir verja fyrir fjármagnseigendur sínum völdum til framdráttar.  Vesturlönd hafa búið við lýðræðislegan fasisma um langa hríð, þ.e. það skiptir engu máli hvaða stjórnvöld eru kosin við sitjum uppi með óbreytt kerfi.

Magnús Sigurðsson, 23.6.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband