"Lof borið á Hrólf og félaga í Óperunni í Aachen"

Það kemur ekki lengur á óvart að fyrirtæki sem standa í stórfjárfestingum skuli vera óþekkt.  Ætli mætti að fyrirtæki sem snarar út 3,2 milljörðum ætti langan og farsælan rekstur að baki. 

Ef Völusteini er flett upp í fyrirtækjaskrá kemur fram að félagið er stofnað í apríl 2009.  Ef eigendurnir eru googlaðir kemur m.a. upp  "Fyrsti sigur Íslands á EM í krullu".  Ef Hrólfur Einarsson ÍS 255 er googlaður kemur upp "Lof borið á Hrólf og félaga í Óperunni í Aachen".

Það væri gaman að vita, svona í ljósi þess að Landsbankinn er nú sem stendur banki allra landsmanna, hvort þetta er góður díll eða hvort þarna er um nýtt kennitölu "Stím" að ræða frá Bolungavík.


mbl.is Völusteinn kaupir eignir þrotabús Festar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farðu á vef fiskistofu og skoðaðu aflabrögð  þeirra báta sem báru nafn hrólfs Einarssonar T.D. árinn 2004 til 09/2007 þegar  Hrólfi var lagt  vegna kvótaskerðingar. Ólafur Jens var skipstjóri þar  en hann kaupir  sjálfur bát 2009 sem hann nefnir hrólf Einarsson sem hann hefur gert út kvótalausan síðan.

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 16:02

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir ábendinguna Samúel.  Ég veit ekki hvort aflabrögð 2004-2007 á bát sem búið er að leggja segja mér eitthvað meira um þessi viðskipti.

Ég þekki aðeins til sögu Festi sem upphaflega var í Grindavík og gerði út loðnuskipið Þórshamar og tók um tíma þátt í rekstri fiskimjölsverksmiðjunnar Gautavík áður en farið var í útgerð smábáta.  Þetta fyrirtæki byggði á gömlum grunni.

Ég ætlaði ekki lasta útgerð Hrólfs ÍS 255.  Ég er að benda á að Landsbanki allra landsmanna selur eignir þrotabús Festi án þess að rökstyðja það hvernig kaupendurnir voru þess verðir að fjárfesta fyrir 3,2 milljarða. 

Sé það svo að Völusteinn sé leppur fyrir Landsbankann og Ólafur Jens sé fengsæll skipstjóri sem fengin hafi verið í púkkið er hreinlegast að segja að svo sé í pottinn búið.  En ekki vera að senda út fréttatilkynningu um sýndarviðskipti.

Magnús Sigurðsson, 2.1.2010 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband