Hvað er TiSA?

Á þessari stundu tekur Ísland þátt í leynilegu samningaferli. Þar sem ljóst er að samningurinn, TISA, gengur mest og best út á að við afsölum okkur réttindum og völdum sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð. sjá meira

Hvað sem utanríkisráðuneytið fimbulfambar um þetta TiSA leynimakk, þá virðist það vera almenn skoðun víða um heim að undir leynist samkomulag stjórnmálamanna stórfyrirtækja sem jaðri við landráðum.

 
 

mbl.is TiSA ekki gegn loftslagsmarkmiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þú er trúlega búinn að lesa þetta, og fleira frá þessum höfundi. 

Ágúst H Bjarnason

Laugardagur, 5. desember 2015

2015 verður 3ja heitasta árið...

Jónas Gunnlaugsson, 5.12.2015 kl. 14:43

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er nú ekki mikið leynilegra en svo að á heimasíðu utanríkisráðuneytisins er að finna umfangsmiklar og ítarlegar upplýsingar um málið. Ég hvet þá sem hafa áhuga á þessu til að kynna sér þær upplýsingar og benda á þau atriði sem þar er að finna sem eru gagnrýniverð. Það væri miklu uppbyggilegra heldur en að vera með fullyrðingar um slíka hluti án rökstuðnings.

Tek það fram að ég er enginn sérstakur fylgismaður þess hvernig staðið er að þessu, en ég vil samt fá að sjá hvað það er í þessu sem er svona ofboðslega slæmt að mati þeirra sem tjá sig á þann veg.

Svo dæmi sé tekið þá var fullyrt á kynningarfundi sem ég sat með fulltrúum utanríkisráðuneytisins að ef niðurstaða samningaviðræðna um viðskiptafrelsi myndi krefjast breytinga á stjórnarskrárbundnum réttindum almennings, þá yrðu þeir ekki staðfestir. Ef einhver heldur því fram að annað standi til þá vil ég fá að sjá það svart á hvítu, með tengli eða tilvitnun í heimildir fyrir slíku, takk fyrir.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2015 kl. 15:24

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðmundur; finnst þér stjórnvöld hafa staðið vörð um stjórnarskrár varin réttindi í gegnum tíðina?

Magnús Sigurðsson, 5.12.2015 kl. 16:39

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alls ekki nógu vel í öllum tilvikum.

Þess vegna er ég hæfilega tortrygginn á þetta og vil endilega fá upplýsingar um það ef í þessu er að finna eitthvað skaðlegt.

Nú hafa drög að þessum TiSA samningum verið birt opinberlega, meðal annars af hálfu Wikileaks. Ég myndi mjög gjarnan vilja fá upplýsingar frá einhverjum sem hefur lesið þau drög og hvað hann hafi fundið í þeim sem gæti verið varasamt fyrir hagsmuni almennings. Annað hvort með beinum tilvitnunum eða tilvísun á númer greina eða samningsákvæða.

Það sem ég á við er einfaldlega að ef menn ætla að gagnrýna einhverja samninga, þá er betra ef þeir benda á það hvað í þeim samningum sé þess eðlis að það verðskuldi gagnrýni. Það segir mér voðalega lítið ef einhverjir aðrir hafa einhverja skoðun á einhverju, ef ég veit ekki á hvaða staðreyndum sú skoðun byggist þá get ég ekki tekið upp þá skoðun gagnrýnilaust, ekki frekar en öndverða skoðun.

Þetta var til dæmis gert við Icesave samningana þegar þeir voru til umræðu. Þá tókum við okkur til sem töldum ástæðu til að tortryggja þá samninga, og lásum þá og punktuðum niður þau atriði sem í þeim var að finna sem voru hættulega íslenskum þjóðarhagsmunum, og útskýrðum þau svo fyrir öllum sem vildu heyra til að upplýsa þá. Þannig tókst að koma nógu mörgum í skilning um hversu skaðlegt þetta væri til að fella samningana. Það hefði ekki tekist ef við hefðum bara tekið upp skoðanir annarra gagnrýnislaust og ekki heldur ef við hefðum ætlast til að aðrir tækju upp afstöðu okkar án þess að kynna sér málið með þeim hætti.

Að sama skapi vil ég hvetja þá sem hafa sterkar skoðanir á TiSA til að gera slíkt hið sama, og rökstyðja afstöðu sína með fyrirliggjandi staðreyndum. Þá skal ég hlusta og draga mínar ályktanir af þeim.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2015 kl. 17:24

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðmundur; þú hefur varla látið utanríkisráðuneytið á sínum tíma, mata þig á upplýsingum á borð við þær sem það gefur nú uppi um TiSA til að finna út að hvernig icesave skaraðist á við íslenska þjóðarhagsmuni, er það?

Ég finn ekkert sem hönd er á festandi á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Þar finns bara almennt fimbulfamb um ágæti samningsins og vekur þar mesta furðu að það hafi verið lagst í kostnaðarsamt samningaferli um hluti sem eru svo að segja, sjálfsagðir. 

Ef þú getur gefið link á hvar má lesa TiSA samninginn, þó ekki væru nema drögin af honum, þá væri það vel þegið. En á meðan ekki er annað en ábyrgðarlaus fagurgali stjórnkerfisins í boði þá verð ég að láta nægja að kynna mér hvað þeir hafa fram að færa sem ekki eiga beinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta við að koma þessu í gegn.

Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, hefur verið gagnrýninn á þennan samning í stuttum skætingi, hann verður seint talin handbendi stjórnvalda, kannski frekar hundleiðinlegur rannsóknablaðamaður.

Á meðan ekkert er hönd á festandi um hvað TiSA samningurinn raunverulega snýst þá leifi ég mér að benda á innlenda og erlenda álitsgjafa, jafnvel þó svo að þeir tali á skjön við utanríkisráðuneytið.

Magnús Sigurðsson, 5.12.2015 kl. 17:57

6 identicon

Guðmundur Ásgeirsson, ég hvet þig til að kíkja á YouTube viðtalið við Dr. Paul Craig Roberts sem fylgir þessu bloggi til að sjá í stuttu máli "stóru myndina" hvað varðar það sem er athugavert við þessa samningaþrennu, TPP, TTIP, og TISA. Þetta er eitthvað sem allir "hægrimenn" ættu að hlusta á því nú er hætt við þeir almennt séð, og þá sérstaklega frjálshyggjuliðar, gleypi við þessu á einhverjum viðskiptafrelsis hugsjónum. Paul þessi var efnahagsráðgjafi Reagan og mætti kannski kalla hann pabba Reagan-hagfræðinnar sem við þekkjum sem nýfrjálshyggju.

Símon (IP-tala skráð) 5.12.2015 kl. 18:15

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magnús. Alveg sjálfsagt hér er það: https://www.wikileaks.org

Nei ég lét að sjálfsögðu ekki utanríkisráðuneytið mata mig á upplýsingum um Icesave, heldur stóð ég sjálfur í því að lesa og greina þá samninga ofan í aðra. Nú er komið að einhverjum öðrum óháðum aðilum að greina TiSA og mata mig á því. Um gæði þeirrar greiningar geri ég sömu kröfur og til mín sjálfs á sínum tíma, að ef eitthvað sé fullyrt um innihald slíkra samninga, þá fylgi því tilvitnun eða tilvísun þannig að ég geti flett því upp sjálfur og staðfest að það sé rétt svo ég ekki þurfi að trúa neinum frásögnum af því. Alveg eins og ég ætlaðist ekki til að neinn tæki mína frásögn af innihaldi Icesave samninganna trúanlega, heldur ætti fólk að sannfærast af því að sjá með eigin augum hvað stóð í þeim.

Símon. Þú virðist hafa misskilið mig algjörlega. Ég var að reyna að útskýra að ég hef afar takmarkaðan áhuga á að vita hvaða skoðanir aðrir hafa á TiSA, og þeim mun meiri áhuga á að vita hvað þeir sjálfir innihalda þ.e. TiSA samningarnir. Þess vegna þætti mér miklu gagnlegra ef einhver gæti bent mér á þessi atriði í samningunum sem eru svona skaðleg eins og haldið er fram. Það er ekki nóg fyrir mig að bara vegna þess að einhver Paul Craig Roberts segir eitthvað að taka það þá trúanlegt, heldur vil ég fá að vita hvar það stendur í samningnum, þannig að ég geti flett því upp í honum sjálfur, og ef það er rétt, þá skal ég trúa því fullkomlega.

Bentu mér á eitthvað sem samningurinn inniheldur og hvar í honum það stendur, en ekki sögusagnir þriðju aðila um hvað þar sé að finna.

Heimildarannsóknir kallast það á íslensku.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2015 kl. 20:44

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðmundur; fannstu ábendingu um þennan link á vef utanríkisráðuneytisins?

Magnús Sigurðsson, 5.12.2015 kl. 20:47

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Svona eftirá að hyggja þá vil ég þakka þér fyrir að ábendinguna á þennan link Guðmundur. En ég verð samt sem áður að hvetja þig og aðra til að lesa þetta. Eftir því sem mér sýnist í fljótu bragði þá styður þetta nokkuð vel við þær efasemdir sem hafðar eru uppi í því efni sem bent er á í þessari bloggfærslu.

Magnús Sigurðsson, 5.12.2015 kl. 21:17

10 identicon

"Bentu mér á eitthvað sem samningurinn inniheldur og hvar í honum það stendur, en ekki sögusagnir þriðju aðila um hvað þar sé að finna.

Heimildarannsóknir kallast það á íslensku."

Þú færð ekkert að lesa TISA fyrr en hann er tilbúinn, hélt ekki að ég þyrfti að taka það fram - en ég benti þér á að þessi samningur er hluti af þrenningu og að þú getir lært ýmislegt um grundvallarkerfið er liggur á bak við þessa samninga með því að kynna þér TPP, sem er nú aðgengilegur. Dr. Roberts fer einmitt yfir TPP eftir að hafa lesið hann...

Símon (IP-tala skráð) 5.12.2015 kl. 22:35

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

TISA?

Háskólinn í Reykjavík hlýtur að vera nógu nútímalegur skóli til að veita siðmenntaðra réttlætanlegar upplýsingarnar sem vantar?

Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.12.2015 kl. 23:39

12 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Fyrir áhugasama: https://wikileaks.org/tisa/core/

Hér er að finna bæði kjarnatexta TiSA-samningsins og greiningu á textanum ásamt tilvísunum í viðeigandi greinar sem nýsjálenskur lagaprófessor útbjó. Hef ekki þaullesið hvoru tveggja þegar þetta er ritað.

Erlingur Alfreð Jónsson, 7.12.2015 kl. 05:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband