Bill Hicks.

Undanfarið hefur ímyndun átt hug minn allan og á því ímyndunarfylleríi hefur Bill Hicks verið nefndur ítrekað til sögunnar.  Í sumar höfum við Matthildur mín þvælst um fjöll og firnindi N-Noregs.  Á þessum þvælingi hafa tvenn mannvirki vakið sérstaka athygli mína án þess að ég hafi gert meira með það en að minnast orða Hicks um tilveruna, m.a. hvernig okkur er ætlað að trúa á annarra manna ímyndunarfyllerí.  Þessi mannvirki eru tómar kirkjubyggingar fortíðarinnar og skólabyggingar nútímans.   

Lífið er eins og ferð í skemmtigarð og þegar við ákveðum að fara um hann finnst okkur hann vera raunverulegur, vegna þess hve máttugur hugur okkar er. Og ferðin er upp og niður, hring eftir hring, með spennandi og hrollvekjandi uppákomum þar sem allt er litað skærum litum, og með háværum áherslum, og það er svo gaman - um stund.

Sumir, eftir að hafa verið á ferð um langa hríð, spurðu eftir stund er þetta raunveruleikinn eða er þetta virkilega bara ferðalag? Sumir sem þekkja þetta ferðalag koma til baka til að segja okkur; "Hey, hérna þarft þú ekkert að óttast aldrei, eða vera hræddur, vegna þess að þetta er bara ferð" -og við drepum þetta fólk.

"Hann verður að halda kjafti! Ég hef fjárfest í þessari ferð...sérðu ekki hvað ég ég markaður áhyggjum...sjáðu hvað ég hef lagt á mig fyrir bankainnistæðurnar mínar...fyrir fjölskylduna....þetta verður að vera raunveruleikinn".

En þetta er nú samt sem áður bara ferðalag.

En við drepum alltaf góðu gæjana sem reyna að segja okkur það, og leifum djöflunum að ganga af göflunum. En það skiptir ekki máli, þetta er bara ferðlag og við getum breytt um stefnu hvenær sem við viljum.

Allt sem við þurfum er að velja.

Ekkert erfiði, engin vinna, ekkert starf, engin sparnaður né peningar - bara að velja á milli ótta og kærleika.

Með augum óttans viltu setja stærri lás fyrir útidyrnar, kaupa byssur og loka þig af - augu kærleikans sjá okkur aftur á móti öll sem eitt.

Það sem við getum gert til að breyta heiminum strax, er að taka alla peninga sem við samþykkjum að eitt sé í vopn og varnir ár hvert. Í staðinn notað þá í að fæða, klæða og uppfræða þá sem eru þurfandi í heiminum, sem væri samt mörgum sinnum meira en þyrfti, og ekki ein manneskja yrði útundan, síðan kæmumst við áfram ...saman...bæði hið innra og ytra...að eilífu...í friði.  - Bill Hicks 1961 - 1994 (grínisti og uppistandari var vanur að ljúka þáttum sínum með þessari orðum).

Ef einhver hefur haft þolinmæði til að lesa svona langt er spurning um að gefa sér einnig tíma til að horfa á þetta uppistand.  Það tekur grínarann ekki nema nokkrar mínútur að ná fullri athygli, að vísu nokkuð grófur á köflum, og eftir er setið með allskonar ímyndanir.

 


Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


Organite og orkuflögur.

IMG 0658

Undanfarið hefur organite oft komið til tals á þessari síðu og kannski kominn tími til að gera viðfangsefninu einhver skil.  Ég var svo lánsamur að áskotnast tvo organite píramída hlaðna orku sem kom yfir himin og haf, alla leið frá Ástralíu hingað langt norður fyrir heimskautsbaug á 69°N.  Það er ekki um það að villast að þetta fyrirbæri hefur orkuvirkni þó ég þori varla að kannast við það eftir að Helgi fræddi mig á því að fólk sem væri svolítið ruglað fyndi þetta betur.  En eftir að Matthildur mín kannaðist við orkustreymið frá þeim líka, þó svo ég fræddi hana áður um speki Helga, þá fer ég allur að koma til með að þora að kannast við þetta.

Það sem einnig gerðist eftir að ég fékk Áströlsku píramídana var að ég hrasaði um sama steininn í þriðja sinn í uppáhalds fjörunni minni hérna á 69°N, fjöru sem er hlaðin töfrum.  Það var því ekki um það að villast að þennan stein höfðu örlögin ætlað mér að skoða, en ég hafði tekið eftir því fyrri föllum að hann gæti verið fallegur, en það hef ég ekki viljað með nokkru móti kannast við að Noregur hefði fallegt grjót að geyma, það er bara á Íslandi.

IMG 0669

Þegar ég var kominn með steininn heim á stofuborð á milli píramídana hófst rannsóknavinnan.  Það þarf ekki að efast um það að Ástralska organitið er sett þannig saman að orkustreymið frá þeim er auðfinnanlegt, því má segja að það hafi vinninginn fram yfir Norska stofu grjótið sem sem lítur út eins og stálslegin kvartsfylling.  Þegar ég fór að lesa mig til á háskólasetrinu google um organite kom nafni minn á Filippseyjum fljótlega upp í hugann, en hann hefur sent mér þessar fínu flögur hlaðnar orku sem ég hef límt á mig við verkjum og svefnleysi.

Málið er að nafni á Filippseyjum sagði mér frá verkjaflögum sem höfðu hjálpað honum við gigtarverkjum.  Svo var það fyrir ári síðan að ég sá ekki fram á að geta verið í þessu starfi lengur, sem útheimtir að skriðið sé á hnjánum, vegna verks í vinstri hnébót.  En þann djöful hafði ég haft að draga í nokkur ár eftir aðgerð sem kemur hnénu ekkert við.  Þar sem ég vissi að ekkert var að hnénu mínu hlaut þetta að vera rangur misskilningur, eða þannig.  Því datt mér í hug að tala við nafna sem sendi mér verkjaflögur um hæl og svefnflögur svo ég ætti ekki fleiri andvökunætur vegna hnésins.  Þetta virkaði alveg glimrandi, svo vel að ég er ennþá á hnjánum, sef eins og engill ef ég man eftir því, en verst þykir mér hvað er lítill buisness í mér fyrir nafna. 

Ég er semsagt að verða kominn að þeirri niðurstöðu að píramídarnir og flögurnar séu af sama meiði.  Hvorutveggja hafi með það að gera að halda orkustreyminu í takt við himintungl alheimsins.  Organitið sé grunnvísindin og flögurnar séu þessi mörg þúsund ára gömlu vísindi í nútíma neytendapakkningum.

http://www.soul-guidance.com/health/orgonite.htm      organite

http://www.cieaura.com/index.html   orkuflögur

Fyrir þá sem hafa ekki áhuga á organite og orkuflögum er boðið upp á í fimmtudagsbíói viðtal við drottningu austfirsku steinanna.


Áfangi 101 í ímyndun fyrir fábjána.

Hérna kemur enn eitt fræðslumyndbandið um það hvernig heimurinn verður til fyrir eintóma ímyndun.  Eins og grínistinn Bill Hicks komst að orði þá ert þú ímyndun eigin hugsana og getur því breytt heiminum að vild.  Á það sama hefur verið bent af ekki minni spámönnum en Gandih, Buddha og Jesú Kristi ásamt mörgum fleirum. Ef þú vilt breyta heiminum byrjaðu þá á sjálfum þér, við að mála þá mynd sem þú vilt sjá notarðu ímynunarafl en ekki steingelda rökfræðina 2+2=4.   

Þegar ég sá þetta video sem hér er kynnt til sögunar vissi ég að hér var vísindaleg sönnun á ferðinni um það að hver og einn hefur allt vald í sínu lífi, það er bara spurning um það hvernig það er notað.  Mér varð meir að segja svo mikið um að ég bloggaði um þetta myndband á sínum tíma og tók hálfs árs frí frá bloggi á þessari síðu í framhaldinu til að sökkva ofan í viðfangsefnið laus við allt dægurþras. http://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/1009444/

Þó ég hætti að blogga um dægurþras um stund þá breytti það samt ekki því að ég birti niðurstöður þess sem ég varð áskynja í rannsóknarvinnunni.   Til þess notaði ég sparisíðuna þar sem ég forðast eins og heitan eldinn að nefna það að fólk sem hefur verið hvít skrúbbað á milli eyrnanna af menntakerfinu gæti átt á hættu að öðlast gráðu til fábjána. http://maggimur.blog.is/blog/maggimur/entry/1068933

 


Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


Fimm aura brandarar.

Farsi Seðlabankans um gengisskráningu krónunnar fer að líkjast hverjum öðrum fimm aura brandara.  Hvað skyldi útreikningur gengisskráningarinnar kosta og hvað væri hægt að spara laun margra fábjána hjá greiningadeildum bankana með því að sleppa að reikna út gengi krónu í gjaldeyrishöftum?

Á meðan raunveruleg niðurstaða fjárlaga ríkisins er tugum milljarða verri en áætlað var og vaxtagreiðslur lána sem því nemur styrkist krónan innflytjendum til sérstaks tekjuauka, því ekki lækkar vöruverðið. 

Þessi gengisskráning fer að verða fyrir hinum almenna neytenda álíka fimmaurabrandari og útúrsnúningurinn á þekktri barnavísu, "Sigga litla systir mín liggur út í götu lætur alla ríða sér fyrir tyggjóplötu".


mbl.is Krónan styrkist vegna erlendra ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eintóm ímyndun.

Í efni þess videos er bent á hversu mikilvægt það er að hugsa með hjartanu, láta tilfinninguna ráða á svipaðan hátt og þegar lært er að hjóla eða aldan stigin. Hér er gerð er tilraun til að benda á að við erum fædd sem lítil kríli hinna óendanlegu möguleika.  Það var í skóla sem okkur var kennt að endurtaka hugmyndir annarra í stað þess að hugsa eigin hugsanir. 

En allt er sjónhverfing og allt sem þú þarft að gera er að muna eftir því hver þú ert, að þú ert sama sálin og fæddist fyrir öllum þessum árum. Sama sálin þó tími innrættra skilyrða hafi hulið skynjun þína móðu. Eða eins og Bill Hicks sagði; "Þú ert ímyndun þín sjálfs".

 


Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


Dr. Rauni-Leena Luukanen-Kilde

Hér er kynnt til sögunnar Dr. Rauni-Leena Luukanen-Kilde er finnskur læknir auk þess að vera rithöfundur og fyrirlesari í dulsálarfræði.  Þetta viðtal er m.a. áhugavert fyrir þær sakir að þarna tjáir hún sig um eldra viðtal þar sem stórir kaflar fengu aldrei að koma fyrir almanna sjónir. 

Luukanen-Kilde var um árabil heilbrygðisráðherra í Finnlandi, nánar tiltekið yfirmaður heibrygðismála í Rovaniemi og Lapplandi. Hún hefur búið í Noregi síðan 1992, en hún giftist norskum diplómat í 1987.  Það er sjaldgæft að fólk með bakgrunn Rauni Kilde tjái sig um málefni sem oft eru flokkuð undir "samsæriskenningar" á jafn hispurslausan hátt og hún gerir í þessu viðtali

Rauni-Leena hefur gefið út fjölda bóka og hefur að minnsta kosti ein þeirra komið út á íslensku þ.e. Dauðinn er ekki til.  Þó svo að stór hluti viðtalsins sé um "fljúgandi furðuhluti" þá er þetta er sérlega skemmtilegt viðtal þar sem fjöldi málefna eru sett fram hiklaust og greinileg.


Þegar fábjánar fá frábærar hugmyndir.

Það þarf hámenntaðan fábjána til að komast að því að það sé ódýrara að lesa utan á bréf í Reykjavík en Ísafirði.  Það þarf ennþá meira menntaðan fábjána til að láta það út úr sér að með því móti sé verið að stemma stigu við taprekstri Póstsins. 

Ef liðið í höfuðstöðvum fábjánanna dytti það í hug að einfalda verkferlana við að lesa utan á bréf í sparnaðarskini til að koma í veg fyrir taprekstur Póstsins þá myndi þeir senda sjálfum sér uppsagnarbréf milliliðalaust, jafnvel bæði flokka það og bera út sjálfir. 


mbl.is Innanbæjarpóstur sendur í langferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband