Starálfar.

 

Jæja, það er bara svona.  Í nótt áttu íbúar N-Ítalíu að halda sig innan dyra til öryggs en í dag veit NASA sem gaf út aðvörunina ekki hvort dótið lenti í Kanada, Afríku, Kyrrahafinu, Indlandshafinu eða Atlantshafinu. 

En vísindaálfarnir á þessari stofnun geta sagt okkur hvaða hitastig er á öðrum hnöttum, jafnvel öðrum sólkerfu þó þeir geti ekki með nokkru móti gert sér grein fyrir í hvar á jörðinni dótið þeirra lendir.


mbl.is Gervitunglið lent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunnljóst frá ómunatíð.


mbl.is Þarf að grandskoða fiseindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilað með þjóðina.

 

Það er greinilegt að Náhirðin, Helferðarhyskið og allur fjórflokkurinn leitar logandi ljósi að einhverju til að sameina þjóðina.  Núna þremur árum eftir að hryðjuverkalög voru sett á Ísland eru þeir búnir ná saman um að fá "innmúraða" til að vinna skýrslu þar sem ekki verður um villst að um stórtjón gegn íslenskum hagsmunum var að ræða með setningu Breta á hryðjuverkalögunum.

Á þeim tíma sem hryðjuverkalögin voru á hreyfði þetta hyski varla mótmælum heldur lá með leðjuna upp á bak eftir ótæpileg kúlulánin sem mætti halda að icesave innstæðurnar hefðu farið í að fjármagna, enda kepptist það við að fá þjóðina til að ábyrgast góssið.  Það sorglega er að skattgreiðendur sitja núna þremur árum seinna uppi með allt heila hyskið á sinni launaskrá og það meira og minna óþrifið.


mbl.is Milljarða tjón vegna hryðjuverkalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem þora.

Til eru menn sem þora meiru en aðrir.  Þetta eru yfirleitt þeir sem láta hjartað ráða.  Ég þekki tvo svona menn, annar er bróðir minn hinn er frændi minn og einn besti vinur.  Ég veit ekki hvar ég væri staddur í dag hefði ég þorað, til þess að vita það þarf maður að þora.  Kjarkmenn veita þó þeim sem ekki þora innblástur.
 
Vinur minn og frændi lagði einn upp í ferð frá Íslandi fyrir tæpum 28 árum síðan, þá 22 ára, leiðin lá til Ástralíu.  Þangað fór hann til að vera viðstaddur eigið brúðkaup.  Þetta ferðalag ryfjaðist upp fyrir stuttu í samtali við mág minn, sem bjó í London þá og var tvítugur, hann sagði að þessi frændi væri með hugaðari mönnum sem hann hefði kynnst.  Hann hefði farið alla leið til Ásralíu einn síns liðs án þess að kunna stakt orð í öðru en íslensku, hafandi með sér skilti sem á stóð ég ætla til Ástralíu.  Þessi vinur minn komst alla leið og er enn hinu megin á hnettinum gerandi það sem hjartað býður.
 
Annar kjarkmaður sem oft kemur upp í hugann er litli bróðir.  Hann er mentaður verkfræðingur sem snéru baki við sjálfri Hörpunni, en henni hafði hann kynnst þegar hann vann með Dönskum arkitektum tónlistarhússins allt frá byrjun.  En í miðju gróðærinnu 2007 sagði hann skilið við kóng, prest og meira en milljón á mánuði til að tileinka sig budda fræðum.  Mannvit varð að fá aðra verkfræðinga til að þyggja launin hans, þó svo þeir komist aldrei í sporin hans því í dag er hann budda munkurinn Kelsang Lobon.
 
Það vill svo til að þessir menn eiga afmæli sitt hvoru megin við daginn í dag og eiga það til að líta inna á þessa síðu.  Því dettur mér það helst í hug að óska þeim til hamingju með afmælið hérna á síðunni með videoi á youtube frá einum enn sem þorir.  Eigðu góðan seinni hálfleik Helgi vinur minn og alltaf ert þú sá kjarkaðasti af systkinahópnum Sindri bróðir.
 
 

Landsliðið í kúlu.

 

Landssöluliðið á alþingi og landsliðið í kúlu lætur ekki deigan síga. 

Eftir að hafa sett ríkissjóð á hausinn til að borga inna á gjaldþrot einkabanka, selt íslensk heimili í hendurnar á erlendum vogunarsjóðum, lofast til í þrígang að greiða andvirði iscesave innstæðna með vöxtum til erlendra ríkja, er komið að því að sveigja lög og reglur svo hægt sé að hefja sölu fósturjarðarinnar til þess sem hæðst býður.


mbl.is Fögnuðu áformum Huangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitfirrt hyski.

Halldór 01.09.2011

Það verður lítið mál fyrir einhverja að fara þrisvar á ári í gegnum110% leiðina ef fer fram sem horfir.  Þessi aðferð við að ræna þau heimili um eðlilega leiðréttingu sem varlega hafa farið í húsnæðiskaupum er svo sturluð að sé einhvertíma ástæða til að setja vitfirringu í mankynsöguna verður það þegar helferðarhyskisins verður minnst.


mbl.is Fór tvisvar í gegnum 110% leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elliglöp eða hrein lygi.

 

Ætli kerlingar álkan telji með 2000 störfin sem ríkisstjórnin sagðist myndi skapa árin 2009- og 2010.  En síðan þá hafa fleiri þúsund manns flutt úr landi en atvinnuleysið því sem næst staðið í stað.


mbl.is 7 þúsund ný störf í augsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósið slokknað á álfum og bjálfum.

 

Svona fer þegar fimm gráðu sérfræðingarnir og stjórnmálamenn setja leikreglurnar.  Útkoman verður hálfvitavæðing heilu samfélagana. 

Nú er gamla ljósaperan bönnuð með lögum vegna þess að vísinda álfarnir með fimm háskólagráður komust að því að "Þær gömlu séu ekki nógu hagkvæmar þar sem þær tapi of miklum hita".  Svo er spurning hvort þeim takist að fá reglugerðarbjálfana með enn fleiri háskólagráður til að banni  fólki að verma sér við sólina vegna þess að hún geti verið völd af of miklu ljósi.

Þegar vísindaálfarnir komast að svona sérhæfðum niðurstöðum og þær settar í lög af stjórnmálabjálfunum í sparnaðar-og forvarnarskini skipta umhverfisáhrif varðandi flúormengun engu enda trúa álfarnir og bjálfarnir að flúor sé það hollur að það ætti helst að gefa hann börnum með kranavatninu eða innrætingunni í skólanum. 


mbl.is Gamla ljósaperan ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ævintýri gamla ljóskastarans.

 

Stundum koma upp þau augnablik að allt stendur ljóslifandi fyrir hugskotsjónum og ævintýri lífsins verða hið sjálfsagða.  Hingað til Norður Noregs kom ég fyrir þremur mánuðum síðan þjakaður af krepputali fjölmiðlanna, hálfsárs atvinnuleysi og stefnuvottum á útidyrasnerlinum.  Landið mitt yfirgaf ég í maíhretinu mikla sem gerði norðurlandið hvítt og suðurlandið svart með aðstoð gjósandi Vatnajökuls.  Síðan þá hefur allt verið sem nýtt en þó eins og óljós minning um það sem átti eitt sinn að verða.

Hérna hef ég unnið það sem á Íslandi teldist þægilegur vinnudagur fyrir fín laun.  Frítímann hef ég svo notað til að njóta þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða auk þess að blogga og standa í skemmtilegum skoðanaskiptum.  Í þessum bloggsamskiptum hafa oft komið púsl sem mig hefur vantað í myndina af lífsgátunni miklu, gátu um hinn eilífa gróanda þar sem allt er sem blómstur að vori.

Fyrir stuttu sendi Sólrún bloggvinkona mín púsl í lífsgátuna sem athugasemd með link á youtube sem snérist um margföldunarháhrif náttúrunnar sem Fibonacci hafði komið í formúlu talna.  Undur lífsins ganga upp samkvæmt Fibonacci, 1+1=2 / 1+2=3 / 2+3=5 / 3+5=8 / 5+8=13, aftari samlagningar talan er lögð saman við síðustu útkomu út í hið óendanlega með stighækkandi margfeldisáhrifum. 

Þarna er ekki um neitt 2+2=4 streð að ræða sem hefur verið niður njörvað sem rétt útkoma.  Það vill því miður gleymast að við erum skóluð í að koma okkur saman um að tveir plús tveir séu fjórir, þó svo að sú útkoma eigi ekkert skylt við gróanda lífsins.  Þessu hafði Fibonacci kallinn komist að fyrir margt löngu.  Enda finnst 2+2=4 hvorki í náttúrunni hvað þá í gróanda lífsins.  Sú útkoma lýsir í raun andláti eða má í besta falli líkja við fangelsi hugans og þá flatneskju jarðar sem fólki var ætlað að trúa á fyrri öldum eða hljóta verra af s.s. gapastokkar og galdrabrennur.   Nútíminn ætlar okkur að trúa á það að tveir plús tveir séu fjórir sem hinn óhagganlegi sannleikur, annars eigum við það á hættu að verða stefnuvottum gjaldþrotabeiðnanna tekjulind.

 

 

En hvað um það hérna í Norge hafa semsagt veður skipast í lofti.  Í stað kreppustagls, skattahækkana og niðurskurðar til að mæta kröfunni um að 2+2 sé 4, er gróandi lífsins aftur orðinn sýnilegur.  Um síðustu helgi upplifðum við Matthildur mín, sem er þessa dagana stödd hérna há mér í Nord Norge, gróanda lífsins.  Við fórum á í boði Mette vinnuveitenda míns í þriggja sólahringa ævintýraferð á skútunni hennar Libra og bjuggm þar ásamt Sverre sambýlismanni hennar.

"Hugsaðu þér Maggi" sagði Matthildur einn morguninn "við búum í skútu hjá fólki sem við vissum ekki að væri til fyrir nokkrum vikum síðan og erum stödd á hátíð gamla ljóskastarans.  Hvernig getur svona ævintýri gerst".

 

 

Hátíð gamla ljóskastarans (Lyskastertreff) er samkoma ca. 50 skemmtilegra karla sem saman koma eina helgi seint í ágúst ár hvert til að kveikja á gömlum ljóskastara sem þjóðverjar notuðu til að lýsa upp óvinavélar á næturhimninum.  "Gáðu að því að þessi ljóskastari var smíðaður 1929 og er ekkert digital dæmi", sagði Sverre við mig til að undirstrika mikilvægi samkomunnar, "það er ekki sjálfgefið að það kveikni á honum".  Auk þess að brasa í tvo daga við að koma ljósi á kastarann með hjálp 3. tonna ljósvélar sem dreginn er á staðinn, aka þessir karlar sem flestir eru fyrrverandi hermenn um á gömlum herbílum.  Einn eftirmiðdagur fer í safarí ferð upp á útsýnisfjall fyrir ofan aflagða herstöð við Lödingen.  Við Matthildur upplifðum óbyggðaferð með körlunum auk þess að njóta uppljómaðs Norður Norska næturhiminsins í geislum ljóskastarans.

Það var svo daginn eftir þegar við röltum frá skútunni Libra að bækistöð ljóskastarans sem var við hinn endann á kæjanum ásamt vitanum í bæ lóðsanna Lödingen, sem púslin röðuðust saman.  Þetta var sunnudaginn 21. ágúst sem tilnefndur hafði verið sem dagur þjóðarsorgar í Noregi vegna voðaverkanna í Osló og Úteyju.  Um hádegisbilið hafði fólk frá Lödingen safnast saman við það sem virtist vera útimessa við enda kæjans skammt frá þar sem gamli ljóskastarinn stóð í miðjum búðum karlanna.  Við Matthildur ákváðum að ganga upp að vitanaum við innsiglinguna og líta eftir berjum í lyngi vaxinni brekkunni.

Brekkurnar voru svartar af berjum Matthildur tíndi kíló á stuttri stund í hálsklútinn.  Ég lét fara vel um mig á steini og fylgdist með letilífi máfanna í fjörunni við Vestfjorden sem vísar í suðvestur áttina heim.  Það var þá sem mér varð hugsað til Jóhönnu með helferðargrímuna og sundurlyndisfjandans hann Steingrím og hversu niðurnjörvuð þau eru í vitfirringunni 2+2=4, svo sturluð að það þykir sjálfsagt að ræna heimili fólks til þess að þeir sem fastir eru í dæminu fái fyrir náð og miskunn að skulda 110% í því sem að var eitt sinn þeirra, áður en bankar og stjórnmálamenn ákváðu að 2+2=4 skyldi vera 110% verðtryggð skuld.  Sé einhvertíma ástæða til að setja vitfirringu í mankynsöguna verður það þegar helferðarhyskisins verður minnst.

Það var upp úr þessum þungu þönkum sem ég hrökk upp við sálmasöng og tók eftir því að búið var að skíra barn í nágrenni við ljóskastarann á degi þjóðarsorgar í Noregi.  Ég stóð upp af steininum hristi af mér slenið og tíndi upp í mig krækiber og bláber sem fullgildan hádegisverð á örskotsstundu og afsannaði þar með eftirlætis kenningu hagfræðinganna að eingin sé málsverðurinn án endurgjalds.  Það er á svona augnablikum sem hugurinn uppljómast um það sem barnssálin alltaf vissi að 2+2 þurfa ekki að vera fjórir frekar en manni sýnist.

Video frá Lyskastertreff gert af Mette.

 


Er ekki með öllum mjalla.

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá nokkrum manni að Jón Bjarnason er eini ráðherrann með einhverri vitglóru í Helferðarstjórninni, þó fullmikið sé að segja að hann sé með öllum mjalla.  

Í þessari ríkistjórn ræningja og landráðafólks eru fáir sem hafa borið því við að standa vörð um íslenska hagsmuni sem Jón þó myndast við að gera í sínu ráðaneyti.


mbl.is Tók mið af gjaldeyrishöftum og fæðuöryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband