Félagi Baldur Hermannson stendur í ströngu.

Baldur Hermannson er einhver litríkasti bloggarinn hérna á mbl blogginu.  Það þarf einbeittan vilja til að skilja ekki húmorinn hans Baldurs.  Hvernig verður komið fyrir málfrelsi og hressilegri umræðu ef vinnustaðir eins og Flensborg fara almennt að veita starfsfólki áminningu vegna ummæla á óskyldum vettvangi s.s. bloggsíðum og facebook?

Það er greinilegt á fréttum síðustu daga að DV er komið í krossferð gegn Baldri Hermannsyni og heldur aðförinni áfram dag eftir dag. Eftir að hafa gert heimildaþættina "Þjóð í hlekkjum hugarfarsins" ætti Baldri að hafa verið það ljóst að gálgahúmor getur vakið upp einkennilegar hvatir sem fólk er tilbúið til að láta bitna á hlutaðeigenda á óskildum vettvangi.

http://www.dv.is/frettir/2011/3/1/kennari-vid-flensborg-hvatti-til-kynferdisofbeldis/

http://www.dv.is/frettir/2011/3/1/kennari-aminntur-fyrir-ummaeli-um-kynferdisofbeldi/

http://www.dv.is/frettir/2011/3/2/kennari-sagdi-konur-dreyma-um-naudgun-bara-gert-til-ad-strida/

 


mbl.is Kennari áminntur fyrir bloggfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ranghugmyndir.


mbl.is Gaddafi haldinn ranghugmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími til að þjóðin taki í taumana?

Það er vandséð hvernig opin og frjáls umræða á að fara fram í fjölmiðlum og erfitt er að sjá það fyrir hvernig óháð upplýsing um icesave á að geta komið frá hinu opinbera.  Fólk verður að taka afstöðu samkvæmt réttlætistilfinningu sinni það er hætt við að öll kynning á icesave verði í formi pólitísks áróðurs.

Ég vil vekja athygli á pistli Jónness Björns á http://www.vald.org/ .

Íslenska stjórnmálastéttin er siðlaus

Bráðum verða liðin tvö og hálft ár frá hruni og við getum farið að gera okkur nokkuð góða grein fyrir aðgerðum stjórnvalda, hvernig tekið hefur verið á málunum og hvernig framtíðasýnin lítur út. Í stuttu máli þá hefur fjórflokkurinn algjörlega brugðist. Verk frekar en blaður stjórnmálastéttarinnar sýna líka að hún er siðlaus.

Stjórnmálamennirnir brugðust þjóðinni annað hvort vegna ótrúlegar vankunnáttu í starfi eða spillingar sem múlbatt þá við glæpagengið sem rændi landið. Báðir möguleikar eru afleitir. Það leikur hins vegar enginn vafi á siðleysi stjórnmálamanna sem stilla hlutunum upp í þannig forgangsröð að saklaust fólk er borið út á götu í hrönnum á meðan sá hluti ríkisbáknsins sem snýr að þeim sjálfum færir engar fórnir.

Stjórnmálastéttin sem réði ferðinni fyrir hrun baðaði sig í kúlulánum frá glæpagenginu. Kúlulán eru óeðlileg og víðast ólögleg. William Black kallar þau mútur. Þegar menn slá lán án þess að leggja fram aðra tryggingu en lánið sjálft í einhverri mynd-einkum þegar lánið rennur í sérstaklega útbúið sjálfseignarfélag, sem kemur til með að halda eftir gróðanum, en lætur hugsanlegt tap hverfa-þá eru þeir að taka við mútum, sagði Black á fundi í Háskóla Íslands í maí 2010. Í stuttu máli, lán sem aldrei þarf að endurgreiða en getur skilað miklum gróða er ekki lán heldur mútur.

Það segir mikið um hefðbundið siðleysi hjá pólitísku stéttinni á Íslandi að hver og einn einasti þingmaður sem fékk kúlulán skuli ekki hafa tekið pokann sinn og hætt afskiptum af stjórnmálum. Við getum hengt okkur upp á að það hefði gerst á öllum hinum Norðurlöndunum.  Meira...


mbl.is Krefst óháðra upplýsinga um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haugalygi.

Þær skoðanakannanir sem fram hafa komið að undanförnu eru nánast skáldskapur.  Þessi könnun er úr sama úrtaki og sömu úthringingu og skoðanaönnun Fréttablaðsins vegna icsave í síðustu viku þegar tæp 62 % þjóðarinnar voru sögð styðja icesave samningana.  Þessi könnun segir aðeins eitt þ.e. að flokkarnir á Alþingi eru trausti rúnir.  Það er hauga lygi að ætla að Samfylkingin fengi 26% atkvæða, samkvæmt könnuninni, og VG 15,7%.  Sjálfstæðisflokkurinn fengi 41,2% os.f.v..

Því fram kemur á Vísi að þráspurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að auka nákvæmni niðurstöðunnar. Alls tóku 52,5 prósent afstöðu".

Hvernig ætli hafi verið þráspurt og afstaða svarenda teygð og toguð við að ná já nákvæmninni við icesave spurningunni?   Það skilja fáir útkomuna út úr þeirri könnun.  

Það er líklega mun meir að marka aðrar niðurstöður skoðankannanna s.s. að tæp  50% vildu ekkert með fjórflokkinn hafa þrátt fyrir að það væri þráspurt,  50% vilja að forsetinn bjóði sig fram 2012 og að alþingi nýtur aðeins 11% trausts á meðal þjóðarinnar.  Það kæmi á óvart ef miðað við það sem raunverulega má lesa út úr könnunum ef icesave verður ekki fellt með 70 -80%, enda þarf stórskrítið fólk til að samþykkja samningin þann.

Með því að bera saman fréttirnar á vísi hér fyrir neðan má sjá að um sömu könnunina er að ræða.

http://www.visir.is/ekkert-dregur-ur-oanaegju-med-stjornmalaflokkana/article/2011702289965

http://www.visir.is/rum-60-prosent-segja-ja-vid-icesave/article/2011702259957

 


mbl.is Stjórnarflokkarnir ná ekki meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fótspor félaganna.

 

 

Gaddafi hefur lengi verið einn skrautlegasti þjóðhöfðingi sem sögur fara af, það þarf því ekki að koma á óvart að hann beri fyrir sig Bin Laden og al-Qaeta.  Hann hefur fyrirmyndirnar til að fara eftir. 

Það er frekar neyðarlegt fyrir elítu vesturlanda að vera nýbúin að taka Gaddafi í opinbera sátt þegar Líbýska þjóðin ákveður að hafna þessari skrautfjöður.  Ástandið í Líbýu opinberar hvað þessir fuglar er snarbilaðir.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vísar ályktun öryggisráðsins á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Taktu þennan samning og troddu honum"

"Því er teflt fram sem rökum að ríkissjóður ráði við að greiða Icesave. Í fyrsta lagi eru það heimsins lélegustu rök að maður eigi að greiða eitthvað bara af því maður ræður við það. Eigum við að ræða það eitthvað? Mundir þú borga  barreikninginn fyrir fyllibyttuna á næsta borði ef hann gæti sannfært þig um að þú hefðir efni á því? Í öðru lagi er eitthvað alvarlega bogið við að ríkið ráði vel við tugmilljarða greiðslur (26 milljarða strax í sumar) á sama tíma og verið er að skrapa saman nokkra tugi milljóna með því að baða gamla fólkið sjaldnar og draga úr kennslu grunnskólabarna og hætta að gefa þeim lýsi."

Ég vil benda á pistil Láru Bjargar á Pressunni.  Lára Björg Björnsdóttir er höfundur bókarinnar "Takk útrásarvíkingar".  Pistilinn má sjá í heild sinni hér.


mbl.is Gæti beitt sér í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egilsstaðir.


"Ég borga ekki".

Það eru ekki allar Evrópu þjóðir jafn heppnar að eiga forseta og stjórnskipun eins og íslenska þjóðin.  Þar sem hún getur fengið að kjósa um það hvort hún ábyrgist þjófnað gjaldþrota einkabanka í skjóli spilltra stjórnvalda. 

Það hefur ekkert farið fyrir ástandinu í Grikklandi í fréttum undanfarið, en í fyrradag voru þar allsherjar verkföll, mótmæli og miklar óeirðir.  Grikkir fara fram með "ég borga ekki" fyrir mistök banka og stjórnmálamanna.  Það er nokkuð ljóst á þessum myndum frá Grikklandi í fyrradag að ástandið í N-Afríku gæti allt eins átt eftir að breiðast út í Evrópu.

But many see the "I Won't Pay" movement as something much simpler: the people's refusal to pay for the mistakes of a series of governments accused of squandering the nation's future through corruption and cronyism.

"I don't think it's part of the Greek character. Greeks, when they see that the law is being applied in general, they will implement it too," said Nikos Louvros, the 55-year-old chain-smoking owner of an Athens bar that openly flouts the smoking ban.  Meira..

 


mbl.is Kosið 9. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil stórfrétt.

Það er undarlegt að svona fréttir skulu ekki hafa verið mun fleiri  en raun ber vitni síðan kreppan skall á.  Orka í formi hita og rafroku er næg á Íslandi.  Matvælaverð hefur rokið upp í heiminum frá því 2008 með þeim afleiðingum að byltingarástand ríkir víða.

Fram kemur í bókun bæjarráðs Grindavíkur að með þessu skrefi er stigið fyrsta skrefið í verkefni sem gæti skapað 50 til 70 störf.  Sjálfur bý ég í bæjarfélagi sem hefur því sem næst ótakmarkað landrými og orku í formi heits vatns.  Það er ekki stór upphæð fyrir bæjarfélag að leggja fram 750 þús til að kanna hvort hægt er að koma á fót atvinnustarfsemi sem skapar 50-70 störf. 


mbl.is Leggja fé í ylræktarver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Bretinn orðinn óður?


mbl.is Áhættan af dómsmáli meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband