31.1.2011 | 17:43
Drama drottningarnar sýna sig.
![]() |
Vill ekki banna búrkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2011 | 17:07
Hvað með Sony?
Það er spurning hvort Android skákar Sony "stupit thing box" markaðssetningunni með þessu nýja stýrikerfi og býður upp á fjarstýringu í snjallsímanu sem fólk getur drepið tímann við að lesa sig til um. Sérfræðingar telja að slagurinn verði enn harðari á þessu ári. Markaðurinn muni kalla eftir enn meiri tækniþróun á borð við tvíkjarna örgjörva og þrívíddar skjái.
![]() |
Android skákar Nokia |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2011 | 23:56
Leiðarvísir Obama til Egypta.
These days, no popular movement goes without an Internet presence of some kind, whether it's organizing on Facebook or spreading the word through Twitter. And as we've seen in Egypt, that means that your Internet connection can be the first to go. Whether you're trying to check in with your family, contact your friends, or simply spread the word, here are a few ways to build some basic network connectivity when you can't rely on your cellular or landline Internet connections. Meira....
![]() |
Forsetinn geti slökkt á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 31.1.2011 kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2011 | 10:52
Bylting í Egyptalandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2011 | 15:15
Atvinnulaus athafnamaður.
Undanfarna mánuði hef ég verið atvinnulaus og hef verið óvenju fastur við tölvuna og bloggið. Í ársbyrjun 2009 breyttust aðstæður mínar mikið en fram að því hafði ég haft lítinn tíma til annars en að sinna þeim hugðarefnum sem komu upp á í sambandi við vinnu. En ég hef mest alla mína ævi verið í vinnu hjá sjálfum mér og rekið eigin fyrirtæki, oft með tilheyrandi starfsmannahaldi. Haustið 2008 breyttist þetta, verkefnin gufuðu upp og ég átti við líkamstjón að stríða sem tók mest allt árið 2009 að ráða bót á. En það er svo skrítið að þegar tíminn er nógur þá er eins og maður komi sér ekki í það að gera það sem alltaf stóð til að gera þegar tími gæfist.
Það að vera án vinnu er því ekki eins auðvelt og það gæti virst í fyrstu. Einhvernvegin verður að nota tímann og þegar hann berst að í eins stórum skömmtum og hann virðist gera þegar maður hefur ekkert við hann að gera getur það reynst yfirþyrmandi verkefni. Konan ber t.d. út póst og hef ég náð að smygla mér með henni þetta gefur mér u.þ.b. tveggja klukkutíma áríðandi gönguferð á hverjum degi, en stundum hef ég það á tilfinningunni að ég sé að ræna hana stórum hluta af hennar gönguferð. Þess fyrir utan les ég, grúska á netinu, blogga auk þess að þvælast á milli vinnustaða og trufla fólk við sín daglegu störf en þeim ferðum er betra að stilla í hóf ef allir eiga ekki að verða hundleiðir á manni.
Þar sem ég er uppalinn, skólaður og hef átt allan starfsferil minn í byggingabransanum er lítið við að vera þessi misserin því það virðast fá verkefni vera á lausu fyrir fimmtugan múrara, nema þá í Noregi. En þar hef ég verið að spyrjast fyrir, en þar er vinnuvikan um 38 tímar og ekki veit ég hvað ég ætti að gera við hina 130 tíma vikunnar. Því fer mikill tími núna við tölvuna og á blogginu í venjulegt dægurþras geðsstirðs manns sem hefur ekkert nytsamt fyrir stafni. Ég hef meir að segja stytt mér stundir við að lesa vísindalega úttekt á því að breskir karlmenn yfir fimmtugt skrifi að meðaltali 5 kvörtunarbréf á dag í geðillsku sinni. Það má því ætla að ég sé búin að ná meðalmennskunni hvað þetta varðar þegar ég hef sent frá mér 5 blogg á dag. En ég ímynda mér að það hljóti að vera mun meira gefandi að hafa starf við að rannsaka geðillsku karlamanna yfir fimmtugt en að geðylskast sjálfur við tölvuna. 
Þegar ég setti upp þessa bloggsíðu haustið 2008 lýsti ég sjálfum mér sem atvinnurekenda, draumóra- og áhugmanni um frelsi hugans og bjóst við að þetta yrði endingargóð lýsing. Þegar aðstæður voru orðnar það breyttar 2009 að hæpið væri að halda atvinnurekenda nafnbótinni breytti ég lýsingunni í athafnamaður, draumóra- og áhugmaður um frelsi hugans, eftir vandlega íhugun um hvernig auðnuleysingi gæti breyst í athafnamann. Sjá hér. En núna get ég lítið annað en bætt við atvinnulaus, framan við, athafnamaður. En eins og það er víst að 2 + 2 þurfa ekki að vera 4 frekar en mér sýnist, þá kemur bráðum vorið með blóm í haga og þá gerist það einu sinni enn að allt gleymist í tímaleysinu þegar sólarhringurinn á Íslandi verður bara ekki nógu langur.
![]() |
70,3 milljarðar í bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
kreppan | Breytt 30.1.2011 kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 18:15
Ríki Orwells í Egyptalandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 16:15
Löngu hætt að verpa.
Sem stjórnmálamaður og ráðherra til margra áratuga ætti Jóhanna að hafa dregið sig í hlé haustið 2008 , sem og margir fleiri stjórnmála menn sem enn sitja sem fastast á launaskrá þjóðarinnar. Ekki dettur Jóhönnu í hug að bryðjast afsökunar á 280 milljóna klúðri , enda smá aurar miðað við gjaldþrot Íslands. Líkt og áður á fólk ekki að leita sökudólga heldur horfa til framtíðar.
Það að Jóhanna skuli hafa verið gerð að formanni SF og forsætisráðherraefni á sínum tíma var hreint lýðskrum eins og öllum er orðið ljóst nema henni sjálfri. Ákvörðun SF var þvílíkur blekkingarvefur að helst má líkja við manninn sem fór til læknis og sagði honum að konan hans væri orðin eitthvað skrítin, hún héldi að hún væri hæna. Læknirinn rétti honum töflu glas og sagði; gefðu henni eina svona og þá mun þetta lagast. Þú ert nú eitthvað að miskilja þetta, sagði eiginmaðurinn við lækninn, við í fjölskyldunni þurfum egg.
![]() |
Biðst ekki afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 29.1.2011 kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2011 | 13:10
Til hamingju Ísland.
Og Haukur með sigurinn. Ekki það að fleiri tónverk hefðu ekki getað hæft stað og stund þegar elítan kemur saman til að fagna afrekum sínum..
![]() |
Haukur verður með fyrsta tónverkið í Hörpu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 08:50
Byltingin í N-Afríku og fjölmiðlar.
Netsamband og sms-þjónusta liggur nú niðri um allt Egyptaland, en þessi samskiptaform hafa verið notuð til að skipuleggja mótmæli víða í N-Afríku undanfarnar vikur m.a. Túnis.
Það er greinilegt að elítan á vesturlöndum á orðið sinn fulltrúa við mótmælin Egyptlandi en Mohamed ElBaradei, sem er handhafi Friðarverðlauna Nóbels mun taka þátt í mótmælunum. Því má búast má við að mótmælunum þar verði gerð góð skil í fjölmiðlum.
Það er athygliverð fréttaskýring á Aljazeera um byltinguna í Túnis og aðkomu fjölmiðla að fréttum þaðan. Í þættinum er meðal gefin sýn á ný fjölmiðlalög í Ungverjalandi sem fer nú með forsæti ESB. Ekki kæmi á óvart að þrengt verði að netinu og samskipta síðum þess víðar í heiminum í kjölfar þessara rósta í N-Afríku.
![]() |
Ráðherra varar mótmælendur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)