Það sem verður skattlagt næst.


mbl.is Eykur líkur á greiðsluþroti ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn geispar greiningadeildin.

Þeir gætu örugglega sparað talsverða peninga hjá Íslandsbanka með því að loka greiningadeildinni, og setja tengil á "before it´s news".  Það er leitun að annarri eins atvinnubóta vinnu og þar er stunduð, nema að þessi deild sé rekin í þeim eina tilgangi að blekkja almenning.

Það vita það allir að matarverð hefur farið hækkandi og mun hækka stórlega á næstunni, þessi greining er einungis samantekt á því sem allir, sem ekki eru algerlega úr tengslum við fréttir vita.   

Mig langar til að benda á stutta grein eftir eftir Valgarð Egilsson lækni um matvæla öryggi, sem birtist í Fréttablaðinu og á viðtal við Gerald Celente til mótvægis við  geispið frá greiningadeildinni.

 


mbl.is Landbúnaðarvörur hækka á heimsmarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moving Forward.


mbl.is Of dýrt fyrir Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að trúa á Darwin.

Það er greinilega ekki til vinsælda að trúa ekki á Darwin.  Það fékk stjörnufræðingurinn Martin Gaskell að reyna þegar háskólinn í Kentucky hafnaði honum um starf forstöðumanns nýrrar rannsóknarstofu á trúarlegum forsendum. 

Fyrir það eitt virðist honum hafa verið hafnað, að greina frá því á fyrirlestrum hjá hópum trúaðra háskólanema að hann ætti í engum erfiðleikum með að samræma biblíuna við þróunarkenninguna en það væru hins vegar meiriháttar gallar á kenningunni.  Þá mælti hann með við nemendurna að þeir læsu sér til í verkum gagnrýnenda þróunarkenningarinnar. 

Það þarf hvorki að lesa Biblíuna, Buddha eða nokkur trúarrit yfir höfuð til að getað tekið undir með sjónarmiðum Gaskell um að á þróunarkenningunni eru meiri háttar ágallar, til þess er nóg að líta í eigið hjarta.  Þessi afstaða Kentukcy háskóla sínir hverskonar trúarbrögð akademísk vísindi geta verið, þegar þeir  eru útilokaðir frá starfi sem mæla með við nemendurna að þeir lesi sér til í verkum gagnrýnenda þróunarkenningarinnar.  Með því er verið að útiloka aðra þekkingu en akademíunni er þóknanleg. 

 


mbl.is Sköpunarsinni fær bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullshit í boði BBC.


mbl.is Synti stanslaust í níu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn klýfur hún þjóðina.

Hvaða þjóð er sú gamla að tala um? kannski þessi 36% sem kusu? 
mbl.is Kemur ekki til greina að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erkifíflin sem settu Ísland á hausinn.

Þessar stjórnlagaþingskosningar sem hæstiréttur hefur nú dæmt ógildar hafa kostað ríkissjóð vel á annað hundruð milljónir.  Mikil er ábyrgð þeirra sem til þeirra boðuðu og sáu um framkvæmd þeirra.  Mér varð það á að segja þegar úrslit kosninganna voru ljós 28. nóvember s.l.  "fólk er fífl". 

Ég ætla að þrengja þessa skilgreininguna og segja það hámenntaða fólk sem fór með framkvæmd þessara kosninga séu erkifífl.  Ekki skrítið þó svona sé komið með allt þetta hámentaða úrval á fínu kaupi við að setja Ísland á hausinn í annað sinn á stuttum tíma.


mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsspár fyrir 2011.

Þeir eru ekki margir sem gefa út efnahagspárspár fyrir Ísland á mannamáli, nema ef vera skildi völva vikunnar.  En ef skoðaðar eru óháðar spár fyrir heiminn virðist margt geta gerst á þessu ári sem dregur úr neyslu almennings.  Ísland hlýtur að vera tengt umheiminum þrátt fyrir gjaldeyrishöft og aðra einangrun.  Þarf þá ekki að nefna annað en t.d. ferðaþjónustu sem hefur verið vaxtabroddurinn kreppunni.

Jóhannes Björn er með vangaveltur um efnahag heimsins 2011 á síðunni sinni http://www.vald.org/ hann telur meiri blikur vera á lofti en yfirleitt eru tíundaðar í fjölmiðlum og þá ekki síst í Kína.  "Þegar hagkerfi heimsins hrundi haustið 2008 kom berlega í ljós hvaða aðilar halda raunverulega í valdataumana. Atburðarásin sýndi glöggt að þeir einstaklingar sem leiddir eru til valda í lýðræðislegum kosningum ráða ósköp litlu þegar mikið liggur við. Þegar virkilega á reyndi gat peningaelítan gert sér lítið fyrir og rétt fólkinu tap upp á trilljónir-án þess að þurfa að breyta um lífsstíl í eina mínútu." lesa meira hér.

Einnig er alltaf gaman að hlust á Gerald Celenti, sem talar um efnahagsmál á mannamáli.  Hann spáir því að fólk muni endanlega vakna til vitundar um hver staðan í raun er á árinu 2011 .  Menntun leiðir ekki lengur til þess að fólk fær vinnu. Bankakerfið er á kafi í eigin skuldum, þar sem þeir ríku verða ríkari og almenningur borgar.

Dýrmæt þekking er fólgin í netinu, því baráttan mun fara fram á netinu og stjórnvöld mun reyna að hefta aðgang almennings.  Wikileaks er toppurinn á ísjakanum af baráttu stjórnvalda gegn tjáningarfrelsinu.

En það sem hann telur standa upp úr sem tækifæri ársins er; þekktu höndina sem fæðir þig.  Þeir sem hafa efni á eru tilbunir til að greiða fyrir gæða matvæli og fólk ætti að nota tækifærin til að rækta sinn mat sjálft.  Þetta og margt fleira má sjá í viðtali við Gerald Celente.

 


mbl.is Fjármálastöðugleiki enn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óráðsíuliðið sér sína sæng útbreidda.

Það er skarplega athugað hjá ASÍ að setja það á oddinn að hækka bætur, þeir vilja greinilega vinna fyrir fjöldann. 

Hryggstykkið í íslensku samfélagi er í hraðri mótun; þ.e. traustir ríkisstarfsmenn, starfsfólk sveitarfélaga, bótaþegar og þeir sem landið eiga að erfa.


mbl.is Fleiri fluttu út en hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur sólin fyrr upp?

IMG 0457

 

Vinur minn sem er 75 ára gamall fór að minnast á það núna snemma í janúar að honum finnist sólin koma fyrr upp á morgnana.  Þessi kunningi minn býr á landinu þar sem sólin kemur upp alla daga ársins.  Ég tók lítið undir þetta hjá honum en minntist á það að ég sem hef gaman að því að fylgjast með ljósaskiptunum út um minn frábæra stofuglugga hefði fundist sérstakt að sjá sólina skríða yfir fjöllin rétt fyrir áramótin fram að þessu hafði ég talið að geislar hennar næðu ekki inn til mín fyrr en 1 eða 2 janúar.  En taldi að núna hefði engin ský eða móða verið yfir fjöllunum þess vegna hefði ég séð sólina fyrr en ég mynntist til áður.

Svo rakst ég á undarlegt erlent blogg og fór að hugsa meira um þetta.  Næst þegar ég heyrði í þessum gamla vini mínum þá spurði ég hann betur út í þetta sem hann hafði minnst á.  Honum fannst greinilega svolítið kjánalegt að tala um þetta því þetta gæti eiginlega ekki verið.  En hann hefur hæð sem mið fyrir framan stofugluggann hjá sér sem hann sagði að sólin kæmist fyrr yfir en hún hefði gert áðu og að honum fyndist jafnframt dagurinn vera lengur bjartur en áður á þessum árstíma.

Þegar maður skoðar kenningar þeirra sem telja sig hafa orðið varir við þetta þá kemur gjarnan upp 2012  kenningar eða að segulpólarnir  hafi færst úr stað og þess vegna sé birtan öðruvísi en hún hefur verið. 

Reports that the Arctic sunrise in Greenland arrived two-days early on January 11th has shocked scientists the world over as this historic event leaves many wondering if, in fact, the End of Days are now truly here.

In a world where virtually nothing is a certainty (except death and taxes), the precession [a change in the orientation of the rotation axis of a rotating body] of the Earth in relation to the Sun and Moon has remained a constant throughout recorded human history, with the single exception being an ancient occurrence where the Sun was reported to have ‘stood still' in the sky for nearly 24 hours.
  Meira.

 

http://www.youtube.com/watch?v=kiSe9_B1N0Q


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband