Sauðfé

Nú fara sérfræðingar að sunnan með himinskautum og tala fyrir enn frekari útrýmingu sauðfjár. Sérfræðin á MAST seg­ir að aðgerðir gegn riðuveiki hafi borið mik­inn ár­ang­ur, eftir 40 ára raunverulegt árangursleysi. Nema meiningin sé að útríma íslensku sauðkindinni með öllu.

Í Bændablaðinu fyrir rúmum 2 árum var ágætis samantekt um búsetutölu suðkindarinnar á landinu bláa frá því sautjánhundruð og súrkál. Þar kemur fram að suðafé hefur sennilega aldrei verið færra en nú á fróni síðan í Móðuharðindunum þegar sauðfjár stofninn féll um 80-90%. 

Ef svipuð rökræði væri notuð yfir tölu skaðmenntaðra möppudýra yrði sennilega um rúmlega ranghverfa tölfræði að ræða. Suðfé á Íslandi var við upphaf riðuskurðarins fyrir rúmum 40 árum síðan hátt í 900.000 er nú um 300.000, -og hæpið að svo sé akkúrat í dag.

Ef meiningin var að gera sauðkindina að safngrip og koma heilu byggðarlögunum í auðn og kolefnisjafnaða hamfaraórækt ,lyfta um leið undir með kjötinnflutningi þeirra sem eru svo flinkir að panta, þá má kannski segja að skaðmenntaður niðurskurðurinn hafi borðið mikinn árangur.

Samantekt Bandablaðsins má sjá hér


mbl.is 200 þúsund kindur verið felldar vegna riðu síðustu 40 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slysaskot

Eins gott að portkona í Palestínu verði ekki fyrir skoti, þá væri viðbúið að feðraveldið og sá sem fyrst hverfur í stríði, fengi fokk eins og hver annar Friðrik við Arnarhól. Dreginn inn í Sódómu nútímans, svívirtur af Mammon á Valhúsahæðinni svo bókin seljist betur fyrir jólin.

Þeir sem eiga erfitt með að þreifa sig í gegnum fárið og ímynda sér fyrir hverju fábjánar dagsins í dag flissa ættu að lesa sér til í hinni helgu bók, t.d. um hrun múra Jeríkó eða níðingsverkið í Gíbeu. Það er akkúrat aðdáun fyrir svoleiðis andakt í gangi þessi misserin.

Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar sá sagna besti fer fyrir ofan garð og neðan. Hvað þá út um þúfur blóðskammar blætis þess klára. Þá er stutt í að flissað verði vandræðalega úti á túni eins og hvert annað kynáttað skoffín sem gleymdist að kenna sódómískan masókisma í skóla.

Þannig er nú komið fyrir þeirri bókmenntaþjóð sem taldi sig í gegnum tíðina umburðarlinda og friðsama. Hún er stödd á flæðiskeri úti í miðju ballarhafi og tekur þar þátt í þjóða- og mannorðsmorðum í besta falli með þögninni.

Á meðan sprengjunum rignir yfir blessuð börnin suður með sjó. Fokkar hún hástöfum formælandi fyrirvinnunni og feðraveldinu við Arnarhól á meðan fábjánarnir við Austurvöll núa flissandi saman lófunum yfir öllum ferðapunktunum og flækingunum.

Aumara verður það varla – Guð blessi Ísland.


Úr sólkerfum himnanna

Þegar kropið er við tákn óendanleikans, lýtur allt lögmáli alheimsins. Sé þar sóst eftir breytingum þá má finna lykillinn. Með vitneskjunni kemur svo ábyrgðin á því að útdeila, -þér verður sýndur vegurinn.

Þetta er einfalt. Í alheiminum er regla þar sem bæði hreyfing himintunglanna og náttúrunnar fara saman við mannshugann. Huga sem er í sínu rétta ástandi þegar hann er í samhljómi við almættið, svoleiðis hugur er tímalaus.

Lífið er tjáning hugans. Þú ert skapari þinnar tilveru, sem maður ertu frjáls til að vera í hverju því hugarástandi sem þú óskar í gegnum hugsanir þínar og orð. Það er mikið vald í þessu fólgið, -og hvort því fylgir blessun eða bölvun.

Árangur ævinnar er afsprengi hugsana. Hugsanir eru undanfari aðgerða, -aðgættu því hvað þú hugsar. Taktu eftir sjálfsvorkunnunni, öfundinni, græðginni, hræðslunni og öllum þeim viðsjám sem valda sjálfinu sársauka og óþægindum.

Auk þessa er annað sem þú hefur algjört sjálfsforæði yfir, -það er viðmót þitt. Taktu eftir hvaða áhrif það hefur á þá sem í kringum þig eru. Þar muntu sjá að sérhvert líf er tengt öðru lífi.

Viðmót þitt og orð valda viðbrögðunum eins og þegar steini er kastað í lygnan vatnsflöt. Ef hugsanir þínar eru hreinar munu orð þín streyma frá hjartanu og skapa gárur kærleikans.

Þannig ef þú í raun villt ráða lífi þínu, verðurðu að ráða huga þínum. Ástæðan er mikilvægasta verkfærið, býr til andrúmsloft skilnings og leiðir til væntumþykju sem er skilyrðislaus kærleikur.

Vegna breyskleika hugans, -sem á svo auðvelt með að missa sjónar af því fyrsta sem hverfur í stríði, -höfum við barnsaugun til að minna okkur á bæn til Guðs.

 

25


Rímspillir

Það að vera ekki áttaður á stað og stund eru álitin merki um alvarleg glöp. Nú eru veturnætur og stutt í fyrsta vetrardag og hafa sjálfsagt flestir tekið eftir því að hann er í síðasta lagi þetta árið. Sumum finnst sennilega að hann hefði átt að vera fyrir viku.

Þetta kemur til vegna þess að í sumar var sumarauki og árið 2022 endaði á laugardegi, síðan er árið 2024 hlaupár. Þess vegna er svo kallað rímspilliár. Gamla íslenska tímatalið var stundum kallað rímið og átti að vera það einfalt að hægt væri að telja tímann á fingrunum.

Ýmsar aðferðir voru notaðar við að rétta af árið sem taldi 52 vikur í 12 30 daga mánuðum.  Á hverju sumri voru fjórar aukanætur og viku sumarauki sjöunda hvert ár. Þessar afréttingar þurftu að eiga sér stað svo tíminn gengi upp í sólárið til lengri tíma.

Allt á að vera gott sem kemur að utan, en frá Róm kom Júlianska tímatalið, sem kallað var gamli stíll, og svo það Gregoríska sem tók við þegar það Júlianska var komið út yfir öll mörk hvað sólarganginn varðaði. Á 28 ára fresti varð svo að endursetja rímið eftir að Gregoríska tímatalið kom til, sem var tekið upp um 1700, annars ruglaðist fólk í heims tímanum.

Gregoríska hlaupárs tímatalið er það sem nútíminn notar, -og af afréttingum þess og mismuninum á því hvernig gamla íslenska tímatali fór með afréttingar kemur máltækið að ruglast í ríminu. Þessi 28 ára sumaraukaregla var samt ekki algildari en svo, að ef þessi síðasta árs laugardagsstaða hitti á næsta hlaupár átti hún ekki við, -einfalt er það ekki.

Þetta gamla íslenska tímatal var annars mjög nákvæmt með allt nema áramótin, enda kom það frá órofa alda. Áramót gátu allt eins verið um hásumar eða fyrsta vetrardag, rétt eins og kvótaármót fiskveiðikerfisins eru fyrsta september. Merkisdagar gamla tímatalsins lutu íslenskum veruleika og var notað allt fram á 20. öld af stórum hluta almennings.

Það er ekki svo auðvelt að ruglast í ríminu nú til dags þegar dagatöl eru allstaðar, -og öll eins. Á skjánum nórir klukkan, dagsetningin og árið, -það Gregoríska. Fram að digital skjánum voru upphengd dagatöl á áberandi stað þarfaþing á hverju heimili. Og ennþá er til fólk sem þarf sitt dagatal meir að segja til að rífa af á hverjum morgni og henda gærdeginum í ruslið. Matthildur mín er t.d. ein af þeim.

Þess vegna hefur alltaf verið til siðs að eignast kubb með dögum ársins á okkar heimili. Þessir dagatalskubbar eru enn framleiddir af Prentsmiðju Guðjóns Ó, og er sjálfsagt orðin það lítil eftirspurn eftir þessum forngripum að þeir eru orðnir fokdýrir, kosta fleiri þúsund kubburinn og þarf að biðja sérstaklega um þá í betri bókabúðum þar sem þeir eru afgreiddir undir borðið.

Í byrjun okkar búskapartíðar var þessum kubbum dreift frítt, svo til í hverju kaupfélagi landsins, á spjaldi með nafni kaupfélagsins, ártali og oftast fallegri sumarmynd úr heimabyggð. Síðar komu stóru Eimskips dagatölin með stórbrotnum landslagsmyndum vítt og breitt af landinu við hvern mánuð, sem mér tókst stundum að útvega í gegnum sambönd. En Matthildur mín vildi ekkert með þau hafa. Þó svo Kaupfélag Berufjarðar hafi farið á hausinn fékk hún sinn dagtals kubb þá bara hjá Kaupfélagi Austurskaftfellinga.

Sagt var að eitt sinn hafi það komið fyrir hjá Kaupfélagi Héraðsbúa að kubbur frá árinu áður hafi lent í umferð með spjaldi nýja ársins. Þetta á að haf gerst fyrir samviskusemi starfsmanns sem vildi af nýtni klára kubbana frá því árið áður og lét Jökuldælinga hafa þannig dagatöl. Þeir áttu lengst að fara og gátu auk þess allt eins verið í viðskiptum við sláturhús Verslunarfélags Austurlands, sem var fyrir norðan Fljót í N-Múlasýslu, og því átt örðugra með að fá skrifað í KHB sem var fyrir austan Fljót í S-Múlasýslu.

Þetta varð til þess að sumir Jökuldælingar, sem fengu Kaupfélags Héraðsbúa dagatalið, rugluðust í ríminu og áttu það til að mæta í kaupstað á rúmhelgum dögum það árið. Kannski er það þess vegna, sem stundum var sagt í mínu ungdæmi, þegar úr voru algengar fermingargjafir, að betra væri að gefa dagatal í fermingargjöf á Jökuldal en úr, miðað við tímaskinið á Dalnum.

Ég sel þetta samt ekki dýrara en ég keypti. En samt sem áður kom það upp núna að minnstu munaði að þorrablótið á Egilsstöðum, sem alltaf er haldið á bóndadag - fyrsta dag þorra, yrði sett á og auglýst viku of snemma. Kom þetta til vegna þessa gamla rímspilliárs. Rímspillirinn kom mér samt ekki á óvart því ég hef hvorki notast við kubb né gengið með úr í gegnum tíðina, hvað þá snjallsíma.

Það kom svo til umræðu í kaffitíma á mínum vinnustað hvernig á því gæti hafa staðið að bóndadagurinn færi út yfir öll mörk og þorrin hæfist svona seint þetta árið, -eða þannig. Ég var fljótur að upplýsa félagana um að þetta hefði með sumarið í sumar að gera sem gerði þá reyndar bara ruglaðri í ríminu.

En málið er að ég hef verið fornari en bæði hún Matthildur mín og Jökuldælingarnir þegar kemur að stað og stund, og mæti oft þar sem engin átti von á, allar síst ég sjálfur. Verð mér samt árlega út um Almanak hins íslenska þjóðvinafélags, og vissi því að í sumar var sumarauki mitt í öllum dumbungnum, -í því almanaki get ég auk þessa fylgst með tunglinu og sjávarföllum í austfjarðaþokunni.

Það kom fyrir að ég átti samræður við norska vinnufélaga mína um gamla tímatalið, sem ég taldi norrænt, þegar ég var í Noregi. Þeir könnuðust ekki við þetta tímatal og töldu jafnvel að það væri fleipur í mér að kenna það við norðurlönd því sjónvarpið þeirra segir annað. Síðan hef ég komist að því að þetta íslenska tímatal getur allt eins átt upphaf sitt í Babýlon.

Svo merkilegt sem það nú var þá könnuðust vinnufélagar mínir, sem voru innflytjendur í Noregi og komu frá Afganistan og Súdan, frekar við þetta gamla íslenska tímatal. Á Valentínusardegi kom eitt sinn til umræðu vegna spurningar frá norskum félaga hvort heimalöndin héldu upp á þann dag. Ég sagði frá konudeginum á Íslandi sem væru á mánaðarmótum þorra og góu sem hliðstæðum.

Þá kom fram hjá félaga frá Afganistan að þar voru áramót á sama tíma og Þorri og góa mættust á Íslandi. Á sumardaginn fyrsta datt mér svo í hug að spyrja þennan félaga að því hvort þá væru mánaðarmót í Afganistan, hann gluggaði í snjallsímanum sínum og sagði svo; „ja det gjør“.

Þó ruglast sé í ríminu á stund og stað í snjallvæddu neysluþjóðfélaginu, þá er rétt að hafa það í huga að gamla tímatalið var notað við að mæla hina raunverulegu hringrás tímans.

 

Degi hallar

haustið kallar

á vetur í myrku

 

Sálin saknar

þar til vaknar

vor með birtu

 

Lífið fagnar

aldrei lastar

í sumar blíðu


Það er allt á leiðinni til helvítis

sagði félagi á andaktinni fyrir vinnu í morgun, um leið og hann rauk út af kaffistofunni, enda hitablásarinn farinn að leka. Þið þurfið ekki að panta hádegismat fyrir mig, kokkurinn er pólskur og þarna eru orðnir eintómir fábjánar; -sagði hann um leið og hann skellti dyrunum. Nú jæja sagði annar vinnufélagi svo það hefur gleymst að senda rabbabarasultuna með matarbakkanum í gær.

Mér varð svo á að leggja við hlustir þegar loftslagsváin var útlistuð á gufunni, vegna þess að betur stæður Amerískan hefði þurft að selja húsið sitt á Miami Beach og yfirgefa ströndina vegna hamfarahlýnunar. Reyndar var það ekki vegna þess að yfirborð sjávar hækkaði svo mikið, heldur var það hækkandi fasteignatrygging sem flæmdi hann til fjalla.

Gáfnaljósið, sem rætt var við í fréttinni og sennilega hefur alist upp við valkvíða, sagði að við Ísslendingar yrðum að gera okkur grein fyrir afleiddum áhrifum hamfarhlýnunarinnar og við henni þyrftu stjórnvöld að bregðast með loftslagsaðgerðum, því það væri aldrei að vita hvenær hrísgrjónin hækkuðu líka.

Í fréttinni á undan var rætt við gamla gálu frá því í hruninu, um hversu ófriðvænlega horfir í heiminum, en reynt hefur verið ítrekað að koma henni fyrir á launaskrá hjá alþjóðastofnunum. Allt frá því að hún tók þátt í að setja Íssland á hausinn um árið sem málsvari útrásarvíkingana.

Það tókst svo loksins að koma enni fyrir sem stríðsmála talsmanni. Hún sagðist í stuttu máli heyra þeirri kynslóðar til, sem hefði alist upp við kaldastríðið og vissi því hvað til síns friðar heyrði í heiminum. En virtist ekki gera sér nokkra grein fyrir að fölsku tennurnar glamra varla mikið lengur í kaldastríðskumlinu. -Einmitt, sú sem sagði þið eruð ekki þjóðin.

Já ég held ég verði að taka undir með félaga mínu. Guð blessi Ísland.


Þetta er nú meiri helvítis þvælan

Nú hefur litli ræðuskörungurinn úr Heimdalli farið með himinskautum í hvítu nælonskyrtunni  sinni tvo daga í röð.

Í gær var það hvernig bæta mætti í manneklu eftirlitsiðnaðarins og dag er það loftslagsváin sem hann líkir við hitaveituna á dögum afa og ömmu. Já lengi má böl bæta með því að benda á annað verra. Þetta er jú keppnis í fáviskufabrikkunni.

Ég mæli samt með því að litli ræðuskörungurinn byrji á því að fá skófluna hans afa gamla og grafi sig inn í næsta hól, komi svo fyrir hitamæli utan á hólnum og fari svo reglulega út til að lesa af honum, svona ca tvisvar á dag, það sem hann á eftir ólifað.

Hann getur komið út í nælonskyrtunni með sólgleraugun og talið sólskinsdagana og einkaþoturnar í leiðinni, en í öllum guðanna bænum grjót haldi kjafti, og hætti allri helvítis loftslagslyginni sem hann básúnar eins og hver annar álfur út úr hól á Íslandi upp úr spálíkani að utan.


mbl.is Sláandi en ekki óvæntar niðurstöður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð minn almáttugur

og allar kontórar nú þegar stút fullir af fábjánum, ja hérna hér, lengi má á bölið bæta með því að búa til annað verra. Eftirlitsiðnaðurinn nú orðin undirmannaðar og þetta rétt svo komið af starfshóps stiginu.

Og hvernig fer þetta svo með húsnæðisvandann verður ekki að skipa rýnihóp til að fara yfir það áður en málið verður sett í nefnd og ákveðið hver á að hafa eftirlit með öllu byggingaeftirlitinu og hvað margar háskólagráður þarf til þess?

Ekki verður annað séð en að það þurfi að flytja inn fjöldann allan af erlendum vinnuandi höndum til að byggja upp og þrífa fyrir eftirlitsiðnaðinn, svo ég held ég haldi bara áfram að steypa fram í rauðann dauðann.


mbl.is Vill fjölga eftirlitsstörfum á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó, lands vors guð

Það Ísland, sem við kölluðum ættland, er horfið í rót órofa alda. Og nú hefur það raungerst, sem Guðjón kallar stýrðu andstöðuna, -hún hefur komist klakklaust á varamannabekkinn.

Engin þarf lengur að tala fyrir því sem skiptir máli, -hvað þá úrsögn úr flokknum eða EES. Stólaskiptin eru orðin staðreynd og ég get sagt við Ingólf "I told you so".

“Formaðurinn getur þá dregið til baka úr þinginu bókun 35, sem engu skiptir, því þetta lið samþykkir hvort eð er allt á færibandi frá unioninu. Þannig getur flokkurinn haldið andlitinu vegna nafns síns og arfleifðar gagnvart kjósendum í næstu kosningum.”

Eftir þær kosningar sameinast svo hrunflokkarnir um tveggja flokka stjórn. Síðan verður skömmtuðum sætum við háborð glóbalsins útdeilt til valinna á kostnað fullveldis lítillar þjóðar.

 

Eftir of stóran skammt af engu

er nú setið við dánarbeð draums,

– drepnir tittlingar með brostnum vonum –

þeim er áræði æskunnar gaf vængi

líkt og sunnan þeyr.

 

Öll fyrrum framtíðar áform

eru nú andvana fædd

– hljóð í ódáins frelsi.

 

Dropinn sem holaði steininn

fer nú einn af öðrum í vaskinn

– úti við dumbshaf í helsi.

 

Eitt eilífðar smáblóm

– nú í glötun kastað –

tilbiður guð sinn og deyr.


Fordæming

Tönn fyrir tönn,

auga fyrir auga.

 

Við sem bak við fjöllin

úr fjarlægð fordæmum,

í glamri falskra tanna

kaldastríðs kumlsins.

 

Þegar himnarnir hrynja;

– halda þá hugsanir

sálinni andvaka?

– hvað verður um börnin

í siðblindu kófinu?

 

Augu fyrir auga,

tennur fyrir tönn.


Fréttaskýring

Það er ekki að undra að fólki sé brugðið yfir stríðsyfirlýsingum venjulegs fólks og það í beinu kastljósi íslenskra fjölmiðla.

Ekki það að ég hafi horft á þær vinkonurnar krossbregða og ákalla Guð á ríkisfjölmiðlinum, -eða hafi yfir höfuð fylgst með í medíunni hvað er að gerast fyrir botni Miðjarðarhafs.

Í gær fékk ég samt fréttaskýringu senda á mailið mitt sem skýrir kannski orð Falasteen.


mbl.is Diljá illa brugðið yfir orðum Falasteen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband