28.2.2022 | 15:56
Moðreykur
Nú vafrar Gnarrinn um í moðreyk í eitt skiptið enn, sem alls ekki þarf að koma á óvart. Honum finnst rétt að leggja íslenskum viðhlæjendum sínum úr jafnaðarfasismanum lið. Þau hafi á réttu að standa með stríðsæsingabrölti sínu svo Pútín verði stöðvaður.
Hann fabúlerar meir að segja um ISIS og skinsamleg skandínavísk gildi sem tóku þátt í að sprengja Líbýu aftur á steinöld, og er orðin ósammála pabba sínum, sem fór í Keflavíkur göngu undir slagorðunum Ísland úr NATO og herinn burt.
Sjálfsagt er hann að skýrskota til femininsku fasista fraukanna sem fóru stórum á götum úti í gær, á mótmælum eftir að hafa lokað á öll skoðanaskipti nema þá þau einu réttu s.l. tvö ár, og lokað þegna sína á bak við pestarpinnana. Sá í gær að einhverjar af þessum geldhænum gáfu leifi til að ungir karlmenn færu til Úkraínu með símanum sínum til að berjast við Rússa.
Í dag lauk ég drepsóttar inniverunni og fór ég til vinnu í morgunn. Hitti hann Pavel vin minn sem setti mig niður á jörðina hvað Úkraínu deiluna varðar. Rétt eins og Gnarr þá var hann komin upp á kannt við pabba sinn, sem er af Úkraínskum ættum, en sér samt ekki að NATO og ESB sé beinlínis með lykilinn að lausn fyrir Úkraínumenn.
Það sem verra var Pavel sýndi mér myndir úr símanum sínum af því sem er að gerast off the record í Úkraínu og verð ég að segja það eins og er að ég er ekki búin að ná mér enn og á ábyggilega seint eftir að jafna mig. Þetta er stríð Maggi sagði Pavel, þegar hann sá hvað ég fölnaði, -svona fer það fram.
Ef einhverjum hefur orðið flökurt á að sjá geldhænur afhöfðaðar þá voru myndskeiðin í símanum hans Pavels þess eðlis að Ísland ætti aldrei að ljá máls á öðru en að taka þátt í friðsamlegri lausn. Þar er ég sammála gömlu feðraveldis friðarsinnunum.
![]() |
Jón Gnarr hefur tekið NATO í sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2022 | 06:16
Þegar ég fékk drepsóttina
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá lesendum þessarar síðu að síðuhafi hefur ekki trú á kóvítinu. Seint s.l. sunnudag heimsótti mig slæm lumbra, sem brast á eins og hendi væri veifað, þannig að ég varð allur lurkum laminn. Svona lumbrur taldi ég mig hafa fengið áður, einu sinni orðið ógangfær og oftast bólgin af bjúg.
Sem betur fer hef ég yfirleitt verið orðin rólfær til vinnu daginn eftir, en svo var ekki á mánudaginn, -rétt náði að staulast á milli stóla. Ég er fyrir löngu búin að greina hvað veldur, tengi þetta ákveðnu ruslfæði sem ég forðast yfirleitt að éta rétt eins og rottueitur. En á sunnudaginn hafði ég ekki staðist freistinguna.
Vegna ástands míns mánudagsmorgni leist Matthildi minni ekki á blikuna og kom snemma heim frá vinnu, leitaði eftir lækni, að fengnu mínu samþykki auðvitað þar sem svona lasleiki hafði venjulega tekið viðsnúning eftir nóttina. Vegna greiningar minnar og hjartaáfallsins um árið virtist þetta því rökrétt ákvörðun.
Nú rýkur engin til læknis sí svona orkulaus, óbólusettur á náttfötunum og ó pcr prófaður, eða svo var allavega á mánudaginn. Þannig að niðurstaðan varð sú að sendur var sjúkrabíll. Í þann mund þegar Matthildur sagði að sjúkrabílnum hefði verið parkerað framan við blokkina birtust tvær lafmóðar geimverur inn á rúmgafli og mér varð ekki um sel.
Fljótlega kom í ljós að þetta voru grímuklæddir sjúkraflutningamenn í geimfarabúningum. En hvorugur þeirra var læknir. Annar kynnti sig með nafni en hinn heilsaði mér með nafni og þekkti ég þá röddina þó svo að ég greindi ekki hver væri í gegnum múnderinguna.
Þarna var komin ungur vinnufélagi úr steypunni, sem ég hafði ekki hitt um tíma, og hafði sagt mér þá að hann hefði áhuga á að gerast sjúkraflutningamaður, -þegar ég akiteraði fyrir steypunni. Eftir stuttan formála um að ég yrði fluttur til læknis, sem myndi ræða við mig í sjúkrabílnum fyrir utan heilsugæslustöðina, höfðu þeir fumlaus handtök við að flytja mig niður stigaganginn út í bíl.
Þegar komið var í bílskýlið á heilsugæslunni var mér sagt að nú þyrfti að taka hraðpróf. Ég reyndi að malda í móinn með upphaflegum tilgangi ferðarinnar en allt kom fyrir ekki. Þegar fyrr um félagi minn var búin að taka prófið, sem honum fórst vel úr hendi, og bíða um stund kom, -a ha kóvít.
Áfram reyndi ég að umla um hvers vegna óskað hefði verið eftir viðtali við lækni, að ég væri að auki svokallaður undirliggjandi hjartasjúklingur og hefði áhyggjur af því ástandi mínu þrátt fyrri að vita að ég hefði étið það sem fyrir mér væri rottueitur, af álíka óvitaskap og sá sem dælir dísel á bensín bíl í þriðja sinn.
Eftir japl, jaml og fuður var ákveðið að sjúkraflutningamennirnir tækju lífsmörk. Ég gat sem betur fer aðstoðað félaga minn úr steypunni hvernig blóðþrýstings mælirinn ætti að snúa. Það var ekki eins gott með hjartalínuritið, enda sagði hann að þetta væri alibaba drasl sem væri keypt á netinu. En í þriðju tilraun virkaði dótið og allskonar krass á strimlum flæddi um bílinn.
Seint og um síðir bættist þriðja geimveran við inn í sjúkrabílinn og sagðist vera læknirinn og að ég væri sennilegast með kóvít. Ég hélt áfram að jamla um rottueitrið, sem mér hefði orðið á að éta í óvita skap, bjúginn, sem ég væri útblásinn af, -orðinn tútinn og blóðsprengdur í framan eins og gamall róni. En það sást nú náttúrulega ekki í gegnu grímuna sem búið var að reima fyrir smettið.
Læknirinn í geimverubúningnum sagði að kóvítið væri ekki til að bæta neitt af þessu sem ég taldi upp og mælti með pcr próf til að fá endanlega úr kóvítinu skorið. Þar að auki væri ég óbólusettur, þannig að líklega ætti ég eftir að verða enn veikari fyrir vikið.
Síðan spurði hún mig hvort ég treysti mér til að vera heima og þau myndu hringja í mig af heilsugæslunni til að fylgjast með hvernig ég hefði það þangað til pcr prófið lægi fyrir, eða hvort ég vildi verða sendur strax á sjúkrahús. Ég sagðist vel treysta mér til að vera heima. Það væri nú ekki málið, þau yrðu bara að skutla mér heim því ég væri á náttfötunum.
Eftir að heim kom og sjúkrabíllinn var opnaður og ég steig út þá flæktust alibaba hjartalínuritin um fæturna á mér, sem alveg hafði gleymst að líta á, -enda varla nokkuð á þeim að græða, -fuku svo út um víðan völl. Geimverurnar silgdu á eftir þeim um bílaplanið eins og segskútur í sunnan sjö til að tína saman enda fyrstu vindhviður óveðurslægðarinnar, sem gekk yfir landið á mánudaginn var, komnar á kreik.
Ég staulaðist upp stigana í blokkinni til hennar Matthildar minnar og sjúkraflutningamennirnir skottuðust með töskuna á eftir, sem Matthildur mín hafði sett ofaní ef ég þyrfti á sjúkrahús. Þeir minntu mig á, um leið og þeir kvöddu, að fara í pcr prófið daginn eftir, -um leið þakkaði ég þeim vel unnin störf.
Sem betur fer tók hitinn, bjúgurinn og verkirnir að hjaðna fljótlega eftir læknis heimsóknina, og að heim var komið, með skammti af panodil samkvæmt læknisráði. Þetta ástand varði því bara nokkrum klukkustundum lengur í þetta sinn en vanalega.
Á þriðjudags morgni gat ég meir að segja dregið hring af fingri, sem er ágætis mælikvarði á bjúginn, þar að auki gengið rösklega um gólf með súrefnismettunarmælinn, sem ég fékk heim með mér á öðrum fingri, og hitinn var komin niður í það eðlilega.
Þá hringdi í mig læknir af heilsugæslunni til að spyrja hvernig ég hefði það í kóvítinu og til að minna mig á pcr prófið. Fræddi mig á því að kóvítið ætti það til að fara versnandi og vera verst á sjöunda degi hjá óbólusettum og því nauðsynlegt að stimpla sig með staðfestu pcr prófi inn í kerfið. Ég sagði honum að ég hefði það bar ágætt, en hérna væri einhver misskilningur á ferðinni ég hefði komið út af allt öðru er en áhyggjum af kvefi.
Það hefði bara ekkert verið hlustað eftir pinnaprófið. Ég ætlaði samt ekki að standa úti í nepjunni í biðröð í snjóskafli niðri á nesi daginn eftir að hafa verið keyrður ósjálfbjarga í sjúkrabíl vegna bráðsmitandi drepsóttar. Ég myndi hafa það fornkveðna í heiðri, halda mig heima á meðan kvefið rjátlaði af mér og fara vel með mig þessa vikuna.
Og nú bíð ég á milli vonar og ótta hvað gerist hinn sjöunda dag.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.2.2022 | 07:32
Pútín á þrumuvagni líkt og Þór
Það hefur verið ámátlegt að fylgjast með fréttum þessa vikuna. Þar hefur innrás Rússa í Úkraínu verið efst á baugi. Vestræn ríki hafa mokað vopnum í Úkraínuher. Hótað Púltin digurbarkalega og heitið Úkraínu stuðningi, -um leið sigað út á foraðið. Pútín sagðist ætla að taka héruð hliðholl Rússum en brunar svo óvænt beint til Kiev til að berja á hrímþursum sem hann segir vera nasista.
Þegar á reynir virðist það sama vera að gerast í Úkraínu og Afganistan s.l. sumar. Vestræn gildi ná ekki forða sér nógu hratt undan stóru orðunum upp í næstu flugvél áður en allt er um seinan. Við hverju öðru var að búast? Ef Rússar skrúfa fyrir gasið slokkna ljósin í Evrópu.
Það var aldrei raunhæft að loka fyrir viðskipti Rússa með því að beita viðskiptaþvingunum. Hvernig á þá að vera hægt fyrir Evrópu að borga þeim fyrir gasið? Grettir Ásmundsson var aldrei talin gæfumaður en hann hafði þó gáfur til að vita að illt er að eggja óbilgjarna og ódrengjum lið að veita. Nú sitja íbúar Úkraínu eftir með sárt ennið í einsemd sinni og upplifa svikin.
Við Íslendingar ættum að þekkja einmanaleikann sem því fylgir frá því haustið 2008. Megi heilladísirnar verða íbúum Úkraínu jafn hliðhollar og okkur þá. þegar makríll flaut að ströndum landsins, Eyjafjallajökull blés eimyrju yfir þá sem á okkur hryðjuverkalögin settu og ferðamenn komu fljúgandi af himni ofan. Rússar keyptu þá makrílinn svo viðskiptaþvinganir hryðjuverkjaðra vina okkar bitu ekki.
Eins og Grettir sagði; illt er að eggja óbilgjarna og ódrengjum lið að veita.
![]() |
Innrásin geti haft skaðleg áhrif á Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.2.2022 | 08:19
Baulaðu nú Búkolla mín
Nú er svo komið að ráðamenn íslenskrar þjóðar keppst við taka þátt í fordæmingu og refsiaðgerðum með þjóðum sem settu hryðjuverkalög á Ísland og ætluðu íslenskum almenningi að greiða skaðabætur sem helst mátti líkja við stríðskaðabætur Þýskalands nasismans.
Þó svo engin ástæða sé til að lofsama framferði Rússa í Úkraínu, þá er rétt að minnast þess að þeir létu svona trakteringar liggja á milli hluta, þó þeir hafi verið sagðir svíkjast um að veita rússneska lánið þegar Seðlabankinn var tæmdur um árið.
Best í ljósi sögunnar væri að sína hlutleysi í deilum þar sem Ísland hefur hvort sem er enga burði til að ráða farsælum lyktum og skaðast á því einu að vera virkur deiluaðili hvernig sem allt veltist. Já baulaðu nú Búkolla mín hvar sem þú ert, -sagði sonur karls og kerlingar um árið.
Það er margt sérkennilegt í kýrhausnum nú baular flissandi kýrhausinn með strípaðan skuldahalann í fávisku sinni eftir pöntun tröllskessu að utan, þeirrar sem hélt Íslandi í gíslingu með hryðjuverkalögum í heilt ár, á meðan helferðahyskið og náhirðin bar þúsundir fjölskyldna landsins út á Guð og gaddinn
![]() |
Katrín: Fordæmum harðlega þessa innrás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.2.2022 | 07:56
Lögbundinn þjófnaður
Þarna er náhirðinni rétt lýst, enda mun auðveldara að stela ef ekki þarf að horfast í augu við þann sem á þýfið. Greiðslur í lífeyrissjóði hafa sýnt sig sem lögbundinn þjófnaður í gegnu tíðina. Því þykir náhirðinni rökrétt að þeir sem með þá fari teljist hæfir.
En ég er ekki viss um að viðundrin í Seðlabankanum kippi þessu í liðinn þrátt fyrir tiltrú verkalýðsforingja, honum væri nær að hætta að semja um þjófnaðinn. Í Svörtuloftum hafa menn haft allan tíma veraldar við að horfa í gegnum fingur sér með náhirðina í stjórnum sjóða launafólks.
Það þarf ekki annað en að benda á United Silicon og vörslusjóði Arion banka til átta sig á hverskonar hæfileika er verið að krefjast. Svo ekki sé nú minnst á Íslenska lífeyrissjóðinn sem var í vörslu Landbankans í hruninu.
![]() |
Hrekja venjulegt fólk út úr stjórnunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.2.2022 | 07:36
Bjarmaland
Þá hefur Pútin lagt upp í sína Bjarmalandsför til varnar lýðræðinu. Hver hefði trúað því skömmu eftir fall Sovétríkjanna að Rússland væri í þessu hlutverki. En vestur Evrópa, undir hæl ESB, komin í stöðu fyrr um Sovétríkja, -og það sem kannski verra er, öll komin undir hæl jafnaðarfasita og stríðsglæpamanna.
Íslensk stjórnvöld hafa samsamað sig við ESB í stað þess að halda friðinn með hlutleysi, sem er það eina sem Ísland gæti hugsanlega haft fram að færa. En nei, gamlir herstöðvaandstæðingar hafa marserað flissandi um víðan völl undir handleiðslu NATO og ESB stundandi stríðsglæpi. Írak og Lýbía sælla minninga.
![]() |
Pútín varar við hærra matvælaverði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
20.2.2022 | 15:52
Vetrarríki á 69°N
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að nú er vetur á landinu bláa. Veturinn hefur í gegnum tíðina fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að þreyja Þorrann og Góuna. Nema þá að fólk drífi sig á ströndina til Tene eða í Alpana á skíði. Aldrei hef ég skíðamaður verið hvað þá komið til Tene og því hefur veturinn verið meira þorrinn og Góan. Þó lærði ég betur að meta veturinn á 69°N og þá náttúrulega aðallega við steypu auk þess að glíma við að ná myndu af fyrirbærinu.
Á 69°N lenti ég í verkefni fyrir samískt safn eða réttara sagt bóndabæ sem gerður hefur verið að safni "kyst sama" en svo nefndust samar sem höfðu fasta búsetu. Norskur vinnufélagi hafði sagt mér að enn væru til samar í Troms sem hafa hreindýr til að fylgja og voru það tvær hjarðir. Þessir samar hafa rétt frá fornu fari til að ferðast með hreindýrahjarðirnar óheft. Kyst samarnir eða strandsarmarnir höfðu ekki hreindýr eða tjöld þeir bjuggu á sínum bæjum með sinn bústofn.
Talið er að til séu einhverstaðar á milli 50.000 - 80.000 samar og að um 40.000 þeirra búi í N. Noregi, annars nær þeirra búsetusvæði yfir Noreg, Svíþjóð, Finnland og Rússland. Samarnir hafa svolítið austur Evrópu útlit, ljósir yfirlitum með há kinnbein, ljós augu og allt annað tímaskin. Kannski eitthvað svipað og stundum var sagt um Jökuldælinga í denn, -að það væri tilgangslaust að gefa þeim úr í fermingagjöf, dagatal kæmi sér betur.
Veturinn 2013 var dæmigerður N. Norskur vetur á 69°N. Þennan vetur kynntist ég Sömum þegar við vinnufélagi minn frá Súdan hlóðum upp fyrir þá fjósmúrinn á Gallogiedde í Evenesmarka. Matthildur mín dvaldi hjá mér um tíma þennan vetur. Þetta tvennt varð til þess að ég kynntist vetrinum betur en bara við að þreyja Þorrann og Góuna.
Ég fór m.a. með Sömunum á snjósleða upp í Bláfjöll til að skoða annað verkefni. Auk þess sem við Matthildur fórum dagsferð norður í Bardu til að skoða dýragarð í vetrarríkinu, Polar Zoo. Annars hefur norski herinn mikil umsvif í Bardu héraði og umhverfast bæirnir Bardufoss og Satermoen nær eingöngu um umsvif hersins. Ég ætla að leifa nokkrum myndum frá þessum vetri að fljóta með færslunni, enda hefði ég ekki nennt að skrifa hana án þeirra.
Gallogiedde samískt safn hátt upp í Evenesmarka
Það var fallegt þegar éljunum létti svona svipað og í útsynningi syðra, enda útsynningur af hafi sem náði langt upp í Evenesmarka
Það kenndi ýmissa grasa í Gallogiedde og stundum kófaði inn
Samískt svefnherbergi á safninu í Gallogiedde
Elgir áttu það til að koma og kíkja á múrarana í túnfætinum
Vilgesvárre í Bláfjöllum
Setið á hreindýraskinnum í Bláfjalla föninni og drukkin Sama kaffisopi
Það var ekki alltaf vetrar blíðan, horft út um gluggann á Gamle Stangnesvei heima í Harstad
Svo kom Matthildur mín og sólin braust fram úr éljabökkunum
Heimskautarefurinn er varla til lengur í villtri náttúru Noregs, sá rauði Evrópski hefur fært sig norður eftir og yfirtekið að mestu búsvæði hans, nema á Svalbarða og svo eru nokkrir í´Polar Zoo garðinum í Bardu
Það var rammgert gerðið í kringum úlfana í Polar Zoo, samt gat sú sem gaf þeim farið inn fyrir girðingu án áhættu. Þarna var vel á annan tug úlfa
Gaupa er stór villtur köttur í náttúru Noregs. Hún er sjaldséð og sagði einn norsku vinnufélagi að hann hefði aldrei séð meira en spor eftir Gaupu allt sitt líf en þær voru á ferðinni í Polar Zoo í Bardu
Skógarbirnirnir voru nývaknaðir úr vetrardvalanum og veifuðu viðstöddum á milli þess sem þeir nudduðu stírurnar úr augunum
Matthildur mátti til, -rétt eins og börnin, að strjúka elgnum. Ég þekki ekki nokkra manneskju sem á eins auðvelt með að ná sambandi við dýr og hún Matthildur mín
Í Polar Zoo, þar sem mátti sjá úlfa og birni í rammgerðu gerði, gerðist það sem sjaldan gerist. Þennan dag kom Amarok ásamt sinni frú, sem hafa alltaf verið frjáls og notið víðáttunnar, til að nálgast bita í frostinu hjá gerðis úlfunum, þar sem úlfahirðirinn hafði átt það til að láta einn og einn bita falla utan girðingar. Annars eiga villtir úlfar verulega undir högg að sækja í Noregi eins og víðast hvar í heiminum. Með því að horfast í augu við Amarok eitt augnablik, þá skynjaði maður vel vantraust þessa frjálsborna höfðingja á mannskeppninni
Hægt að sjá fleiri myndir af N Norskum vetri í albúminu Vetur 2013.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2022 | 21:21
Hjaðningavíg femínismans
Íslenskan á orð yfir margt sem geymir hulda sögu. Má þar t.d. nefna Kænugarð og Garðaríki sem hátt fara í fréttum þessa dagana. Samkvæmt íslenskum sagnaarfi var Kænugarður eitt af höfuðbólum Ruzía. Það er fleira forvitnilegt í fornsögunum sem á skírskotun til nútímans. Til dæmis má ætla að staða konunnar hafi verið allt önnur í heimi heiðninnar en kristninnar.
Völsungasaga hefur frá æsku verið síðuhöfundi hugleikinn, og ekki hefur áhugin minnkað með árunum. Sagan segir frá heimsmynd, sem var á hverfanda hveli, og frá atburðum sem ekki fyrirfinnast í hinni opinberu mankynssögu. Hægt er að átta sig á því að sögusviðið nær frá Asíu til V-Evrópu. Sagt er frá orrustum þar sem liðsöfnuðurinn kom um Njörvasund og náði allt til Héðinseyjar. Ljóst er við lestur sögunnar að þarna hafa farið fram mikil og stór uppgjör.
Það er einnig ljóst að með Njörvasundum er átt við Gílbraltar. En hvar var Héðinsey og hvers vegna hafði hún það nafn? Í Göngu-Hrólfs sögu má finna þennan texta; Menelaus er konungr nefndr. Hann réð fyrir Tattararíki. Hann var ríkr konungr ok mikill fyrir sér. Tattararíki er eitt kallat mest ok gullauðgast í Austrríki. Þar eru menn stórir ok sterkir ok harðir til bardaga. Undir Menelaus konung lágu margir konungar ok mikils háttar menn.
Svá er sagt, at milli Garðaríkis ok Tattararíkis liggr ey ein, er Heðinsey heitir. Hún er eitt jarlsríki. Þat er fróðra manna sögn, at Heðinn konungr Hjarrandason tæki fyrst land við þá ey, er hann sigldi til Danmerkr af Indíalandi, ok þaðan tók eyin af honum nafn síðan. Um þessa ey stríddi jafnan Tattarakonungr ok Garðakonungr, ok þó lá hún undir Tattarakrúnu.(Göngu-Hrólfs saga 17. kafli)
Wikipedia segir um Menelaus konung; In Greek mythology, Menelaus was a king of Mycenaean Sparta, the husband of Helen of Troy, and the son of Atreus and Aerope. Trója var á vesturströnd Tyrklands þannig má ætla að Tattararíki sé þar sem nú er Grikkland / Tyrkland. Upp frá Svartahafi lá svo Garðaríki, -siglingaleið upp í Eystrasalt, -Mikligarður kallast Istanbul í dag, Kænugarður þar sem nú heitir Kiev og Hólmgaður þar sem nú er Novgorod upp undir St Pétursborg.
Á milli Tattararíkis og Garðaríkis er Svartahaf með Krímskaga, sem samkvæmt sögunum hefur þá heitið Héðinsey ef marka er textann í Göngu-Hrólfs sögu. En hver var þá þessi Héðinn Hjarrandason? Um þann Sýrlenska sjóræningja má lesa í Sörla þætti eða Héðins sögu og Högna. Þar er engin smá saga sögð, því þar má finna hupphafið af látlausu stríði milli þeirra sem helst af öllu ættu að standa saman, -svokallaðra hjaðningavíga, -Héðinsvíga.
Sörla þáttur hefst á þesssum orðum: Fyrir austan Vanakvísl í Asía var kallat Asíaland eða Asíaheimr, en þat fólk var kallat Æsir, er þar byggðu, en höfuðborgina kölluðu þeir Ásgarð. Óðinn var þar nefndr konungr yfir. Þar var blótstaðr mikill. Njörð ok Frey setti Óðinn blótgoða. Dóttir Njarðar hét Freyja. Hún fylgdi Óðni ok var friðla hans. Menn hafa getið sér þess til að Vanakvísl sé það fljót sem nú er kallað Don í suður Rússlandi og Ásgarður hafi því verið austan við Krímskaga og Don c.a. þar sem Rostov-on-Don er nú, en þar lék íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í lokakeppni HM 2018.
Sörlaþáttur segir frá því hvernig Freyja eignaðist Brísingamenið, sem dvergarnir smíðuðu, með því að sofa eina nótt hjá hverjum þeirra. Óðinn fékk Loka til að rannsaka málið og ná af henni meninu. Þegar Freyja kom til að endurheimta það sagði Óðinn; at hún skal þat aldri fá, svá at eins hefir hún at því komist, - "nema þú orkir því, at þeir konungar tveir, at tuttugu konungar þjóna hvárum, verði missáttir ok berist nieð þeim álögum ok atkvæðum, at þeir skulu jafnskjótt upp standa ok berjast sem þeir áðr falla, utan nokkurr maðr kristinn verði svá röskr ok honum fylgi svá mikil gifta síns lánardrottins, at hann þori at ganga í bardaga þeira ok vega með vápnum þessa menn. Þá it fyrsta skal þeira þraut lyktast, hverjum höfðingja sem þat verðr lagit at leysa þá svá ór ánauð ok erfiði sinna fárligra framferða." -Freyja játtaði því ok tók við meninu.
Um þann kristna mann, sem lauk tímum Hjaðningavíga Freyju, má lesa í lok Sörlaþáttar. Nú má segja sem svo að öld kristninnar með sínum hrútaskýringum og feðraveldi sé runnin sitt skeið og öld feminsismans sé runnin í garð. Vonandi auðnast mannkyninu að beita öðrum meðulum en Freyju þegar hún endurheimti sitt Brisingamen.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.2.2022 | 06:06
Japl, jaml og fuður
Nú þegar einkennalausa drepsóttin er í andaslitrunum, gæti allt eins geispað golunni innan tveggja vikna samkvæmt fálkanum á seiðhjallinum, er loksins kominn góður skriður á Samherjamálið. Það er ánægjulegt að réttarríkið falli ekki í sama pytt og bananalýðveldi Afríku þar sem hálf ríkisstjórnin er komi á bak við lás og slá vegna einhvers verbúðar kjaftæðis.
Litlu lukkudýrin í dúkkulísudrögtunum fá þar að auki baða sig í sviðsljósum landsins bláa og flissa fallega, með þeim frábæra árangri að rússneski herinn hefur hörfað enn lengra í viðskiptabanninu. Fjölmiðlar styðja svo við lýðræðið sem aldrei fyrr með því að eyða falsfréttum á meðgjöf frá ríkinu og nú er komið að þeim tímamóta áfanga að ráða 800 hálaunaða sérfræðinga við hugverkasölu frá Íslandsstofu án starfstöðvar og vinnuskildu. Enda heimurinn orðin að sviðsmyndum í sýndarveruleika spálíkansins sem hægt er að vera á fjarfundi með í símanum sínum. Google hvað?
Já það verður ekki annað sagt en að allt leiki í lindi og drjúpi smjör af hverju strái í CE vottuðu fjósinu, og gamla góða komma grýla búin að koma strandveiðunum fyrir í flottrolli frjálsa framsalsins. Það kemur því hreint ekki á óvart að silfurskeiðungur í allt of litlum bláum jakkafötum átelji vinnubrögð fjölmiðla í samherjamálum eftir samstöðuna alla dularfullu drepsóttinni. Engu líkara en lögreglan megi ekki lengur spyrja sakbitna farísea og fræðimenn út úr, þá sem réttarríkið hefur borið á höndum sér frá Pontíusi til Pílatusar á ríkisstyrkjum gegnum allt heila pestar og metoo fárið.
Ofurbloggarinn, sem slengir nú út sleggjudómum á færibandi, verður væntanlega gerður að næsta dómsmálaráðherra vegna frábærs árangurs í starfi. Sá núverandi er hvort því sem er ekki lengur á vetur setjandi eftir að hann hættir að gefa niðursetninga útlendingastofnunnar á garða valinkunnra lögfræðinga á sérfræðilaunum, sem alþingi hefur keppst við að útvega verkefni undanfarin ár við að snúa út úr réttlætinu með því að fara í kringum siðferðilegan lagabókstafinn samkvæmt glóbalnum.
Eins og segir í vísunni; -eftir japl, jaml og fuður Jón var grafinn út og suður.
Já og vel á minnst, -Guð blessi Ísland , , , -og Gunnu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.2.2022 | 18:16
Frægasta kona Íslands á inniskóm í blindhríð
Eitt það besta við bloggið eru athugasemdirnar. Það koma nefnilega oft upplýsingar í gegnum þær sem opna á nýja heima fyrir síðuhöfund. Þetta geta verið örstuttar athugasemdir og jafnvel engar hér á blogginu. Það hefur komið fyrir að hringt hefur verið í síðuhafa vegna bloggfærslu og sagðar skemmtilegar sögur henni tengdar.
Eitt svoleiðis símtal fékk ég vegna bloggpistils um Rauðanúp. Kona sem fædd og uppalin er á Núpskötlu hringdi og vildi segja mér frá því, vegna orða minna um að "Það er kannski ekki alveg hægt að komast á háhæla skóm upp á Rauðanúp, en allt að því". Hún sagði mér nefnilega frá því að Rauðinúpur hefði verið klifinn á háhæluðum skóm og það af konu sem var þá sjötug.
Þetta gerðis árið 1969, og konan var Jóna Sigríður Jónsdóttir, sem oft var kölluð Sigríður Jóna. Konan sagði mér m.a. frá því hvernig Jóna Sigríður hefði sótt að þegar hún kom, það hefði verið punkterað dekk á bílnum sem hún kom í, um leið og var rennt í hlað og stoppað, hefði hún tekið á rás yfir stórgrýtta fjöruna og upp Rauðanúp á háhæluðu skónum, sem voru þó ekki með pinnahælum.
Þó mikið hafi verið að gera í Núpskötlu þegar Jóna Sigríður kom, hafði konan hjálpað Jónu Sigríði til baka, sem hún var mjög þakklát fyrir. Þegar hún ætlaði að fara að elda mat fyrir gestinn þá var lognið svo mikið að ekki logaði á eldavélinni. Tók hún þá það til bragðs að elda mjólkurgraut fyrir hana á rafmagnshellu, sem drifin var af rafstöð. Jóna Sigríður sagðist ekki hafa heilsu til að borða mjólkurgraut þegar til kom, en gerði sér skyr með rjóma og kaldan silung að góðu.
Um lífsreisu Jónu Sigríðar er til bókin Ein á hesti og minnist hún þar á komu sína í Núpskötlu. En Jóna Sigríður, sem kölluð var Sigríður Jóna, ferðaðist á hesti þvers og kruss um Ísland í áratugi og er talið að hún hafi keypt og selt yfir 300 hesta. Eftir að hún hætti hestaferðalögum, ferðaðist hún með langferðabílum til að sjá þá staði sem hún taldi merkilegasta á Íslandi, en hafði ekki séð, það var á þannig ferðalagi sem hún kom í Núpskötlu.
Þeir gæðingar sem Jóna Sigríður ferðaðist á um áratuga skeið hétu Gullfaxi og Ljómi. Hún varð frægasta kona á Íslandi um tíma þegar hún ferðaðist á Ljóma sínum án tjalds og farangurs um Stórasand á leið í Hveravelli um Kjalveg í blindhríð á inniskóm, árið 1963. Þessi hrakningur var rifjað upp í Tímavélinni á DV árið 2018 og má sjá hér.
Dægurmál | Breytt 16.2.2022 kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)