Kofar og kumbaldar.

IMG 1824 

Gereyðing gamalla húsa hefur lengi verið landlæg og er eftirtektarvert hvað Íslendingum er tamt að fyrirverða sig fyrir eigin byggingar, sérstaklega þær sem byggðar eru úr innlendu efni.

Á 20. öldinni voru jarðýtur látnar um að varðveita sögu torfbæjarins, svo rækilega að fáir hafa þannig bæ gist jafnvel ekki séð, sem þó var heimili flestra landsmanni í þúsund ár.

Þeir eru fáir sem vilja afturhvarf til liðins tíma, ef marka má íslenska orðræðu. Eitt af því sem notað er til að stytta leið í rökræðum er; "viljið þið kannski aftur í moldarkofana". Önnur stytting sem tengist húsum og er notuð þegar lýsa þarf óskapnaði er orðið „steinkumbaldi".

 IMG 2068

Menntaskólinn Egilsstöðum 

Núna í upphafi 21. Aldar virðist vera komið að því að steinkumbaldinn verði jarðýtunni að bráð víða í sveitum landsins. Allt sem minnir á hversdagslega notkun alþýðufólks á innlendu byggingarefni á síðustu öld er óðum að hverfa ofan í svörðinn.

Húsafriðun á Íslandi hefur í megin atriðum falist í að varðveita innflutt timburhús sem byggð voru á nýlendutímanum. Húsin hafa verið gerð glæsileg í sinni upprunalegu mynd og oft það fjarlægt í leiðinni sem notað var af íbúum til að lengja líftíma þeirra bygginga miðað við staðhætti, svo sem bárujárnið sem var nánast það eina sem landsmenn bættu við hönnun þessara húsa.

scan0008 

Sólhóll Djúpavogi 

Það er ekki svo að moldarkofinn eða steinkumbaldinn séu endingarverri en innfluttu timbur húsin sem upphaflega urðu til fyrir erlendar aðstæður þar sem viður var til staðar. Einhvern veginn er það rótgróið í þjóðarsálina að líta fram hjá eigin byggingarefni þegar kemur að varðveislu húsa.

En rétt væri að hafa í huga orð hleðslumeistarans, Sveins Einarssonar heitins frá Hrjót, þegar kemur að byggingarsögulegum verðmætum. "Það er bara ein sérstök aðferð sem hefur gilt hér eins og annarstaðar, það er að byggja úr efninu sem er á staðnum".

Kannski á eftir að verða vitundarvakning með auknu vægi ferðaþjónustu, allavega má ætla að erlendum ferðamönnum þyki, auk náttúru Íslands, moldarkofar, steinkumbaldar og jafnvel bárujárnsklædd timburhús vera hluta af sjarma landsins.

 

IMG 1830 

Sænautasel var eitt haf kotbýlunum í Jökuldalsheiðinni, það þeirra sem var lengst í ábúð til ársins 1943. Íbúðarhús og gripahús voru sambyggð að hætti torfbæjarins. Húsin höfðu verið felld ofaní tóftina í stað þess að ryðja þeim um með jarðýtu. Því var tiltölulega auðvelt að endurbyggja bæinn árið 1993. Sænautasel er vinsæll áningastaður ferðamanna. 

 

 Beautiful and Green Icelandic Turf Houses3

Lindarbakki á Borgarfirði-eystri var upphaflega byggður í formi þurrabúðar. Húsið er að þeirri stærð að það hefur varðveist inn í nútímann og er enn í dag notað sem íbúðarhús. Það má segi að húsið beri íslensk sérkenni á fleiri en einn veg, auk þess að vera úr torfi eru stafnarnir bárujárnsklæddir. Sennilega er þetta það mannvirki sem mest er ljósmyndað af ferðamönnum sem til Borgarfjarðar koma.

 

IMG 1966 

Steinsteyptar kirkjubyggingar má finna víða um land sem eru íslenskri byggingalist til mikils sóma. Það má sega að steinkumbaldinn ná listrænum hápunkti í kirkjunni. Eins og með öll listaverk sýnist sitt hverjum. Á myndinni er Egilsstaðakirkja en frá vissu sjónarhorni var haft á orði á byggingatíma hennar að hún minnti á sköllóttan Fljótsdæling.

 

IMG 2262 

Opinberar byggingar eru oft verðugir minnisvarðar steinsteypunnar. Ég er svo lánsamur að búa við svoleiðis listaverk. Menntaskólinn á Egilsstöðum umlykur íbúðablokkirnar í Útgarði sem sennilega myndu flokkast sem steinkumbaldar af Sovéskri fyrirmynd. En þessi húsaþyrping sýnir að steinkumbaldar geta farið vel í réttu samhengi.

 

 IMG 1762

Sólhóll á Stöðvarfirði hefur tvisvar á tæpum 90  árum gengið í endurnýjun lífdaga. Húsið var upphaflega byggt á Kömbum á Kambanesi, 1944 var það flutt á Stöðvarfjörð. Árið 2006 hafði ekki verið búið í húsinu í fjölda ára og það talið ónýtt. Þetta er annað bárujárnsklædda norska timburhúsið með nafninu Sólhóll sem ég hef komist kynni við, hinn Sólhóllinn er á Djúpavogi þar sem Matthildur mín er fædd og við bjuggum fyrstu 9 ár okkar búskapar. Bæði húsin eru staðarprýði og vinsælt myndefni ferðamanna.

 

 IMG 2637

Bóndastaðir í Hjaltastaðaþinghá er athygliveður bær sem var byggður var 1916-1947. Húsin eru steinsteypt, íbúðarhús og útihús sambyggð þannig að innangengt var úr íbúðarhúsi í útihús svipað og  gömlu torfbæjunum. 

IMG 2626 

Bærinn á Bóndastöðum er byggður í nokkrum áföngum, árið 1958 flyst búseta í Laufás sem er nýbýli úr Bóndastaðalandi. 

 

IMG 2496 

Á Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá er líkast því að kastali hafi verið byggður úr steinsteypu. Íbúðarhús, útihús og hlaða byggð í hringlaga þyrpingu votheysturninn skarar upp úr einu horninu. Steinsteypt girðing umlykur trjá- og rabarbaragarð. Steinsteyptu húsin voru byggð í kringum eldra íbúðarhús sem byggt var 1882 úr rekavið.

IMG 2484 

Votheysturninn á Sandbrekku ber þannig merki að sennilegast hafi hann verið steyptur upp með skriðmótum, en þá voru steypumótin t.d. metri á hæð og færð upp jafnóðum og steypt hafði verið í og steypan sest. Dæmi eru um að heilu turnarnir hafi verið steyptir með þannig aðferð á einum degi.

IMG 2493

Nýja íbúðarhúsið á Sandbrekku er byggt á árunum 1966-68. Teiknað af Teiknistofu landbúnaðarins og ber tíðarandanum þjóðleg merki.

 

IMG 2930 

Lítið fer fyrir stórum steinsteyptum beitarhúsum í landi Ásgrímstaða Hjaltastaðaþinghá, byggðum 1949. Húsin eru með hlöðu í miðju. Torf á timburþaki flest annað steinsteypt s.s. jötur. 

IMG 2867 

Í steypumót hlöðu og votheysgryfju beitarhúsanna hefur sennilega verið notað nærtækt bárujárn.

 

IMG 2509

Fjárhúsin með heyhlöðunni að bakatil, sem byggð var í flestum sveitum landsins um og eftir miðja síðustu öld eru nú óðum að verða tímanum að bráð. Víða hafa þau þó gengið í endurnýjun lífdaga sem ferðaþjónustu húsnæði. Við þessi hús stendur steypuhrærivélin enn í túnfætinum og melurinn með steypumölinni er á næsta leiti. Þessi hús eru í Hjaltastaðaþinghá. 

 

Ps. Húsbyggingar úr mold og möl er barnaleikur ef reynslu þeirra sem kunna nýtur við, það var ekki fyrr en verkfræðin komst í spilið sem það varð flókið að koma upp þaki yfir höfuðið.

Hér má sjá tvö youtube myndbönd, annars vergar sjónvarpsþátt á RUV um það þegar Sænautasel var endurgert og hins vegar videoklippur um það hvernig steypa var hrærð á staðnum í hús á Djúpavogi.  


mbl.is Horfin verðmæti hjartaskerandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinar kveðja.

 IMG 3049

Í dag var kær vinur, Már Karlsson á Djúpavogi kvaddur í Djúpavogskirkju. Hann varð bráðkvaddur þann 25. júní. Már var nýlega orðinn 79 ára gamall í fullu fjöri við rekstur Papeyjarferða. Við spjölluðum saman í síma á Jónsmessukvöld, en vegna anna við pantanir útí Papey daginn eftir varð símtalið í styttra lagi, ákváðum við að heyrast fljótlega aftur, kom því fréttin af fráfalli hans að óvart. 

Már var ljúfur nágranni á meðan ég var á Djúpavogi og minn besti vinur.  Er mér til efa að það hafi liðið dagur án þess að við hittumst til að spjalla. Eftir að ég flutti frá Djúpavogi voru þau ófá kvöldin sem við heyrðumst í síma enda Már minn helsti ráðgjafi í gegnum tíðina. Vinskapur Más var ómetanlegur, hann var manna flinkastur við að setja fram dæmisögur til að skýra mál. Eins var það heiður að fá að heyra sögurnar sem komu í bókinni hans "Fólkið í plássinu" um leið og hann skrifaði þær. Mikið hefur birts opinberlega eftir Má um lífið á Djúpavogi. Velferð fólksins þar var honum hjartans mál.

 IMG NEW

Eitt af því sem Már ritstýrði var Djúpivogur Fréttablað sem áhugafólk um blaðaútgáfu á Djúpavogi kom að árið 1991. Vorblaðið var tileinkað ferðaþjónustu, á forsíðu gaf að líta grein ritstjórans með fyrirsögninni "Djúpivogur ferðamannastaður framtíðarinnar þar sem gamli og nýi tíminn mætast" Í niðurlagi segist Már hafa trú á að Djúpivogur eigi mikla framtíð fyrir sér sem áningastaður ferðamanna. Már varð forspár, því í dag er Djúpivogur einn af vinsælu ferðamannastöðunum á Íslandi og  fyrirtæki fjölskyldu hans Papeyjarferðir rekur flaggskip staðarins, Gísla í Papey.

Það er svo ótal margt sem vert væri að tína til úr lífshlaupi Más; manns sem var í áratugi kjörinn í sveitarstjórn, manns sem var náinn samverkamaður þriggja kaupfélagstjóra á Djúpavogi um áratuga skeið, manns sem sat langtímum í stjórn stærsta atvinnufyrirtækis staðarins, manns sem gjörþekkti sögu Djúpavogs og var virkur við að skapa hana allt til loka dags. Djúpivogur hefur misst mikið við fráfall Más Karlssonar.

Um leið og ég votta fólkinu þínu mína dýpstu samúð óska ég þér góðrar ferðar kæri vinur.

 

Papeyjarferðir    

 


Sumarsólstöður.

Jónsmessunótt var í liðinni viku og sumarsólstöður helgina á undan. Því fór sem svo oft áður að ekki gafst tími til neins, ekki svo mikið sem að kynna sér helstu úrslit á HM í fótbolta.
 
Þetta sumarið hefur grasið sprottið hraðar, blómin verið fallegri, móarnir staðið bleikir af bláberjablóma og fljótið bakkafullt. Orka norðurhjara sumarsins er yfirþyrmandi á þeim stutta tíma sem allt þarf að gerast, svo leggja þarf nótt við dag.
 
Undanfarnið hefur því allt verið á nokkhverskonar yfirsnúningi enda fer sólin með himinskautum. Það er akkúrat á þessum tíma sem maður kemst ekki yfir nema smá brot af því sem stendur til að gera og saknar þess að vera ekki 30 árum yngri.
 
Helgar og kvöld hafa farið í að upplifa dýrðina, skoða náttúruna og veröld sem var í sveit sem að stórum hluta eru komnar í eigu þeirra sem ekki hafa áhugann fyrir búskap. Það hefur verið að renna upp fyrir mér að bóndabærinn og fjárhúsin eiga eftir að verða jarðýtunni að bráð rétt eins og torbæirnir fyrir 100 árum.
 
Ferðaþjónustan er nú allt að gleypa og vinnuvikan fer í að þvælist á milli hótela. Eftir að Egilsstaða hótelinu lauk var Borgarfjöður næstur ásamt endurbóta við Grímsárvirkjun. Það góða við vinnuna er að hún getur verið eins og sumarfrí á launum.
 
 
 
 

Síðan eru liðin mörg ár.

IMG 2027 

Liðin eru 40 ár frá því að fyrsta fermingin fór fram í Egilsstaðakirkju, 1960 árgangurinn á Egilsstöðum varð þess heiðurs aðnjótandi 17 júní 1974. Í tilefni þessa hittumst við nokkur fermingarsystkinin í gærkveldi en það höfðum við einnig gert á 15 og 25 ára fermingarafmælinu. Að venju var þar rifjað upp hvað þjóðhátíðardagurinn væri eftirminnilegur vegna þessa atburðar.

En það er ekki 1960 árgangurinn sem er áberandi á Egilsstöðum, þó svo að u.þ.b. helmingurinn af þeim fjölmenna barnahóp búi hér enn, heldur kirkjan sem eitt helsta kennileiti bæarins. Bygging hennar hófst 1968 og hafði staðið í nokkur ár þegar hún var vígð 16.júní 1974.

Egilsstaðakirkja er með ótal andlit, teiknuð af Hilmari Ólafssyni arkitekt, föður Hilmars Arnar Hilmarssonar núverandi allsherjargoða. Hún er margbrotið meistaraverk sama hvernig á hana er litið, íslenskri byggingalist til mikils sóma og þeim sem höfðu forgöngu um byggingu hennar. Kemur þar nafn Margrétar Gísladóttir þá fyrst upp í hugann.    

Hvort sem Egilsstaðakirkja hefði verið byggð Jesú Kristi til dýrðar, eða þá sem hof í heiðni - jafnvel sem moska Múhameðs, þá er hún glæsileg. Á æskuárum blasti framhliðin við út um stofugluggann heima en síðustu 10 árin hefur reisuleg norðurhliðin skreytt útsýnið úr stofuglugganaum. Allar hliðar kirkjunnar hafa síbreytilegt útlit yfir daginn eftir því hvernig sólin fellur á og býr til skugga.

Fyrir 10 dögum síðan lét ég loksins verða að því að hringganga hana með það í huga að festa brot af þeim fjölda andlita sem hún hefur á mynd, mig grunar að engir tveir festi sömu mynd í sína huga.

Það sem er m.a. minnistætt frá því fyrir 40 árum, er að kvöldi  17. júní var skemmtun undir klettunum við norður hlið kirkjunnar. Þar kom í fyrsta skipti fram opinberlega Guðgeir "Blúsari" Björnsson ásamt hljómsveit ungra Egilsstaðabúa sem frændi minn Emil Thoroddsen söng í og fluttu þeir m.a. lagið Black Magic Woman af tærri snilld. En fram að því höfðu gítarsólóin hans Guðgeirs einungis heyrst á Selásnum.

Þar sem ekki eru til youtube klippur frá eftirminnilegum tónleikum félagana þá er hér ein frá síðari tíma Egilsstaðabúum, og jafnaldra þeirra Guðgeirs og félaga, sem haldið hafa merki íslenskrar alþýðumenningar á lofti.

 


Með kjaftfylli af sól.

Það er alltaf eins með blessað sumarið, einn daginn er það bara komið eftir langa og stranga bið eins og ekkert sé sjálfsagðara.
 
Eftir mildan vetur og hlýjan apríl kom grámyglulegur maí með svölum blæstri. En á síðasta miðvikudag kom sumarið í allri sinni dýrð með nýju tungli.
 
Síðustu þrem helgum hefur verið varið í firðinum úti við ysta haf við sleppa út vögnum ferðalanga sumarsins úr vetrargeymslu. Eins að gera Sólhól kláran fyrir sumargestina. Þess á milli er það steypa og flísar í hótelinu á Egilsstöðum sem nú er á síðustu metrunum. Sumar myndir 2014.
 
Allan þennan tíma hefur frábær einsöngvari verið í garðinum, með óþrjótandi bjartsýni hoppað grein af grein á milli þess sem hann tyllir sér á strompinn, syngjandi þessar líka aríurnar og gafst ekki upp fyrr en hann var kominn með kjaftfylli af sól.   
 
 
 

Musteri Salómons (seinni hluti)


Heima er best.

Um helgina dvaldi ég á Stöðvarfirði í sumarhúsinu Sólhól úti við ysta sæ. Við innkeyrsluna í þorpið er fótboltavöllurinn orðinn iðagrænn í bæ sem fyrir nokkrum áratugum var með hæðstu þjóðartekjur á mann.
 
Það rann í gegnum hugann þegar ég leit út um eldhúsgluggann yfir á fótboltavöllinn að þarna hefði fótboltalið Súlunnar á Stöðvarfirði átt sinn heimavöll. Þekktasti kappinn í því fótboltaliði var Ívar Ingimarsson sem spilaði síðar í mörg ár sem atvinnumaður með Reading á Englandi.
 
Fyrir 30 árum eða svo voru fullskipuð fótboltalið, útgerðir og fiskvinnslur í hverjum bæ á Austurlandi, rétt eins og áður var á Stöðvarfirði. Núna um helgina sá ég einn strák við fótboltavöllinn án þess að sparka bolta. Kannski er leiðinlegra að sparka í tómt markið og langt þangað til að frá Stöðvarfirði kemur annar Ívar.
 
 

Musteri Salómons


Sjónhverfing sjálfhverfunnar.

"Heyrðu múrari! Sagði smiðurinn um daginn. Auðvitað var svarið, heyri ég  hvað. Þú bara gegnir, heitir þú kannski múrari, sagði smiðurinn".
 
Þetta var í framhaldi af kaffistofu spjalli um það hvort það væri niðrandi að ávarpa fólk ekki með nafni.
 
Sennilega finnst flestum síðra að vera ávarpaður sem þú, jafnvel þó starfsheiti fylgi. Það er samt nokkuð síðan að ég komst að því að nafnið hefur lítið með mig sjálfan að gera,  það gáfu mér aðrir. En starfið er mitt val.  
 
Með því að vera nafngreind persóna greinum við okkur frá hvort öðru, þannig er hægt að staðsetja sig, um leið og verður til sjálfhverfa egósins. Í raun er aðeins einn ég, allir aðrir eru þú, rétt eins og allir eru auðvitað ég. það er því sjálfvalið að móðgast þó nafn vanti.
 
Oft er það samt svo að við verðum því sárust þegar nafnið sem persónuleiki okkar er tengdur við er hundsað.  Þó svo að persónan sé aðeins gríma leikritsins en ekki hið raunverulega sjálf. Enda merkir orðið persóna upphaflega gríma, s.b. í persónur og leikendur.
 
En hvað er þá innri sjálf? Er það nafnið? Eða er það eins og vindurinn sem kemur og fer, sést ekki, einungis vegsummerkin sýnileg líkt og mannvirkin eftir mennina?
 
Ljóðskáld kunna að koma svona nokkru til skila í fáum orðum.
 
 
Þitt nafn þekur eina ævi

endalaust, það merkir ekki neitt.

Svar mitt glaður ég gæfi

gæti ég einhverju breytt. 
                                  Bubbi Morthens 
 
 
 

Til fundar við Vadíkanið.

gudridur thorbjarnardottir2 retouched web lrg 

Guðríður Þorbjarnardóttir er án efa víðförulasta kona íslendingasagnanna. Hún yfirgaf Ísland ung að árum ásamt Þóri manni sínum og flyst til Grænlands. Grænlendingasaga segir að Leifur heppni hafi bjargað hópi manna af skeri þegar hann kom úr Víndansferð. Þar á meðal Guðríði og og Þóri austmanni, fyrsta manni hennar og tekið þau með heim í Brattahlíð austurbyggðar Grænlands, þar sem Þórir veiktist og deyr. Vegna þessarar björgunar fær Leifur Eiríksson viðurnefnið heppni. Guðríður giftist svo Þorsteini Eiríkssyni, bróður Leifs. Þorsteinn deyr úr sótt í Lýsufirði í vesturbyggð á Grænlandi, eftir sumarlanga villu þeirra hjóna í hafi og misheppnaðan leiðangur til Vínlands. 

Þriðji maður Guðríðar er Þorfinnur „karlsefni" Þórðarson úr Skagafirði. Þau Guðríður sigldu til Vínlands með vel á annað hundrað manns í þeim tilgangi að hefja þar búskap. Þau könnuðu landið og eru talin hafa farið mun sunnar en  víkingar höfðu gert áður, eða allt suður til Long Island. Eyjuna Manhattan í Hudson fljóti er talið að þau hafi nefnt Hóp. Guðríður og Þorfinnur voru nokkur ár í Ameríku, áttu blómleg viðskipti við innfædda og eignuðust þar soninn Snorra. Þau fóru þaðan aftur til Grænlands og síðan fljótlega til Noregs. Þar voru þau í einn vetur en héldu þá til Íslands og setjast að í Glaumbæ í Skagafirði.

Ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur. 

Sonurinn Snorri bjó í Glaumbæ eftir föður sinn. Þegar Guðríður er orðin ekkja fór hún í það sem sagan kallar suðurgöngu „til Rómar" þar sem hún hefur að öllu líkindum heimsótt Vadíkanið. Þegar hún kemur aftur til Íslands hafði Snorri sonur hennar byggt fyrstu kirkjuna sem reist var í Glaumbæ. Grænlendinga saga segir að Guðríður hafi verið síðustu æviárin einsetukona og nunna í Glaumbæ. Afkomendur Guðríðar og Þorfinns karlsefnis hlutu mikinn frama innan kirkjunnar og út af þeim eru komnir margir biskupar íslandssögunnar.

 

Glaumbær í Skagafirði. 

Hvað Guðríði og valdamönnum Vatíkansins fór á milli er vandi um að spá því ekkert er um það getið í Grænlendingasögu eða Eiríkssögu, enda eru þær sennilega afrit eldri heimilda og engin leið að segja hvað úr þeim hefur glatast.

Árið 1999 kom út bókin „Ingen grenser" (No Boundaries) eftir þá Thor Heyerdahl og Per Lilleström. Við útkomu þeirrar bókar greindi Thor Heyerdahl frá því að hann hefði séð gögn sem sanna að víkingar hafi komið til Ameríku. Annars vegar gögn frá árinu 1070, sem hann fann í skjalasafni Vatíkansins, þar sem getið er um landafundi norrænna manna í Ameríku, hálfri annarri öld áður en Grænlendingasaga og Eiríkssaga rauða eiga að hafa veri skrifaðar. Hins vegar afrit af portúgölskum gögnum sem sýna fram á að Kólumbus hefði haft upplýsingar um Ameríku frá norrænum mönnum.

Í samtali við Aftenposten í tilefni útkomu bókarinnar í Noregi 1999, greinir Thor Heyerdahl einnig frá þeirri skoðun sinni, að siðaskiptunum megi kenna um hve saga norðurlandanna sé snautleg hvað þetta varðar. Með upptöku Lútersks siðar hafi þau fallið í ónáð hjá páfastól og um leið verið dregið úr vægi þeirra í mannkynssögunni. Ýmsar heimildir séu þó varðveittar í skjalasafni Vatíkansins og einnig séu til mikið af arabískum heimildum um norrænar miðaldir. "Þar hef ég skoðað mikið af heimildum sem flestum er ókunnugt um" segir hann.

Í New York Times 19. desember árið 2000 birtist grein eftir Walter Gibbs um bók þeirra Heyerdahls og Lilleström. Auk þess að geta vitneskju kaþólsku kirkjunnar um tilveru Ameríku 500 árum áður en mankynssagan segir að Kólumbus hafi fyrstur Evrópumanna uppgötvað hana, þá er í greininni farið vítt yfir sviðið varðandi ferðir norrænna manna hundruðum ára fyrir Kólumbus. Meðal annars er minnst á Vínlandskortið, eins kemur greinarhöfundur inn á Kensington rúnasteininn sem fannst í Minnesota árið 1898 en á þeim steini er greint frá ferðum norrænna manna árið 1362 langt  inn á meginlandi Norður-Ameríku. Niðurlag greinar Walter Gibbs er þó athyglisverðasti hluti hennar, en þar kemur hann inn á annálsbrot Gísla Oddsonar biskups í Skálholti á árunum 1632-1638. En í greininni stendur þetta;

The clearest suggestion that something transformative had taken place in North America came from the hand of a 17th century Icelandic bishop. Citing 14th century annals that have been lost, the bishop, Gisli Oddsson, wrote: ''The inhabitants of Greenland, of their own free will, abandoned the true faith and the Christian religion, having already forsaken all good ways and true virtues, and joined themselves with the folk of America".

Orð Gísla Oddsonar eru verulega áhugaverð en þau má skilja eitthvað á þessa leið; „Íbúarnir á Grænlandi, af frjálsum vilja, yfirgáfu sanna kristna trú, þar með allar sannar og góða dyggðir, og sameinuðust fólkinu í  Ameríku". Nú liggur bók Gísla Oddsonar frá 1638 „ Íslensk annálsbrot og undur Íslands" ekki á lausu, þess vegna erfitt að sannreyna hve nákvæmlega þetta er eftir haft í New York times. En þarna talar Gísli um Ameríku en ekki Vínland enda næstum 150 ár frá því Kólumbus fann hana þegar Gísli skrifar þetta.

 

Rústir dómkirkjunnar í Görðum á Grænlandi. 

Hvaða fólk í Ameríku Gísli á við er ráðgáta, á hann við frumbyggja eða voru það norrænir landnemar Vínlands sem Grænlendingar sameinuðust? Gæti verið að það undanhald sem frelsiselskandi heiðnir menn voru á þegar Ísland byggðist, hafi haldið áfram vestur yfir haf og byggð norrænna manna verið til staðar í Ameríku frá því fyrir leiðangur Guðríðar og Þorfinns karlefnis til Vínlands um árið 1000? Alla vega virðast orð Gísla biskups bera þess merki að hann sé hneykslaður á ákvörðun kristins samfélags á Grænlandi, þegar hann rekst á þessi gömlu annálsbrot.

Gæti þetta verið skýring á því hve snögglega mörgþúsund manna norræn byggð hvarf af Grænlandi? En árið 1340 hvarf allt fólkið úr vesturbyggð sporlaust og ekkert spurðist til fólksins úr austurbyggð eftir árið 1410. Ekki er ólíklegt ef djúpt væri kafað í skjalsöfn Vadíkansins að þar mætti finna vitneskju um hvað varð af norrænu byggðunum á Grænlandi. Þar hafði kaþólska kirkjan gríðarleg ítök og hefur verið kostað miklu til af rústum dómkirkjunnar í Görðum að dæma. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband