9.7.2012 | 18:35
Þegar fábjánar fá frábærar hugmyndir.
Það þarf hámenntaðan fábjána til að komast að því að það sé ódýrara að lesa utan á bréf í Reykjavík en Ísafirði. Það þarf ennþá meira menntaðan fábjána til að láta það út úr sér að með því móti sé verið að stemma stigu við taprekstri Póstsins.
Ef liðið í höfuðstöðvum fábjánanna dytti það í hug að einfalda verkferlana við að lesa utan á bréf í sparnaðarskini til að koma í veg fyrir taprekstur Póstsins þá myndi þeir senda sjálfum sér uppsagnarbréf milliliðalaust, jafnvel bæði flokka það og bera út sjálfir.
![]() |
Innanbæjarpóstur sendur í langferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2012 | 20:21
Bláar myndir á sunnudagskvöldi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2012 | 07:47
AGS reddar málunum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2012 | 19:55
Fimmtudags bíó - endir.
Enn er það steypa sem er á videoi kvöldsins, en nú er komið að endi á þessum steypu myndum. Þessi er frá 1990 og þar er verið að steypa bílastæðið hjá Hilmari mági mínum. Það er Jón Ingvar Hilmarsson sem á heiðurinn af því að þessi steypuvinna festist á filmu heimilisvídeóvelarinnar í Áshlíð.
Þarna eru þeir kapparnir Kalli og Sindri í aðalhlutverkum, en þeir voru með mér því sem næst allan Mallands ferilinn minn sem náði nokkhvern veginn frá 1987 þar til í lok árs 2000. Malland var stofnað utan um rekstur sem ég hafði haft í nokkur ár af okkur Kalla og Bjössa Heiðdal. Malland er ennþá til sem gólflagna fyrirtæki með epoxy gólf og keyrir á upprunalegri kennitölu næstum aldarfjórðungs gamalli, geri önnur fyrirtæki betur.
Mér er ekki kunnugt um hverjir eru eigendur af Malland í dag en veit þó að Gísli vinnufélagi til margra ára er þar innsti koppur í búri. Síðan 2001 hef ég svo til engar spurnir haft af Malland þá hófst nýr kafli, svolítið skrítið því Malland var nánast eins eitt af börnunum mínum. En það var orðið þannig árin eftir 1996 að gíróseðla bunkinn var horfinn af borðinu mínu, kellingin í Íslandsbanka hætt að hringja heim í hádeginu, þau hjá Lýsingu höfðu ekkert samband ekki einu sinni lögfræðingar og sýslumaður nenntu að setja sig í samband því eins gott að snúa sér að einhverju nýju.
Í sárbætur fyrir lélegt fimmtudagsbíó er má finna hér nýsutu bláu myndirnar okkar Matthildar á flækingi okkar um norðurhjarann í gær var það Húsey á Senju. http://magnuss.blog.is/album/flakingur_2012/
https://www.youtube.com/watch?v=kcj66lk-a1o
Hús og híbýli | Breytt 20.1.2018 kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2012 | 19:36
Hinn óendanlegi möguleiki.
Nú er rétt að birta fyrirlestur hjá David Icke sem frægastur er fyrir að hafa gerst svo ósvífinn að kalla sig son Guðs, eða guðseindarinnar. Sennilega erum við öll börn þeirrar eindar þegar öllu er á botninn hvolft.
Allavega hafa allir vísindalega þenkjandi álfar gott að því að kynna sér efni þessa fyrirlestrar því þetta er ekki kennt í háskólum. Eins að velta því fyrir sér að; þú varst fæddur frjáls og munt deyja frjáls. En muntu lifa frjáls? Valið er þitt. Þú ert hinn óendanlegi möguleiki.
![]() |
Vísbendingar um tilvist Guðseindarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2012 | 09:43
Er kirkjan komin út í móa?
![]() |
Barátta byggð á ósannindum og níðrógi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2012 | 19:23
Fimmtudags bíó - í upphafi skyldi endirinn skoða.
Aldrei þessu vant er videó kvöldsins ekki um steypu sem er að harðna heldur um niðurbrotna steypu. Það var nú akkúrat málið að þegar verkefnin voru farin að snúast um niðurbrot en ekki sement og sand sem hafði verið blandað með vatni sem þurfti að láta hendur standa fram úr ermum við móta þá skildi endirinn skoða. Því þó svo að það að brjóta niður, viða að endurnýja veggi og gólf, hjúpa svo allt saman í epoxy hafi gefið meira í vasann en að steypa heilu skýborgirnar, þá gerði það ósköp smátt fyrir sálina.
Þessar myndir fann ég nýverið og hafði aldrei séð þær frá því að ég tók þær sennilega um jólin1997. Það sem mér finnst merkilegt við þær er að þarna má sjá helstu samstarfsmenn til margra ára sem sjaldan voru allir samankomnir að verki í sama skiptið. Á þessum tíma voru samt smíðaðar skýjaborgir þó þær væru ekki úr steypu. Á árunum 1997 og 1998 tók ég þátt í epoxyfyrirtæki í Ísrael og var þar í verkefnum um tíma á árunum 1997 og 1998. En það er önnur saga.
https://www.youtube.com/watch?v=TBxyZcF0ITE
Hús og híbýli | Breytt 20.1.2018 kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2012 | 20:02
Eru álfar kannski menn?
Það er misjafnt hvað það er sem vekur fólk til umhugsunar um sitt umhverfi, fæst af því er að finna í námsefni skólanna. Þar er meira um að kennt sé hvernig meðhöndlun pappírs gagnist hinum heilaga hagvexti. Auk þess sem spilað er á metnaðargirnd og sjálfhverfu einstaklingsins. Nú eru það hinar heilögu kýr neytendurnir sem halda eiga uppi hagvextinum, þetta er hægt að gera með því einu að auka framboð af drasli, hækka síðan verð og skatta.
Fyrir nokkrum árum rakst ég á sænska mynd á netinu þar sem Floyd Red Crow Westeran fer yfir lífsýn indiána N-Ameríku, spádóm Hobi ásamt fleyru. Hjá honum kom fram að indiánar N-Ameríku hefðu fækkað úr 60 milljónum niður í áttahundruð þúsund með tilkomu hvíta mannsins til Ameríku auk þess sem landið væri orðið allt annað.
Það sem vakti mig til umhugsunar fremur öðru í máli Red Crow var lýsing hans á því að hvað maðurinn gerði sér litla grein fyrir því að þegar hann fellir tré þá eyðir hann heilu samfélagi dýra og plantna sem hafa átt tilveru sína í skjóli þess.
Kannski var lífsýn indiána N-Ameríku eitthvað sem skólarnir mættu bæta við námsskrána, en hún gæti nokkhvernvegin verið svona í stuttu máli.
"Jörðin er okkar móðir, berum önn fyrir henni.
Heiðra öll þín samskipti.
Opnaðu hjarta þitt og sál til hins mikla veruleika.
Allt líf er heilagt, komdu fram við allar verur með það að leiðarljósi.
Taktu frá jörðinni þess sem þér er þörf og ekkert umfram það.
Gerðu það sem þú veist vera rétt.
Gefðu stöðuga þökk til hins mikla veruleka, fyrir hvern dag.
Leitaðu eftir velferð huga og líkama.
Helgaðu framtaki þínu ævinlega meiru af því góða.
Vertu sannar og heiðarlegur öllum stundum.
Njóttu lífsins ferðar, en skildu ekki eftir neina slóð"
Menntun og skóli | Breytt 30.6.2012 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)