Færsluflokkur: Menntun og skóli
18.4.2012 | 19:56
Alveg magnað að vera ga, ga.
Undanfarna miðvikudagskvöld hef ég sett fyrirlestra sem mér hafa þót háugaverðir hérna á síðuna. Þessir fyrirlestrar hafa átt það sameginlegt að gagnrýna almenna menntun. Þá sérstaklega það sem kallast æðri menntun þar sem rökhyggunni er gert hátt undir höfði á kostnað tilfinningalegs innsæis. En út á rökhyggjuna sem býr í vinstra heilahvelinu gengur því sem næst öll menntun kerfisins það er hjún sem gerir okkur að því sem kallað er nýtum þjóðfélagsþegnum.
Tilfinningainnsæið og draumarnir búa í hægra heilahvelinu en því er lítill gaumur gefin af menntakerfinu, þeir sem stjórnast af því eru svona meira ga, ga, eða eins og litlu börnirn að leika sér sem einhverntíma verður nað taka enda. Það breytir ekki því að sumir eru einfaldlega með hægra heilahvelið ríkandi allt sitt líf og þeir einstaklingar eiga það venjulega sammerkt að ganga afleitlega í skóla.
Svo má aftur segja að sumir kynnist ekki ævintýrum hægra heilahvelsins nema í sumarfríum, eftir að þeir hættu að verða börn og svo kannski þegar þeir yfirgefa þennan heim.
Dr. Jill B Taylor er heilasérfræðingur sem gerir mismuninum á starfsemi heilahvelanna góð skil. Hún varð fyrir heilablóðfall sem kippti rökhugsuninni hjá henni úr sambandi. Það sem er merkilegt við hennar áfall er að hún er sérfræðingur í starfsemi heilsans og þar af leiðandi varð upplifunin einstök fyrir hana. Þetta er alveg magnaður fyrirlestur um það hvað gerist þegar fólk verður allt í einu ga, ga.
11.4.2012 | 20:03
Álfarnir teknir á teppið.
Það er ekki oft sem fyrirlesara tekst eins vel upp við að sýna fram á takmarkanir kenninga "main stream" vísinda um leið og hann skýrir út á manna máli; hraða ljóssins, óendanleika alheimsins og það hvernig við erum samt öll eitt.
Hann ráðleggur fólki að fara rólega í að láta þetta fara lengra vilji það sleppa við að vera sett á hávísindalega lyfjameðferð í boði iðnaðarins.
Nassim Haramein kann svo sannarlega að setja punktinn yfir i-ið í hinum helgu fræðum vísindanna og segja amen á eftir efninu.
4.4.2012 | 20:18
Látum gagnfræðinginn um sófann.
Fólk sækist ekki síður eftir virðingu en góðum launum þegar það menntar sig til gráðu. Hvers vegna virðing á að fylgja gráðu frekar en t.d. því að afreka að koma sófa með sóma á milli hæða fyrir samborgara sína er hulin ráðgáta.
Hugsanlega verður eftirspurn eftir góðum búslóðafluttninga mönnum löngu eftir að fólk áttar sig á að t.d. hagfræði dagsins í dag er uppfull af einskýrsverðum upplýsingum ef ekki hreinum rangfærslum.
En nýtur fólk sín svo eftir að það hefur mentað sig til virðingar? Hvað segir prófessorinn sir Kent Robinsson.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2012 | 19:40
Meira um hálfvita.
Í síðustu viku fór vinnufélagi minn á kúrs til fagbréfs í múrverki. Hann lagði á sig nokkurra klukkustunda ferðalag og var að heiman alla vikuna. Hann sagði farir sínar ekki sléttar þegar hann kom til baka, því að hann hefði vantað einn af fimm til að ná lágmarks einkunn. Það sem hann feilaði á var hver eðlisþyngd fiberpússningar væri en það hafði hann ekki í höfðinu þegar í prófið kom.
Þó að þessar upplýsingar standi utan á fiberpúss pokunum þá er það ekki nóg þegar í próf er komið ef þú veist þetta ekki ertu fáviti. Ég varð að viðurkenna með sjálfum mér að ég hafði þetta ekki í kollinum heldur. Tók þó að mér að setja upp sýningarvegg fyrir verslun á Íslandi 2002 þegar þetta múrefni var markaðssett þar.
Tveimur árum seinna vissi ég enn allt um fiberpúss, svo mikið að þegar mér var núið því um nasir að ég væri að svindla á efnisnotkun þá gat ég sótt mér gögn erlenda framleiðandans á netið og rekið þau framan í verkfræðinginn sem var búin að fá vegginn á húsinu sem við vorum með í vinnslu útboraðan til að taka kjarnasýni sem sýndu þykktir. Ágreiningurinn stóð um það að íslenski söluaðilinn gaf upp helmingi meiri þykkt og þar með efnisnotkun en framleiðandinn. Þetta gat ég sýnt verkfræðingnum svart á hvítu fyrir 6 árum síðan.
Nú man ég ekki lengur eðlisþyngdina á fiberpúss og þarf sennilega að láta af störfum eða þykjast vita það þangað til að ég sé næst fiberpússpoka til að lesa á sem sennilega verður næst þegar ég nota fiberpúss.
Það er þetta með þessa undarlegu kröfu menntakerfisins um próf án gagna. Maður hefði haldið að menntun gengi út á frjóa hugsun og hvar ætti að leita gagna. En aðferðafræðin gengur út á það gagnstæða þ.e.a. fylla höfuðið af einskírsverðum upplýsingum og dæla broti af þeim á blað á fyrirfram ákveðnum tíma. Það var t.d. ungum manni sem ég þekki vikið úr skóla fyrir að notast við einhverskonar snjallsíma í miðsvetrarprófi, þetta var áður en fólk almennt áttaði sig á að símarnir gætu haft þetta notagildi. Maður hefði haldið að svona hugmyndaríkum dreng hefði frekar átt að hampa fyrir útsjónarsemi við að afla upplýsinga þegar hann þurfti á þeim að halda.
Þessi vinnufélagi minn er frá Afganistan, hörku verkmaður sem kann líka að lesa utan á norska poka og kann að fara með farsíma, einnig veit hann hver getur gefið upplýsingarnar ef áletrunin á pokanum er ólæsileg. Enda miklu gáfulegra að leita upplýsinga en að taka t.d. sénsinn á röngum blöndunarhlutföllum sem vinnuveitandi og verkkaupi sitja svo uppi með sem tjón. En í prófinu til fagbréfs var honum skilt að mæta með höfuðið fullt af upplýsingum um steypu og taka sénsinn á að þær væru ekki einskisverðar eða sitja því uppi með ónýta viku.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2012 | 19:21
Er jörðin orðin flöt einn ganginn enn?
Það er að verða vaxandi vitund fyrir því að margt er í raun ekki eins og það hefur virst vera og að svo hafi verið um langan tíma. Á internetinu er hafsjór upplýsinga sem fram til þessa hafa verið á fárra vitorði. Þekking sem hefur verið mannkyninu ljós fyrir þúsundum ára er fólki hulin með menntun og falin á bak við afvegaleiðingar sjónvarpsins.
Mannkinssagan sem haldið er lofti er notuð til að halda fólki innan vissra marka, burtséð frá augljósum rökvillum. Sem nærtækt dæmi má nefna hversu lengi haldið var fram að jörðin væri flöt og hversu illa Galileo gekk að koma þeirri þekkingu á framfæri að jörðin snerist í kringum sólina, í óþökk akademískrar þekkingar þess tíma. Þannig má sjá að þekking sem aðlöguð er að fyrirframgefnum kenningum þarf ekki að vera rétt.
Það má segja um menntun og sjónvarp; horfið ekki á stjörnurnar heldur á milli þeirra og þið munuð sjá lengra. Graham Hankock er hér kynntur til sögunar en hann hefur rannsakað forna menningarheima, hvað okkur er sagt um þá og hvað þeir segja um okkar tíma.
17.3.2012 | 22:17
The Happiest Days Of Our Lives
Þegar Sigga Halldórs hafði samband við mig og spurði hvort ég gæti ekki rifjað upp gamla daga í Egilsstaðaskóla í tilefni 60 ára afmælis skólans varð fátt um svör. Satt best að segja er mér ekki margt minnistætt frá minni skólatíð, enda var hún ekki upp á marga fiska. Þegar ég ákvað samt sem áður að reyna að rifja eitthvað upp þá setti ég mp3 spilarann í eyrun og hlustaði á Pink Floyd, another brick in the wall. Í sannleika sagt þá fannst mér skólaganga mín snúast um annað en það sem ég hafði áhuga á og það finnst mér enn í dag.
Ég var sjö ára þegar fyrsti skóladagurinn rann upp. Í minningunni vorum við Héðinn vinur minn hugfangnir af íslenskri glímu þennan dag og sáum að tilvalið væri að æfa hana í öðrum sandkassanum á skólalóðinni í frímínútum. Þegar mér hafði tekist að fella Héðinn með frábærum hælkrók vissi ég ekki fyrr en ég hófst á loft og sveif í átt að skólanum, alla leiðina inn í forstofu, þar áttaði ég mig fyrst á að Sigurjón Fjelsted skólastjóri var orsakavaldurinn af þessari flugferð. Hann lét okkur Héðinn vita af því að við værum ekki komnir í skóla til að stunda áflog.
Smá saman gerði ég mér grein fyrir að í skólanum átti ég að læra að lesa, skrifa og reikna. Ég taldi mig reyndar kunna að lesa þegar ég kom í skólann en það hafði móðir mín haft þolinmæði til að kenna mér með hinni frábæru lestrarkennslu bók "Gagn og gaman" í þeirri bók mátti finna auðskildar setningar eins og "pabbi púar pípu". Í skólanum lærði ég semsagt ekki að lesa því það kunni ég þá þegar.
Svo var það skriftin hún var talsvert meira mál og ég er ekki ennþá sannfærður um að ég hafi lært að skrifa í Egilsstaðaskóla, allavega hef ég heyrt sagt með forundran"hver skrifar eiginlega svona",oftar en ég hef tölu á, þegar einhver rekst á eitthvað sem ég hef skrifað og er reyndar ekki hissa því mér er gjörsamlega ómögulegt að lesa skriftina mína sjálfur þegar ég hef gleymt hvað ég var að skrifa um. Mér finnst reyndar að skólanum hefði átt að takast að kenna mér að skrifa nafnið mitt svo aðrir gætu lesið það en það mistókst eins og annað í sambandi við skriftina. Ég get þó huggað mig við að langskólagengnir menn eins og t.d. læknar geta ekki heldur skrifað nafnið sitt á læsilegan hátt.
Reikningurinn var mér alla mína skólagöngu gjörsamlega óskiljanlegur í fyrstu skildi ég ekki með nokkru móti af hverju tveir plús tveir þyrftu að vera fjórir en ekki bara það sem mér sýndist og ekki batnaði það þegar tvisvar sinnum tveir áttu líka að vera fjórir. Eina ráðið til að sýnast hafa veitt þessar speki eftirtekt var að læra samlagningu og margföldunartöflur eins og páfagaukur en það reyndist mér erfitt. Seinna kom reikningur sem kallaðist stærðfræði og þar voru óskiljanleg dæmi svo sem A plús B er sama sem C, þessar reikningskúnstir áttu víst að þjálfa rökhugsun og koma að gagni seinna í lífinu. Ég bíð enn.
Það voru aðrar stundir en lestur, skrift og reikningur sem eru ánægjulegar í minningunni frá skólagöngu minni. Guðmundur heitinn Magnússon fyrrum sveitarstjóri á Egilsstöðum kenndi okkur eitthvað fyrstu veturna og hann var oft með skemmtilegt námsefni, eins og að setja okkur það fyrir sem heimaverkefni að finna út hvað nafnið okkar þýddi. Ég var yfir mig ánægður þegar ég fann það út að Magnús merkti "hinn mikli", en það hafði ekkert gengið fyrir Héðni sessunaut mínum að finna út hvað hans nafn þýddi, hann bað því Guðmund; "greyið Guðmundur segðu mér hvað Héðinn þýðir" það þykknaði í Guðmundi þegar hann svaraði, alveg kominn að borðinu hjá okkur; "veistu ekki að orðið greyið er notað um hunda drengur". Mér dettur í hug að svona kennslustundir mætti flokka undir lífsleikni í dag.
Eftir því sem árunum fjölgaði í Egilsstaðaskóla gekk mér verr að einbeita mér að námsefninu og kennurunum verr að hafa þolmæði gagnvart mínum athyglisbresti og þversku. Ég minnist samt þess að af og til komu kennarar sem náðu fullri athygli minni, einn af þeim var Sigurður Örlygsson listmálari, hann kenndi okkur teikningu. Í tímunum hjá Sigurði var hægt að gleyma sér gjörsamlega hann bar í okkur málningu og pappír og svo máttum við gera það sem okkur sýndist. Eini gallinn við tímana hjá honum var að við þurftum að þrífa skólastofuna eftir tíma og það gat verið óvinnandi verk. Þetta verk kom einn tímann í hlut okkar Bigga frænda, við Biggi vorum einbeittir í að sleppa frá því, en Sigurður ætlaði að sjá til þess að svo yrði ekki og stóð staðfastur í dyrum kennslustofunnar, stór og mikill. Við opnuðum glugga til að skríða út, þegar Sigurður hljóp þvert yfir stofuna til að loka glugganum þá tókst okkur að skjótast út um dyrnar. Ég sé enn eftir því að hafa beitt Sigurð þessum rangindum því hann var með athygliverðari mönnum og málverkasýningin sem hann hélt á verkum sínum í Valaskjálf þennan vetur, stendur mér enn ljóslifandi í minni. Ein myndin á þeirri sýningu var stór, einlit kóngablá með svartri spýtu sem hékk í keðju fyrir framan bláa flötinn og hét "Í Hallormstaðaskógi". Mér datt reyndar ekki Hallormstaðaskógur í hug þegar ég skoðaði þetta furðuverk en mér fannst hugmyndin frábær.
Þau ár sem skólaganga mín stóð yfir voru tveir skólastjórar í Egilstaðaskóla, í byrjun var Sigurjón Fjelsted en síðar tók Ólafur Guðmundsson við. Ég átti nokkra fundi með Ólafi á skrifstofu hans, sem var yfirleitt ekki boðað til af mínu frumkvæði. Ólafur kom á kerfi í skólanum þar sem gefnir voru plúsar og mínusar fyrir ástundun, hegðun, og ofl. var þetta þetta kerfi oftar en ekki ástæða funda okkar Ólafs.
Undir lok skólagöngu minnar fór ég í skóla norður í land, á heimaslóðum móður minnar þar var ekkert svona kerfi, þolinmæði skólastjórnenda mun minni og fundir mínir þar með skólastjóra urðu aðeins tveir. Móðir mín kom þá á fundi mín og Ólafs ef það mætti verða til þess að ég kláraði skólagöngu mína þann vetur. Á þeim fundi lauk Ólafur upp gagnabanka sínum og tjáði mér að ég væri með eina lægstu hegðunareinkunn og lélegustu ástundunareinkunn sem gefin hefði verin við skólann en það breytti ekki því að ég fengi inngöngu í skólann. Ég hef því gert mér betur grein fyrir þeirri þolinmæði sem Egilsstaðaskóli sýndi mér eftir að þessar upplýsingar lágu fyrir.
Það var ekki fyrr en nokkrum árum eftir að skólagöngu minni í Egilsstaðaskóla lauk að ég áttaði mig á út á hvað hún gekk. Það var um 1980 þegar Pink Floyd gaf út verkið The wall, skólaganga mín gekk semsagt út á að gera "another brikc in the wall" eða móta nothæfan stein í múrinn. Það má því segja að skólaganga mín í Egilsstaðaskóla hafi heppnast því að síðan henni lauk hef ég fengist við að hlaða og múra veggi.
Það er því hægt að leiða að því rök að með skólagöngu minni hafi tekist að gera nýtan þjóðfélagsþegn úr þeim svífandi skýjaglóp sem mætti fyrsta skóla daginn til að glíma í sandkassanum.
Ég bíð samt enn eftir að upplifa aftur þá daga sem ég átti áður en ég hóf mín skólagöngu. Þegar ég gat legið á bakinu í háu síðsumargrasinu, horft tímunum saman á skýin á bláum himninum séð engil hnita hringi í uppstreyminu eða jafnvel Guð. Ég stefni ótrauður að því að ná þeim andlega þroska aftur sem ég bjó yfir sem barn og þá verða tveir plús tveir ekki fjórir frekar enn mér sýnist.
Flutt í tilefni 60 ára afmælis Egilsstaðaskóla árið 2007.
Menntun og skóli | Breytt 27.2.2019 kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2012 | 18:27
Hátt í hundraðþúsund hálfvitar.
Er það ekki undarlegt að strax í skóla er unnið skipulega að því að hefta frjálsa hugsun barnsins, þar sem markvisst kennt að treysta ekki leiðsögn hjartans. Rökhyggjan skal vera leiðarljós lífsins.
Umburðalindi fyrir sérstöðu einstaklings með leitandi hugsun er lítið. Viðurkenndum staðreyndum er haldið að huga nemandans sem á svo að skila árangrinum frá sér á klukkutíma lokaprófi. Þannig er hæfni metin og grunnur lagður að vinnu fyrir kerfið. Ef nemandinn hlýðir ekki þessari innrætingu, hlýtur hann sérmeðferð á lyfjum sem brýtur niður persónuleikann. Með kerfisbundnu innrætingu er frjálsri hugsun eytt og til verður rökhugsun á kostnað sköpunargáfunnar.
Menntakerfið er komið á það stig að flest öll viðurkennd gildi er aðeins hægt að rökstyðja með fortíðar vísindum. Kennurum er gert að kenna eftir fyrirfram viðurkenndum viðmiðunum þar sem hyggjuvit hjartans hefur verið gert útlægt. Þar sem rökhugsunin ein er ráðandi og baksýnisspegilinn sýnir sannleikann, þar sem ekkert tilfinningalegt innsæi fyrir framtíðinni fyrirfinnst. Í reynd er markvisst kennt að vantreysta eigin tilfinningum.
Menntun sem er uppfullt af rökhyggju, er fyrir löngu búin að missa virðinguna fyrir sköpun hugar og handa, hefur gert skólana að stærðfræði og staðreynda stofnunum sem gerir flesta á endanum að annars heilhvels exel fólki, sem er fullt af upplýsingum án visku, vits og þekkingar. Fólk sem hvorki treystir ímyndunarafli sínu né innsæi, það treystir jafnvel ekki tilfinningum sínum. Það trúir því að til að vera fullkomlega faglegur þá þurfi að þurrka út tilfinningar.
En hvað finnst háskólaprófessornum Sir Kent Robinson, hann er í það minnsta skemmtilegur.
9.2.2012 | 15:08
Náms-iðnaðurinn fer illa með marga.
Það er alltaf ánægjulegt þegar ungt fólk sér að sér og lætur ekki spila með sig lengur. Það er aftur verra hversu margir hefja nám upp á gömlu mýtuna að þannig bjóðist betur launuð vinna.
Það er engin trygging fyrir því lengur að nám skili nokkru þegar kemur að vinnu. Það eina sem er víst þegar farið er í nám að það kostar mikið meira en fyrir örfáum árum síða, fólk situr jafnvel uppi með skuldirnar ævilangt og þá einskírsverðu þekkingu að vita mikið um lítið. Hefðbundið nám hefur því smá saman verið að breytast í ávísun á fátækt.
Hérna er heimildarmynd um eina srtærstu loftbólu sem blásin hefur verið frá því fasteignabólan sprakk, það er námsiðnaðurinn. Myndin er það vel úr garði gerð að henni hefur verið oftar en einu sinni úthýst af youtube af öflum sem ekki vilja missa spón úr sínum aski.
![]() |
Hátt brottfall úr skólum á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt 17.2.2012 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
7.12.2011 | 21:31
Hugmyndir og hindurvitni.
Máltækið það er eins víst og að tveir plús tveir eru fjórir er oft notað sem staðgengill hinna óhrekjanlegu raka. En tveir plús tveir þurfa samt ekki að vera fjórir frekar en okkur sýnist. Það vill gleymast að við erum skóluð í að koma okkur saman um hugmyndina að tveir plús tveir séu fjórir, þó svo að sú útkoma eigi ekkert skylt við gróanda lífsins sem má finna hvar sem er í náttúrunni.
Þessu hafði Fibonacci komist að fyrir margt löngu. Enda finnast 2+2=4 ekki í náttúrunni hvað þá í gróanda lífsins. Sú útkoma má í besta falli líkja við fangelsi hugans og þá flatneskju jarðar sem fræðimannasamfélagið ætlaði fólki að trúa fyrr á öldum eða hljóta verra af s.s. gapastokka og galdrabrennur. Nútíminn ætlar okkur að trúa á það að tveir plús tveir séu fjórir sem hinn endanlegi sannleikur, annars eigum við það á hættu að verða lyfjaglösum eða jafnvel stefnuvottum gjaldþrotabeiðna að bráð.
Cantor reiknaði sig geðveikan þegar hann ætlaði að koma böndum á óendanleikann með tölum. Hann komst að sömu niðurstöðu og Fibonacci með það að 1+1= 2 og gaf út Encyclopedia hið mikla rit því til sönnunar, sem er á við þrjár símaskrár að þykkt og innihaldi. En þar skildu líka leiðir með Cantor og gróanda lífsins. Því þegar hann ætlaði að sniðganga lögmál náttúrunnar og komast fyrir óendanleikann með svipuðum rökum að hann væri eins vís og tveir plús tveir væru fjórir, endaði það á því að hann framdi sjálfsmorð á geðveikrahælinu.
Það er því miklu gæfulegra að trúa á gróanda lífsins, útkomu sem Fibonacci hófst við að koma á tölu, þó svo hún sé óendanleg. Gróandinn er nefnilega eins og vextirnir sem bera vaxta vexti verðtryggða. Málið er bara það að sumir eru ekki tilbúni til að viðurkenna að gróandi lífsins sé fyrir alla en ekki bara suma. En gerum aldrei sjálfum okkur að ætla að hann sé ekki fyrir alla með því að trúa að tveir plús tveir eigi að vera fjórir einungis vegna þess að okkur var innrætt það af þeim sem ætla að nærast á okkar vexti.
Menntun og skóli | Breytt 8.12.2011 kl. 04:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)