Færsluflokkur: Dægurmál
26.2.2010 | 14:00
Good luck from a dutchman.
Hérna má sjá undirdriftasöfnun til stuðnings almenningi á Íslandi. Það er athyglivert að skoða athugasemdirnar sem þar eru, þær segja margar hverjar allt sem segja þarf. Þeir sem skrifa á þessa síðu eru flestir með það á hreinu um hvað þessi deila snýst.
Klaas Arjen Wassenaar, "Let the banks take the responsability of their own dealings. Governements and the people governed, are not responsable for the acts of the banks located in their country. If people would be responsible, they should as well have been involved in decision-making and profitsharing of the banks. And they were defenitely not. So people of Iceland: do not take these debts on your shoulder that you have not created yourself. Goodluck from a dutchman".
Asya Nikolova, "Go Iceland! You are the brave and honourable pioneer in this outrageous precedent and as well hope for other countries which are probably about to face the same situation unless you vote against that barbaric monetary system we are all stuck in today! Save your country by voting "NO" to UNLAWFUL SLAVERY! It's is utterly unlawful to hold accounatble the people of Iceland for a debt, ran up by a private bank. Stop that barbarism! Enough is ENOUGH!"
![]() |
Telja litlar líkur á samkomulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 21:02
Kjósum.
Það er hætt við því að stjórnmálamenn hafi ekki gert sitt síðasta til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. En samstða íslensku þjóðarinnar mun kom í veg fyrir að stjórnmálamönum takist að komaskuldum gjaldþrota einkabanka yfir á almenning.
Eða eins og Tomoko Kotaka, Colorado segjir, "The people of Iceland are an example of courage and solidarity to the rest of the world".
Eins segir Klaas Arjen Wassenaar, France "Let the banks take the responsability of their own dealings. Governements and the people governed, are not responsable for the acts of the banks located in their country. If people would be responsible, they should as well have been involved in decision-making and profitsharing of the banks. And they were defenitely not. So people of Iceland: do not take these debts on your shoulder that you have not created yourself. Goodluck from a dutchman".
Hérna má sjá fleiri ummæli venjulegs fólks í undirdriftasöfnun til stuðnings almenningi á Íslandi.
![]() |
Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.2.2010 | 09:26
Til varnar.
InDefence hefur unnið mikið starf til varnar íslenskum skattgreiðendum. Aðgerðir þeirra hafa verið í samhljómi við meirihluta þjóðarinnar og hefur þessi vinna náð heimsathygli með ákvörðun Ólafs Ragnars að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um icesavelögin frá 30. des. s.l..
Ef það er eitthvað sem hægt er að gagnrýna InDefens fyrir er það að hafa ekki beitt sér að fullum krafti fyrir undirskriftasöfnun s.l. sumar þegar fyrri icesavelögin voru samþykkt með öllum sínum fyrirvörum. Því þrátt fyrir alla fyrirvarana var þá verið að viðurkenna það grundvallar sjónarmið að réttlætanlegt væri að koma skuldum gjaldþrota einkabanka yfir á ábyrgð almennings.
Allar götur síðan þá hefur Ísland liðið fyrir lögin sem samþykkt voru í ágúst s.l. og stjórnmálamenn verið ósparir á að lýsa yfir að Ísland stæði við skuldbindingar sínar án þess að hafa getað lýst því yfir að það sé að því marki sem alþjóðlegt regluverk skilgreinir. Því Alþingi hafði þegar gengið lengra í samþykkt sinni í ágúst 2009. Það er útilokað að sjá það fyrir að núverandi stjórnmálamenn á Alþingi nái ásættanlegri niðurstöðu fyrir skattgreiðendur eftir að hafa klúðrað grundvallar prinsippum í þessu máli. Þess vegna á InDefence miklar þakkir skilið fyrir að ætla að taka að sér að kinna sjónar mið Íslands í Hollandi.
![]() |
InDefence til Hollands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.2.2010 | 08:28
Hvaða íslendningar hafa náð frumkvæðinu?
Það er nokkuð ljóst að þeir stjórnmálamenn sem leggja nú nótt við dag að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu eru ekki þeirra hópi. Það er nokkuð ljóst að þeir stjórnmálamenn sem samþykktu hörmungarlögin 30. des. s.l. eru ekki þar á meðal og hæpið er að telja þá með sem samþykktu fyrirvararuglið í ágúst.
Það er fylgst með framvindunni á Íslandi um allan heim. Stjórnmálmenn hafa víða get sig seka um að þjóna sömu öflum og þeir íslensku í viðleitni sinni við að koma skuldum gjaldþrota einkabanka yfir á almenning. Hérna má sjá undirkriftasöfnun til stuðnings almenningi á Íslandi. Það er athyglivert að skoða athugasemdirnar sem þar eru, þær segja margar hverjar allt sem segja þarf. Eða eins og Tomoko Kotaka, Colorado segjir, "The people of Iceland are an example of courage and solidarity to the rest of the world".
![]() |
Íslendingar hafa náð frumkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2010 | 16:09
The show must go on.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2010 | 12:25
Vindhaninn snýst.
![]() |
Nokkuð góð staða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.2.2010 | 11:23
Nú verða stjórnmálamenn að segja Nei.
Íslendingar verða að samþykkja grundvallaratriðin í tilboðinu áður en af nokkrum viðræðum verður að nýju," hefur Reuters eftir nafnlausum heimildarmanni innan hollensku stjórnarinnar. Eftir það mætti ganga frá tæknilegum atriðum" í nýju samkomulagi.
Kominn er tími til að íslenskir stjórnmála menn vinni samkvæmt vilja þjóðarinnar og noti tækifærið sem hefur skapast til að neita ábyrgð skattgreiðenda á gjaldþroti einkabanka.
![]() |
Ísland fallist á forsendurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2010 | 08:19
Er sanngjarnt að borga 2,75% vexti plús..........
Það ætti að láta Breta og Hollendinga sækja á um samning. Samningstaða Íslands getur bara styrkst úr þessu. Þess í stað ættu íslenskir ráðamenn að undirbúa málaferli á hendur bresku ríkisstjórninni. Það sem verst er að stjórnmálamenn almennt virðast vera ófærir um að halda fram hagsmunum þjóðarinnar, vegna hræðslu við gjaldþrot stjórnkerfisins.
Það er ekki einungis svo að íslenskir skattgreiðendur eigi ekki að borga krónu vegna gjaldþrots einkabanka, heldur ætti íslenska ríkið að krefjast bóta vegna þess tjóns sem hryðjuverkalöginn voru völd að. Það tjón gekk langt út fyrir það að hefta starfsemi icesave, öll íslenska þjóðin geldur fyrir þá aðgerð að ósekju. Tími er komin til að íslenskir stjórnmálamenn átti sig á hverjir borga launin þeirra.
![]() |
Vilja 2,75% álag á vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2010 | 09:25
Hefði betur haldið sig við töskurnar.
Það er að koma í ljós að Össur hefði betur farið með Ólafi Ragnari í utanlandsferðina í janúar til að bera fyrir hann töskurnar á meðan Ólafur mætti í hvern fjölmiðilinn á fætur öðrum til að verja málstað Íslands. Í stað þess skipulagði hann sendiferðir undirmanna sinna á fund erindreka erlendra ríkja til að reyna að koma í veg að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um með hvaða hætti stjórnmálamenn kæmu skuldum gjaldþrota einkabanka yfir á skattgreiðendur.
Sendiboðar Össurar báru meðal annars fyrir sig þjóðargjaldþroti, Össur vill meina að sendiboðarnir hafi sjálfir haft með það að gera hvernig þeir túlkuðu hagsmuni Íslands. Það að þessir menn óttist þjóðargjaldþrot er aðeins ótti þeirra sjálfra og Össurar við að missa launin sín, það er langt síðan þjóðinni varð ljóst að elítan í stjórnkerfinu ætlar almenningi að verða gjaldþrota í viðleitni sinni við að bjarga sjálfri sér.
![]() |
Minnisblað sendimanns birt á Wikileaks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2010 | 14:33
Er sanngjarn að borga lægri vexti?
Það er ekki einungis svo að íslenskir skattgreiðendur eigi ekki að borga krónu vegna gjaldþrots einkabanka, heldur ætti þessi samninganefnd sem nú er í London að krefjast bóta vegna þess tjóns sem hryðjuverkalöginn voru völd að. Það tjón gekk langt út fyrir það að hefta starfsemi icesave, öll íslenska þjóðin geldur fyrir þá aðgerð að ósekju.
Stjórnmála menn allra landa róa að því öllum árum að þjóðaratkvæðagreiðsla fari ekki fram um réttmæti laga þar sem skuldir einkabanka eru færðar yfir á skattgreiðendur. Það er með ólíkindum að fulltrúar okkar skulu leggjast á þessar árar, eftir allt það tjón sem þeir hafa valdið. Hefðu almennir borgarar valdið svo mikið sem broti úr prómilli af því tjóni sem stjórnmálamenn hafa valdið þjóðinni væru þeir löngu komnir á bak við lás og slá.
![]() |
Skýrist á næstu klukkustundum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)