Færsluflokkur: Dægurmál

Bláber

Fyrir nokkrum árum sagði ég frá verslunareiganda sem setti miða í gluggann á búðinni sinni sem á stóð "lokað í dag - farinn í berjamó". Þetta var fyrir mörgum áratugum síðan, þegar ég var enn á barnsaldri. Sumir vildu meina að hann væri alls ekki í berjamó, heldur væri hann blindfullur heima. Hvort sem verslunareigandinn var blindfullur í berjamó eða ekki, þá sýnir tilkynningin hvað tíðarandinn hefur breyst í tímans rás. Þó svo hvorki þá né nú sé auðvelt að að tína ber fullur, þá þótti góð berjaspretta eðlileg afsökun fyrir því að loka sjoppu.

Þetta sumariðið eru brekkurnar bláar af berjum en sárafáir í berjamó, og mér til efs að nokkurri sálu hafi dottið í hug að loka sjoppu vegna góðrar berjauppskeru. Við Matthildur mín skríðum nú um lautir og lyng við að plokka bláber og er þetta sennilega sjötta sumarið í röð sem ég get sagt að aldrei hafi þúfurnar verið eins bláar, ekki hægt að leggjast á hnéin án þess að skilja eftir berjasultu í slóðinni.

Nú kann einhverjum að koma í hug sú sígilda spurning “hvar finnið þið ber”? Svarið er einfalt, -með því að fara í berjamó. Að vísu þarf bæði að líta upp úr símanum og beygja sig því ber verða ekki tínd með appi frekar en á blindafylleríi, en það er á við heila útihátíð og ranghverfa smitrakningu að liggja eins og barn í blárri brekku við hjalandi læk og tína ber, -svo ekkert sé minnst á andlega íhugun.

Sennilega er berjatínsla orðin jafn ókunn fólki og raun ber vitni vitni, vegna þess að  henni hefur ekki verið gerð skil í sjónvarpi, né verið boðið upp á berja app í snjallsímann, það er ekki einu sinni hægt að fá snjallúr með berjateljara. En það væri örugglega jafn áhugavert, -skilst mér af facebook, -að sýna t.d. beinar útsendingar af fólki í berjamó og Íslandsmótinu í golfi.

Enn þann dag í dag hefur tæknin ekki náð þeim hæðum að hægt sé að tína ber rafrænt með fjarfundarbúnaði, hvað þá að frá berjamó hafi verið streymt í beinni líkt og var með brekkusönginn á Þjóðhátíðinni í Eyjum um s.l. verslunarmannahelgi.

Einn félagi minn í steypunni sagði um þá miklu menningarframför, að sennilega yrði "gamla góða" kojufylleríið hafið til vegs og virðingar ný.


Staulast í Stuðlagil

Þeir hringdu í morgun sögðu að Lilla væri orðin óð. Að hún biti fólk í hálsinn drykki úr þeim allt blóð. Jú stórir strákar fá raflost, -en hvað á að gera við þá sem hafa drullað upp á bak? Það væri sjálfsagt tilefni til að greina nýjustu uppákomur dularfullu drepsóttarinnar sem tröllríður landanum nú um há sumar annað árið í röð.

En ég bara nenni því ekki og væri gáfulegra að steypa í langloku um það þegar við Matthildur mín stauluðumst í Stuðlagil til að teljast meðal manna, eða þegar við fórum vestur þar sem fjöllin vaka há í skriðum skreyttum hlíðum við spegilslétta firði.

Matthildur latti reyndar staðfastlega til beggja faranna með rökföstum úrtölum, benti mér m.a. á að ég hefði oft komið að þessu fjandans gili. -Já kíkt ofan í það að vestan sagði ég það er bara ekkert að marka. Vestur sagði hún að gömul hró með tjald og fermingasvefnpoka, hefðu ekkert að gera á pestartímum. -Ég fer þá bara einn sagði ég þú getur þá bara verið heima.

Þegar ég hafði runnið á rassgatið með hvoru tveggja, fyrst í Stuðlagilsferðinni vegna þess að Matthildur missteig sig og steyptist á hausinn á fyrstu hundrað metrunum á stórgrýttum göngustígnum og ég staðið um stund á öndinni af mæði bauðst ég loks til að slaufa för, en þá kom það ekki lengur til mála.

Að morgni fyrirhugaðar vesturferðar voru bæði farnar að renna á mig tvær grímur og herfilegar innantökur, en þá brá svo við að Matthildur mín kepptist við að smyrja samlokur og spurði hvort það ætti ekki að drullast af stað.

Þegar við komum í Mývatnssveit sá ég hvað Matthildur hafði haft á réttu að standa með drepsóttina. Ferðamenn liðu um eins og vofur í flugnaneti með pestargrímuna fyrir smettinu og ekki gott að átta sig á hvort það var ferðataskan eða öndunarvélin sem þeir höfðu í eftirdragi.

En ekki er nokkur tími til að fara yfir allar þessar hrakfarir sem enduðu svo í heilum hring um Ísland á verslunarmannahelgi, annað en það að Matthildi varð á orði við lok ferðar; það er nú gott að þessari vestfirðir eru búnir nú eru bara Vestmanneyjar eftir. Þá fyrst krossbrá mér því að Matthildur fór á Atlavík 82, 83, 84 og 85, , , og það var ég sem þurfti að stöðva það brjálæði.

Nú bögglumst við bara um í berjamó í blíðunni og er þetta allt farið að minna á bernskudagana þegar mamma sleppti börnunum sínum á beit og ekkert fékk lítinn dreng inn úr sumrinu og sólinni annað en harðasprettur heim á klósettið.

Reyndar gat það komið fyrir að heimferðin úr móanum væri meira haltrandi hökt á við þúfnagang, en þá mælti mín móðir, eigi skal haltur ganga Magnús minn á meðan báðir fætur eru jafn langir. En móðir mín var ein af þeim sem lengi lifir í minningunni og guðirnir elska.


Vegurinn heim að síðasta bænum

Það rann ósjálfrátt í gegnum hugann að hér hefði vegurinn verið lagður svo fólkið gæti flutt burt, þegar ekið var á þjóðvegum landsins í síðustu viku. Sveitir fara með áður óþekktum hraða í auðn á meðan punturinn trénar blíðum í blænum, ekki lengur nokkur glóra í að hafa fyrir því að heyja. Íslenska sauðkindin, sem er orðin safngripur rétt eins og íslenska hænan og geitin, sést nú kúra í gegnum vegrykið undir einstaka rofabarði við Animal Farm Guesthouse i hita og þunga dagsins.

Þessi þróun hófst hægt og bítandi á síðustu öld. En eftir að það urðu mannréttindabrot að víxlararnir fengju ekki að græða á innfluttu kjöti til að grilla á kvöldin samkvæmt Evrópurétti, þá hefur óskapnaðurinn vafið margfalt hraðar, -og sárar, upp á sig en gaddavír á girðingastaur. Grundvellinum hefur verið kippt undan heilu sveitunum og þorpin sem þeim þjónuðu missa sitt og berjast nú fáliðuð í glasabökkum við að servera íslenska ferðamenn við að "njóta" og skoða "landið okkar".

Nú má keyra því sem næst í gegnum heilu landshlutana án þess að sjá sauðkind, og við þjóðveginn hokra nú síðustu hálmstrá Bjarts í Sumarhúsum og Gróu á Leiti undir ambögum á við "Street Food- Black Beach Resturant-Spa Lagoon-Guesthouse Bistro" bíðandi á bótum eftir seinni bylgjunni sitjandi uppi með landann flæðandi fram og til baka á öðru hundraðinu með útilegudraslið,  reiðhjól og grill í eftirdragi, röflandi yfir lambakjötsleysi í krummaskuðunum úti á landi í eylífri leit sinni að sólinni með góðri trú á að í heimahaganum þar sem ræturnar eitt sinn gréru sé allt óbreytt, þar sem nú má finna í mesta lagi part úr sumri landlorta búandi með brjótahaldara á gaddavír eða auðróna með veiðistöng. Já blessuð sértu sveitin mín.

Þegar vegurinn kom í fyrndinni fór læknirinn fyrstur, presturinn flutti næstur, síðar sást ekki til flugvélarinnar lengur þegar flóabáturinn var löngu hættur að fljóta og kaupfélögin gjaldþrota. Enda landsmenn ekki of góðir til að nota samgöngubætur á við veginn og samfélagsþjónustu á við virðisaukaskattinn ef þeir þurfa á annað borð einhverja þjónustu, hvað þá banka. Ef eitthvað fámenna sveitafélagið, sem enn veit hvað sjálfstæði og suðfé er og enn hefur auraráð, vogar sér að styrkja íbúa sína þá er meiri vá fyrir dyrum en sjálfur skítahaugurinn.

Samkvæmt samræmdu regluverkinu þarf að skipa nefnd, sem setja skal á stofn rýnihóp latínuliðs með gráðu, sem finnur sér þar til bæra sérfræðinga til ráðgjafar og skýrslugerðar um þarfagreiningu. Og ekki má gleyma að fara yfir lagalegu hliðina með tilheyrandi fjárútlátum, nóg er nú lögleysan samt. Nei það er ekki einu sinni sjálfgefið að fá gluggaumslag í pósti án þess að fyllsta lögmætis sé gætt hvað sjálfbæran kostnað varðar, því ekki vill nokkur heilvita maður brjóta mannréttindi vesalinganna sem þurfa að græða.

Nú er svo komið að hinir heilögu fjárfestar hafa komið auga á veginn sjálfan sem féþúfu, þann sem lagður var á kostnað fólksins svo það gæti farið burt, sem álitlegan fjárfestingakost við innviða uppbyggingu flissandi fábjána. Veggjöld eru því það sem koma skal, ekki vit í öðru en græða á þjóðveginum með sínum Street Food Black Beach Resturant þar sem Grayline Bus 4 You brunar með akfeita dilka af fjalli heim að síðasta bænum í dalnum til liðskipta og botox í einkareknum heilbrigðisiðnaði, -sem vel á minnst var ekki kallaður sá síðasti upp úr þurru, því það var hann ekki lengi. Guð blessi allt Ísland.


Niður með grímuna

Takið af ykkur helvits grímurnar var öskrað á Írlandi um helgina. Almenningur víða um heim er búin að fá upp í kok á pestarfasismanum sem beitt er í baráttunni gegn dularfullu drepsóttinni. Það er ekki bara á Íslandi sem aðgerðir stjórnvalda eru gagnrýndar í pestarfárinu.

Það er ekki bara á Íslandi sem keyptir fjölmiðlar upplýsingaóreiðunnar steinhalda kjafti á bak við grímuna, um það sem er raunverulega að gerast. Stóru samfélagsmiðla veiturnar s.s. youtube og facebook hafa lokað á "upplýsingaóreiðu og falsfréttir". Enn má þó finna síður sem sýna raunveruleikann og hvaða myndir almenningur geymir í símunum sínum.

Á síðu Waking Times hefur verið safnað saman myndböndum af því sem var að gerast í stórborgum Evrópu og Ástralíu um s.l. helgi. Þar sem grímuskyldu, bólusetningum og pestarpössum er mótmælt hástöfum. Almenningur hefur fengið nóg og hópast út á götur og heimtar frelsi. Sjón er sögu ríkari sjá hér.


Fari það svoleiðis í logandi helvíti

Já fari allt heila pestarpakkið norður og niður sem kom flissandi, fölt og píreygt út í sumarið og sólina til að aflýsa gleðinni. Þeir hafa verið fyrirsjáanlegir síðustu dagarnir. Þúsundum landsmanna smalað til sýnatöku með smitrakningar appinu í símanum. Sá klári skrækjandi í fjölmiðlum og Jóhannes útskírari sendur einn út í eyðimörkina svo náfölir pestargemlingar hatursorðræðunnar í athugasemdakerfum medíunnar gætu hafið grjótkastið.

Já og vel á minnst, uppvakningurinn sem reis upp með öfugan krossinn úr kistunni sinni komst að þeirri rökföstu niðurstöðu að það þyrfti fyrst og fremst að elta 10% óbólusettra uppi, ásamt blessuðum börnunum, og sprauta þá ólyfjan svo þeir smituðust kaunum hins margrómaða hjarðónæmis í sama mæli og hinir. Krúttlegi skuldum  vafði ferðaþjónustu aðilinn steinheldur kjafti á meðgjöf með atvinnulausum. Helst á honum að skilja að ekki hafi gengið nógu greiðlega að greiða út lokunarstyrkina í vetur.

Já og ekki má gleyma neyðarástandi heilbrigðisiðnaðarins, þar sem starfsmenn, sem ekki hafa nú þegar verið teknir úr umferð vegna sóttvarna og komið fyrir í sóttkví, eru orðnir uppteknir við að skima svo hægt sé að koma fleirum í sóttkví í forvarnaskini. Hver þungbúni læknirinn af öðrum, sem engin heilvita maður myndi láta sér til hugar koma að virða viðlits öðruvísi en láréttur, hefur birst í símanum og sjónvarpinu boðandi fyrirsjáanlegt  neyðarástand.

Já við hverju öðru var svo sem að búast en að fábjáni flissaði sig píreyg út í sólskinið ásamt allri heilu helvítis náhirðinni og tilkynnti náföl öryggisvarúðarráðstafanir við drepsótt um mitt sumar. Og nú er þjóðin enn og aftur búin að skrúfa upp þríeykið á seiðhjallinum í viðtæknunum sínum svo bergamálar um alla blokkina.

Á meðan ætla ég að loka mig úti og overdósa d-vítamín í sumrinu, fuglasöngnum og sólinni. Uppskrift sem getur ekki klikkað; -sólin, útlendingar og minnihlutahópar, -jafnvel sjálfur náunginn, -allt er þetta spennandi og stórhættulegt.


Íslendingar

“Þetta óþolandi lið heldur alltaf að það séu komið á útihátíð þegar þegar það kemur út á land, vonandi að það fari að komast til útlanda aftur í sumarfríinu sínu”; sagði félagi minn áður en fór í sumarfrí, en hann er vanur að ferðast innanlands. -“Má ég þá heldur biðja um útlendinga þeir kunna þó mannasiði á nóttinni”. Sennilega er vinur minn á höfuðborgarsvæðinu núna i sumarfríinu með frúnni, því útihátíðastemmingin er oft ögn hógværari þar á tjaldstæðunum.

Undanfarið hef ég þurft að sæta lagi á hjólinu til að komast óhindrað um og hef þá yfirleitt farið stóran hring í kringum bæinn, eldsnemma morguns um krákustíga í Egilsstaðaskógar, þar sem ófært var fyrir nautum á beit bernskudagana í denn, -og svo skotist í gegnum bæinn fram hjá Grafarbakkanum niður á nes og þaðan út á flugvöll og heim.

Það hefur nefnilega verið brakandi blíða og bærinn yfirfullur af fólki, tjaldstæðin þéttskipuð meðfram götunni inn á Grafarbakkann, og vinnuvélar hafa þurft silast um götur höfuðstaðar skurðgröfunnar í óendanlegum bílalestum, með hjólhýsi hlaðin reiðhjólum og öðru drasli í eftirdragi. Jarðvinnuverktakar hafa ekki einu sinni fundið auðan blett til að koma brothamrinum niður og búa til almennilegt bank.

Nú erum við Matthildur mín komin í sumarfríi en höfum haldið okkur heima með henni Ævi, sem segir að amma og afi séu óþæg. Hún segir að afi keyri ekki nógu hratt og bílarnir á veginum séu til að taka framúr þeim en ekki til að drullast á eftir, og amma eigi ekki að vera með neitt múður í því sambandi. Um daginn var henni gjörsamlega nóg boðið varðandi snigilsháttinn og heimtaði að fá að keyra sjálf, þriggja ára blessunin.

Það er samt ekki orðið eins og í fyrra þegar útihátíð íslendinganna færðist inn í garð og öll bílastæðin við blokkina urðu yfirfull. Nýjar sóttvarnarreglur voru þá boðaðar um verslunarmannahelgi með tveggja mínútna fyrirvara og tveggja metra reglu á tjaldstæðum.

Maður hefur oft óskað sér undanfarna daga að fjölmiðlarnir básúnuðu ekki um blíðuna og fólk hefði vit á því þetta sumarið að slökkva bæði á símanum og sjónvarpinu og áttaði sig á því að það er sumarblíða um allt land. Maður hefur meir að segja látið sér til hugar koma að fara að fordæmi félaga míns og forða sér burt úr bænum.


Er þjóðin þá bara nálapúði?

Það er kominn tími til að bólusetninga brjálæðið verði stöðvað með öllu tiltækum ráðum. Þó svo að 90% þeirra sem eru lögráða hafi tekið þátt í tilraunum lyfjarisanna í boði íslenskra yfirvalda, eins og hverri annarri þegnskildu, svo hægt yrði að komast út úr pestarfasismanum, þá má það ekki verða til þess að blessuð börnin verði bólusett með glundri sem vafi leikur á að veiti vörn.

Bloggsíður þarf þessa dagana til að koma upplýsingum frá þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á skaðsemi bóluefnanna. Fjölmiðlar og heilbrigðisyfirvöld steinþegja, enda á fjárlögum upplýsingaóreiðunnar. Vafi leikur orðið á hvort sóttvarnalæknir fer með falsfréttir trekk í trekk. Nægir þar að nefna ummæli varðandi grímunotkun með nokkurra mánaða millibili og hversu örugg og skilvirk bóluefnin væru.

Nú kemur hann fram með upplýsingar, sem ganga út á það að bólusettir smitast og smita aðra, og vill hefja einn umgang til á sömu nótum. Ef fer sem horfir verða landsmenn orðnir eins og innilokaður nálapúði áður en yfir lýkur, stórskaðir á sál og líkama. Forðum blessuðum börnunum okkar frá þeim örlögum með því að stöðva brjálæðið.

 

Ps. Ég vil benda sérstaklega á þennan bloggpistil vegna þess að hann er á mannamáli um þær aukaverkanir sem bóluefnin hafa hafa verið staðin að. 


mbl.is Leggur til hertar aðgerðir á landamærunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsfrétt á bloggi Jónasar

Stundum er sannleikurinn lyginni líkastur, en ef honum hefur ekki verið fundið samhengi í sjónvarpi þá er hann ómarktækur. Á bloggi Jónasar Gunnlaugssonar voru fréttir sem greint hefur verið frá samhengislaust. “Þrjú lönd á jörðinni neituðu að láta bólusetja fólkið í löndunum sínum. Allir þrír forsetar þeirra eru nú dánir. Margir líta á dauða þeirra sem morð. Löndin eru Burundi, Tanzania og Haiti.”

Undanfarið ár hef ég tekið púlsinn á heiminum m.a. með því að horfa á street walk ýmissa borga, frekar en taka mark á fréttum medíunnar af drepsóttinni í löndum heims, svona ef ég hef engan staðkunnuga kunningja til að segja mér hvað er að ske, en á sjónvarp er ég fyrir löngu hættur að horfa og trúa. Það er nefnilega svo margt skrítið sem gerist bara í Langtíburtukistan.

Það kom mér fyrir nokkru nokkuð á óvart að í Port au Prince á Hahit, þar sem forsetinn var ráðin af dögum á dögunum af innfluttri málaliðasveit, var ekki ein hræða með grímu þó óbólusett væri á street walk í miðri drepsótt, og hvorki lík á götunum né lögregla á tveim metrunum við að sekta vegfarendur fyrir sóttvarnabrot. Sjón er sögu ríkari jafnvel þó sönn frétt í sjónvarpi væri.


Nornirnar á blogginu

Það má segja að hér á mogga blogginu hafa risið þrjár nornir sem hafi skorað þríeykið á seiðhjallinum á hólm, -og ekki veitti af að blanda þann görótta seið í upplýsingaóreiðu falsfréttanna. 

Þær setja fram mál sitt í anda skapanornanna Urðar, Verðandi, Skuldar og ekki fer hjá því að þar glitti í spákonuna Völu. Hvort nornirnar eiga eftir að skapa þríeykinu örlög ásamt óðinshananum eineyga klára mun tíminn einn leiða í ljós.

Sagt er að rás tímans endurtaki sig á hinni eilífu hringrás eyktarinnar í hringsnúandi spíral, sem spólar sig í gegnum aldirnar, eða eins og Prédikarinn 1-9 sagði;  Það, sem hefur verið, það mun verða, það, sem gerst hefur, það mun gerast og ekkert er nýtt undir sólinni.


Blágresið blíða

IMG_1244

Nú er komin sú árstíð að grasið bylgjast í blænum, allt er mögulegt annað en að sofa af sér þennan tíma. Og landinn alltaf á leiðinni inn í eitthvað; inn í daginn, inn í sumarið jafnvel alla leið inn í framtíðina.

Þessi útjaskaða ambaga "inn í" er fengin úr ensku. Sennilega til komin vegna frábærrar kunnáttu í snjallsíma ensku á google translate.

Áður var haldið út í daginn, farið út í sumarið, t.d. að lokinni vetrarlangri innisetu  við íslensku námi í skóla. Framtíðin var óskrifað blað en ekki farið inn í hana, til að halda fram veginn.

Fyrir mörgum árum gekk þjóðin ómeðvitað í það að eyða orðinu akkúrat, sem tröllreið nánast hverri einustu setningu á íslenskri tungu um skeið, með upphrópuninni N Á K V Æ M L E G A.

Jaá okey, -en af hverju ertu að tala um þetta núna? - Við eigum bara svo dæmalaust fallegt tungumál að það þarf ekki að fara inn í eitthvað translate kjaftæði.

Svona var t.d. Jóni Thoroddsen innanbrjósts þegar hann var komin inn í sumarið.

 

Hlíðin mín fríða

hjalla meður græna

og blágresið blíða

og berjalautu væna,

á þér ástaraugu

ungur réð eg festa,

blómmóðir besta!

 

 

Sá ég sól roða

síð um þína hjalla

og birtu boða

brúnum snemma fjalla.

Skuggi skaust úr lautu,

skreið und gráa steina,

leitandi leyna.

 

 

Blómmóðir besta,

bestu jarðargæða

gaf þér fjöld flesta

faðir mildur hæða.

Hver mun svo, er sér þig,

sálar þjáður dofa,

að gleymi guð lofa?

 

 

Hlíð, þér um haga

hlýr æ blási andi,

döggvi vordaga

dögg þig sífrjóvgandi!

Um þig aldrei næði,

af þér svo að kali,

vetur vindsvali!

 

Og ekki er blágresið blíða síðra sungið á youtube.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband