Færsluflokkur: Dægurmál
29.6.2015 | 06:42
Hvers vegna sæstreng til Bretlands?
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að orkufyrirtækjunum liggur á að tengjast alþjóðalegu dreifikerfi enda búin að selja upprunaábyrgðir hreinnar orku það grimmt að íslendingar teljast einungis nota tæp 40% hreinnar orku. Það sem upp á vantar telst vera um 37% kol og olía, og 24% kjarnorka.
Þegar upprunaábyrgðir er seldar kemur að skuldadögum, þeir sem nota mengandi orkugjafa verða látnir borga fyrir mengunina, í þessu tilfelli íslendingar. Það er samt ekki hægt nema að sannanlegt sé að hér sé notuð orka á við kjarnorku sem orkugjafi sem verður hægt þegar sæstrengur er kominn því hann mun flytja orku báðar leiðir.
Allir ættu að kynna sér hvað hefur verið að gerast í "feikaðri" orkusölu á Íslandi síðan 2011 og þá er hægt að átta sig á æðibunugangi forstjóra Landsvirkjunar við að koma sæstreng til Bretlands.
Þessi mál má kynna sér á heimasíðu Orkustofnunnar, en þar má lesa; "Því ber að halda til haga að hér á landi eru aðstæður með þeim hætti að raforka er hvorki flutt til eða frá landinu og því er sú raforka sem seld er hér á landi af endurnýjanlegum uppruna og verður það áfram þrátt fyrir framangreint. En til að hægt sé að halda því fram þarf að fylgja henni upprunaábyrgð. Samkvæmt lögunum er Landsneti falið að gefa út upprunaábyrgðir hér á landi en hlutverk Orkustofnunar er eftirlit og birting tölfræðiupplýsinga sem tengjast útgáfu upprunaábyrgða."
Sjá hér orkusölu á Íslandi samkvæmt Orkustofnun.
![]() |
„Kjarnorka“ seld Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.6.2015 | 09:15
Ekki allt sem sýnist
Það eru ár og dagar síðan Suðurríkjafáninn var tákngerfingur kynþáttamisréttis, í áratugi hefur hann gengið undir nafninu "Rebel Flag". Upprunalega var hann orrustufáni suðurríkjanna sem sumir vilja meina að KKK hafi stolið.
Í seinnitíð hefur hann verið notaður af tónlistarmönnum, vörubílstjórum, mótorhjólafólki og þeim sem hafa eitthvað að athuga við kerfið, verið tákn andófs gegn ríkjandi valdhöfum.
Því þarf ekki að koma á óvart hvernig pólitíkusar kerfisins nota morðin í Charleston til að gera alla þá tortryggilega sem setja aðra meiningu í þennan fánan en kynþáttahatur.
![]() |
Umdeildur fáni og arfur þrælahalds |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 28.2.2016 kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2015 | 12:59
Nú liggur lífið við
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að orkufyrirtækjunum liggur á að tengjast alþjóðalegu dreifikerfi enda búin að selja upprunaábyrgðir hreinnar orku það grimmt að íslendingar teljast einungis nota tæp 40% hreinnar orku. Það sem upp á vantar telst vera um 37% kol og olía, og 24% kjarnorka.
Þegar upprunaábyrgðir er seldar kemur að skuldadögum, þeir sem nota mengandi orkugjafa verða látnir borga fyrir mengunina, í þessu tilfelli íslendingar. Það er samt ekki hægt nema að sannanlegt sé að hér sé notuð orka á við kjarnorku sem orkugjafi sem verður hægt þegar jarðstrengur er kominn því hann mun flytja orku báðar leiðir.
Allir ættu að kynna sér hvað hefur verið að gerast í "feikaðri" orkusölu á Íslandi síðan 2011 og þá er hægt að átta sig á æðibunugangi forstjóra Landsvirkjunar við að koma jarðstreng til Bretlands. Þessi mál má kynna sér á heimasíðu Orkustofnunnar, en þar má lesa;
"Því ber að halda til haga að hér á landi eru aðstæður með þeim hætti að raforka er hvorki flutt til eða frá landinu og því er sú raforka sem seld er hér á landi af endurnýjanlegum uppruna og verður það áfram þrátt fyrir framangreint. En til að hægt sé að halda því fram þarf að fylgja henni upprunaábyrgð. Samkvæmt lögunum er Landsneti falið að gefa út upprunaábyrgðir hér á landi en hlutverk Orkustofnunar er eftirlit og birting tölfræðiupplýsinga sem tengjast útgáfu upprunaábyrgða."
Sjá hér orkusölu á Íslandi samkvæmt Orkustofnun..
![]() |
Ekki tekin áhætta vegna sæstrengs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 30.6.2018 kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.5.2015 | 12:33
Blessaður kallinn, hangir eins og hundur á roði
Það er ekki nema von að Már Guðmundsson skilji hvorki upp né niður í neinu. Blessaður kallinn fékk ekki kaupaukann sem hann taldi sig eiga inni hjá bankanum þó að hann margbennti á hvað honum stæði vellaunað starf í Sviss til boða. Það jafnvel ekki eftir að hann fór í málaferli við seðlabankann til að rétta sinn hlut, sem hann tapaði reyndar en þá átti að láta seðlabankann borga málskostnaðinn. Lítið hefur farið fyrir draumadjobbinu í Sviss upp á síðkastið en Már hangir á starfinu í seðlabankanum eins og hundur á roði.
Ef það er eitthvað eitt öðru fremur sem drifið hefur verðbólguna á Íslandi undanfarin ár, þá er það vaxtastefna seðlabankans. Flest lönd búa við margfalt lægri stýrivexti, jafnvel verðhjöðnun. Húsnæðiskostnaður hefur verið helsti verðbólguþátturinn undanfarið, sem má rekja lóðbeint til okurvaxta. Svo skilur blessaður kallinn ekkert í því að þeir lægst launuðu þurfi launahækkanir upp á nokkra þúsundkalla á mánuði með hann taldi sig þurfa hundruðin þúsunda í hækkun. Ef ástæða er til að segja einhvejum upp í kjölfar sanngjarnra kjarasamninga þá eru það menn á við Má Guðmundsson.
![]() |
Hvaða hagsmuni er verið að verja? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 30.6.2018 kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2015 | 20:04
Verður að fjúka.
Öryrkjabandalagið á engan annan kost en að losa sig við Björn Arnar Magnússon ef þetta sem fram kemur í fréttinni er rétt eftir honum haft; "Til hvers að setja reglur ef ekki á að fara eftir þeim."
Maðurinn er einfaldlega ekki hæfur til að fronta mannleg samskipti, hvað þá við þá sem minna mega sín. Til hvers heldur hann að íbúðir fyrir fólk séu?
![]() |
Grét í tvo daga eftir bréfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2015 | 15:38
Verðtryggingar glæpóið.
Dægurmál | Breytt 3.4.2016 kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
26.4.2015 | 17:40
Þetta er ekki fyndið lengur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2015 | 10:16
Sakleysið uppmálað.
Veturinn 2010 kom ASÍ að því ásamt stjórnvöldum og Vinnumálastofnun, að móta það sem þeir kölluðu þá "metnaðarfulla áætlun um átak á sviði menntunar og vinnumarkaðsúrræða" til næstu ára. Aðrir aðilar vinnumarkaðarins voru einnig sagðir taka þátt í þessari metnaðarfullu áætlun.
Áætlunin var fjármögnuð fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar og stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs. Þessi "metnaðarfulla" áætlun, sem hrint var í framkvæmd atvinnuleysisveturinn mikla 2010, gekk út á að hvetja atvinnulausa í nám af atvinnuleysisbótum.
Til að fjármagna dæmið í upphafi var það sem sparaðist í greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóð notað, síðan varð námsfólkið sem varð til fyrir þennan "metnað" að fjármagna sig á lánum til að lifa.
Núna 5 árum seinna koma sömu aðilar fram og segja að "Ísland þurfi að gera mun betur í þessari greiningavinnu" þegar í ljós er komið að ekki er þörf fyrir allt það háskólamenntaða fólk sem til er orðið eftir að það hefur verið glapið til að draga fram lífið á námslánum árum saman í stað þess að njóta lögbundinnar aðstoðar í gegnum tímabundið atvinnuleysi.
![]() |
Lítil þörf fyrir hópa menntafólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.3.2015 | 19:24
Grái úlfurinn.
Árið 2011 kom út bókin "Grey Wolf: The Escape of Adolf Hitler" eftir Simon Dunstan, þar sem því er haldið fram að Hitler hafi dáið í Argentínu 1962.
Þá þóttu mér það svo mikil tíðindi að vel rökstudd bók um þetta efni væri að koma út, að ég hafði orð á því við Pólskan vinnu félaga minn. Honum þótti lítið til þessara frétta koma, sagði að þetta vissi annarhver Pólverji, það mætti bara ekki tala um það.
![]() |
Fundu leynistað nasista í Argentínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2015 | 21:09
Vorjafndægur.
Það rökkvaði stutta sund í Reykjavík við sólmyrkvann í morgunn.
Í dag eru jafndægur að vori, þá eru dagur og nótt jafnlöng. Með orðinu jafndægur er átt við þá stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægurshringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina.
Notuð eru orðin og orðasamböndin vorjafndægur, vorjafndægri, jafndægur á vori og jafndægri á vori og eru þau á tímabilinu frá 19.-21. mars en haustjafndægur, haustjafndægri, jafndægur á hausti eða jafndægri á hausti eru á bilinu 21.-24. september.
Orðið jafndægur er til í skyldum málum. Í dönsku er til dæmis talað um jævndøgn. Í latínu var talað um aeqvinoctium af aeqvus "jafn" og -noctium sem leitt er af nox "nótt". Í hinu forna Rómaríki var því miðað við nóttina en hér í norðri við daginn.
Til forna var upphafsdagur ársins ýmist miðaður við vorjafndægur , haustjafndægur eða vetrarsólstöður. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um vorið að það sé frá jafndægri að vori til fardaga en þá taki við sumar til jafndægurs á hausti. Vorið nær því samkvæmt því frá 19. til 21 mars og fram að fardögum sem voru á fimmtudegi í 7. viku sumars eða á bilinu 31. maí til 6. júní.
Í dag var jafnframt sólmyrkvi kl. 10:37 þannig að á þessum vetri ríkti myrkrið örlítið lengur en vanalega, ef tekið er tillit til þess að sól er yfir miðbaug klukkan 22:45 að kvöldi.
Það má segja að veturinn í vetur hafi einnig verið hryssingslegri en undanfarin ár. því læt ég fylgja með ljóð eftir Egilsstaðabúann Svein Snorra Sveinsson sem má finna á vegg vallarhúss Vilhjálmsvallar á Egilsstöðum. Þar hef ég notað upphitaðar hlaupabrautir til að staulast í hringi frekar en að paufast á svelli. Það má segja að þetta ljóð lýsi vel mínum vetri.
Von
Í frosnu vetrarhjarta
býr ævagamalt loforð
um að vorið
leysi klakabönd
og hjartað slái
á ný.
Sveinn Snorri Sveinsson
Heimild: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=53774
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)