Færsluflokkur: Dægurmál
2.4.2011 | 16:17
Skyldu fíflin fatta það.
Þeim mun meira sem ASÍ of aðrir hönnuðir hrunsins sem enn sitja allt í kringum borðið beita fortölum sínum og hræðsluáróðri fyrir því að almenningur gangist í ábyrgð fyrir skuldum gjaldþrota einkabanka, þeim mun minna mark verður á málflutningnum tekið. Þjóðin hefur ekki gleymt því hverjir þrömmuðu með hana fram af hengifluginu í nafni stöðugleika og stóðu að því að gera flest heimili landsins eignalaus.
Þegar við þurfum orðið að borga fyrir það með ævi okkar að búa í landinu sem við fæðumst í er kominn tími til að hugsa sinn gang. Jafnvel eftir hrun þar sem helstu stofnanir samfélagsins standa strípaðar, líkt og keisarinn forðum, er ætlast það til að afrakstur vinnu okkar renni í formi gjalda og skatta til afla sem brutu öll siðferðisviðmið náungakærleikans, og ekki nóg með það, nú er okkur jafnvel ætlað að greiða skatta til annarra ríkja vegna tjóns sem þessir sömu öfl urðu völd af.
Sagt er að grundvallar tilgangur ríkisstjórna nútímans sé að vera verkfæri fjármagnseigenda að vösum almennings. Með samþykkt icesave á að nota skatta Íslendinga til að greiða skuldir sem ríkið tekur á sig til að greiða skuldir glæpamanna sem urðu til þegar þeir þeir tæmdu sparfjár eign í erlendum útibúum innanfrá og með þá syndaaflausn ætla sömu aðilar að koma "hjólum atvinnulífsins" áfram. Er furða að okkur finnist við vera rugluð og ráðvillt? Með valdi hefur verið unnið hörðum höndum að því að telja okkur trú um að við höfum ekkert val, við eigum að sýna ábyrgð. En þetta er allt sjónhverfing, ef við aðeins náum að átta okkur á hvað er réttlæti og hvað er ábyrgð munum við aldrei vinna gegn okkur sjálfum með því að segja já við icesave.
Okkur hefur verið margsagt að icesave samningarnir séu flóknir og aðeins á færi sérfræðinga að skilja þá. Stjórnmálamenn sem jafnvel töluðu gegn samningnum eru orðnir skíthræddir við sérfræðingana með exel þekkinguna, sem hafa samt sem áður enga sýn nema aftur fyrir sig og það í gegnum rör sem er hálfstíflað af kúlulánum. Þessir sérfræðingar, afætur og kúlulánþegar, treysta hvorki ímyndunarafli sínu né innsæi, hvað þá tilfinningunni fyrir réttlætinu. Þeir halda að til að vera fullkomlega faglegir þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar og vilja að þjóðin taki skellinn því aðeins þannig komist þeir af.
En hvað er rétt að kjósa? Það getur hver manneskja fundið í hjarta sínu, til þess að skíra út icesave þarf ekki sérfræðinga ASÍ eða stjórnmálamenn, hvað þá löglærða frímúrara, ekki einu sinni þó þeir væru flokksbundnir framsóknarmenn. Öll höfum við leiðsögukerfi hjartans sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Ef við efumst er gott að grípa til gullnu reglunnar "Allt sem þú vilt, að aðrir menn geri þér, það skalt þú þeim gera". Því eins og meistarinn sagði á þeirri reglu hvílir lögmálið
Þú varst fæddur frjáls og munt deyja frjáls. En muntu lifa frjáls? Valið er þitt. Þú ert hinn óendanlegi möguleiki.
![]() |
Gerir athugasemdir við málflutning ASÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.4.2011 | 17:35
Breytir engu.
Samkvæmt þessum dómi halda neyðarlögin og breytir hann því engu hvað mati skilanefndar Landsbankans hvað varðar endurheimtur upp í icesave. Neyðarlagaþegarnir geta einnig andað léttar.
Eina efnislega breytingin sem var gerð á fyrri icesave samningi sem þjóðin hafnaði og þeim sem nú er í boði er 8. grein fyrri samnings var sleppt í icesave3 Greinin sem sögð er hafa fengið margann neyðarlagaþegann frá því haustið 2008 til að meta málið út frá "ísköldu hagsmunamati".
Greinin hljóðaði svona;
8. gr. Endurheimtur á innstæðum.
Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.
Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón.
Þær eru athyglisverðar upplýsingarnar sem eru að koma fram þessa dagana um það hvernig stórleikarar í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi gátu selt hluti sína í Glitni og fleiri gjaldþrota fyrirtækjum rétt fyrir hrun. Sérstaklega í ljósi þess að eina efnislega breytingin á icesave 2 og 3 er að 8. gr. er sleppt.
Ískalt hagsmunamat hvaðan halda menn að peningarnir hafi komið sem notaðir voru til að kaupa verðlaus hlutabréf korteri í hrun?
Heykvíslahjörðin, ómenntaða liðið og landsbyggðarskríllinn hefur verið notað til að lýsa þeim sem segja NEI við icesave. Þessi lýsingarorð eiga ágætlega við fólk sem hefur hjartað á réttum stað. Rökin fyrir því að segja NEI eru einföld og skýr. Þau kristallast m.a. í þessu myndbroti.
![]() |
Úrskurðir styrkja forsendur Icesave-samninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2011 | 17:21
Icesave innistæður notaðar í heimsmet.
Hann þyngist Áfram áróðurinn enda nógir fjármunir til á þeim bænum. Á fjölmiðli fólksins facebook eru skoðanakannanirnar á annan veg, yfir 70% NEI.
Það er með miklum ólíkindum ef að fólk ætlar að ganga í takt við þau öfl sem þrömmuðu með íslenskt þjóðfélag fram af hengifluginu haustið 2008, eftir að þau höfðu útdeilt sjálfum sér fallhlífum.
Ef endurreisn þessara afla á íslensku samfélagi hefði sýnt árangur nú 2 1/2 ári síðar væri kannski hægt að skilja blindu fólks á hvað JÁ-ið þýðir. En að ætla að ganga í takt fram af hengifluginu í annað sinn á innan við þremur árum væri með ólíkindum og þeim mun meiri þegar það er farið fram á skilyrðislausa taktgöngu heillar þjóðar til greiðslu skulda sem glæpamenn eru að kaupa sig frá.
Hvernig sem fer 9. apríl þá verður stór kafli skrifaður í mannkynsöguna, kannski verður sá kafli um það þegar heil þjóð tók að sér sjálfviljug að greiða skuldir glæpamanna heimsins og slægi þar með heimsmet í heimsku.
![]() |
Meirihluti ætlar að segja já |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.4.2011 | 10:00
Breytir engu um ices........
Samkvæmt þessum dómi halda neyðarlögin og breytir hann því engu hvað mati skilanefndar Landsbankans hvað varðar endurheimtur upp í icesave. Neyðarlagaþegarnir geta einnig andað léttar.
Eina efnislega breytingin sem var gerð á fyrri icesave samningi sem þjóðin hafnaði og þeim sem nú er í boði er 8. grein fyrri samnings var sleppt í icesave3 Greinin sem sögð er hafa fengið margann neyðarlagaþegann frá því haustið 2008 til að meta málið út frá "ísköldu hagsmunamati".
Greinin hljóðaði svona;
8. gr. Endurheimtur á innstæðum.
Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.
Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón.
Þær eru athyglisverðar upplýsingarnar sem eru að koma fram þessa dagana um það hvernig stórleikarar í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi gátu selt hluti sína í Glitni og fleiri gjaldþrota fyrirtækjum rétt fyrir hrun. Sérstaklega í ljósi þess að eina efnislega breytingin á icesave 2 og 3 er að 8. gr. er sleppt.
Ískalt hagsmunamat hvaðan halda menn að peningarnir hafi komið sem notaðir voru til að kaupa verðlaus hlutabréf korteri í hrun?
Heykvíslahjörðin, ómenntaða liðið og landsbyggðarskríllinn hefur verið notað til að lýsa þeim sem segja NEI við icesave. Þessi lýsingarorð eiga ágætlega við fólk sem hefur hjartað á réttum stað. Rökin fyrir því að segja NEI eru einföld og skýr. Þau kristallast m.a. í þessu myndbroti.
![]() |
Heildsöluinnlán forgangskröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2011 | 16:15
Auðvelt val í icesave.
Margir hafa tekið þá Lee Buchet og Lárus Blöndal sem óræk vitni um hversu góður icesave3 samningurinn er, þar sem þeir hafi nú skipt um skoðun og tali fyrir því að þjóðin samþykki icesave þá hljóti samningurinn að vera eins og best verður á kosið. Það sé því rangt að láta réttlætið ráða afstöðunni til icesave, heldur "ískalt hagsmunamat" eins og einn löglærður stjórnmálaforinginn orðaði það, innmúraður í hrunadansinn. það er svolítið síðan að ég áttaði mig á því að lögfræðingar tala fyrir þeim málstað sem þeir fá borgað fyrir. Þegar eitthvað er að marka lögfræðing þá talar hann frá hjartanu og það gera lögfræðingar frítt eins og aðrir menn.
Þegar við þurfum orðið að borga fyrir það með ævi okkar að búa í landinu sem við fæðumst í er kominn tími til að hugsa sinn gang. Jafnvel eftir hrun þar sem ríkisvaldið og eftirlitsstofnanir þess stendur strípað, líkt og keisarinn forðum, er ætlast það til að afrakstur vinnu okkar renni í formi skatta til manna sem brutu öll siðferðisviðmið náungakærleikans, og ekki nóg með það, nú er okkur jafnvel ætlað að greiða skatta til annarra ríkja vegna tjóns sem þessir sömu aðilar urðu valdar af.
Sagt er að grundvallar tilgangur ríkisstjórna nútímans sé að vera verkfæri fjármagnseigenda að vösum almennings. Með samþykkt icesave á að nota skatta Íslendinga til að greiða skuldir sem ríkið tekur á sig til að greiða skuldir glæpamanna sem urðu til þegar þeir þeir tæmdu sparfjár eign í erlendum útibúum innanfrá og með þá syndaaflausn ætla sömu aðilar að koma "hjólum atvinnulífsins" áfram. Er furða að okkur finnist við vera rugluð og ráðvillt? Með valdi hefur verið unnið hörðum höndum að því að telja okkur trú um að við höfum ekkert val, við eigum að sýna ábyrgð. En þetta er allt sjónhverfing, ef við aðeins náum að átta okkur á hvað er réttlæti og hvað er ábyrgð munum við aldrei vinna gegn okkur sjálfum með því að segja já við icesave.
Okkur hefur verið margsagt að icesave samningarnir séu flóknir og aðeins á færi sérfræðinga að skilja þá. Stjórnmálamenn sem jafnvel töluðu gegn samningnum eru orðnir skíthræddir við sérfræðingana með exel þekkinguna, sem hafa samt sem áður enga sýn nema aftur fyrir sig og það í gegnum rör sem er hálfstíflað af kúlulánum. Þessir sérfræðingar, afætur og kúlulánþegar, treysta hvorki ímyndunarafli sínu né innsæi, hvað þá tilfinningunni fyrir réttlætinu. Þeir halda að til að vera fullkomlega faglegir þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar og vilja að þjóðin taki skellinn því aðeins þannig komist þeir af.
En hvað er rétt að kjósa? Það getur hver manneskja fundið í hjarta sínu, til þess að skíra út icesave þarf ekki sérfræðing eða stjórnmálamann, hvað þá löglærðan frímúrara, ekki einu sinni þó hann væri flokksbundinn framsóknarmaður. Öll höfum við leiðsögukerfi hjartans sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Ef við efumst er gott að grípa til gullnu reglunnar "Allt sem þú vilt, að aðrir menn geri þér, það skalt þú þeim gera". Því eins og meistarinn sagði á þeirri reglu hvílir lögmálið
Þú varst fæddur frjáls og munt deyja frjáls. En muntu lifa frjáls? Valið er þitt. Þú ert hinn óendanlegi möguleiki.
![]() |
Ekki auðvelt að komast að niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.3.2011 | 09:24
Skyldi Steingrímur vita af þessu?
Það er ýmislegt sem bendir til þess að skattgreiðendur á vesturlöndum fjármagni nú stríðið í Líbýu frá öllum hliðum, þ.m.t. al kaída, sem þrálátur orðrómur hefur verið um frá fleirum en Gaddafi, að standi á bak við vopnaða uppreisn í Líbýu.
Abdel-Hakim al-Hasidi, the Libyan rebel leader, has said jihadists who fought against allied troops in Iraq are on the front lines of the battle against Muammar Gaddafi's regime.
In an interview with the Italian newspaper Il Sole 24 Ore, Mr al-Hasidi admitted that he had recruited "around 25" men from the Derna area in eastern Libya to fight against coalition troops in Iraq. Some of them, he said, are "today are on the front lines in Adjabiya".
Mr al-Hasidi insisted his fighters "are patriots and good Muslims, not terrorists," but added that the "members of al-Qaeda are also good Muslims and are fighting against the invader". meira......
![]() |
NATO ber nú ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2011 | 08:35
Komið á Chernobyl stigið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2011 | 06:37
Með belti, axlabönd og fallhlífar.
Samþykki þjóðin icesave 9. apríl næstkomandi og verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi munu 600 - 1.200 milljarðar falla á Íslenska skattgreiðendur.
Margir hafa tekið þá Lee Buchet og Lárus Blöndal sem óræk vitni um hversu góður icesave3 samningurinn er, þar sem þeir hafi nú skipt um skoðun og tali fyrir því að þjóðin samþykki icesave þá hljóti samningurinn að vera eins og best verður á kosið. Það sé því rangt að láta réttlætið ráða afstöðunni til icesave, heldur "ískalt hagsmunamat" eins og einn löglærður stjórnmálaforinginn orðaði það, innmúraður í hrunadansinn. það er svolítið síðan að ég áttaði mig á því að lögfræðingar tala fyrir þeim málstað sem þeir fá borgað fyrir. Þegar eitthvað er að marka lögfræðing þá talar hann frá hjartanu og það gera lögfræðingar frítt eins og aðrir menn.
Okkur hefur verið margsagt að icesave samningarnir séu flóknir og aðeins á færi sérfræðinga að skilja þá. Stjórnmálamenn sem jafnvel töluðu gegn samningnum eru orðnir skíthræddir við sérfræðingana með exel þekkinguna, sem hafa samt sem áður enga sýn nema aftur fyrir sig og það í gegnum rör sem er hálfstíflað af kúlulánum. Þessir sérfræðingar, afætur og kúlulánþegar, treysta hvorki ímyndunarafli sínu né innsæi, hvað þá tilfinningunni fyrir réttlætinu. Þeir halda að til að vera fullkomlega faglegir þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar og vilja að þjóðin taki skellinn því aðeins þannig komist þeir af.
Það er með ólíkindum að fólk skuli geta gengið í takt við öfl sem þrömmuðu með íslenskt þjóðfélag fram af hengifluginu haustið 2008, eftir að þau höfðu útdeilt sjálfum sér neyðarlaga fallhlífum. Ef endurreisn þessara afla á íslensku samfélagi hefði sýnt árangur nú 2 1/2 ári síðar væri kannski hægt að skilja blindu fólks á hvað JÁ við icesave þýðir. En að ætla að ganga í takt fram af hengifluginu í annað sinn á innan við þremur árum er með ólíkindum og þeim um meiri þegar það er farið fram á skilyrðislausa taktgöngu heillar þjóðar til greiðslu skulda sem glæpamenn eru að kaupa sig frá.
Það er ekki flókið að átta sig á að 32 milljarðar eru meira en 600 hvað þá 1200 og það má vera alveg ljóst að allir þeir sem brotið var á með neyðarlögunum munu leita allra leiða til að fá þeim hnekkt verði þrotabú Landsbankans notað til að greiða ríkissjóðum Breta og Hollendinga. Vill þjóðin taka ábyrgð á icesave fyrir liðið sem bjargaði sér með neyðarlögum?
![]() |
600 milljarða neyðarlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2011 | 22:54
Aðstoða al kaída.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2011 | 20:21
Íslendngar til sölu.
Þetta var athyglisverð fréttaumfjöllun í Kastljósinu á henni mátti einna helst skilja að hægt væri að selja íslenskan ríkisborgarrétt til góðgerðasamtaka sem hefðu áhuga á að "koma hjólum atvinnulífsins af stað".
Ekki skemmdi forsaga sumra innlendu athafnamannanna fyrir trúverðugleikanum um einlægan vilja til að bjarga Íslandi. Hvað þá alþingismaðurinn knái, formaður allsherjarnefndar, sem hefur skapað ótæmandi verkefni fyrir erlenda athafnamenn við að dæla upp úr Sandeyjahöfn.
![]() |
Vilja ríkisborgararétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)