Auðvelt val í icesave.

Margir hafa tekið þá Lee Buchet og Lárus Blöndal sem óræk vitni um hversu góður icesave3 samningurinn er, þar sem þeir hafi nú skipt um skoðun og tali fyrir því að þjóðin samþykki icesave þá hljóti samningurinn að vera eins og best verður á kosið.  Það sé því rangt að láta réttlætið ráða afstöðunni til icesave, heldur "ískalt hagsmunamat" eins og einn löglærður stjórnmálaforinginn orðaði það, innmúraður í hrunadansinn. það er svolítið síðan að ég áttaði mig á því að lögfræðingar tala fyrir þeim málstað sem þeir fá borgað fyrir. Þegar eitthvað er að marka lögfræðing þá talar hann frá hjartanu og það gera lögfræðingar frítt eins og aðrir menn.

Þegar við þurfum orðið að borga fyrir það með ævi okkar að búa í landinu sem við fæðumst í er kominn tími til að hugsa sinn gang. Jafnvel eftir hrun þar sem ríkisvaldið og eftirlitsstofnanir þess stendur strípað, líkt og keisarinn forðum, er ætlast það til að afrakstur vinnu okkar renni í formi skatta til manna sem brutu öll siðferðisviðmið náungakærleikans, og ekki nóg með það, nú er okkur jafnvel ætlað að greiða skatta til annarra ríkja vegna tjóns sem þessir sömu aðilar urðu valdar af.

Sagt er að grundvallar tilgangur ríkisstjórna nútímans sé að vera verkfæri fjármagnseigenda að vösum almennings. Með samþykkt icesave á að nota skatta Íslendinga til að greiða skuldir sem ríkið tekur á sig til að greiða skuldir glæpamanna sem urðu til þegar þeir þeir tæmdu sparfjár eign í erlendum útibúum innanfrá og með þá syndaaflausn ætla sömu aðilar að koma "hjólum atvinnulífsins" áfram. Er furða að okkur finnist við vera rugluð og ráðvillt? Með valdi hefur verið unnið hörðum höndum að því að telja okkur trú um að við höfum ekkert val, við eigum að sýna ábyrgð. En þetta er allt sjónhverfing, ef við aðeins náum að átta okkur á hvað er réttlæti og hvað er ábyrgð munum við aldrei vinna gegn okkur sjálfum með því að segja já við icesave.

Okkur hefur verið margsagt að icesave samningarnir séu flóknir og aðeins á færi sérfræðinga að skilja þá. Stjórnmálamenn sem jafnvel töluðu gegn samningnum eru orðnir skíthræddir við sérfræðingana með exel þekkinguna, sem hafa samt sem áður enga sýn nema aftur fyrir sig og það í gegnum rör sem er hálfstíflað af kúlulánum. Þessir sérfræðingar, afætur og kúlulánþegar, treysta hvorki ímyndunarafli sínu né innsæi, hvað þá tilfinningunni fyrir réttlætinu. Þeir halda að til að vera fullkomlega faglegir þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar og vilja að þjóðin taki skellinn því aðeins þannig komist þeir af.

En hvað er rétt að kjósa? Það getur hver manneskja fundið í hjarta sínu, til þess að skíra út icesave þarf ekki sérfræðing eða stjórnmálamann, hvað þá löglærðan frímúrara, ekki einu sinni þó hann væri flokksbundinn framsóknarmaður. Öll höfum við leiðsögukerfi hjartans sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Ef við efumst er gott að grípa til gullnu reglunnar "Allt sem þú vilt, að aðrir menn geri þér, það skalt þú þeim gera". Því eins og meistarinn sagði á þeirri reglu hvílir lögmálið

Þú varst fæddur frjáls og munt deyja frjáls. En muntu lifa frjáls? Valið er þitt. Þú ert hinn óendanlegi möguleiki.


mbl.is Ekki auðvelt að komast að niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel ritað.

Jón Flón (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 22:18

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Magnús akkúrat, ég segi að hver og einn hafi sitt innsæi og samvisku sem segir þeim til, og að hlusta á það er svo mikilvægt fyrir hvern og einn vegna þess að eigið innsæi og samviska veit hvað honum-henni er fyrir bestu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.3.2011 kl. 22:26

3 identicon

audvelt firir tig Magnus enda ert tu longu haetur ad hlusta a aumingja og fifl eins og hann  Tryggva Þór

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 09:37

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helgi ég kunni alltaf vel við Tryggva í þá gömlu og góðu daga þegar við vorum allir ungir menn.  Síðan lenti Tryggvi á glapstigu, var hvítskrúbbaður á milli eyrnanna sem hagfræðingur og fór úr öskunni í eldinn með við að gerast stjórnmálamaður sem mælir með icesave.  Lægra getur góður drengur frá Litlu Moskvu ekki lagst.

Magnús Sigurðsson, 1.4.2011 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband