Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt?

Nú þegar lýðveldið er farið veg allrar veraldar og landinn situr uppi með svarta Pétur og flissandi Davos dúkkulísur kosningar eftir kosningar. Blaðrandi Young Global Leaders dansandi lögfræðilegt limbó í forgarði helvítis, blásandi glæðum metoo myllunnar sér til upphefðar.

Og þjóðríkið er fokið á vit forferðranna á meðan femínískar fasista fraukur jafnaðarmennsku glóbalsins naga undirstöður þjóðanna, í samvinnu við auðinn sem á enga þjóðlega samleið lengur með jöfnuði, en veður um völlinn og heggur mann og annan með regluverki andskotans.

Er nema von að spurt sé eftir tveggja ára stríðsæsingar fjölmiðla glóbalsins um loftslag, veiru og Rússa; -gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt eitthvað gamalt og gott? -Kannski Öxar við ána, árdags í ljóma. Jafnvel bara eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er von að þú spyrjir 

Mér var hugsað til hvort það væri að syngja Maístjörnuna

En í kvöld líkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands.

Eða er maður þá að hylla Rússland sem framtíðarland?

Grímur Kjartansson, 7.3.2022 kl. 16:32

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er nú þannig með verkalýðsfélögin Grímur, að þau hafa glapist á glóbalnum og ekki séð ástæðu til að eiga samleið með sínu fólki frekar en þjóðkirkjan undanfarin tvö ári. Hvað þá að rifja upp Maístjörnuna.

Sjálfsagt er maður að aðhyllast Rússa með því að benda þessu liði Davos dúkkulísa á fasísku lokunarstyrkjunum á það, auk þess sem það keppist nú við að gera hinn almenna Rússa auralausan.

Vinur minn erlendis tók alla sína peninga úr banka um daginn, hann sagði að þeim yrði einna helst stolið þar og tiltók trukkabílstjórana í Kanada sem dæmi og þau sem voguðu sér að standa með þeim. Svo væri það staðreynd að að það væri ekki svo mikið sem krónu að hafa í innlánsvexti þessa dagana. 

Magnús Sigurðsson, 7.3.2022 kl. 16:53

3 identicon

Sæll Magnús.

Það vex eitt blóm fyrir vestan

Það vex eitt blóm fyrir vestan,
og vornóttin mild og góð
kemur á ljósum klæðum
og kveður því vögguljóð.

Ég ann þessu eina blómi,
sem aldrei ég fékk að sjá.
Og þangað horfir minn hugur
í hljóðri og einmana þrá.

Og því geng ég fár og fölur
með framandi jörð við il.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og veit ekki, að ég er til.

Steinn Steinarr.

Húsari. (IP-tala skráð) 7.3.2022 kl. 17:22

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Steinn Steinar er ekki síðra en Kiljan og Maístjarnan, Húsari.

Það má lengi finna eitthvað íslenskt, bæði gamalt og gott, þegar vorið er í nánd.

Bjartar vonir vakna

í vorsins ljúfa blæ.

Bjarmar fyrir björgum,

við bláan sæ.

Oddgeir og Árni, Eyjapeyjar

Magnús Sigurðsson, 7.3.2022 kl. 18:15

5 identicon

Sæll Magnús.

Seint deilum við um það!

Húsari. (IP-tala skráð) 7.3.2022 kl. 21:37

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hellíngur til ...

http://media.not.is/endurreist/

https://archive.org/details/@gu_j_n_hreinberg

Guðjón E. Hreinberg, 8.3.2022 kl. 12:21

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þetta Guðjón, þetta er hellings íslenskt.

Magnús Sigurðsson, 8.3.2022 kl. 15:46

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mæli með hálftíma af Hreinberg á dag af linkunum sem hann setti hér inn, -á fréttatíma RUV, ef fólk vill heyra eitthvað íslenskt.

Magnús Sigurðsson, 8.3.2022 kl. 19:34

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Veit hreinlega ekki hvernig ég kæmist af, viku eftir viku, ef ekki hefði ég þig og Heinberg til að lesa. Takk báðir.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.3.2022 kl. 05:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband