Hulur samsærisins

Níu man ég heima sagði Vala í upphafi spár sinnar til Óðins. Til að sjá bak við hulurnar sem leyna vitundina heimana níu er gagnlegt að hafa í huga að forn hugmyndafræði gerði ráð fyrir að ákveðin öfl stýrðu okkar lífi. Dulspekin gerir einnig ráð fyrir að heimarnir sem umlykju okkur séu fleiri en þessir þrír sem kirkjan bauð upp á í árhundruð, þ.e.a.s. jarðlífið, himnaríki og helvíti.

Nærtækt er goðafræðin, sem stundum er kennd er við Ásatrú, gerði ráð fyrir níu heimum, hafði eigin sköpunarsögu og átti sín ragnarök í Völuspá. Heimurinn virðist því ævinlega vera hugmynd, sem samþykkt er af fjöldanum á hverjum tíma, jafnvel þó tálsýn sé. Speki goðafræðinnar væri rangt að telja til trúarbragða, miklu frekar væri að telja hana til hugmynda fólks um heim þess tíma, og lífsviðhorfa sem honum tengdust.

Að sumu leiti liggur það í augum uppi að heimarnir sem umlykja okkur eru fleiri en við viðurkennum, þetta er nokkuð skýrt hjá barnsálinni þar til henni hafa verið innrætt lífsviðhorf rökhyggjunnar. Flestir áhangendur innrættrar rökhyggju, sem láta þó það uppi að þeir trúa á trúleysið, telja að stærðfræðilegur sannleikur talnanna getur hvorki falið í sér dulspeki né trúarbrögð. En þær geta samt sem áður villt sýn eftir því í hvaða samhengi þær eru fram settar.

Tölurnar eru ekki margar, eða alls níu á bilinu 1 – 9 sem þarf til að fá allar útkomur. Yfirleitt er talnafræði kennd almenningi til reiknings eða stærðfræði og mikið notuð nú á tímum til að sýna fram á lygilega hagfræði um hagvöxt. Stundum er samsetning talnanna kennd sem brotareikningur jafnvel í formi þokugrárrar algebru þar sem barnsálin rammvillist í ósýnileka óþekktra stærða, en sjaldnast eru töfrar talnanna kynntir sem heilög rúmfræði.

Þess virðist vandlega gætt að töfrar talnanna séu huldir barninu þegar því eru innrætt notagildi þeirra, kannski er þetta gert til þess heimarnir sem umlykja barnsálina trufli ekki við það að búa til nýtan þjóðfélags þegn. Svo markviss er 2+2=4 akademían að margt sem áður var þekkt eru orðið að afgangsstærð. Þannig að flest börn, sem breytast í rökhugsandi menntamenn, og vilja láta taka sig alvarlega, -skila nú jafnvel auðu varðandi tilvist himnaríkis og helvítis fyrir trú sína og von á hagvöxt jarðlífsins.

Hvað ef okkur væri innrætt tölfræði á töfrandi grunni?

(1 x 8) + 1= 9

(12 x 8) + 2 = 98

(123 x 8) + 3 = 987

(1234 x 8) + 4 = 9876

(12345 x 8) + 5 = 98765

(123456 x 8) + 6 = 987654

(1234567 x 8) + 7 = 9876543

(12345678 x 8) + 8 = 98765432

(123456789 x 8) + 9 = 987654321

Magnað er það ekki; fullkomin speglun,  ætli lífsins tré hafa svipað til þessa þegar örlaganornirnar voru búnar var að umreikna þess óendanlegu óþekktu stærð?

Það er kannski ekki undarlegt að helstu hugsuðir heimsins hafi verið talnaglöggir s.s. Arkímedes, Copernicus, Sókrates og DaVinci. Það ætti að vera jafn auðvelt skilja að allt frá spádómum Biblíunnar til DNA stiga nútímans er byggt á mynstri einfaldra talnaformúla. En hvað kemur það þessum níu heimum við?

Íhugum ef svokallaðir Svartaskógs skólar galdra til forna, væru ennþá til, þar sem seiður ásamt þekkingu á heilagri rúmfræði vísaði veginn til þess sem ætti að vera hverjum nytsamt, þ.e. uppgötvunum á tilurð þessa heims þar sem sköpun hans væri opinberuð. Að halda því fram að opinber menntun sé til þessa að rugla barnsálina í ríminu, er auðvitað talin vera samsæriskenningin. En hversvegna er svona erfitt að sjá þann sannleika sem mun gera okkur frjáls?

Á undanförnum árum hafa verið settar fram tilgátur varðandi það hvers vegna fólk sér ekki sannleikann, jafnvel þó það fái hann óþveginn beint í andlitið. Þeir sem eiga auðvelt með að sjá samhengi hafa örugglega átt slæmar stundir þegar fólki gremst að deilt sé á stofnanir samfélagsins, jafnvel þó að færa megi fram skjalfest rök fyrir því hvernig kerfið er markvist notað til að koma okkur í ánauð svo hægt sé að nota okkur í þágu hagvaxtar hinna fáu. Líklegasta skíringin á þessu er kannski sú að fólk vilji hreinlega ekki sjá hvað er að gerast.

Því er oft þannig farið að heimsins ráð brugga vondir menn, sem koma því þannig fyrir að grasið er grænna hinu megin við lækinn þannig að sóst er eftir glysinu líkt og asninn sem eltir gulrót. Tilhneiging er til að stimpla þann er á það bendir sem samsæriskenninga smið. Enda ráða heimsins öfl launuðum störfum, fjölmiðlum og afþreyingu sem eitthvað kveður að. Meir að segja er árlega greint frá því að 1% íbúa jarðar ráði yfir mest öllum auði hennar, og ætla má að innan við 1% íbúa jarðar sjái eitthvað samsæri við það í gegnum hagvaxtar þulurnar.

Það er ekki þannig að þeir sem ekki sjá frelsið hverfa ofan í hagvaxtar skrímslið vilji ekkert sjá og heyra, og haldi þess vegna ráðabruggi vondra manna gangandi meðvitað. þeir einfaldlega geta ekki séð hvað er að gerast vegna þess að trúin á að heimurinn sé ekki annað en innrætt útgáfa af jarðlífinu lokar sýninni á aðra heima, eða að þeir geti hafa verið níu eins og Vala upplýsti í upphafi spár sinnar, hvað þá að þeir geti allt eins allir verið til í samtímis.

Fyrsta heimur mótast af stjórnmálum og efnislegu umhverfi, að vera virkur í samfélaginu með því að kjósa á milli viðtekinna viðhorfa. Skoðanir taka mið af efnahagsmálum; við vitum af uppeldinu að það á að bera virðingu fyrir embættismönnum, fjölmiðlar fara með sannleika, undirstrikaðan af helstu sérfræðingum samfélagsins. Níutíu prósent okkar munu lifa og deyja án þess að svo mikið sem efast um þessa heimsmynd.

Annar heimur, þeir sem þangað koma munu kanna söguna, tengsl milli einstaklings og stjórnvalda í hennar ljósi. Öðlast skilningi á því hvernig valdefling getur stjórnskipulega farið saman með stjórnarskrárbundnum réttindum einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu. Níutíu prósent af fólki í þessum hópi mun lifa og deyja án þess að leita lengra þrátt fyrir að gera sér grein fyrir að ríkisvaldið hefur í gegnum tíðina sífellt gengið lengra á stjórnarskrárvarinn rétt borgaranna.

Þriðji heimur, þeir sem hingað kíkja mun finna óyggjandi sannanir fyrir því að auðlindir heimsins, þar á meðal fólk, er stjórnað af mjög auðugri elítu sem byggir á gömlum auði heimsins, sem viðhaldið er með nútímalegri fjárkúgun sem felst í því að skuldsetja hagkerfi þjóðanna. Níutíu prósent af fólki í þessum hópi mun lifa og deyja án þess að sjá meira.

Fjórði heimur, þeir sem í þennan heim sjá munu komast að því að það eru til leynileg samtök manna, sem styðjast við forna dulspeki, táknfræði og helgisiði. Félagssamtök, sem elítunni þjóna, eru byggð upp á svipaðan hátt og pýramídi. Þannig að upplýsingar færast frá breiðum grunni upp á toppinn þar sem þær komast í þjónustu fámenns hóps, án þess að þeir sem starfa á lægri stigum hafi nokkra hugmynd um hvernig. Halda allt eins að þeir starfi í góðgerðasamtökum. Um níutíu prósent fólks, sem þó þetta sér, mun ekki sjá til næsta heims.

Fimmti heimur þar sem lærist að með leyndarhyggju hefur verið svo langt á veg komist að tæknilega er fjarhrifum, tímaflakki og heilaþvotti engin takmörk sett. Með því móti er hægt að stjórna hugsunum og gerðum fólks þannig að það gegnir, líkast því og þegar við segjum börnunum að fara að sofa. Líkt og á dögum syndaflóðsins er ákveðin tækni notuð af ráðandi öflum til að ráðskast með heiminn, rétt eins og ákveðnir menn fari með umboð Guðs.

Sjötti heimur þar sem komist er að því drekar, eðlur og geimverur, sem við héldum að væri skálduð skrímsli barnabókmenntanna, eru raunveruleg ráðandi öfl á að baki leyndarhyggjunni sem uppgötvuð var í fjórða heimi. Níutíu prósent af fólki í þeim hópi, sem sér inn í þennan heim, mun lifa og deyja án þess gægjast í þann sjöunda.

Sjöundi heimur er ótrúlegur heimur heilagrar rúmfræði þar sem lögmál alheimsins verða skilin og meðtekin. Frumsköpunarkraftur alheimsins verður að fullu sýnilegur í formi tölulegra "leyndardóma" þar á meðal tilurð tíma og rúms, hliðstæðra heima, og aðgangur að þeim opinberast. Þeir snilldarhugsuðir sem komast í þennan sjöunda heim munu flestir láta glepjast af loforðum um stórfelldan gróða úr hendi elítunnar, og þannig munu yfir níutíu prósent þeirra sem hingað komast lifa og deyja án þess að vísa fjöldanum veginn og kynnast þeim áttunda.

Áttundi heimur er þegar við sjáum í gegnum blæjuna sem kom í veg fyrir að við greindum ljós almættisins, þar upplifum við þá hreinu orku sem gengur undir heitinu skilyrðislaus kærleikur og fyrirfinnst í öllu í lífi á jörðu, sem er eitt og hið sama í hvaða formi sem er. Djúpstæðrar auðmýktar er þörf til þess að sjá í næsta heim.

Níundi heimur þar sem fullkomnunar hreinnar orku kærleikans er náð með því að verða eitt með almættinu og sköpunar þess. Með fullkomnun þessarar hreinu orku, mun kærleikurinn skapa fullan skilning á því að dauðinn er ekki fórn heldur endurlausn; lífið sjálft verður sannarlega hringferli þar sem þú munt líta heiminn á ný með augum saklaus barns, en með skilningi sem það gaf og varð endanlega til við að uppgötva skilyrðislausan kærleika lífsins.

Það kaldhæðnislega er að því meira sem þeir upplýsa, sem færir eru um að sjá umfram fjöldann, þeim mun ruglaðri eru þeir taldir vera af fjöldanum. Jafnvel svo veikir að nauðsynlegt hefur talist að stimpla þá sem samsæriskenningasmiði, eða meðhöndla á þann hátt sem hentar tíðarandanum og auðkenna þá sem væntanlega hryðjuverkamenn.

Í fyrstu tveimur heimunum lifir og hrærist yfirgnæfandi meirihluti fólks. Munurinn á þeim fyrsta og öðrum er í meginatriðum sá að þeir sem þekkja innviði annars heims útvega elítunni meðvitað fallbyssufóður á vígvöllinn með því kjósa stjórnmálamenn hennar í hreinni firringu.

Þeir sem hafa heimsótt 3 – 5 heim gera ríkisvaldinu erfiðra fyrir að hygla elítunni með ábendingum sínum, en með því fórna þeir oft tengslum við vinafólk og fjölskyldu. Verðlaunin verða svo þau að vera taldir samsæriskenningasmiðir af megin þorra fólks.

Það þarf samt engan Svartaskógs skóla til að finna þessu öllu saman stað. Í þjóðsögunum íslensku má vel sjá að fólk hafði vitneskju í gegnum aldirnar um hina ýmsu heima sem þykja kannski ekki eiga erindi við upplýstar háskólagráður dagsins í dag.

Þriðja bindi þjóðsagna Sigfúsar Sigfússonar hefur að geima álfasögur og þar má finna söguna af Steini á Þrúðvangi, sem var bóndi á austanverðu Íslandi skömmu eftir að kristni var lögtekin, og samtali sem hann varð vitni að þar sem hann dormaði á milli svefns og vöku á jóladag;

„,,,sjáið samt til að elskan hvort heldur á hlutum til dæmis auðæfum eður persónum verði svo sterk að elskan til Guðs tapist með öllu. Í einu orði ef þér gætuð viðhaldið þessum tveimur grundvallarstólpum Lúsífersríkis, hatri og óleyfilegri elsku, þá mun allt annað illt leggjast til: Guð og hans orða forakt, óhlýðni við yfirboðarana, manndráp, hórdómur og blóðskammir, þjófnaður lygar og að ég ei tali um allra handa vondar girndir.“

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er útgáfa sögunnar af Steini á Þrúðvangi mun styttri, en þar segir auk þess af því þegar menn fréttu af vitrunum hans; „Könnuðust menn þá við anda þessa og það voru þeir sem menn kalla jólasveina. Ganga þeir um byggðirnar og eru þá illir viðfangs, ránsamir og hrekkjóttir, einkum við börn.“

Líkt og með jólasveinana sem voru einn og átta samkvæmt þjóðvísunni, þá hafði goðafræðin sína níu heima til að skýra myndina. Í dag nægir einn heimur með einum jólasveini sem við köllum Hagvöxt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Einstakur pistill. Innihald trúarbragðanna útskýrt vel og greinilega og hismið skilið eftir. Þú ert í vissulega góðum ham núna Magnús. Það má segja að það borgi sig að þekkja innviði ásatrúarinnar svona vel, þannig að hægt er að varpa ljósi á annað.

Í Þórskvikmyndum Marvelfyrirtækisins er hinum níu heimum lýst sem stríðssvæðum í anda Bandaríkjanna og andstæðinga þeirra, eða nýlendna, en Hollywoodfyrirtækið er víst mjög fast í hinum fyrsta heimi sem mótast af efnishyggjunni og veraldarhyggjunni.

Goðafræðin norræna hefur verið að útþynnast stöðugt í þessum Marvelkvikmyndum og nú er ekkert eftir nema háð og afmyndun. 

Mér hefur dottið í hug í sambandi við orð Guðjóns vinar okkar um að menningin sé hrunin, að ástæðan fyrir staðgengilsstríði í Úkraínu sé þörfin á því að endurnýja mýtuna um óvini Vestursins, og að setja Pútín í það hlutverk. 

Mjög gott líka þetta að heimurinn sé alltaf tálsýn, sem valdið vill að við samþykkjum.

Maðurinn er andleg vera sem þarf trúarbrögð. Þegar hin opinberu trúarbrögð, Þjóðkirkjan í þessu tilfelli, verða of lík efnishyggjunni sem er allsráðandi þá hlýtur þörfin að vakna til að leita annað.

Já gróðasamfélagið afneitar æðri sannindum. Þó er skammtafræðin farin að gægjast svo langt, en hún er ein lífvænlegasta grein stjarnvísindanna, ef ekki sú eina sem ekki er stöðnuð eins og afstæðiskenning Einsteins, þá er alheimurinn meira en mælanlegt efni. Þar eru kenningar um dulefni, hulduefni, hulduorku. Þar á bæ eru menn farnir að hafa grun um að Mammon er ekki allt.

Þessi talnafræði sem þú notar hér nær líka til hins andlega. Það er víst alveg á hreinu að landnámsmennirnir þekktu eitthvað til svona fræða.

Það er gott hvernig þú fjallar um þetta Magnús, því erfiðara er að stimpla það sem þú skrifar sem hreinar samsæriskenningar, hér er bent á það svo vel hvernig fólk getur sjálft náð tökum á lífi sínu með því að bæta sjálft sig og umhverfi sitt, losna úr takmörkunum sem reynt er að ýta að okkur.

Ég vona að fólk læri sem mest af þessu, því ekki er vanþörf á því, og það sem þú hefur oft skrifað um, að þörf sé á æðri blessun fyrir Ísland, miðað við hversu mjög við erum sokkin í gróðahyggju og hamstrakapphlaupið.

Ef við hættum að sjá samsærin þá er það kannski þegar við erum farin að taka þátt í þeim.

Þú mátt víst alveg kalla þig heimspeking eins og Guðjón og jafnvel ég og Þorsteinn Siglaugsson gera. Það er svo skrýtið með heimspekingana sem RÚV tekur við, sem eru hámenntaðir, að ekki er Sókrates notaður sem fyrirmynd, að vera ósammála, heldur heimspekingar eins og Stalín hafði velþóknun á, sem ekki vildu rugga bátnum.

Ingólfur Sigurðsson, 23.11.2022 kl. 07:55

2 identicon

Tær snilld.  Takk, meistari Magnús fyrir þennan frábæra pistil.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.11.2022 kl. 12:13

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar, Ingólfur og Pétur Örn. 

Ekki er ég mikill heimspekingur heimakær maðurinn og ekki veit ég hvort þetta er snilld.

Það er nokkuð víst að heimurinn á marga veruleika jafnvel á sama stað og tíma, hafa margir orðið til að benda á það.

Ef um einhverja snilld er að ræða þá felst hún í að segja þjóðsögur. 

Magnús Sigurðsson, 23.11.2022 kl. 15:07

4 identicon

Þetta með heimana 9 vekur upp spurningu um skyldleika, eða öllu heldur samsvörun, eða ekki, við víddirnar; víddirnar 4 þekkjum við, x, y, z og tímann.  En hver sú fimmta, hver sú sjötta, sjöunda og áttunda eru, er flestum ókunnugt um, það er stærsta gjáin að komast yfir, en sú níunda er örugglega sú sama og hér er nefnt sem hinn níundi heimur.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.11.2022 kl. 15:51

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er þörf ábending Pétur Örn, og svo sannarlega hefur stærsta gjáin reynst örðug, -frelsarinn krossfestur við að vísa veginn varðaðan skilyrðislausum kærleika til alls lífs hér á jörð.

Magnús Sigurðsson, 23.11.2022 kl. 17:32

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ánægður með þetta, hef rætt skylda hluti, en get ekki athugasemdast núna, þarf að lesa aftur og melta smá. Gott pæl.

Varðandi jólasveinana, þeir eru allir góðir, minni á fræðslu Letihaugs um þau mál - myndskeið um það á Bitchute. Fólk sá oft sveinana og tröllin í neikvæðu ljósi því það var sjálft svo neikvætt að það gat ekki tengt við.

Guðjón E. Hreinberg, 23.11.2022 kl. 23:24

7 identicon

Ég trúi því Magnús, að líkt og í kvikmyndinni The Matrix er þessi fallni heimur sem við nú lifum í ekki raunheimurinn heldur blekkingarheimur þangað sem sannleikurinn hefur þrátt fyrir allt komið inn í Jesú Kristi. Við hverfum fljótt úr Heiminum aftur og inn í aðra heima raunverulegri. Það má segja að dvöl okkar hér sé eingöngu ætluð til að Guð geti prófað okkur. Einkunnin sem við fáum eftir dvölina hér ræður því í hvaða heim við verðum sett næst. Allt er undir því komið hvort við höfum tekið við sannleikanum, Jesú Kristi eða ekki. Hann er lykillinn að Gullna hliðinu.

Fyrir mér er enginn vafi á því að við erum og höfum aldrei verið sjálfstæð, okkur er alltaf stýrt. Við getum þó valið hvers þjónar við erum, Guðs eða Mammons, eins og Jesús segir okkur í 6. Kafla Mattheusarguðspjalls. En við höfum tilhneigingu til, jafnvel þótt við höfum valið Guð, að hlýða stundum Mammon. Þessir tveir heyja stöðugt stríð um okkur meðan við erum í þessum heimi.

Í frásögn Biblíunnar af ríka manninum og Lasarusi, sjáum við birtast tvo heima, Faðm Abrahams og Helju. Þetta virðast vera staðir, sem menn bíða á, eftir upprisu, en eru ekki hluti Himnaríkis eða Helvítis. Páll postuli talar um að hann þekki mann sem fór upp í Þriðja himinn. Sumir tala auk þess um að veru í Sjöunda himni. Ljóst er af orðum Biblíunnar að Himnaríki samanstendur af mörgum himnum. Við sjáum það glöggt á bæninni Faðir vor þú sem ert á HIMNUM. Fyrstu orð biblíunnar eru raunar þannig: Í upphafi skapaði Guð Himnanna (flt.) og jörðina.

Nú er meirihluti þjóðarinnar að verða menntamenn og trúa ekki lengur á almáttugan Guð, skapara himnanna og jarðarinnar. En vilja hafa það fyrir satt sem þeir telja stærðfræðilega sannað. Þeir kenna sig við stofnun, eins og Háskóla Íslands sem þó notar sem einkunnarorð sín orðin sem Jesús Kristur segir í Jóhannesarguðspjalli 8. Kafla: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. Flest fólk sér ekki sannleikann, því að Mammon, guð þessarar aldar hefur blindað huga hinna vantrúuðu til þess að þeir sjái ekki ljósið frá Fagnaðarerindinu.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2022 kl. 02:05

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar Guðjón og Guðmundur Örn þær eru ekki síðri en hjá Ingólfi og Pétri Erni hér að ofan. Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég hrærður yfir því að fá svona innihaldsríkar athugasemdir, þetta gerir blogg þess virði að setja það fram.

Guðjón; ég held að við séum á svipuðum slóðum hlustum á sama vindinn í grasinu og sjáum fjölærið. Varðandi jólasveina og tröll þá held ég að þeir hafi verið dímónaseraðir með trúar-brögðum til forna. þetta hafi verið að einhverju leiti fornir íbúar landsins eða landvættir. Mammon hefur tekið jólasveinana í sína þjónustu nú á tímum. Sagan af Steini á Þrúðvangi segir sitt.

Guðmundur Örn; ég get tekið undir allt sem þú segir. það er trúin á hið góða sem skiptir máli hvaðan sem hún kemur. Frelsarinn kunni að vísa veginn og gamla vættatrú goðheima, hvort sem þeir voru 7, 9 eða 13, -skýrði gildi þess að velja rétt svo ekki þyrfti að dvelja í körum Heljar. Nú er engu líkara en línuleg trú menntaðra manna á ævina í sálarleysi geri út á að sem lengst verði hægt að dvelja í körum Heljar. Við eigum okkur bara eitt líf, -eða þannig.

Magnús Sigurðsson, 24.11.2022 kl. 06:24

9 Smámynd: Jón Þórhallsson

Í bókinni Forlagaspár Kíros á bls.186

er talað um 9 ÚTVALDA riddara.

Af því að það voru 9 útvaldir riddarar við HRINGBORÐ ARTHÚRS KONUNGS.

Hvaða 9 AÐILAR standa næst guði hér á landi í dag?

Jón Þórhallsson, 24.11.2022 kl. 11:01

10 identicon

Besta og einfaldasta svarið við öllum þessum spurningum finnst mér vera sálmur Sveinbjörns Egilssonar:

Heims um ból helg eru jól

signuð mær son Guðs ól.

Frelsun mannanna, frelsisins lind,

frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind

meinvill í myrkrunum lá.

Heimi í hátíð er ný,

himneskt ljós lýsir ský.

Liggur í jötunni lávarður heims,

lifandi brunnur hins andlega seims,

konungur lífs vors og ljóss.

Heyra má HIMNUM í frá, englasöng: Allelújá.

Friður á jörðu því faðirinn er

fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér

samastað syninum hjá.

Sveinbjörn Egilsson.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2022 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband