Hringrásarhagkerfið

Það sem versnandi í heimi fer er hvað miklar tengingar tapast með því að missa skilning á móðurmálinu, -og þar með innsæi í tímann.

Tilveran er kraftaverk, líf og dauði eru draumar. Að gefa atburðarásinni nöfn er ekki það sama og skilja hana eða geta skýrt.

Þegar allir draumar hafa rætst er ekkert til að stefna að lengur, -eilífðin ein eftir og tíminn orðin lífvana.

– Þá birtast barnabörnin og gleðin í því smáa. Nýir litlir draumar koma í ljós sem þurfa að rætast inn í eilífðina.

Eilífðin er utan tímans, -þar sem allt er skynjað sem ein heild. Tilveran, eilífðin og draumurinn er því eitt og hið sama.

Þó svo að það sé mikils virði að vera snjallvæddur á ensku í núinu, þá er rétt að kunna skil á orðum móðurmálsins, -líkt og The Great Poet of Iceland.

Stundin deyr og dvínar burt

sem dropi í straumaniðinn

Öll vor sæla er annaðhvurt

óséð - eða liðin 

(Ljóð Einar Benediktsson)

 

img_6265


Bloggfærslur 24. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband