Ráðherrakapallinn

Þá hefur lýðnum verið gert ljóst hvernig hyskið mun sitja áfram í húsum þjóðarinnar. Bjarni segir af sér yfir í forsætisráðuneytið eftir að Katrín sagði af sér til Bessastaða. Varla er von á öðru en þar fái litla lukkudísin glimrandi kosningu ef ég þekki mitt fólk.

Sigurður sest í rykið af rústuðum innviðum og fær sér bara vel í nefið, rétt á meðan restin af litlu lukkudýrunum við Austurvöll kyngja ælunni og Svandísi.

Það mátti öllum vera ljóst að þjóðin sæti áfram uppi með hyskið í sínum húsum þar til sígild forgangsverkefni hafa verið fullkomnuð.

Ungt fólki sjái áfram sína fjármuni gufa upp úr þakinu á okurvöxtum.

Náhirðin fullkomni söluna á TM til Landsbankans í gegnum Kviku og fái upp í arðgreiðslurnar til að kaupa Íslandsbanka.

Landbankanum veði komið í lukkupottinn með söluferli.

Það skildi engin velkjast í vafa um að ríkisstjórnin lafir þar til verkefnalistinn hefur verið tæmdur með fullveldisframsali til glópalsins.

Sem stefnt er að keyra í gegn af litlu lukkudýrunum við Austurvöll og staðfesta á Bessatöðum, -helst fyrir 17. júní.


Bloggfærslur 9. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband