31.12.2009 | 16:51
Áramót.
Um ármót er algengt að fara yfir árið sem er að líða og setja markmið fyrir árið sem er framundan. Þennan sið hef ég haft til fjölda margra ára og undanfarin ár hef skrifað niður markmið og væntingar.
Árið 2009 hefur að mörgu leiti verið mjög sérstakt ár í mínu lífi. Um langan tíma hafði ég verið upptekin af uppbyggingu rekstrar, sem skyndilega missti fótfestuna í árslok 2008 eins og svo margt í Íslenskum veruleika. Hjá mér hefur 2009 því verið, umfram allt annað ár endurmats, jafnhliða því að vera ár sem farið hefur í að því að ná heilsu eftir líkamstjón.
Á þessu ári hef ég gert margt af því sem mig hafði dreymt um í mörg ár vegna þess að til varð tími og því var best að grípa tækifærið og nota hann. Um síðustu áramót hafði ég það í huga sem árið 2008 hafði kennt mér umfram allt annað, þess má finna stað í fjallræðu Jesú Matt 6,19 -6,21; Safnið yður ekki í fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.
Núna við þessi áramót eru óvissan meiri en nokkru sinni fyrr. Hafi orðið veruleg breyting 2009 þá reikna ég með að 2010 verði hún ekki minni. Þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem ég á erfitt með að sjá fyrir mér markmið ársins sem er framundan. Því ætla ég að reyna að gera framhald fjallræðunnar að markmiði mínu og forðast eins og kostur er þá neikvæðni sem hefur haft veruleg áhrif á mig undanfarið.
Matt 6,22; Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur. En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið.
Megi árið 2010 vera ykkur gæfuríkt.
Hér er boðið upp á gamlan slagara þar sem töffarar gærdagsins syngja um sígildan sannleika.
http://www.youtube.com/watch?v=TYt1xvjQ35U&feature=player_embedded
kreppan | Breytt 25.12.2011 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.12.2009 | 23:39
Leikritinu lokið á Alþingi.
Þá getur icesave - velferðarstjórnin skálað fyrir þessum áfanga og þingmenn haskað sér heim og skálað fyrir áramótunum. Málið dautt, hangir ekki lengur yfir þjóðinni, hreint borð, eða hvað? Kannski dýrkeyptasta áramótagjöf út á krít sem um getur í sögu þjóðar.
Ég ætla að flagga í hálfa stöng hérna á síðunni og felli tár yfir ömurlegasta Alþingi sem ég hef upplifað. Það er tæplega von á góðu í framhaldinu.
Leikrit þingmanna hefur fyrst og fremst snúist um það hvernig hægt er að viðalda því stjórnkerfi sem hér hefur verið við lýði með lántökum á kostnað þjóðarinnar. það var orðið fyrir löngu ljóst að "flokkurinn" var búinn að samþykkja icesave 16. júlí í sumar. Þá samþykkti Alþingi þau grundvallarviðhorf, að almenningur á Íslandi bæri ábyrgð á skuldum einkafyrirtækis.
En einu sinni var þjóðinni boðið upp á í beinni útsendingu, leikrit þar sem fyrst og síðast var komið í veg fyrir nýtt Ísland. Hjá þessu liði snýst þetta fyrst og fremst um að halda sér á launaskrá hjá skattgreiðendum.
Rúmu ári eftir hrun rekur allt á reiðanum, fyrirtæki fara á hausinn, heimilin verða eignalaus og þúsundir manna þurfa aðstoð við nauðþurftir hjá hjálparsamtökum. Þetta skal vera í síðasta skipti sem ég læt stjórnmálamen ræna tíma mínum í beinni. Þetta var ömurleg leiksýning og miðaverðið með því hæsta á byggðu bóli.
![]() |
Alþingi samþykkti Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.12.2009 | 23:38
Að þora.
Það þarf kjark og einbeitingu til að fara út fyrir rammann. Margir hugsa út fyrir hann en þeir eru færri sem láta verða af því að yfirgefa hið þekkta í leit af sjálfum sér í því ókunna. Ég er einn af þeim sem læt mig dreyma um að yfirgefa rammann en læt yfirleitt tilhugsunina eina nægja. Fyrirmyndirnar eru samt nálægar og að einhverju leiti tel ég mig fá innsýn í gegnum þær.
Bróðir minn sem er verkfræðingur er einn þeirra sem mér standa nær sem hefur haft þor til að láta hjartað ráða og leita á vit hins óþekkta. Hann yfirgaf sitt fyrra líf fyrir tveimur árum síðan, fluttist til Brighton til að kynna sér Búdda fræði og er nú Búddamunkur. Hann ætlar að heimsækja mig um áramótin og dvelja um tíma. Ég hugsa mér gott til endurfundanna kynna mér það sem hann hefur orðið áskynja í gegnum sína reynslu.
Vinur minn sem hefur búið í Ástralíu í 26 ár lét verða af því í nóvember að fara í 37 daga gönguferð einn síns liðs. Gekk frá Perth í V-Ástralíu til Albany í suðri, í gegnum óbyggðir. Við höfðum stundum talað um það hvað það hlyti að vera meiriháttar reynsla að fara einn út í eyðimörkina á svipaðan hátt og Kristur gerði. Vinur minn lét verða af því og hefur sagt mér frá því hvernig hann upplifði fréttaleysið í óbyggðunum, hvernig heimurinn er allt annar frá því sjónarhorni.
Draumurinn, óskin, bænin, eða hvaða orð sem við veljum að nota, verður til í huganum og við náum eins langt og hugurinn sér. Besta staðfestingin fyrir því að hugurinn efist ekki er þegar tilfinningarnar eru í samræmi við hugann. Um leið og bilinu er lokað sem er á milli hugsana og tilfinninga er orðin til samhljómur hugar og hjarta sem tengir okkur við alheiminn. Þá höfum við öðlast það sem okkur dreymir um. Þetta er ekki spurning um tíma þetta er aðeins spurningin um að loka því tilfinningalega bili sem er á milli hugsana og vellíðunar.
Lífið er í raun draumur og við ímyndun eigin hugsanna. Það sem við fáum út úr lífinu er eigin spegilmynd. Bænin hefur rætst um leið og við höfum beðið hennar, verum því meðvituð um hvers við biðjum.
Mig langar til að vekja athygli á Gregg Braden og kenningum hans um hvernig við tengjumst öllu í heiminum. Ábendinguna um Gregg Barden fékk ég hjá vini mínum í Ástralíu sem hefur gefið mér margar ábendingar um áhugavert efni í gegnum tíðina. Gregg Braden kemur inn á það m.a. hvers vegna óskir, draumar og bænir hafa tilhneigingu til að rætast. Hvernig þau skilaboð sem við sendum frá okkur eru það sem við fáum til baka. Þetta er s.s. auðsjáanlegt ef við sýnum óvinsamlega hegðun þá fáum við óvinsemd til baka. En þetta nær mun lengra þetta hefst með geðshræringunni, tilfinningunni og svo hugsuninni sem við notum til að ná einbeitingu. Því er svo mikilvægt að hugsunin sé jákvæð og að við upplifum væntingarnar með góðri tilfinningu.
http://www.youtube.com/watch?v=6nKSq2tV1kE&feature=player_embedded#
Lífstíll | Breytt 27.2.2010 kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2009 | 17:48
"Lof borið á Hrólf og félaga í Óperunni í Aachen"
Það kemur ekki lengur á óvart að fyrirtæki sem standa í stórfjárfestingum skuli vera óþekkt. Ætli mætti að fyrirtæki sem snarar út 3,2 milljörðum ætti langan og farsælan rekstur að baki.
Ef Völusteini er flett upp í fyrirtækjaskrá kemur fram að félagið er stofnað í apríl 2009. Ef eigendurnir eru googlaðir kemur m.a. upp "Fyrsti sigur Íslands á EM í krullu". Ef Hrólfur Einarsson ÍS 255 er googlaður kemur upp "Lof borið á Hrólf og félaga í Óperunni í Aachen".
Það væri gaman að vita, svona í ljósi þess að Landsbankinn er nú sem stendur banki allra landsmanna, hvort þetta er góður díll eða hvort þarna er um nýtt kennitölu "Stím" að ræða frá Bolungavík.
![]() |
Völusteinn kaupir eignir þrotabús Festar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2009 | 08:52
Stórkostlegur árangur?
Árangur ríkisstjórnarinnar í kjölfar hrunsins er alltaf að koma betur í ljós. Skuldum er hnallað niður á ríki og almenning, ekkert fer fyrir að dregið sé úr kostnaði stjórnkerfisins.
Innan skamms mun sennilega aðeins einn kostur vera í stöðunni, að skera niður ríkisútgjöldin sem aldrei fyrr.
Það er alltaf að koma betur í ljós hjá ríki og bæ að stjórnendur eru ófærir um að lækka útgjöld af hræðslu við að missa spón úr eigin aski.
![]() |
Afborganir lána 40% tekna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2009 | 14:10
Gleðileg jól.
Óska öllum sem líta hér inn gleðilegrar hátíðar, ljóss og friðar. Það hafa verið vetrardagar á Egilsstöðum undanfarið eins og sjá má á þessum myndum sem teknar voru á milli élja í dag.
Einnig fylgja myndir af gleðigjöfum skammdegisins, en þeir birtust einn daginn í sameigninni, einhver hafði meira en nóg af litlu skemmtikröftunum og losaði sig við þrjá. Þó 16 íbúðir séu í húsinu þá döguðu tveir uppi hjá okkur og hafa haldið uppi stanslausu fjöri alla aðventuna.
Kannski hafa forlögin ætlað okkur tvo ketti en hún gamla kisa kvaddi þessa tilveru í vor 15 ára gömul södd lífdaga og hefur hennar verið sárt saknað.
Lappirnar á mér eru orðnar rispaðar og blóðrisa. Ef einhverjum hefur fundist að ég hafi hvesst mig í miðju símtali biðst ég velvirðingar á því, en yfirgnæfandi líkur eru á að ólátabelgirnir hafi verið að stytta sér leið upp lappirnar á mér. Eftir ca. 200 tilraunir náðust þessar myndir af villingunum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2009 | 15:12
Sérstakur húmoristi Steingrímur.
Hafi Steingrímur orðað það þannig að bjart væri framundan, er annaðhvort um mjög sérstakan húmor að ræða, eða þá sem líklegra er að hann sjái fram á að getað brogað sjáfum sér og elítunni laun áfram.
Það getur varla verið að það sé bjartara fyrir skattgreiðendur að stórhækka skattbyrðina ofan á hinn heilaga stökkbreytta höfuðstól lána.
Það hlýtur að verða keppikefli hvers hugsandi manns að finna leiði til að lágmarka skattabyrði sína. Margir munu fara úr landi, aðrir munu minka við sig vinnu og spreyta sig við að lifa landsins gæðum utan kerfis.
Það er nokkuð ljóst að ekki verður losnað við óværuna í stjórnkerfinu nema svelta hana út, þar eru aðeins um útgjaldaauka að ræða í formi rannsókna á sjálfum sér og mannaráðninga úr hrunaliðinu í samninganefnd við ESB.
![]() |
Fjármálaráðherra segir bjartari horfur framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.12.2009 | 10:06
Vinstri Grænir hafa tekið stefnuna á ESB!
Það ætla að verða orð að sönnu að þau Svandís og Svavar verði dýrustu feðgin Íslandssögunnar. Umhverfisráðherra VG mun kosta þjóðina stórfé og hefur sennilega ekki bara svikið kjósendur sína, heldur þjóðina alla með þátttöku í sameiginlegri stefnu ESB í loftslagsmálum. Íslenskir hagsmunir hafa verið settir til hliðar. Það er eitt að vera umhverfissinni annað að setja andrúmslofið í kvótakerfi að beiðni stórfyrirtækja. Það er glæpur gagnvart lífinu á jörðinni. Við sem þekkjum orðið orsakir og afleiðingar kvótakerfa ættum að vita hvernig þau virka.
Stjórnmálamenn hafa aldrei leyst neinn vanda, eiga aðeins eftir að auka hann. Í framtíð sem og fortíð, eiga þeir eftir að réttlæta afleiðingar misstaka sinna án þess að vilja viðurkenna orsakir þeirra. Það er eðli stjórnmála, þess vegna er staðann nú að kvótasetja á andrúmsloftið þar sem stórfyrirtækin verða gerð jafnrétthá lífinu sem dregur andann. Það sama á við aðkomu þeirra að loftslagsmálum, fjármagnið verður látið ráða.
Með þessu skipar Ísland sér á bekk með ríki stórfyrirtækjanna, ESB, gegn hagsmunum jarðarbúa. Jörðin mun samt sem fyrr verja sig sjálf með sinni eilífu hringrás. Ef maðurinn lítur ekki lögmálum lífsins mun jörðin losa sig við hann. Það gerist þrátt fyrir loftslagskvóta, sem eru settir til þess eins að geta skattlagt andardrátt hverrar lífveru.
Jörðin okkar er meistaraverk sem stjórnmálamenn ættu ekki að reyna að setja sig yfir.
http://www.youtube.com/watch?v=61BCB2-OmRY&feature=player_embedded
![]() |
Ísland minnki losun um 30% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 27.2.2010 kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2009 | 14:51
Á að steypa ungmennum í enn meiri skuldir?
Hvað meinar félagsmálaráðherrann með þessari nýju áætlun? Á að bjóða ungmennum upp á störf á vegum ríkisins? Eða er ætlunin að bjóða ungu fólki upp á nám og uppihald því að kostnaðarlausu í skiptum fyrir atvinnuleysisbætur? Eða á að ota fólki út í nám sem það kostar sjálft með lántökum ásamt framfærslu sinni?
Staðreyndin er sú að það er alls ekki sjálfgefið að nám leiði til starfa sem eru þess virði að fá lánað fyrir menntun þeirra vegna. Nógir eru skuldaklafarnir sem íslenskum ungmennum eru ætlaðir nú þegar.
Það hefur verið viðtekin venja að hvetja ungt fólk til að afla sér menntunnar og undirbúa sig þannig fyrir lífi. Því hefur verið sagt að með góðri menntun fái það gott starf sem geti skapað því tekjur til að stofna heimili með öllum þeim skuldbindingum sem því fylgir. Íbúðarhúsnæðið sé stærsta fjárfesting þess, að auki beri að spara til efri áranna í gegnum lífeyrissjóði og viðbótar lífeyrissparnaði fjármálafyrirtækjanna.
Flestir nemendur hafa stofnað til mikilla skulda við að afla sér "dýrmætrar" sérfræðiþekkingar, koma þannig stórskuldugir inn á atvinnumarkaðinn. Stofna til ennþá stærri skulda til að eignast m.a húsnæði og bíla til að komast til og frá vinnu. Það má því segja að fólk hafi þegar ráðstafað lífi sínu strax á námsárum sínum. Þessari skuldsetningu fylgir að störfin gefa miklar skatttekjur í ríkissjóð og öruggt fjárstreymi til fjármálageirans í gegnum lífeyrisgreiðslur,það jafnhliða vaxtagreiðslum af öllum skuldunum sem til eru orðnar. Það má segja að allt það fjárstreymi sem í gegnum æfi manneskjunnar streymir lendi þannig með einum eða öðrum hætti hjá fjármagnseigendum.
Þó svo menntakerfið búi til góða sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum þá kennir það einstaklingnum nánast ekkert um praktísk fjármál. Staðreyndin er sú að sáralítið samhengi er á milli menntunnar og þeirra sem hafa náð langt í fjárhagslegu frelsi. Það er því umhugsunarvert hvers vegna menntakerfi sem er svona upp byggt leggur ofuráherslu að ná til barnssálarinnar á mótunarárunum þegar hægt er að hafa mestu áhrifin á ríkjandi viðhorf manneskunnar ævilangt. Kerfi sem frá byrjun hvetur í raun einstaklingin til taumlausrar skuldsetningar og fjárhagslegrar ánauðar.
Forn Grikkir trúðu að menntun væri til þess að kenna fólki að hugsa. Nútíma menntun gengur út á að þjálfa þá fólk í að gera það sem því er sagt frá blautu barnsbeini. Sagt er að menntakerfi nútímans komi að uppistöðu til frá Prússnesku kerfi19. aldar kerfi sem var ætlað að bú til gott starfsfólk og hlýðna hermenn. Semsagt fólk sem í blindni fylgir fyrirmælum, fólk sem bíður eftir að vera sagt hvað það eigi að gera, þar með talið hvað það á að gera við tíma sinn og peninga. Framúrskarandi nemendur eru nær því undantekningarlaust verðlaunaðir, með vinnu fyrir hina ríku við að viðhalda því kerfi sem byggt hefur verið upp og auka þannig við auð þeirra efnamestu.
Þessi skortur á frjálsri hugsun og fjárhagslegri menntun skólakerfisins hefur leitt til þess að fólk er tilbúið til að gefa stjórnvöldum sífellt meiri völd í lífi sínu. Vegna þess að það býr ekki yfir nægilegri fjárhagslegri færni til að ráða við eigin framfærslu í flóknu kerfi sem byggir á síaukinni skuldsetningu. Þess í stað er okkur ætlað að vænta þess að stjórnvöld leysi vandamálin fyrir okkur. Með þessum hætti framseljum við frelsi okkar til stjórnvalda nútímans sem hafa sannað sig í því að vera verkfæri fjármagnseigenda að vösum almennings sem aldrei fyrr.
Því hefur verið haldið að okkur að við eigum ekki að vera of upptekin af peningum og hefur jafnvel verið láti að því liggja "peningar séu rót hins illa" og þá vitnað til hinnar helgu bókar. Þar er reyndar sagt eitthvað á þá leið að "ágirnd í peninga séu rót hins illa", takið eftir; ágirnd, en ekki peningarnir sjálfir.
Það að halda fólki í fjárhagslegri fáfræði er í raun illska. Það eitt að einhver þurfi að vinna við starf sem hann hefur ekki áhuga á, eða fyrir fólk sem hann ber ekki virðingu fyrir, jafnvel ganga í hjónaband þar sem eingin ást er og ætlast þannig að til að einhver annar sjái um fjárhagslegt öryggi hvort sem það er maki, vinnuveitandi eða stjórnvöld. Kerfi sem þannig afvegaleiðir manneskjur sem fæðast inn í þennan heim með alla þá kosti sem gerir þá fullfæra um að bjarga sér sjálfir, er í raun rót hins illa.
Skemmtileg sýn á skólakerfið.
http://www.youtube.com/watch?v=_JTaoAdbjcs&feature=player_embedded
![]() |
Úrræði fyrir 2.400 ungmenni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt 27.2.2010 kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.12.2009 | 17:51
Launþegum gert að láta 12% tekna sinna renna til lífeyrissjóða.
Rúmu ári eftir hrun hlýtur að vera orðið tímabært að lífeyrissjóðirnir geri hreint fyrir sínum dyrum. Allavega áður en haldið er á vit nýrra ævintýra. Almennir launþegar ættu að krefjast samskonar lífeyrisfyrirkomulags og opinberir starfsmenn njóta. Það er í raun glæpur að skylda fólk með lögum til að láta 12% tekna sinna renna til sjóða sem vafi leikur á hvernig standa.
Nær væri að stjórnvöld þjóðnýttu lífeyrissjóðina. Ríkisstjórnir um allan heim hafa hver af annarri sett framtíðarskatta á almenning með því að moka peningum inn í bankakerfið. Þannig er búið að gera skattgreiðendur ábyrga fyrir öllum skuldum, þ.m.t. öllum lífeyrissparnaði. Það er því búið að gera skattgreiðendur m.a. að skuldaþrælum vegna skulda við sjálfa sig. Ísland er engin undantekning.
Margir halda að Íslenska lífeyrissjóðakerfið sé einstakt, enda hefur því verið haldið miskunnarlaust að fólki. En það er það ekki, það er byggt upp á svipaðan hátt og það Bandaríska, þ.e.a.s. ávaxtar sig á hlutabréfamarkaði.
Nýja Framtakssjóðnum er í raun ætlað að endurreisa hrunin hlutabréfamarkað. Þetta er geggjuð áætlun. En með þessu er hægt að fela það að í einhvern tíma að stór hluti lífeyrissparnaðar landsmanna er raunverulega glataður. En á endanum mun þetta kosta það að framtíðar greiðslur til lífeyrissóða tapast einnig.
Hérna er grein sem ég hvet alla, sem vilja skilja framtíðarhorfur lífeyrissjóða, til að lesa. Þó svo að hún eigi við USA þá er Íslenska kerfið svipað, en niðurstaðan ætti að vera íslenskum launþegum nú þegar ljós.
http://finance.yahoo.com/expert/article/richricher/205569
![]() |
Ágúst Einarsson stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)